Morgunblaðið - 24.06.1975, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNI 1975
75 ÞÚS. KR. LEIGA
Á KLIJKKIISTUND
— Við munum berjast fyrir afnátni á áeðlilega hárri húsaleigu og
skattgjöidum sem HSl og önnur sérsambönd þurfa að greiða á
landsleikjum, og skai það itrekað, að ailur tilkostnaður við heimsókn-
ir eriendra handknattleiksliða hefur meira en tvöfaldazt á s.l. ári, og
er nú orðið útilokað að taka heim lið, nema með stórum halla, sagði
Sigurður Jónsson, formaður HSl, er hann flutti skýrslu sfna á
ársþingi HSI um helgina.
— Á það skal bent, sagði Sigurður, að fyrir þá 9 landsleiki sem
karialandsliðið iék hér heima f vetur þurfti Handknattleikssamband-
ið að greiða 2 milljónir króna f húsaleigu og skattgjöid fyrir samtals
um 27 klukkustunda notkun á Iþróttahöliinni, eða að jafnaði um
75.000 krónur á hverja klukkustund. Ef ekki verður þarna staldrað
við og sýnd meiri sanngirni, munu erlend samskipti stórminnka og
væntanlega leggjast niður f náinni framtfð, og væri það óbætanlegt
tjón fyrir íþróttir á Islandi, sagði Sigurður.
Sveinn Björnsson, varaforseti ISl, sem sat þingið, svaraði þessum
orðum Sigurðar og benti hann m.a. á að leiga af Iþróttahöllinni
hefði verið verulega lækkuð af hálfu Reykjavíkurborgar á undan-
förnum árum, jafnframt því, sem leigusali hefði tekið á sig ýmsan
kostnað sem leigutaka hefði áður verið gert að greiða. Hitt væri
auðvitað augljós staðreynd að allur tilkostnaður við að taka á móti
erlendum liðum hefði stórhækkað á undanförnum árum, og kvað
hann sjálfsagt að þessi mál yrðu nú tekin til endurskoðunar, — þá
ekki einungis húsaleiga af Iþróttahöllinni f Laugardal, heldur og
leiga af öðrum fþróttamannvirkjum Reykjavíkurborgar.
Svo vikið sé aftur að húsaleigu sem HSl greiddi fyrir landsleiki þá
nam hún samtalsl.450.653,00 kr. á árinu, og eru þá kvennaleikirnir
meðtaldir, en á öllum þeim varð verulegt tap. Mest þurfti HSl að
greiða vegna heimsóknar og landsleikja Júgóslava, eða kr. 373.303,00
fyrir tvo landsleiki. Skattgjald HSI til IBR nam svo hvorki meira né
minna en 595.650,00 kr. af landsleikjum vetrarins.
I ársskýrslu HSl og reikningum kemur svo fram að aðsókn að
landsleikjum hefur verið gffurlea mismunandi á árinu. Að tveimur
landsleikjum var ekki seldur inngangur en það voru leikir Islands og
Bandarfkjanna ( kvennaflokki, sem fram fóru f Hafnarfirði. Aðeins
135 keyptu sig inn á tvo aðra leiki milli þessara liða, 395 komu til
þess að sjá kvennalið Islands keppa við Holland, 739 áhorfendur
keyptu sig inn á Norðurlandamót stúlkna, en leikir fslenzka karla-
liðsins voru yfirleitt mjög sæmilega vel sóttir. 1.191 horfði á lands-
leik við Færeyinga, 5.720 á landsleiki við Austurþjóðverja, 4.740
á landsleiki við Júgóslavi, 3.980 á landsleiki við Tékka og, 3,824 á
landsleiki við Dani.
Erna meistari
1 fímmtarþraut
Hin bráðefnilega Erna Guðmunds-
dóttir úr KR varð íslandsmeistari i
fimmtarþraut kvenna og náði ágæt-
um árangri, þrátt fyrir hin óhag-
stæðu skilyrði á Laugardalsvellinum
á sunnudaginn. Hlaut Erna 3403
stig, og er varla vafamál að hún mun
f sumar gera harða atlogu að fslands-
metinu I þessari grein. Aðeins með
þvf að bæta sig nokkuð I sinni lök-
ustu grein, kúluvarpinu, ætti hún að
geta bætt við sig fjölda stiga.
Keppnin I fimmtarþrautinni var
annars hin skemmtilegasta milli
Ernu og Ásu Halldórsdóttur úr Ár
manni. Hafði Ása betur fyrir slðustu
grein þrautarinnar, 200 metra hlaup
ið, en þar hafði Erna hins vegar þá
yfirburði sem þurfti til sigurs f þraut-
inni.
Árangur Ernu I einstökum greinum varð
þessi: 100 metra grindahlaup 14,8 sek., kúlu-
varp 7,94 metrar, hástökk 1,45 metrar, iang-
stökk 5,32 metrar og 200 metra hlaup 25,9
sek. Samtals 3403 stig.
Arangur Ásu I einstökum greinum: 100
metra grindahlaup 16.8 sek., kúluvarp 10,73
metr., hástökk 1,51 metr., langstökk 5,21
metr. og 200 metra hlaup 27,4 sek. S:mtals
3329 stig.
Þriðja í fimmtarþrautinni varð Björk Ei-
rlksdóttir, IR sem hlaut 2,488 stig. Afrek
hennar I einstökum greinum: 100 metra
grindahlaup 18,0 sek., kúluvarp 7,01 metr.,
hástökk 1,48 metr., langstökk 4,30 metrar og
200 metra hlaup 30,8 sek.
17
Yfirlitsmynd af fulltrúum á HSl-þinginu, það er Sveinn Ragnarsson sem er f ræðustól.
Signrður Jónsson endjir-
kjörinn íoraiaðnr HSI
Tveir nýir menn í stjórnina
SIGUROUR Jónsson var endurkjör-
inn formaður HSf á ársþingi sam-
bandsins sem haldið var f Félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi um helg-
ina. Var Sigurður sjálfkjörinn. Hins
vegar komu tveir nýir menn inn f
stjórn HSf að þessu sinni f stað
þeirra Jóns Erlendssonar og Stefáns
Ágústssonar, sem ekki gáfu kost á
sér til endurkjörs. Voru þeir Júlfus
Hafstein og Birgir Björnsson einir f
framboði og þvf sjálfkjörnir. Birgir
Lúðvfksson átti að ganga úr stjórn-
inni, en var endurkjörinn til tveggja
ára. Er þvf stjórn HSf þannig skipuð:
Sigurður Jónsson, formaður, Jóhann
Einvarðsson, Bergur Guðnason, Jón
Magnússon, Júlfus Hafstein, Birgir
Björnsson.
Kjörnir voru þrlr I varastjórn og
komu þar fram fimm framboð: Hákon
Bjarnason, Svana Jörgensdóttir, Her-
mann Þórðarson, Ólafur A. Jónsson og
Árni Júllusson. Hlaut Hákon 55 at-
kvæði, Svana 51 atkvæði. Ólafur 38
atkvæði, Árni 22 atkvæði og Hermann
20 atkvæði. Mun þetta vera I fyrsta
skiptið I sögu HSf sem kona er kjörin I
varastjórn sambandsins og réyndar er
fremur fátltt að konur gegni stjórnar-
og trúnaðarstörfum innan Iþróttahreyf-
ingarinnar.
HSÍ-þingið um helgina var annars
fremur átakalítið, og engin mál komu
þar fram sem verulegur ágreiningur
varð um. Segja má, að breyting á
aldursflokkafyrirkomulagi og dómara-
mál hafi verið aðalmál þingsins, en I
báðum tilfellum var um allviðamikla
málaflokka að ræða. Var samþykkt að
aldursflokkaskipting yrði framvegis
sem hér segir:
KONUR: 1 aldursflokkur, 1 7 ára og
eldri; 2. aldursflokkur 14—16 ára og
þriðji aldursflokkur 1 3 ára og yngri.
KARLAR: 1. aldursflokkur 1 9 ára og
eldri, 2. aldursflokkur 1 7 og 1 8 ára, 3.
aldursflokkur 1 5 og 16 ára, 4. aldurs-
flokkur 1 3 og 14 ára og 5 aldursflokk-
ur 1 2 ára og yngri.
Viðamiklar breytingar voru ákveðnar
á dómgæzlumálum, en lagðar voru
fram itarlegar tillögur frá dómaranefnd
HSÍ, sem Jón Erlendsson veitti for-
stöðu, þar sem fjallað var um dómara-
málin, og hvernig unnt yrði að koma
þeim I betra horf. M.þ sem hinar nýju
reglur kveða á um, er að félögin verði
framvegis gerð ábyrgari fyrir dóm-
gæzlumálunum, og að haldin verði
dómaranámskeið með reglulegu milli-
bili, og þess kappkostað að veita beztu
dómurum landsins tækifæri til þess að
fylgjast vel með þeim breytingum sem
jafnan eru að verða á reglum og túlkun
þeirra, m.a. með því að fylgjast með
dómgæzlu I stórmótum.
Þá var nokkuð komið inn á menntun
handknattleiksþjálfara, og var það
Hilmar Björnsson, fyrrum landsliðs-
þjálfari, sem kom þeim umræðum af
stað. Taldi hann mál þessi standa mjög
illa, og nauðsyn róttækra aðgerða til
þess að koma þeim I betra horf. Tók
Sigurður Jónsson formaður HSÍ, I
sama streng og kvað stjórn HSÍ hafa
lagt mikla áherzlu á mál þessi og
myndi gera. Á þinginu var svo sam-
þykkt áskorun til stjórnar HSÍ að gang-
ast fyrir leiðbeinendanámskeiðum úti á
landi, eftir þvi sem mögulegt væri.
Ráðning landsliðsþjálfara og stefnu-
breyting stjórnar HSÍ I þeim málum
kom litillega til umræðu. Fluttu þeir
Bergur Guðnason og Sigurður Jóns-
son ræður, þar sem þeir skýrðu sjónar-
mið stjórnarinnar I máli þessu. Sagði
Sigurður I ræðu sinni, að stjórn HSÍ
hefði látið draga sig allt of lengi á
„asnaeyrunum" i máli þessu, og um of
trúað loforðum Tékka um að senda
hingað færan landsliðsþjálfara. Ætti
hann þarna sjálfur mikla sök, en hann
hefði staðfastlega trúað þvl að það
stæði sem sagt var. Þegar svo I Ijós
kom endanlega að ekki var orð að
marka það sem Tékkar sögðu, hefðu
stjórnarmenn verið sammála um að
ráðning innlends þjálfara væri bezta
lausnin, og kváðust þeir Bergur og
Sigurður binda miklar vonir við störf
hins nýja landsliðsþjálfara, Viðars Sím-
onarsonar.
Stórkostlegur árangur stjórnar HSÍ í fjáröflun
Rekstrarafgangur sambandsíns um 4,5 millj. króna
Stakkaskiptin sem orðiS hafa á
fjármálum Handknattleikssambands
fstands á s.l. ári, eru næstum ævin-
týri Ifkust. Rekstrarafgangur sam-
bandsins nam hvorki meira né minna
en 4.385.267,50 kr., I stað þess að
venjulega hefur veriS um verulegan
rekstarhalla aS ræSa hjá samband-
inu og skuldir þess fyrir ári námu um
þremur milljónum króna. Er þaS þvl
sannkallaS þrekvirki sem gert hefur
veriS I fjármálum sambandsins á s.l.
ári, og voru niSurstöSutölur á
rekstrarreikningi sambandsins tæp-
lega 10,5 milljónir króna.
— Þegar ég tók viS formennsku I
HSÍ I fyrra, lýsti ég þvl yfir, aS þaS
fyrsta sem gera þyrfti væri aS koma
fjármálum sambandsins I betra horf,
án þess væri allt starf drepiS I
dróma, sagSi SigurSur Jónsson, for-
maSur HSf I ræSu sem hann flutti I
þinglok HSf-þingsins á laugardaginn.
Og þetta ætiunarverk Sigurðar hefur
tekizt meS óllkindum vel. Allir
stjórnarmenn sambandsins lögSu
fram gífurlega vinnu við fjáröflunina
á slðasta ári og þá ekki slzt formaS-
urinn. Má á rekstrarreikningnum sjá,
aS mörg spjót hafa verið höf 8 úti viS
fjáröflunina, en IbúSahappdrætti
sambandsins var þó þyngst á metun-
um, en þaS gaf I hreinar tekjur rösk-
lega 3,5 milljónir króna. Tekjur af
feikjum voru 2,5 milijónir króna,
sem ekki telst há upphæS ef tekið er
tillit til þess hversu marga leiki var
um aS ræSa, og greinilegt aS heim-
sóknir erlendra liSa hingað og lands-
leikir gefa nú tiltölulega langt um
minna af sér en áSur var. Kemur þar
fyrst og fremst til sú gffurlega aukn-
ing sem orSiS hefur á ferðakostnaði
leikmanna. Er t.d. athyglisvert aS
tveir landsleikir við júgóslavnesku
Olympíumeistarana gáfu HSf aSeins
335 þúsund krónur f tekjur meðan
tekjur sambandsins af tveimur
pressuleikjum voru 325 þúsund
krónur. Þá varð verulegur halli á
heimsóknum þeirra kvennaliSa sem
hingaS komu til keppni I fyrra, sam-
tals um 230 þúsund krónur af leikj-
um við bandarlsku stúlkurnar og um
320 þúsund króna halli varð á
NorSurlandameistaramóti stúlkna
sem fram fór hérlendis.
Þær heimsóknir til HSf sem gáfu
mest af sér var heimsókn a-þýzka
landsliSsins sem skilaði
1.065,928,00 kr. f tekjur, en seldir
aSgöngumiSar að þeim leikjum voru
samtals 5720 og heimsókn danska
landsliðsins sem gaf af sér
757.651,00 kr., en áhorfendur voru
þá 3.824.
Ýmsar tekjur HSf á árinu voru
2.974.808,00 kr., og eru þar tveir
liSir langstærstir, auglýsingasöfnun
1.646.456,00 og tekjur af sjón-
varpssendingum 600.000,00. Styrk-
ir til HSf námu samtals
1.253.890,00 kr.
Langstærsti liðurinn útgjaldameg-
in á rekstrarreikningi HSf voru utan-
ferSir landsliða, eSa samtals
2.884.713,00. KostnaSarsamasta
utanferSin var ferð fslenzka ungl-
ingalandsliSsins á NorðurlandamótiS
f Finnlandi, en hún kostaSi HSf rösk-
lega 1,1 milljón króna.
Almennur rekstur sambandsins
kostaði 1,7 milljónir króna, og eru
þar stærstu liðirnir laun starfsmanns
og þátttaka f þingum erlendis.
KostnaSur við rekstur landsliðanna
nam svo einnig 1,1 milljón króna, og
þar eru stærstu liSirnir laun þjálfara
og hóf sem haldin voru fyrir lands-
liSsmenn.
Staðan á efnahagsreikningi sam-
bandsins er þannig að f fyrsta skiptiS
f óralangan tfma er höfuðstóll réttur,
og það um tæpar tvær milljónir
króna.
Á þeim tölum sem hér hafa verið
nefndar má marka hversu gffurlegt
átak hefur veriS gert f fjármálum
sambandsins á liðnu starfstfmabili,
og kom fram mikil ánægja hjá þing-
fulltrúum á HSf þinginu meS hvernig
til hefSi tekizt hjá stjórninni f málum
þessum.
Á þinginu var einnig lögð fram
fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár
og þar er gert ráð fyrir aS tekjur
sambandsins á því ári nemi um 11
milljónum króna. og er þá gert ráð
fyrir 1.450.000,00 f rekstrarafgang.