Morgunblaðið - 24.06.1975, Page 15

Morgunblaðið - 24.06.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNl 1975 23 Bamako — Ferðin til Bamako lá um þurrkasvæðin. Það er ^ og þys á járnbrautarstöð- inni I Dakar. Hraðlestin til Bamako er tilbúin til brottferðar. Klukkan er 1 7.30 og enn er steikjandi hiti. Hver leigubíllinn af öðrum ekur upp að brautarstöðinni með fina farþega. Al- þýðufólk kemur hins vegar fótgang- andi og ryðst yfir lestarsporin með fatnað, hænsni, vatnsskjólur og aðrar nauðsynjar, sem það ber á höfðinu. Ættingjar og vinir eru mættir I stórhóp- um til að kveðja sína nákomnu, sem Bananakaup áður en lestin fór frá Dakar. eiga fyrir höndum langa og hættulega ferð Vegalengdin er mikil, rúmlega 1200 km. Áætlaður timi eru 36 klukkustundir, fólkið býst hins vegar við, að ferðin taki lengri tlma, og í rauninni tekur hún miklu lengri tima. Hálftíma eftir áætlaða brottför hefur mörgum vögnum verið skeytt aftan við lestina Hraðlestin til Bamako er eina samgöngutækið, sem er í förum milli Dakar, höfuðborgar Senegal og Mali að undanteknum flugvélum, en þeir eru sárafáir, sem hafa efni á að fljúga, því að þarna ríkir mikil fátækt Þess vegna er það mjög mikill fjöldi , sem tekur sér far með lestinni, en hún er í förum tvisvar I viku Klukkan er orðin 19.00 og myrkrið skellur yfir. Enn er verið að bæta við vögnum , og I hvert skipti, sem vagn er tengdur við, kippist lestin illþyrmilega til. Vinir og ættingjar standa ennþá á brautarpallinum og þreytast ekki á að kveðja. Konur, börn og gamlir menn teygja sig upp og niður meðfram gluggum og hafa meðferðis dauð hænsni og hnetur, sem við getur gaett okkur á, meðan á þessari löngu ferð stendur. Það er orðið kvöldsett, þegar allt f einu fer titringur um lestina. Lestar- stjórinn þeytir hornið og sendir lang- þráða kveðju út 1 kvöldið. Og ofurhægt fer lestin af stað og rennur út úr Dakar. Það er nógur tfmi til að virða fyrir sér, það sem fyrir augu ber, kappnógur tlmi. Þetta er eldgömul lest. í myndablaði frá árinu 1 930 eða svo er sýnd teikn- ing af lúxuskáetu brezka rithöfundar- ins, Charles Dickens á fyrsta farrými áætlunarskips milli Evrópu og Amer- iku Þessi lúxuskáeta er eins og þokka- legur kústaskápur. Þar er örlítil koja og þar við hliðina er rúm fyrir ferðatösku rithöfundarins, — ekkert meira. Það er álfka mikið rými á fyrsta farrými Bamako hraðlestarinnar. Þar eru tvær kojur, sem standa uppbúnar dag og nótt alla leiðina, þvottaborð og 1.5 fermetra gólfrými. Öðru farrými lestarinnar er einnig hægt að lýsa með klasslskri samsvör- un. Það eru sporvagnar Kaupmanna- hafnar frá 1 908, þar sem hátt var til lofts og gott rými á trébekkjunum. Það eru líka trébekkir I Bamako hraðlest- inni, en tæplega eins rúmt, því að þar sést hvergi i bekkina fyrir mannfjölda. Þegar lestin er lögð af stað er allt þakið farangursbögglum, fötum og öðru lauslegu Þarna sitja fullorðnir menn I gulnuðum plastskóm og börn, sem sitja á koppum í fangi mæðra sinna og sjúga þær um leið. Og ekki er hægt að láta hjá liða að lýsa ferðafélögunum. Þetta er afar mis- litur hópur. Gáfað fólk segir, að maður eigi að fara til Vestur-Afríku til að skoða Afrikubúa, en til Austur-Afríku til að skoða dýrin. Þetta er rétt nema að þvi leyti, að það er lika nóg af dýrum I Vestur-Afriku. Bæði karlar og konur eru smekkleg I klæðaburði. Jafnvel á plslarbekkjum 2. farrýmis getur að lita fólk I efnismiklum bómullarklæðum með fellingum, sem gætu gert Norðurlandakonur grænar af öfund. Fatnaður kvennanna er sér- kennilegur höfuðbúnaður eða túrban og efnismiklir, skósiðir kjólar, vlðir og léttir I sniði. Karlarnir eru flestir I siðum rómverskum skyrtum, og þeir, sem búa úti við ströndina eru mjög skrautklæddir, en klæðnaður þeirra, sem búa lengra inni i landi er yfirleitt grámóskulegri. í þeim lestarvagni, þar sem borðað er, sér maður öllu ægja saman Þar eru hlédrægir og sjálfumglaðir Frakkar, sem finnst sér eiginlega misboðið með því að þurfa að deila kjörum og lestar- vagni með Afrlkumönnum. Þarna eru bandarískir hippar, sem líta verr út og eru miklu verr klæddir en þeir fátæk- ustu i hópi hinna innfæddu, brúna- þungir Mauretanar með klassiskt róm- verskt svipmót og loks eru þarna menn og konur frá löndum þeim, sem leiðin liggur um, Mali og Senegal. Matvagninn er troðfullur fram eftir kvöldi Það er ekki af því að fólk troði svo miklu i sig, og enginn er drukkinn, heldur nota menn tækifærið til að vera i burtu frá manngrúanum I farþega- vögnunum, Eftir miðnætti eru hins vegar allir reknir brott og hver fer inn til sin. Á göngunum biðja Múhameðs- trúarmenn siðustu kvöldbænina sina á ódýrum teppum. Þeir snúa i átt að Mekka og hafa klætt sig úr ilskónum Vagnarnir eru algerlega aðskildir Það eru tvær málmplötur og snerill 1 hvorum vagni og horft beint upp i Fjósakonurnar Þær voru langt í suðri í gærkvöld, þegar ég leit upp í himininn heima I Danmörku áður en ég hélt til Afríku. Séðar héðan teygja þær arma sina langt í norður. Bamako-hraðlestinni hefur seinkað verulega, þegar hún rennur inn á brautarstöðina í Mali kl. þrjú að morgni tveimur dögum eftir brottför. Þegar við lögðum af stað frá Dakar, vorum við aðeins tveimur klukkustund- um á eftir áætlun, en hinum megin við Senegalfljótið gekk allt á aftur-fótunum. Þessi gamli farkostur var að þvi kom- inn að gefast upp, og taka varð á brott tvo vagna fyrsta farrýmis. Grindin und- ir lestinni var i ólagi, og af þeim sökum hafði lestin gengið i óhugnanlegum hlykkjum og skrykkjum klukkustund- um saman. Ferðalangarnir, sem voru rúmlega 1.000 talsins, sátu I þrjár og hálfa klukkustund i steikjandi hita á brautarstöðinni i Kayes, þar til lestar- hornið gall við og gaf til kynna, að hægt væri að halda ferðinni áfram. Og það stóð heima. Farmiðaeftirlitsmaður- inn hafði tekið hamar með sér I ferð- ina, og gat rétt hjólin við þannig, að þau gátu nokkrun veginn haldið spor- viddinni þá 600 kílómetra, sem eftir voru &f ferðinni Þessi ferð hefði verið einskært ævin- týri, ef vitneskja mín um Bamako- hraðlestina hefði ekki orðið til að skyggja á ferðagleðjna. Járnbrautarlin- an Dakar-Bamako er lífæð Mali að hafinu, og hafði landinu nærri þvi blætt út um hana á þurrkaskeiðinu mikla, sem lauk sl. haust. Og þurrkarn- ir geta komið aftur, það telja flestir og andvarpa, þvi að það eru engir pening- ar til að endurnýja þetta úrelta lestar- skrifli Þegar allt gengur vel, og lestirnar halda áætlun, geta þær í hæsta lagi flutt 25.000 tonn á mánuði. En slikt er afar sjaldgæft, og þegar þurrkarnir voru í hámarki, þurftu ibúar Mali á að halda þrisvar sinnum meira magni af matvælum erlendis frá, til að bjarga sér frá hungurdauða. Matvælin voru £end viða að, að visu ekki eins mikil og Rannsóknastofa okkar annast all- ar algengari rannsóknir og sér auk þess í flestum tilfellum um sýnatöku og samskipti okkar við rannsóknastofur bæði á Akureyri og annarsstaðar. Ennfremur er sameiginlega séð fyrir ýmsum smávarningi til daglegra þarfa og öllum þeim fjölda af eyðublöðum, sem ekki verður komizt hjá að nota við dagleg Iæknisstörf. STARFSHÆTTIR_______________ Starf hófst þarna um miðjan september 1973. Þá fluttu þarna inn á einum og sama degi allir læknar, sem stunduðu heimilis- lækningar á Akureyri, að einum undanskildum. Hann er nú fyrir alllöngu hættur heimilislækning- um og fara þær nú allar fram á læknamiðstöðinni. Læknar hér vinna eftir númerakerfi og menn fluttu inn hver með sinn súkl- ingahóp, starfsaðgerð og spjald- skrá. Afskipti af starfsháttum hafa ekki verið önnur en þau, að raða niður viðtals- og slmatímum til þess að fá fram sem jafnast álag á símakerfi og afgreiðslu. Þarna starfa nú 8 læknar í fullu starfi eða hluta af starfi, oftast 4 fyrir og 4 eftir hádegi. Hver hefur sfna spjaldskrá, en menn geta og mega fara í spjaldskrá hver hjá öðrum ef á liggur, t.d. I sambandi við bráð veikindi, forföll eða fjar- vistir þess læknis sem i hlut á. Veit ég ekki til að þetta fyrir- komulag hafi komíð að sök eða valdið árekstrum, en á hinn bóg- inn hefur það marga kosti, sem of langt er að rekja og rökstyðja hér og nú. Sumir hafa pantaðan eða raðaðan viðtalstima, aðrir ekki, og ef einhverjir vildu taka upp al- gera samvinnu væri ekkert þvi til fyrirstöðu. Hvað er svo gert þarna? Þarna fer fram nokkurt heilsu- verndarstarf, mæðravernd, ung- barnaeftirlit, berklavarnir, ónæmisaðgerðir. En fyrst og fremst eru þarna stundaðar heimilislækningar fyr- ir allt það svæði, sem sækir slika þjónustu til Akureyrar, en á því búa tæp 14.000 manns. Fyrsta árið, sem stöðin starfaði, komu þangað milli 30.000 og 35.000 manns og afgreidd voru um 25.000 simtöl sjúklinga við lækna. Fjöldi athugana annarsstaðar hefur sýnt að svona starfsemi leysir vanda 85—90% þeirra, sem þangað leita, án þess að þeir þurfi að fara annað eða lengra. Athuganir hjá okkur hafa gefið mér ástæðu til að álíta að óhætt sé að nota þau hlutföll hjá okkur, og jafnvel hærri töluna. KOSTIR FYRIRKOMULAGSINS Hvaða kostir fylgja þessu fyrir- komulagi? Hvað hefur áunnizt? Svarið er einfalt: Meiri og betri þjónusta við sjúklingana. • Til ávinnings má telja meiri og greiðari simaþjónustu, betri af- greiðslu og upplýsingaþjónustu i biðstofu en læknar höfðu hér áð- ur. Ennfremur að þar sem aðstoð- arfólk léttir mörgu starfi af lækni, bæði á rannsóknastofu, við sima og skriftir, þá gefst honum betri, samfelldari tími og meira næði til að sinna sjúklingum. Mikill kostur er að hægt er að rannsaka sjúklinginn meira á ein- um stað og einum degi, en ef hann þyrfti á rannsóknastofu á öðrum stað og kæmist þá e.t.v. ekki að fyrr en næsta dag eða siðar. Allt eru þetta atriði, sem væri hægt að koma upp fyrir hvern einstakan lækni, en reynslan sýn- ir að það er yfirleitt ekki gert, m.a. af því að það er fjárhagslega óhagkvæmt og notagildi aðstöðu og tækja verður því minna sem færri standa að þeim og þau eru sjaldnar notuð. Sambýlið gerir læknum lika auðveldara að bera saman ráð sín, þegar þeim finnst ástæða til. Tveir höfuðkostir þessa fyrir- komulags eru ótaldir. Annar er sá, að þarna starfa allir læknar bæjarins, sem við heimilislækningar fást, Þarna er yfirleitt alltaf einhver eða ein- hverjir læknar við frá þvi kl. 9 að morgni til kl. 5 að kvöldi. Ef sjúkl- ingur nær af einhverjum ástæð- um ekki sambandi við sinn lækni eða ef bráð veikindi ber að hönd- um, þá er þarna hægt að ná sam-( bandi við lækni. Og yfirleitt er alltaf hægt að losa einhvern lækni til að sinna aðkallandi og áríðandi starfi. Sama gildir um allan þann fjölda aðkomumanna, sem er á Akureyri, en það eru einkum nemendur á vetrum en ferða- menn á sumrum. Þeir geta náð læknisfundi þarna og þurfa ekki að leita viðar. Hinn aðalkosturinn er sá, að þessi starfsaðstaða mun eiga sinn góða þátt i því, að síðan í desemb- er 1973 hafa allir Akureyringar, sem þess hafa óskað, getað fengið heimilislækni, þannig að þessi margnefndi heimilislæknaskort- ur er hér ekki til staðar þessi misserin. Og það er líka mikils virði. GALLAR FYRIRKOMULAGSINS__________ Gallar eru að sjálfsögðu ýmsir, endaværi annað óeðlilegt. Gallarnir eru þó meira bundnir Framhald á bls. 27 Einn hinna yngri farþega lestarinnar. Eftir Jörgen Harboe nauðsyn krafði, en samt sem áður hrúguðust þau upp i höfn Dakar, þvi að lestin gat ekki annað flutningaþörf- inni. Vegirnir frá Dakar til Bamako eru hins vegar svo lélegir, að jafnvel Landrover jeppar eru fluttir með lest ( mai-júni sl. ár fóru menn í alvöru að leita að öðrum flutningaleiðum til Malí, og komust loks að þeirri niður- stöðu, að heppilegast væri að flytja matvælin frá Abidjan á Filabeins- ströndinni, sem er helmingi lengri vegalengd en frá Dakar til Bamako. Flutningarnir reyndust líka fjórfalt dýr- ari, en maturinn komst á leiðarenda og þúsundir manna eiga þvi líf sitt að launa, að menn hættu að nota ein- göngu Bamako-hraðlestina. Áður en flutningarnir frá Abidjan hófust, höfðu alþjóðlegar hjálparstofn- anir gert tilraunir með margvislegustu flutningaleiðir Þegar neyðin var stærst, var m a flogið með matvæli inn yfir landið og þeim varpað niður Danska þjóðkirkjan átti hér mikinn hlut að máli og byggði á reynslu sinni frá Biafra-striðinu árin 1969-1970 Kostnaðurinn við þetta var gífurlegur. Bandariskir sérfræðing- ar hafa talið, að hvert tonn af korni, sem flutt var til Mali á þennan hátt, hafi kostað milli 500 til 700 dollara. Slíkur óhemju kostnaður gerir bæði gefendum og þiggjendum gramt í Framhald á bls. 25. hraðlestin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.