Morgunblaðið - 24.06.1975, Qupperneq 34
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNI 1975
Enginn mætti dómarinn
og Völsnngar fórn heim
án leiks gegn Víkingnm
EFTIR langt og strangt ferða-
lag alla leið norðan frá Húsavfk
og vestur á Ólafsvfk vegna leiks
Völsungs og Vfkings í 2. deild
máttu leikmenn Völsungs
gjöra svo vel að halda aftur
heim á leið án þess að nokkuð
yrði af leiknum. Dómarinn sem
dæma átti leikinn lét ekki sjá
sig og hvorugur Ifnuvarðanna.
Eftir að hafa norpað f nokkra
klukkutfma á og við völlinn á
Ólafsvfk gáfust Völsungarnir
upp og héldu af stað heim.
Er þetta ekki í fyrsta skipti
sem vandamál vegna dómara
verða til þess að sleppa verður
leik og t.d. f ieik Armanns og
Þróttar á sunnudaginn mætti
aðeins annar Ifnuvörðurinn og
hyggja Þróttarar á kæru vegna
þess.
Leikur Vfkings og Völsunga
verður að setjast á að nýju og
aftur mega Húsvfkingarnir
gjöra svo vel og Ieggja af stað f
langt ferðalag til Ólafsvfkur.
Fara þau leiðindi sem samfara
eru svona fýluferðum tæpast á
milli mála, svo ekki sé minnzt á
erfiðleikana sem svona ferða-
lögum eru samfara fyrir vinn-
andi menn.
Þá er það kostnaðarhliðin.
Ferð Völsunganna frá Húsavfk
og vestur á Ólafsvfk hefur tæp-
lega kostað undir 200 þúsund
krónum. Nú þarf að fara aðra
ferð og kemur þessi leikur þá
til með að kosta tæplega hálfa
milljón með ferðalögum ogöðr-
um kostnaði. Knattspyrnusam-
band Islands hlýtur að verða að
greiða allan kostnað vegna
seinni ferðarinnar, varla kem-
ur til greina að Völsungarnir
greiði tvöfalt fyrir ferðina
vegna handvammar og kæru-
leysis dómara.
áij.
isiandsmðtlð 2. delld
Reynismennirnir
skoruðu fyrstu
mörkinhjá UBK
BREIÐABLIK heldur sigurgöngu
sinni áfram og á laugardaginn
urðu Reynismenn frá Árskógs-
strönd fórnarlömb Blikanna á
grasvellinum glæsilega í Kópa-
vogi. Blikarnir sigruðu með yfir-
burðum 6:2, en þau tvö mörk sem
Rcynir skoraði eru fyrstu mörkin
sem Breiðablik fær á sig f sumar.
Hins vegar eru Blikarnir búnir að
skora sjálfir 25 mörk.
Hinrik Þórhallsson skoraði
fyrsta mark leiksins og gerði það
mark á svipaðan hátt og hann
hefur skorað f öllum leikjum
Breiðabliks f deildinni í sumar.
Hann fékk knöttinn á vítateigs
horni hægra megin og sendi
knöttinn með góðu skoti í mark-
hornið fjær. Heiðar Breiðfjörð
skoraði næsta mark, gott skot
hans fór í varnarmann Reynis og
þaðan i markið.
A 25. minútu leiksins kom svo
að því að Breiðablik fékk á sig
fyrsta mark sumarsins. Eftir
markspyrnu Ólafs Hákonarsonar
fékk Einar Þórhallsson knöttinn,
en missti hann kæruleysislega frá
sér til Björgvins Gunnlaugssonar,
sem brunaði upp og skoraði með
góðu skoti yfir Ólaf Hákonarson,
sem ekki var með á nótunum.
Fyrir leikhlé skoruðu þeir Ólaf-
ur Friðriksson og Þór Hreiðars-
son sitt markið hvor fyrir græn-
treyjurnarúrKópavogi og staðan í
leikhléi var því 4:1. Fyrsta mark
seinni hálfleiksins skoraði Reyn-
ir og var Marinó Þorsteinsson þar
að verki, en Blikarnir höfðu ekki
sagt sitt síðasta orð og þeir Hinrik
Þórhallsson og Ólafur Friðriks-
son, markako'ngar Breiðabliks,
sendu knöttinn i netið báðir i
annað sinn í leiknum fyrir leiks-
lok. Var mark Ólafs einkum lag-
Iegt, fékk hann fyrirgjöf utan af
kanti og afgreiddi knöttinn með
þrumuskoti frá vítateigi í mark-
hornið, óverjandi.
Reynismenn reyndu að láta
knöttinn ganga mánna á milli f
þessum leik og tókst það annað
slagið hjá þeim Arskógsstrend-
ingum. Hins vegar höfðu þeir
ekki roð við Breiðabliksliðinu,
sem virkar óneitanlega mjög
sterkt um þessar mundir og má
mikið vera ef liðinu tekst ekki að
sigra í deildinni i ár. Beztu leik-
menn Breiðabliks á laugardaginn
voru Ölafur Friðriksson og Gfsli
Sigurðsson, sem þó einleikur um
of. Björgvin Gunnlaugsson var
beztur Norðanmanna ásamt mark-
verði liðsins. Bezti maður vallar-
ins var þó dómarinn Steinn Guð-
mundsson.
Heimsmet
Tim Shaw frá Bandarfkjunum
setti glæsilegt heimsmet í 1500
metra skriðsundi á laugardaginn
er hann synti á 15:20.91. Bætti
hann eldra metið, sem hann átti
sjálfur, um 11 sekúndur.
Austfjarðamet
ESKFIRÐINGAR voru i sérflokki
á Austurlandsmótinu í sundi, sem
fram fór á Eskifirði fyrir nokkru
siðan. I stigakeppninni vann
Austri örugglega, hlaut 61 stig,
Þróttur fékk 42 stig og keppendur
úr Eiðaþinghá ráku lestina með 2
stig. Tvö Austurlandsmet voru
sett í mótinu. Stefán Kristinsson
Austra synti 200 metra skriðsund
á 3:07.4 og Helga Unnarsdóttir
bætti metið i 100 metra bringu-
sundi kvenna, var það met reynd-
ar tvíslegið i keppninni.
Þorvaldur Þorvaldsson snýr á Ármenningana Svein Guðnason, Árnlaug Helgason og Smára Jónsson. Það
voru þó oftar Ármenningarnir sem höfðu betur f leiknum við Þrótt og unnu 2:0.
KÆRA ÞRÓTTARAR TAPLEK CECN
ÁRMANNIVEGINA llNUVARÐARLEYSLS
ÖLLUM á óvart náóu Ar-
menningar að sigra Þrótt í
leik iiðanna í 2. deiid á
sunnudagskvöldið. Úrsiit-
in urðu 2:0 Ármanni í vii
og voru bæði mörkin skor-
uð í seinni hálfleiknum,
sigur Ármannsliðsins
hefði getað orðið enn
stærri ef liðið hefði notað
öli þau færi, sem Ieik-
mennirnir komust í. Að-
eins annar línuvörðurinn
mætti til leiksins og hafa
forráðamenn Knattspyrnu-
deildar Þróttar hug á að
kæra leikinn vegna þess en
ekki hafði endanleg ákvörð
un verið tekin í máiinu er
sfðast fréttist.
Þróttarar höfðu vindinn með
sér í fyrri hálfleiknum og sóttu þá
eðlilega mun meira. Ekki tókst
þeim þó að skapasérverulega góð
marktækifæri og það voru reynd-
ar Armenningarnir sem sköpuðu
sér betri tækifæri og léku bara
nokkuð laglega annað slagið gegn
vindinum. Ekkert mark var skor-
að í fyrri hlutanum en strax á 12.
mínútu seinni háffleiksins hafði
Smári Jónsson tekið forystu fyrir
Armann. Eftir markspyrnu ög-
munds Kristinssonar barst knött-
urinn inn á vallarhelming Þróttar
og sofandi varnarmenn liðsins
misstu Smára framhjá sér. Smári
flýtti sér ekki um of og öruggt
skot hans hafnaði í markhorninu
alveg uppi við slá, óverjandi fyrir
Jón Þorbjörnsson í Þróttarmark-
inu.
A 28. mínútu hálfleiksins skor-
aði svo handknattleiksmaðurinn
Jón Astvaldsson annað mark Ar-
menninga og kom það eftir auka-
spyrnu á miðjum vellinum. Viggó
Sigurðsson stökk upp með Jóni
Þorbjörnssyni ogfráþeim barst
knötturinn að marki Þróttar og
Jón þurfti ekki að hafa mikið
fyrir því að renna knettinum í
netið. Litlu síðar fengu Ármenn-
ingar svo sitt bezta tækifæri
í leiknum er tveir leiknustu leik
menn Armanns höfðu leikið
Þróttarvörnina saman en skot
hins efnilega Arnlaugs Helgason-
ar fór yfir markið.
Beztu menn Ármanns að þessu
sinni voru Jón Hermannsson, sem
þó var með rólegasta móti, Krist-
inn „brimbrjótur" Petersen og
Viggó sem þó er óþarflega grófur
í leik sínum. Hjá Þrótturum bar
enginn einn af, nema þá helzt
hinn efnilegi Þorvaldur Þorvalds-
son.
Standi úrslit þessa leiks og ekki
komi til kærumála, sem ef til vill
kosta annan leik, þá er staða
Breiðabliks orðin frábær í deild-
inni. Liðið hefur þriggja stiga for-
skot á næstu lið sem eru Þróttur,
Selfoss og Ármann, enda
brostu þeir breitt Blikarnir að
ieiknum loknum og glöddust inni-
legar en ánægðustu Ármenning-
ar.
— áij.
Markahæstir
Markahæstir f 1. deild
Guðmundur Þorbjörnsson, Val 4
örn Óskarsson, IBV 4
Matthfas Hallgrfmsson, IA 3
Teitur Þórðarson, IA 3
Atli Eðvaldsson, Val 2
Atli Þór Héðinsson, KR 2
Þórir Jónsson, FH. 2
Markahæstir 2. deild
Hinrik Þórhallsson, UBK 10
Sumarliði Guðbjartsson.Selfossi 8
Þór Hreiðarsson, UBK 5
Ólafur Friðriksson, UBK 4
Guðjón Sveinsson, Haukum 3
Heiðar Breiðf jörð, UBK 3
Ingi Stefánsson, Ármanni 3
Ólafur Jóhannesson, Haukum 3
Sveinamet í
10 km hlaupi
Kornungur piltur úr ÍR, Hafsteinn
Óskarsson, varð fslandsmeistari I
10.000 metra hlaupi I ðr. Hann var
eini keppandinn I hlaupinu sem fram
fór á Laugardalsvellinum á sunnu-
daginn, og hafði þvf ekki við aðra að
keppa en klukkuna. Stóð Hafsteinn
sig mjög vel I þeirri keppni, þar sem
tími hans var 35:35,6 mfn., sem er
nýtt sveinamet. Eldra metið átti
Ólafur Þorsteinsson, KR.
— Borðtennis
Framhald af bls. 22
Borzsei, Vasutas SC — Mellström, Boo
KFUM21—4,21—18.
KVENNAFLOKKUR:
UJdrichova, Start Prag — Molhár, Epitök Sc
15—21,21—14, 16—21
Silhanova Start Prag — Galambos, Epitök
SC 13—21, 22—20, 15—21
Pavkerova, Start Prag, — Csik, Epitök SC
12—21,17—21.
Silhanova, Start Prag — Molár Epitök SC
21—6, 19—21,21—18
Uldrichova, Start Prag — Csig, Epitök SC
12—21,20—22
Pavkerova, Start Prag, — Galambos, Epitök
SC9—21, 14—21
Evrópumeistari f karlaflokki: Vasutas SC,
Ungverjalandi
Evrópumeistari f kvennaflokki: Epitök SC,
Ungverjalandi.
Haukar stöðvuðu Selfyssinga
SIGURGANGA Selfyssinga f 2.
deildar keppninni f knatt-
spyrnu var stöðvuð á laugar-
daginn er Haukar úr Hafnar-
firði komu þangað f heimsókn.
Leikið var á grasvellinum á Sel-
fossi og var auðséð og hvorugt
liðið kunni þar vel við sig, enda
Iftið æft á grasi og leikið f 2.
deildinni. Selfyssingar unnu
hlutkestið f leiknum og kusu að
leika á móti vindi f fyrri hálf-
leiknum og má mikið vera ef
það hafa ekki verið mistök hjá
þeim, þar sem Haukum tókst f
hálfleiknum að ná þvf forskoti
sem þurfti til sigurs.
Haukar léku mjög Ifflega f
fyrri hálfleiknum og sóttu þá
til muna meira en heimamenn
sem voru daufari f þessum leik
en þeir hafa verið að undan-
förnu. I seinni hluta hálfleiks-
ins tókst Haukum Tvfvegis
að skora. Fyrra markið
gerði Guðjón Sveinsson
eftir að þeir Gylfi og Þor-
varður, varnarmenn hjá Sel-
fossi, höfðu hlaupið saman
og misst hann sfðan inn fyrir
sig. Skoraði Guðjón með fall-
egu skoti. Annað markið gerði
Ólafur Torfason, eftir góðan
undirbúning Lofts Eyjólfsson-
ar, en hann gaf knöttinn yfir
frá hægri kanti yfir varnar-
menn Selfossliðsins til ólafs
sem kominn var í gott færi.
Haukar sóttu af krafti f byrj-
un seinni hálfleiksíns og skor-
uðu þá sitt þriðja mark. Þar var
Guðjón Sveinsson að verki, og
naut aðstoðar Lofts Eyjólfsson-
ar.
Eftir mark þetta drógu Hauk-
arnir sig meira f vörn og sóttu
Selfyssingar mjög það sem eft-
ir lifði hálfleiksins, en árangur
þeirra varð ekki sem erfiði.
Mikil barátta var f Haukalið-
inu, og hratt það öllum sóknar-
tilraunum Selfyssinga utan
einni. Þá komst markakóngur-
inn Sumarliði Guðbjartsson
inn fyrir vörn þeirra, og gat
Hörður Sigmarsson, markvörð-
ur Haukanna, ekki stöðvað
hann á annan hátt en að brjóta
svo á honum að ekki var um
annað að gera fyrir Einar
Hjartarson dómara en að dæma
vftaspyrnu. Hana tók Sumarliði
og skoraði örugglega. Urðu því
úrslit leiksins 3:1 fyrir Hauka.
Bezti maður Haukanna I
þessum leik var Elfas Jónasson,
sem að venju barðist mjög vel,
og átti góðar sendingar sem
fæddu af sér sóknir hjá Hauk-
unum. Þá var Loftur Eyjólfs-
son einnig frfskur' f þessum
leik.-svo og Guðjón Sveinsson. 1
heild var góð barátta f Hauka-
liðinu, og það greinilegá sem
óðast að ná sér vel á strik.
Selfyssingar voru hins vegar
f daufara lagi allan leikinn. Áö-
eins einn leikmaður liðsins lék
af venjulegri getu og var það
Sigurður Óttarsson. örn Grét-
arsson, markvörður, átti einnig
góðan leik.
— stjl.