Morgunblaðið - 24.06.1975, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNI 1975
26
ffildur Þóra Þórarins
dóttir — minning
Fædd 29. mai 1918
Dáin 17. júní 1975.
Á þjóðardaginn 17. júni, um
það leyti, sem menn gengu út í
ilmandi vorið eftir nærurlangan
svefn, andaðist í sjúkrahúsi í
Reykjavík, Hildur Þóra Þórarins-
dóttir, Vesturgötu 50 A, aðeins 57
ára að aldri, en hún hafði kennt
nokkurrar vanheilsu seinustu
fimm árin, sem hún lifði.
Hildur Þóra Þórarinsdóttir var
fædd úti í Vestmannaeyjum 29.
maí árið 1918 og voru foreldrar
hennar Matthildur Þorsteinsdótt-
ir og Þórarinn Gíslason á Lundi í
Vestmannaeyjum. Þórarinn
fékkst þar við útgerð og fleira og
var um árabil gjaldkeri við fyrir-
tæki Gísla Johnsens í Vestmanna-
eyjum, en það var á sinni tíð eitt
stærsta og merkasta útgerðarfyr-
irtæki landsins.
Að Hildi Þóru stóðu sterkir
stofnar. Matthildur Þorsteinsdótt-
ir, móðir hennar, var dóttir Þor-
steins bónda og hreppstjóra á
Dyrhólum í Mýrdal, Árnasonar
bónda á Dyrhólum, Hjartarsonar,
en móðir Matthildar var Matthild-
ur Guðmundsdóttir, bónda á Fossi
á Síðu, Guðmundssonar. Matthild-
ur Þorsteinsdóttir var fædd 31.
desember 1887 og dó 19. júlí árið
1960.
Þórarinn Gíslason á Lundi,
faðir Hildar Þóru, var sonur
þéirra hjóna Ragnhildar
Þórarinsdóttur og Gísla verzl-
unarstjóra í Vestmannaeyjum
(1834—1919) Engilbertssonar,
bónda í Syðstu-Mörk undir
Eyjafjöllum, Eirfkssonar bónda á
sama stað. Móðir Þórarins á
Lundi, Ragnhildur Þórarinsdótt-
ir, var frá Eyvindarmúla í Fljóts-
hlíð, dóttir Katrínar Þórðardóttur
frá Eyvindarmúla og Þórarins
bónda og skálds í Hallskoti i
Fljótshlíð, Þórarinssonar frá Mör-
tungu á Síðu.
Foreldrar Þórarins, þau Ragn-
hildur og Gísli Engilbertsson,
giftu sig árið 1869 og bjuggu sinn
búskap í Vestmannaeyjum. Var
Gísli verzlunarstjóri við
Tangaverzlun.
Eins og sést af framansögðu var
Hildur Þóra komin af ágætum
ættum á Suðurlandi. Æsku-
heimilið að Lundi var á sinni tíð
annálað fyrir rausn og góðan
brag. Þau hjónin á Lundi, Þórar-
inn og Matthildur, eignuðust
fimm dætur, þær Ragnhildi, Hlíf
Ste.fanfu, Ásu, Hildi Þóru og
Theodóru Ásu. Eru nú aðeins
þrjár þeirra á lífi, en látin er auk
Hildar Þóru, Asa sem dó aðeins
tveggja mánaðagömul árið 1915.
Þegar Hildur Þóra var 12 ára
gömul missti hún föður sinn, en
hann dó aðeins fimmtugur að
aldri. Þótt auðvitað bjargaðist
allt, einsog hjá öllum á Islandi þá
og nú, þá skipti f rauninni sköp-
um, alvara lífsins var dregin fram
og æskan í raun og veru að mestu
liðin. Dvaldi Hildur Þóra með
móður sinni og systrum úti í Vest-
mannaeyjum til 14 ára aldurs er
hún fór i vist suður til Reykja-
víkur, sem í þá daga var algengt
og dvaldi hún áýmsum heimilum
við hússtörf, meðal annars um
tíma hjá Halldóri Laxness rithöf-
undi. Dvaldi hún við þessi störf í
húsum til ársins 1940 er hún gift-
ist eftirlifandi manni sínum
Þórarni Hallbjörnssyni mat-
sveini, Hallbjörnssonar trésmiðs
á Seyðisfirði, Þórarinssonar. Þau
giftu sig 17. febrúar 1940 og sett-
ust að í Vestmannaeyjum, þar
sem Þórarinn var til sjós á ýmsum
bátum, vertfðarbátum og síldar-
bátum og seinast á togaranum
Bjarnarey. Sigldi Þórarinn m.a.
öll stríðsárin, á mestu ógnartim-
um sem gengið hafa yfir íslenzka
sjómenn á þessari öld.
Þau bjuggu i Eyjum til ársins
1950 er þau fluttust til
Reykjavfkur.
Þau Hildur Þóra og Þórarinn
eignuðust þrjú börn. Tvö þau
elztu fæddust úti í Eyjum og það
þriðja í Reykjavík. Þau eru:
Hallbjörn Þórarinn Þórarins-
son, matsveinn hjá Hafskip hf.,
kvæntur Helgu Sigríði Sigurðar-
dóttur. Eiga þau hjón tvær dætur,
en son eignaðist Hallbjörn Þórar-
inn áður en hann kvæntist. Þau
Hallbjörn og Sigríður búa I
Garðahreppi.
Matthildur Þórarinsdóttir, frú I
Reykjavik. Maður hennar er Þór-
ir Svansson, prentari við Morgun-
blaðið, og eiga þau dreng og
stúlku.
Yngst er svo Hlíf Þórarinsdóttir
sem gift er Ólafi Ólafssyni, er
stundar lyfjafræðinám i Kaup-
mannahöfn. Þau búa ytra og eru
barnlaus.
Sem áður sagði settust þau
hjón, Hildur Þóra og Þórarinn, að
úti í Vestmannaeyjum þar sem
fyrstu börn þeirra fæddust.
Þórarinn var langdvölum að
heiman við sjóménnsku og sigl-
ingar, og þótt ekkert væri tekið á
þurru fremur en endranær hjá
sjómannsfjölskyldunum eign-
uðust þau notalegt heimili og at-
vinna var næg. Nærri má geta að
áhyggjusamt hefur verið hjá
ungri konu með smábörn að eiga
bóndann á hafinu þaðan sem vá-
leg tíðindi bárust svo að segja
hvern dag meðan striðið geisaði.
Var þó vandi Vestmanneyinga
ærinn fyrir, eða sjómanna þeirra,
er þeir réru í brimsköflum og
vetrarmyrkri hverja nótt — svo
að segja hvernig sem viðraði. En
svo komu líka sumardagar með
betri tfð og það gerði lffið
bæriiegt og heillandi. Við þessar
aðstæður mótaðist heimili þeirra
og líf og hin æðrulausa og milda
gleði.
I Reykjavík voru viðfangsefnin
hliðstæð, sjómennska hjá bónd-
anum og heimilisstörf hjá hús-
móðurinni. Þau sáu börnin
komast á legg og verða að mynd-
arlegu fólki. Ég átti þess kost að
koma nokkrum sinnum á heimili
þeirra og þar var gott að koma. Ég
þekkti Þórarin, mann hennar, um
mörg ár, hann er ágætur drengur
og góður sjómaður, það get ég
sagt, því ég hafi vit á þvf, og
húsmóðirin var ávailt glöð og
ánægð, á hverju sem gekk.
Seinustu árin voru þau ein.
Hann vann í landi hjá Loftleiðum
en hún sat heima og prjónaði, eða
gekk til verka inn á milli.
Hún var annáluð fyrir myndar-
skap og handavinna hennar bar
af flestu, sem ég hefi séð, hvort
sem það voru saumaðar, heklaðar
eða prjónaðar flikur. Þetta gaf
hún víst flest og hafa mín börn
meðal annars notið þess.
Hildur Þóra verður borin til
moldar í dag klukkan 3 frá
kapellunni i Fossvogi. Megi sú
milda gleði er hún bar hvern dag f
lífinu fylgja ástvinum hennar til
efsta dags.
Guð blessi minningu hennar.
Jónas Guðmundsson.
Þér, sigrari dauðans, drottinn minn,
scm dýrðina og friðinn gefur.
Þér þökkum vér, lífs vors I jósgjafinn,
sem læknað vor meinin hefur.
Þitt andsvarið blítt, er enn sem nýtt,
hún er ekki dáin, sefur.
(H.B.)
Hildur Þóra Þórarinsdóttir and-
aðist að morgni 17. júnf í Landa-
kotsspftala.
Hildur var fædd í Vestmanna-
eyjum og voru foreldrar hennar
Matthildur Þorsteinsdóttir, ættuð
frá Dyrhólum í Mýrdal, og Þórar-
inn Gíslason gjaldkeri og út-
gerðarmaður f Vestmannaeyjum.
Hildur ólst upp á stóru, mann-
mörgu myndarheimili, þar sem
faðir hennar hafði mikið umleikis
í útgerð og bæjarmálum. Því mið-
ur naut Hildur ekki lengi föður
sfns, hann dó er hún var um 12
ára gömul. Eftir það var hún hjá
móður sinni, er gerði allt er hún
gat af elsku sinni til að bæta
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GÍSLI M. ÓLAFSSON,
Kelduhvammi 3, Hafnarfirði
lést á heimili sinu að morgni 23. júní.
Erla Gisladóttir og börn.
t
Maðurinn minn
BJÖRN PÉTURSSON,
kaupmaður,
Vesturgötu 46 A, Reykjavik
lést að heimili sinu þann 23 júní s.l.
Fjóla Ólafsdóttir.
Eiginmaður minn
t
ÁSGEIRS ÁSGEIRSSON
kaupmaður
Hjallabrekku 2
miðvikudaginn 25. júní frá
Fossvogskirkju kl.
verður jarðsunginn
1.30.
Þeir sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið
Fyrir hönd barna hans, tengdasonar, barnabarna og systkina
Gróa Sigurjónsdóttir.
t Eiginmaður minn og faðir GUÐLAUGUR SIGURÐSSON trésmiður, Ásvallagötu 1 5, andaðist að morgni 22. júní. Elsa Jóhannesdóttir Pétur Jóhannes Guðlaugsson. t Faðir okkar GUNNAR E. KVARAN, stórkaupmaður, Smáragötu 6, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i dag, þriðjudaginn 24 júní kl. 14.00, Ragnhildur Kvaran Ragnar Kvaran Gunnar Kvaran Einar G. Kvaran
t Eiginkona mín, LÁRA EINARSDÓTTIR frá Hringsdal. lézt i Landspitalanum 22 júni. Sveinn Einarsson. t Maðurinn minn ÁGÚST ÍSLEIFSSON Ljósheimum 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. júni kl 10.30. Fyrir hönd vandamanna Halldóra Hjálmarsdóttir.
t Eiginmaður minn JOHANN THULIN JOHANSEN fulltrúi, Úthlið 8, andaðist að Borgarspitalanum aðfaranótt 21 júní. Þorgerður Johansen. t Faðir minn ÞORVARDUR ÁRNASON andaðist 20. júní á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26 júní kl. 13.30. Helgi Þorvarðarson Grettisgötu 86.
t Lokað í dag
Eiginmaður minn KRISTJÁN E. TH. JÓNSSON Lokað í dag kl 1—4 vegna jarðarfarar Gunnars E.
skipstjóri Kvaran stórkaupmanns.
Bárugötu 4, Dalvik,
andaðist aðfararnótt 22. júní. Innflytjendasambandið
Fyrir hönd aðstandenda. Hafnarhúsinu.
Kristin Jónsdóttir.
t
Útför elsku mannsins míns og
föður okkar,
HREINS KRISTJÁNSSONAR
fer fram frá Fossvogskirkju, mið-
vikudaginn 25. þm. kl. 1 5.
Elin Eyjólfsdóttir,
Soffía Hreinsdóttir,
Kristján Hreinsson.
t
Útför eiginmanns míns, og föður
okkar,
SIGURJÓNS MELBERG
SIGURJÓNSSONAR,
fer fram frá Þjóðkirkjunni i Hafn-
arfirði, miðvikudaginn 25. júní
kl. 2 e.h.
Þeir sem vilja minnast hins látna
er bent á Hjartavernd
Helga Kristjánsdóttir,
Ólöf Melberg,
Loftur Melberg.
S. Helgason hf. STEINIÐJA
tlnholll 4 Símar 24477 og 14254