Morgunblaðið - 24.06.1975, Side 27

Morgunblaðið - 24.06.1975, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNI 1975 35 Lúðrasveitamót á Húsavík: Þakka þeim sem komu en van þakka virðingarleysi hinna Húsavík 23. júnf ÁTTUNDA landsmót Sambands fsl. lúðrasveita var haldið á Húsa- vfk um helgina. Mótið hófst á föstudag með aðalfundi sambandsins — formaður var kosinn Halldór Sigurðsson. A laugardag kl. 14 hófst svo mótið I hinu ákjósanlegasta veðri, léku þá eftirfarandi lúðrasveitir: 1. Lúðrasveit Akureyrar, stjórn- andi Roar Kvam 2. Lúðrasveit Blönduóss, stjórnandi Örn Öskarsson 3. Lúðrasveit Egils- staða, stjórnandi Magnús Magnús- son 4. Lúðrasveit Húsavíkur, stjórnandi Robert Bezdek 5. Lúðrasveit Keflavíkur, stjórnandi Brynjar Gunnarsson 6. Lúðra- EINS og Morgunblaðið skýrði frá fyrir hefgina, samþykktu út- gerðarmenn sfldveiðiskipa f Norðursjó að leggja til við sjávar- útvegsráðuneytið, að þeim 6.300 tonna kvóta, sem fslenzkum sfld- veiðiskipum er heimilt að veiða fram til áramóta verði skipt á milli sfldveiðiskipanna. Nú hefur sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að þetta skuli gert og f gær gaf ráðuneytið út frétt um þetta efni þar sem jafnframt kemur fram að útgerðarmenn verði að vera búnir að sækja um leyfi til áður- greindra veiða fyrir 1. júlf n.k., en eftir þann tfma verði umsókn- ir ekki teknar til greina. Fréttatilkynningu ráðuneytis- ins er svohljóðandi: „Á síðasta fundi Norðaustur-Atlants- hafsnefndarinnar í maf s.l., þar sem fjallað var um kvóta- skiptingu á sfldarafla í Norðursjó og Skagerak, var heildarkvóti ís- lenzkra skipa á svæði austan 4° v. lgd. ákveðinn 19.000 tonn á tfma- bilinu 1. júlf 1975 til ársloka 1976. Jafnframt var þeim tilmælum beint til hinna einstöku þjóða, að þær á tímabilinu 1. júlf 1975 til ársloka 1975 nýttu aðeins einn þriðja af úthlutuðum kvóta. Samkvæmt framansögðu verð- ur heildarkvóti fslenzkra skipa á Framhald af bls. 15 annan, en Teitur var með á nótun- um og skallaði knöttinn inn af stuttu færi. FALLEGASTA MARKIÐ Guðgeir Leifsson var á ferðinni á 9. mínútu hálfleiksins og sendi knöttinn hárfínt fyrir markið úr hornspyrnu hægra megin. Matthías sneri baki í markið en lét sig ekki muna um það að klippa knöttinn á skemmtilegan hátt yfir sig f hornið fjær upp undir slá. MARK HARÐAR Hörður Hilmarsson komst á markaskoraralista landsliðsins er hann fylgdi vel eftir fyrirgjöf Matthfasar sem ekki virtist bjóða upp á neina hættu, þar sem Richard Jacobsen náði knettinum örugglega. En hann datt í svaðinu fyrir framan markið og Hörður átti ekki i erfiðleikum með að senda knöttinn í netið. TEITUR FULLKOMNAR ÞRENNUNA Guðgeir Leifsson einlék á þann hátt sem honum einum er lagið f gegnum vörn Færeyinganna á 32. mfnútu hálfleiksins. Skot hans fór i Regin Artin f færeyska markinu og þaðan fyrir fætur Teits sem skoraði auðveldlega þriðja mark sitt. sitt. FÆREYINGARNIR EKKI GRASVANIR Það er greinilegt að færeysku leikmennirnir eru ekki vanir að sveit Selfoss, stjórnandi Asgeir Sigurðsson 7. Lúðrasveit Stykkis- hólms, stjórnandi Víkingur Jóhannsson 8 Barnalúðrasveit Akureyrar var gestur mótsins, stjórnandi Roar Kvam. Að lokum eða um kl. 17 lék svo það sem kallað var Lúðrasveit landsbyggóarinnar — eða allar lúðrasveitirnar saman — og frá þeim komu miklir og ánægjulegir tónar, sem bárust f blíðunni yfir alla bæjarbyggðina. Um kvöldið var svo skemmtun f félagsheimilinu og mótinu var slitið í boði, sem bæjarstjórn Húsavíkur hélt gestunum á sunnudag kl. 15. Upphaflega átti þetta 8. mót að svæði austan 4°. v. lgd. 6.300 tonn á tímabilinu 1. júlí n.k. til ársloka 1975. Hefur sjávarútvegsráðu- neytið, 1 samræmi við tillögur, sem samþykktar voru á fundi, sem L.t.U. boðaði til með út- gerðarmönnum síldarskipa 19. júní s.l., ákveðið að skipta áður- greindum kvóta milli þeirra síldarskipa sem síidveiðar stunda í Norðursjó og Skagerak eftir 1. júlí n.k. Vekur sjávarútvegsráðu- neytið þvf athygli útgerðarmanna síldveiðiskipa á þvi, að nauðsyn- legt er, að þeir sæki um leyfi til áðurgreindra veiða fyrir 1. júlí n.k., eftir þann tlma, verður ekki hægt að taka umsóknir þeirra til greina.“ t fyrrinótt gekk í gildi bann við sfldveiðum fslenzku veiðiskip- anna austan 4. gráðu, því þau voru þá búin að fylla þann kvóta sem þau máttu veiða upp f til 1. júlí, en það voru 4.800 tonn frá áramótum. Hinsvegar hafa þau heimild til að veiða allt að 3000 lestir vestan við 4° v. lgd. og eftir þvf sem Mbl. hefur fregnað þá munu okkar skip hafa fengið veiði á því svæði um helgina, en sfldin sem þar veiðist er yfirleitt sú bezta, sem fæst á Norður- sjávarmiðum. leika á grasi og hvað þá á eins þungum velli og Laugardalsvöll- urinn var f gær. Þeir reyndu þó allan tímann að spila og kannski voru það þeirra mistök í leiknum — íslenzk lið reyna það að minnsta ko'sti sjaldnast þegar þeir vita að við sterkari andstæðing er að etja. Beztu menn færeyska liðs- ins f þessum leik voru þeir Sverri Jakobsen, sem í mörg ár hefur verið einn sterkasti leikmaður færeyskrar knattspyrnu, Eirikur Rasmussen, gerði ýmislegt lag- legt i leiknum og Johannes Nielsen átti þau tvö virkilega góðu marktækifæri, sem liðinu gafst í leiknum. Richard Jacobsen stóð sig einnig allvel, en virtist nokkuð óöruggur á köflum. I STUTTU MÁLI Laugardalsvöllur 23. júni Landsleikur: Island—Færeyjar6:0 (2:0) Mörk tslands: Teitur Þórðarson á 21., 46. og 77. mínútu, Matthfas Hallgrímsson á 7. og 54. mínútu, Hörður Hilmarsson á 66. mínútu. Áhorfendur: 2093 Beztu mcnn íslenzka liðsins: Guð- geir Leifsson, Marteinn Geirsson og Matthías Hallgrimsson. Beztu menn færeyska liðsins: Sverri Jacobsen, Eirikur Rasmussen og Johannes Nielsen. Dómari: Guðjón Finnbogason. Línuverðir: Hinrik Lárusson og Eysteinn Guðmundsson. haldast s.l. sumar, en með tilliti til þjóðhátíðarhalda var mótinu frestað um 1 ár og var þá gert ráð fyrir að 12 sveitir mættu til leiks — Lúðrasveit Reykjavikur hafði fyrir nokkru boðað forföll, en í síðustu viku boðuðu hinar lúðra- sveitirnar í Reykjavík, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Sauðárkróks forföll og þótti okkur sem f dreif- býlinu búum það heldur kaldar kveðjur og virðingarleysi við landsbyggðina að engin skyldi mæta úr höfuðborginni, eða frá hinu oftnefnda Stór- Reykjavíkursvæði, nema frá Keflavík. Þetta raskaði öllum undirbúningi og varð m.a. dýrara fyrir þá sem sóttu en verið hefði, ef ýmis sameiginlegur kostnaður hefði dreifzt á fleiri. Það þykir sjálfsagt, að þeir sem úti á lands- byggðinni búa sæki mót þegar þau eru haldin á Stór- Reykjavikursvæðinu, en þegar þau eru haldin á þeim stað, sem lúðrasveitir eru starfandi fjærst Reykjavík, telja þeir ekki ástæðu til að mæta og bera ýmsu við, m.a. tónleikum, sem Sinfóníuhljóm- sveitin ætlaði að halda i Reykja- vík. Þetta mót var löngu áður ákveðið, svo ekki hefði það átt að þurfa að rekast á. Húsvíkingar þakka þeim lúðra- sveitum, sem sóttu þá heim og skemmtu þeim endurgjaldslaust, en vanþakka virðingarleysi hinna. — Fréttaritari. — Báru aftur upp Framhald af bls. 2 skyldi ekki látinn fara frá Kefla- vfkurflugvelli. Var þvf borin fram frávfsunartillaga, sem var samþykkt og málið tekið út af dagskrá. I ráðstefnulok, klukkan að ganga átta á iaugardag, þegar fjöldi kvenna var horfinn af fundi, var gerð tilraun til að leggja fram þessa sömu tillögu, sem fundarmenn höfðu visað frá. Aðeins var kominn nýr flutnings- maður og vikið við orði. Var þess- um óvenjulegu og ósiðlegu vinnu- brögðum mótmælt og hætti fundarstjóri við að bera tillöguna upp. — Portúgal Framhald af bls. 1 er þó á skipun Carvalho sem auk- inn styrk vinstriafla. Engin vandræði virtust ætla að verða í Lissabon í gærkvöld vegna göngu jafnaðarmanna, en kommúnistar höfðu hvatt sina menn til að halda sig fjarri göng- unni. — Togaradeila Framhald af bls. 36 sem samningaviðræðunum við yfirmenn reiddi af þá væru undir- mennirnir ekki tilbúnir að skrifa strax undir samninga. „Okkur vantar talsvert á ennþá til að geta talið samninga viðunandi og áþað bæði við um sjálft kaupið og prósentuna," sagði Jón. — Leiðtogar Framhald af bls. 1 sem allir fengju i stað þess að hvert og eitt verkalýðsfélag semdi í sínu horni. Þá sagði hann að með verðstöðvun yrði einnig að koma auknar niðurgreiðslur. „Ef við getum náð samkomulagi um aðgerðir gegn verðbólgu, þá munum við halda í horfinu með atvinnu og lifskjör næstu 12 mán- uði og leggja grundvöll að hag- vexti og betri lífskjörum í fram- tíðinni“, sagði Jones. Fréttamenn álíta að ef ekki tekst að fá verkalýðshreyfinguna til að hætta að leggja fram háar kaupkröfur, sem upp á siðkastið hafa verið i kring um 30%, og er álitin af mörgum vera megin- ástæðan fyrir 25% verðbólgu, verði stjórnin að grípa til harðara efnahagsaðgerða. Þar á meðal er talið að verði takmörkun á verð- og kauphækkunum, og mikill niðurskurður á opinberum út- gjöldum, sem ieitt getur til mikils atvinnuleysis. — Gandhi Framhald af bls. 34 maður fyrir endurskoðun kosn- ingalaganna kom til Nýju Delhí I dag til að taka við yfirstjórn her- ferðar til að koma Gandhi frá völdum. Narayan, sem er 72 ára, var lærisveinn Mahatma Gandhis og hóf hann opinbera baráttu sína gegn spillingu fyrir einu ári og hefur frá þeim tima ferðazt um landið og hundruð þúsunda manna hafa komið til að hlýða á hann. Hann er talinn hættulegasti andstæðingur Indiru og Kon- gressflokksins utan þings. — Amin Framhald af bls. 1 Uganda“, ef hann iéti verða af aftökunni. I London hefur þvf verið neitað að Bretar hafi her i Kenya og sömuleiðis hefur yfir- maður brezku sendinefndarinnar I Kenya ekki viljað kannast við að Bretar hafi nokkurn her þar í landi. Viðbrögð Amins við þessum hótunum voru þau að hann sagði blaðamönnum að hernaðaraf- skipti Breta mundi „skapa mikil vandræði fyrir Breta búsetta í Uganda", en þeir eru um 700. Þá hafði útvarpið eftir honum að vel væri fylgzt með öllum brezkum þegnum I Uganda og að litið væri á þá sem njósnara. „Því fyrr sem Callaghan kemur, þvi betra", sagði Amin. Uganda-útvarpið sagði enn- fremur að þegar Blair hafði feng- ið í hendur tilkynninguna um hinn nýja aftökudag, sem hann átti að afhenda drottningu, hafi kastað henni i reiði til jarðar og heimtað að fá að vita efni hennar. Denis Hills var dæmdur til dauða af herdómstól i Uganda fyrir að hafa kallað Amin grimm- an harðstjóra í handriti að bók, sem enn er ekki komiri' út. Átti aftakan að fara fram i dag, en henni var aflýst af Amin, sem nú hefur valið nýjan aftökudag. — ítrekaði Framhald af bls. 1 réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Sjálfir eru Bretar, sem búa yfir geysimiklum olíu- og gaslindum á landgrunni sinu fylgjandi 200 mílna efnahagslögsögu allra strandríkja. Bretar og íslend- ingar hafa þó um árabil átt við sérvandamál að stríða og heim- sókn Geirs Hallgrimssonar er að sumu leyti gerð f þvi skyni að bægja frá þeirri hættu að til árekstra dragi á milli landanna, eins og þeirra sem leiddu til „þorskastríðsins" 1972 og ’73. Hin brezk-islenzka deila var að lokum leyst þegar Bretar neydd- ust þann 13. nóvember 1973 til að gera við tslendinga bráðabirgða- samkomulag til tveggja ára, sem heimilaði brezkum togurum aðeins takmarkaðar veiðar innan hinnar nýju 50 mílna fiskveiðilög- sögu. Það samkomulag rennur út 13. nóvember nk. En nú hefur Geir Hallgrímsson opinberlega tilkynnt um fyrir- ætlun Islendinga að færa enn út fiskveiðilögsöguna, jafnvel áður en samkomulag kann að nást á hafréttarráðstefnunni. Búast Bretar við að tslendingar gripi til skjótra aðgerða, líklega þann 14. nóvember. Wilson og Callaghan vilja aftur á móti, meira af von en sannfær- ingu, að tslendingar haldi að sér höndunum. Mun hafréttarráð- stefnan koma saman aftur í Genf næsta vor. Álíta Bretar að það mundi koma í veg fyrir alls kyns einhliða aðgerðir annarra rikja ef tslendingar haga sér i samræmi við alþjóðlegt samkomulag. En engin opinber merki voru um það eftir fundinn að Geir hefði gefið eftir. — Innheimta Framhald af bls. 36 berum embættismönnum fyrir að koma fram í hljóðvarpi eða sjón- varpi, nema e.t.v. við sérstakar aðstæður. t nefndinni áttu sæti þeir Andrés Björnsson útvarpsstjóri, Indriði H. Þorláksson deildar- stjóri i menntamálaráðuneytinu og Gisli Blöndal hagsýslustjóri og var hann formaður nefndarinnar. Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra og nefndarmenn boðuðu fréttamenn á sinn fund í gær og afhentu þeim skýrslu nefndarinnar. Nefndin athugaði m.a. hvort ekki mætti sameina fréttastofurn- ar tvær í eina heild, en komst að þeirri niðurstöðu, að framyfir samvinnu á sviði fréttaöflunar yrði það ekki unnt. Þá kannaði hún einnig möguleika á sparnaði með þvi að fækka útsendingar- dögum sjónvarpsins um einn i viku, en komst að þeirri niður- stöðu, að slíkt mundi ekki leiða til þess fjárhagslega sparnaðar sem vænta mætti við fyrstu sýn, eink- um vegna lækkunar auglýsinga- tekna. A fundinum með fréttamönn- um kom fram, að nefndarmenn treysta sér ekki til að nefna ákveðna tölu um þá fjárhæð, sem spara mætti ef öllum tillögum þeirra og ábendingum yrði fylgt, en bent var á, að ef tekin yrði upp skipuleg áætlanagerð í fjármálum allra deiida mundi sparast veru- legt fé. I skýrslunni kennir ýmissa grasa, enda er hún yfir 100 siður að lengd. T.d. er bent á, að kostnaður við útsendingu stilli- myndar sjónvarps um helgar nálgist nú eina milijón króna á ári. Lagt er til, að afnumin verði sá 10% afsláttúr, sem auglýsinga- deild sjónvarpsins hefur frá upp- hafi veitt tilteknum auglýsinga- stofum auk gjaldfrests fram yfir aðra. Sá afsláttur nam þremur milljónum króna á sl. ári. t skýrslunni kemur fram, að yfirvinna er mjög mikil á frétta- stofunum og samkvæmt launa- reikningum 1972 námu yfirvinnu- og dagskrárgreiðslur fréttamanna hljóðvarps 50% af föstum launum og hjá fréttamönnum sjónvarps var þessi hlutfallstala 75%. Er i þessu sambandi lagt til, að greiðslum til fréttamanna sjón- varps við fréttalestur verði breytt til samræmis við raunverulegar vinnustundir, en að öðrum kosti verði ráðnir sérstakir fréttaþulir eða kynningarþulir verði látnir annast fréttalestur í sjónvarpi. Er bent á, að árið 1972 gilti sú regla, að þegar fréttamenn lásu fréttir í sjónvarpi voru þeim reiknaðar tvær yfirvinnustundir f hvert skipti, auk fastrar greiðslu, sem þá var 1000 kr. Samtals jafngiltu þessar greiðslur 4,4 yfirvinnu- stundum i hvert skipti. Einnig er lagt til, að við ákvörðun um að senda frétta- menn til útlanda I fréttaöflunar- skyni verði einungis um að ræða aðila frá annarri fréttastofunni, sem eftir atvikum geti þjónað báðum. öllum yfirvinnugreiðsl- um til starfsfólks fréttastofanna i utanlandsferðum verði hætt. Nefndin gerir einnig tillögur um breytingar á vaktavinnu skipulagi starfsfólks ríkisútvarps- ins. Á fundinum kom fram, að ef það fyrirkomulag við innheimtu afnotagjalda sem mælt er með, væri komið í notkun nú þegar, mundu tekjur útvarpsins hafa orðið aðeins lægri en nú er áætlað. Þá var einnig minnzt á, að ef nýja innheimtuaðferðin yrði tekin upp, væri rétt að veita undanþágu frá hluta afnota- gjaldsins, sem næmi afnotagjaldi sjónvarps, á þeim svæðum sem sjónvarp sést ekki á, og gæti Landssíminn mælt þau svæði út t.d. einu sinni á ári. Á fundinum kom fram, að kostn- aður við þessa athugun nam 3,8 milljónum króna og þar af runnu 3,2 milljónir kr. til ráðgjafaþjón- ustu dr. Kjartans Jóhannssonar, sem aðstoðaði nefndina við öflun og úrvinnslu gagna. Nefndarlaun voru 400 þús. krónur. 6.300 tonnum skípt milli skipanna — Island — Fœreyjar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.