Morgunblaðið - 24.06.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.06.1975, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JONl 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Arvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. sfmi 10 100. Aðalstræti 6, sfmi 22 4 80 Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 40,00 kr. eintakið Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Aundanförnum árum hafa verið furðu litlar umræður um stöðu verka- lýðshreyfingarinnar f þjóð- félaginu, frjálsa kjara- samninga, sem svo eru nefndir, og þau áhrif, er aðilar vinnumarkaðarins hafa á framvindu efna- hagsmála á hverjum tíma. Ástæðan fyrir því, að um- ræður um þetta mikils- verða viðfangsefni hafa legið í láginni, er fyrst og fremst sú, að verkalýðs- hreyfingin hefur alla jafn- an risið upp og dæmt hvern þann aðila fjandmann launþega og þjón auðvalds- afla, sem dirfzt hefur að vekja máls á breytingum á þessu sviði. Þetta eru í sjálfu sér mannleg viðbrögð og ekki óeðlileg, þar sem forystu- mennirnir hljóta að standa vörð um eigin valdastöðu í þjóðfélaginu. Það vakti því ekki litla athygli, þegar einn af fyrrverandi rit- stjórum brezka vikuritsins New Statesman, sem er vinstrisinnað vikurit, birti fyrir skömmu, í þvi riti, harkalega árás á forystu verkalýðshreyfingarinnar í Bretlandi. Þessi grein er ekki sízt markverð fyrir þær sakir, að höfundur hennar hefur um árabil verið skeleggur talsmaður sósíalismans í Bretlandi. Það er því erfitt að slá vopnin úr höndum hans með upphrópunum og æs- íngum um að hann sé þjónn auðvaldsafla. Þó að kröfugerðarpólitík verkalýðshreyfingarinnar hafi valdiö meiri erfiðleik- um í Bretlandi en hér, eig- um við eigi að síður við ýmis vandamál sömu gerð- ar að stríða. Hér í Morgun- blaðinu hefur t.a.m. oft- sinnis verið á það bent, að launaverðbólgustefna verkalýðshreyfingarinnar stefndi ávallt hagsmunum þeirra lakast settu í tví- sýnu. Rækilega var á þetta bent eftir að Alþýðusam- bandið tilkynnti kaup- hækkunarkröfur sínar i maímánuði sl. Þá var því haldið fram, að svo gífur- legar kauphækkanir, er þar var farið fram á, myndu valda nýrri koll- steypu í efnahagsmálum, sem kæmi með mestum þunga niður á þeim, er hefðu lægst laun. Með öllu hefur verið úti- lokað að fá rökræður um þessi sjónarmið. Forystu- menn verkalýðshreyfing- arinnar og ýmsir talsmenn þeirra hafa skotið sér und- an þeim með slagorðum eins og „íhaldshræsni“ eða öðrum slíkum. Nú kemur hins vegar fram á sjónar- sviðið brezkur sósíalisti og segir umbúðalaust, að launaverðbólgan valdi mestum hugsanlegum þjáningum hjá þeim fátæk- ustu, öldruðu, kornungu, sjúku, bjargarlausu, and- lega og líkamlega bækluðu, öllum þeim útskúfuðu og utangátta og þeim, sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir barðinu á samfélag- inu. Hann segir, að launa- verðbólgan refsi þeim ábyrgðarfullu en verðlauni þá eigingjörnu. Paul Johnson bendir ennfremur á, að verkfalls- vopnið sé neikvætt og raunar úrelt, eftir að at- kvæðisréttur varð svo al- mennur sem raun er á. Hann segir, að verkalýðs- samtökin séu engin eining- arsamtök, heldur sam- steypa sérhagsmunahópa. Á verðbólgutimum, þegar rauntekjur standi í stað eða fari jafnvel minnkandi, krefjist verkalýðsfélögin hækkaðra launa, aðeins til að keppa hvert við annað. Hér á landi þekkjum við þessar aðstæður einkar vel. Kröfugerð er þannig ósjaldan rökstudd með því að einvörðungu sé verið að jafna metin við þann hóp sem fékk kauphækkanir næst á undan. Við höfum haldið mjög fast um þá meginreglu, að aðilar vinnumarkaðarins semdu upp á eigin spýtur um kaup og kjör. Ríkis- stjórnir hafa aðeins í fáum tilvikum gripið inn i kjara- deilur. Um þessa grund- vallarreglu hefur ekki ver- ið ágreiningur hér á landi, enda ekki verið bent á aðr- ar leiðir, þó að öllum sé ljóst, að launþegar og vinnuveitendur ákveða oft og einatt með þessum hætti kauphækkanir, sem ekki byggjast á aukinni verðmætasköpun og veró- ur því að greiða út með innstæðulausum pappírs- seðlum. ,,Við nefnum þetta „frjálsa kjarasamninga“,“ segir Paul Johnson, „en í rauninni er það ekkert þess konar. Hér er um að ræða hópa manna sem beita afli sínu til að neyða aðra hópa eða þjóðfélagið í heild til að lúta vilja sínum.“ Þetta er vissulega íhugun- arverð ábending, en hinu má ekki gleyma, að vand- fundin er önnur aðferð til þess að ákveða kaup og kjör, sem samrýmist því lýðræðislega stjórnkerfi, er við búum við. Mestu máli skiptir í þessu sambandi, að aðilar vinnumarkaðarins, bæði launþegar og vinnuveit- endur, geri sér grein fyrir því, að óraunhæf kröfu- gerðarpólitík er að verða þjóðarheildinni hættuleg og hún stefnir afkomu þeirra lakast settu í mesta tvísýnu. Það er því engum vafa undirorpið að brýnt er að hefja hleypidómalausar umræður um þessi efni. Lög um stéttarfélög og vinnudeilur hafa nú staðið óbreytt í nær fjóra áratugi. Á þessum tima hafa orðið gífurlegar breytingar í ís- lenzku þjóðfélagi, sem kalla á margháttaðar breytingar á þessari lög- gjöf, ekki til þess að kné- setja einn hóp öðrum til framdráttar, heldur til þess að koma í veg fyrir óskynsamleg vinnubrögð, sem koma niður á hags- munum þjóðarheildarinn- ar og ógna þeim helzt sem veikastir eru fyrir. ER VERKALÝÐSFOR- YSTAN Á VILLIGÖTUM? C Heimilislækningar 4 ) Skipulag heimilis- lækninga á Akureyri eftir Þórodd Jónasson lækni Saga heimilislækninga á íslandi hefur verið rakin i greinaflokki þessum og heilsugæzla verið skil- greind. Skýrt hefir verið frá laga fyrirmælum og ætlunarverki þeirra. Ennfremur hefur verið talað um hinn margnefnda skort á læknum til heimilislækninga, ástæður fyrir honum og tillögur til úrbóta i því efni. Svo sem nefnt hefur verið er þessi læknaskortur gamalt fyrir- brigði, en hann hefur nú á siðustu árum birzt í nýrri mynd, sem sé þeirri að nú er sízt minni skortur á heimilislæknum í þéttbýli en í dreifbýli. Auk þeirra almennu ástæðna, sem áður hafa verið raktar, stafar þetta að verulegu leyti af skipu- Iagsleysi og vöntun á frumkvæði, og vöntun á að einhverjum aðila sé skylt að hafa forgöngu um úr- bætur. Sjúkrahús hafa verið byggð af opinberum aðilum, íbúar læknis- héraða reyna í flestum tilfellum með aðstoð landlæknis að leita sér að læknum og styðja við bakið á þeim í starfi á ýmsan hátt, en heimilislæknisstörf í stærri bæj- um, nýliðun í þau og skipulag þeirra virðast hafa átt að ganga á gamalli hefð, framtaki einstakra lækna og sókn þeirra I þessi störf. Síðustu ár hafa sýnt að því lög- máli er ekki að treysta. HÓPSTARF HEIMILISLÆKNA Breytingar á skipulagi heimilis- lækninga síðustu ár hafa yfirleitt beinzt að auknu samstarfi eða hópstarfi lækna í ýmsum mynd- um, en við sameiginlega og bætta aðstöðu. Eins og fram hefur komið er slíkt samstarf hafið á allmörgum stöðum hér á landi. Lengst mun það hafa staðið samfellt á Húsa- vík eða frá því I árslok 1966. Það nær yfirleitt ekki til mjög fjöl- mennra svæða eða stærri bæja nema helzt Vestmannaeyja, sem á hinn bóginn hafa algera sérstöðu landfræðilega. Þéttbýlið hefur sem sagt dreg- izt afturúr í þessum málum. Skipulag þessara mála hlýtur að verða breytilegt eftir mannfjölda og öðrum aðstæðum. Það er ekki til nein töfralausn, sem eigi við á öllum stöðum, held- ur vissar reglur, sem verður að iaga eftir staðháttum. Ég skal nefna sem dæmi, að til Akureyrar sækja 13.900 manns heimilislæknaþjónustu sam- kvæmt mannfjöldaskrá Hagstof- unnar 1. desember s.l. Þetta er nokkurn veginn ná- kvæmleg sami mannfjöldi og býr í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu samanlagt, en á því svæði sitja læknar á 8 stöðum. Þetta er um 2.000 manns fleira en i öllu Austurlands-kjördærni, og þar sitja líka læknar á 8 stöð- um. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að nota nákvæmlega sömu forskrift þar og hér á Akur- eyri, þó að grundvallarhugsun sé sú sama. LÆKNAMIÐSTÖÐ A AKUREYRI Það hefur þótt hæfa, þegar hér er komið í greinaflokki þessum, um heimilislækningar, að gerð sér grein fyrir fyrirkomulagi því, sem verið hefur á heimilislækn- ingum á Akureyri nú f Vá ár og reynslu okkar af þvl, sem dæmi þess, hvernig skraf okkar um breytt fyrirkomulag við heimilis- lækningar, getur birzt í fram- kvæmd við okkar aðstæður. Þetta fyrirkomulag eða grund- völlur þess, er eldra en núgild- andí lög um heilbrigðisþjónustu og því ekki í fullu samræmi við þau. Þó má segja að hér sé um að ræða heilsugæzlustöð samkvæmt þeim lögum, að flestu nema nafn- inu, en við höfum frá upphafi nefnt þetta „lækna-miðstöð“. Hún er mjög í stíl við tillögur, sem samþykktar voru af Lækna- félagi Reykjavíkur og Borgar- stjórn Reykjavíkur 1968, og örn Bjarnason gat um í grein sinni, án þess þó að vera sniðin eftir þeim. Hún er einfaldlega sú leið, sem samræðunefnd bæjaryfirvalda og lækna á Akureyri árin 1971 og 1972 virtist heppilegust og færust út úr ógöngum, sem í var komið. Þetta fyrirkomulag er að sjálf- sögðu enganveginn einstætt eða frumlegt. Það eða önnur svipuð eru margreynd í nágrannalöndum okkar og víðar. A hinn bóginn mun það ekki hafa verið reynt hér á landi í stærri bæjum (ef ég má gerast svo djarfur að telja Akureyri til þeirra). Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá býr meirihluti landsmanna (i bæjum. Við það verður að miða daglegt líf þeirra og þá einnig læknisþjón- ustu. Og reynsla okkar hér gæti orðið öðrum, sem við svipuð skil- yrði búa, til uppörvunar eða við- vörunar. LÆKNASKORTUR OG LAUSN VANDANS____________________ Akureyri hefur ekki farjð var- hluta af skorti á heimilislæknum. Árin 1971—73 gátu frá 20 og upp í 40% bæjarbúa ekki fengið neinn sérstakan heimilislækni, eða þá aðeins til bráðabirgða. Alverst var ástandið haustið 1971. Þá var sett upp á vegum sjúkrasamlags Akureyrar lækna- stofa, sem var opin síðari hluta dags 5 daga í viku. Henni var ætlað að greiða fyrir þeim, sem ekki höfðu neinn fastan lækni, og læknar skiptust á að mæta þar og sinna sjúklingum. Jafnframt hóf- ust umræður milli nefndar frá læknum og nefndar frá bænum um varanlegri lausn. Upp úrþeim spratt það fyrirkomulag, sem ég mun segja frá. Við reyndum að koma á þeim breytingum, sem við álitum væn- legastar, án þess að kasta fyrir róða góðri og gamalli reynslu. Á ég þar fyrst og fremst við tengsl sjúklings við sérstakan heimilis- Iækni, sem hann geti leitað til. Á þau verður seint of mikil áherzla lögð. Annars var markmiðið tvíþætt: Bæta vinnuskilyrði og þar með störf þeirra lækna, sem enn voru við heimilislækningar, og laða fleiri að. HUSNÆÐI LÆKNAMIÐSTÖÐVAR Óinnréttuð hæð í verzlunarhúsi í miðbæ Akureyrar, um 430 fm, var tekin á leigu, hólfuð sundur og útbúin fyrir heimilislækna- þjónustu. Ríki og bær greiddu þann kostnað að hálfu, en bærinn hefur séð um rekstur svipað og ráð er fyrir gert um heilsubæzlustöðvar í gildandi lögum. Þarna fékkst vinnuaðstaða fyr- ir 6 lækna, í senn og hefir hver 2 herbergi til umráða, en sameigin- leg er biðstofa, síma- og ritara- þjónusta svo og herbergi fyrir hjartalínurit, kvensjúkdóma- skoðanir, skiptistofa og rann- sóknastofa. Þarna er ekki slysastofa, en slysaþjónusta hefur alltaf verið stunduð á sjúkrahúsinu. Röntgen- tæki eru ekki þarna né tæki til dýrari og sjaldgæfari rannsókna. Slíka þjónustu fáum við og höfum alltaf fengið á sjúkrahúsinu, enda fásinna að setja upp dýra rann- sóknaaðstöðu á tveim stöðum í ekki stærri bæ en Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.