Morgunblaðið - 02.07.1975, Page 3
i
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLl 1975
3
Litskrúðugt upp-
hleypt Eyjakort
Gefið út í takmörkuðu upplagi
UM ÞESSAR mundir er að koma
út mjög litskrúðugt upphleypt
plastkort af Heimaey eins og hún
er nú. Bæjarstjórn Vestmanna-
eyja gefur kortið út í minningu
þess, að nú eru tvö ár liðin síðan
eldsumbrotunum í Eldfelli lauk .
Við gerð kortsins var farin sú leið
að litaður loftmyndagrunnur var
aðlagaður Ifkani af Ileimaey og
sfðan var hieypt upp, þannig að
fjöll og annað landslag kemur
fram á kortinu. Auk aðalkortsins
af Heimaey eru 5 sérkort þrykkt á
plastið og sýna þau jarðfræði, vik-
urfall, hraunrennsli, fasteigna-
tjón og byggðina eins og hún var
fyrir gos. Kortið er gefið út á
tveimur tungumálum, fslenzku og
ensku auk þess sem frönsk útgáfa
er f undirbúningi.
Upplag almennu útgáfunnar er
4500 eintök og er verðið á hverju
korti áætlað 2000 kr. 1000 kort
eru sérprentuð með undirskrift
Bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
Er ætlunin að selja 100 kort af
þessari sérprentun i númeraröð.
Verð þeirrar hátíðarútgáfu verð-
ur 10 þús. kr. hvert kort. Jón Rafn
Jóhannsson kortagerðarmaður og
Axel Helgason módelsmiður sáu
um framkvæmd verksins f.h. Is-
kort h.f. Landmælingar íslands
létu i té frumgögn af hæðarmæl-
ingum og loftsljósmyndir. Sveinn
Jakobsson jarðfræðingur, samdi
jarðfræðikort, Þorleifur Einars-
son veitti upplýsingar um jarð-
fræðiheiti og Árni Johnsen skrif-
ar stutt yfirlit um gang gosmála.
Kortið verður tilbúið til dreifing-
ar í lok næstu viku og mun fást
hjá bóksölum. Söluumboð og
dreifingu hefur Benco Bolholti 4
og mun tekið við pöntunum þar í
síma 21945. Agóði af sölu Vest-
mannaeyjakortsins verður notað-
ur til uppbyggingar f Vestmanna-
eyjum.
Myndin sýnir björgunarsveitarmenn frá Ólafsfirði f eftirlitsferð við björgunarskýli það, er S.V.F.I.
reisti f Ólafsf jarðarmúla á s.l. ári.
r
Aðalfundur Slysavarnafélags Islands:
i
4-
Tilkynningarskyldan þungur baggi
AÐALFUNDUR Slysavarna-
félags Islands var haldinn á
Blöndósi dagana 28. og 29. júnf
s.l. Fundinn sóttu liðlega 80
fulltrúar og gestir. Fyrir
fundarsetningu var hlýtt á
guðsþjónustu f Blönduós-
kirkju, þar sem sóknarprestur-
inn sr. Arni Sigurðsson prédik-
aði. Fundurinn var sfðan settur
f félagsheimilinu með ræðu
forseta félagsins Gunnars Frið
rikssonar. I upphafi minntist
hann tveggja félaga, er látist
hafa frá sfðasta aðalfundi,
þeirra Marfu Maack, yfir-
hjúkrunarkonu og frú Vil-
helmínu Tómasdóttur, svo og
allra þeirra, er létust af slysför-
um á sl. ári.
I skýrslu forseta félagsins um
starfið á liðnu starfsári kom
fram, að verkefni félagsins
hefði nú sem fyrr verið tvíþætt.
Annarsvegar áframhaldandi
uppbygging þess öryggiskerfis,
sem félagið hefur komið upp
um land allt á undanförnum
áratugum, þannig að sem viðast
séu starfandi þjálfaðar björg-
unarsveitir, sem séu búnar
bestufáanlegumbjörgunartækj-
um. Hins vegar að sjá um, að
skipuleggja og halda uppi út-
breiðslustarfsemi og kennslu,
er miði að því að fræða almenn-
ing um slysavarnir á hinum
ýmsu sviðum. Gerði hann nán-
ari grein fyrir starfi félags-
stjórnarinnar að báðum þessum
þáttum.
Þá ræddi forseti félagsins
nokkuð um starf tilkynningar-
skyldu islenzkra skipa, sem er
orðinn einn mikilvægasti þátt-
urinn i starfi félagsins. Hefur
þjónusta hennar sífellt verið að
aukast, en hún er nú starfrækt
allan sólarhringinn að vetrin-
um en til miðnættis yfir sumar-
tímann. Slysavarnafélagið hef-
ur fengið framlag til þessa
reksturs frá rikinu en á undan-
förnum árum hefur mikið skort
á, að þessi framlög hrykkju
fyrir útlögðum kostnaði vegna
tilkynningarskyldunnar. Þann-
ig nam beinn kostnaður hennar
vegna árið 1974 kr. 3.244.411.00
en, framlag rikisins nam kr.
1.945.000.00. Frá upphafi til-
kynningarskyldunnar til síð-
ustu áramóta hofur félagið lagt
út kr. 2.358.686.00 umfram
framlag ríkisins til hennar, en
áætlað er að þessi upphæð
verði komin upp í kr.
3.560.000.00 á þessu ári. Kvað
Gunnar þennan rekstur vera
fjárhagslega þungan bagga á
félaginu, en engu að siður hefði
félagið ekki talið það áhorfsmál
að þvi bæri að halda áfram
þessari þjónustu og auka hana
jafnt og þétt, svo mikilvæg sem
hún væri fyrir öryggi sjófar-
enda. Væri það von félagsins,
að yfirvöld viðurkenndu þessa
starfsemi að fullu hið fyrsta
með nægilegum framlögum,
þannig að rekstur hennar yrði
tryggður til frambúðar. Hann
tók hins vegar fram, að styrkur
rikisins til félagsins hefði
hækkað á þessu ári um kr. 4,6
milljónir og þakkaði þann
skilning, sem lýsti sér í þvi.
Samkvæmt fjárhagsáætlun
fyrir árið 1975 er gert ráð fyrir,
að heildarútgjöld og-tekjur fé-
lagsins nemi kr. 23.100.000.00,
en þar af er framlag ríkisins kr.
Framhald á bls. 26
Hver er þyngd þín?
Nauðsyn að íslendingar breyti mataræði sínu
EINS OG skýrt var frá hér í
blaðinu f gær hafa rannsóknir
Rannsóknastöðvar Hjarta-
verndar leitt í ljós að 30% ls-
lendinga eiga við offitu að
strfða. Einnig hefur komið f
Ijós að íslenzkir karlmenn eru
að meðaltali um 10 kg. þyngri
enkjörþyngd sú,er gefin er upp
í töflum Metropolitan-
líftryggingafélagsins f Banda-
ríkjunum.
Rannsóknir Hjartaverndar
náðu til karla á aldrinum
34—64 ára á Reykjavíkursvæð-
inu og er þarna um að ræða
fyrsta áfanga hóprannsókna fé-
lagsins. Auk þess sem áður hef-
Hóprannsókn Hjartaverndar á Reykjavíkursvæðinu 1967-68.
ur verið nefnt kom fram að
helmingur þeirra, sem þátt
tóku í hóprannsókninni, unnu
kyrrsetustörf og lögðu litla
rækt við likamlega þjálfun.
Erlend líftryggingarfélög
láta á nokkurra ára fresti
sjá það á meðfylgjandi skýring-
armynd.
Forustumenn Hjartaverndar
hafa bent á að nauðsynlegt sé
fyrir Islendinga að breyta
mataræði sinu, en hér koma
yfir 40% hitaeininga úr
dýrafitu, en víða erlendis
hafa heilbrigðisyfirvöld tal-
ið æskilegt að sambærileg
tala væri milli 25—30%. I
þessu sambandi hafa þeir talið
nauðsynlegt að fólk auki neyzlu
sina á alifuglakjöti og græn-
meti og þá sérstaklega ylvörum,
einnig hafa þeir bent á að rétt
sé að draga úr neyzlu mjólkur.
Þeir hvetja fólk til að hreyfa
sig meira, t.d. að stunda sund
og göngur.
Kjörþyngd karla 25 ára og eldri
skv. töflum Metropolitan-félagsins
reikna út heppilegustu þyngd Hæð í cm Beinasmáar Meðalbeinastórar Beinastórar
miðað við sem lengsta lífdaga. 150 42,5 — 45,5 44,5 — 50 48 — 55
Er þá miðað við hóp tryggingar- 155 45 — 48,5 47 — 52,5 51 — 58
taka, en rétt er að hafa í huga 160 47,5 — 51 50 — 55 53,5 — 61
að þeir, sem kaupa liftryggingu 165 50 — 54 52,5 — 59 56,5 — 64,5
t.d. i Bandarikjunum, eru yfir- 170 53,5 — 57,5 56 — 63 60 — 68
leitt fólk úr milli- og hástéttum. 175 57 — 61 60 66,5 64 — 71,5
Eitt þeirra líftryggingarfélaga, 180 61,5 — 65 63.5 — 70 67,5 — 76
sem látið hafa frá sér fara slíka
töflu, er Metropolitan-
líftryggingarfélagið i Banda-
ríkjunum en það er með stærri
fyrirtækjum í þessari grein í
Bandaríkjunum. I töflum þess
er gert ráð fyrir mismunandi
Kjörþungi er gefinn upp ( kg og er miðað við að viðkomandi sé
léttklæddur og í skóm með 5 cm háum hælum.
Kjörþgngd kvenna 25 ára og eldri
skv. töflum Metropolitan-félagsins
Efri línan sýnir meðalþyngd fslenzkra karla á aldrinum 34—64
ára samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar. Neðri Knurnar tvær
afmarka kjörþyngd skv. töflum Metropolitan-lfftryggingar-
félagsins. Miðað er við meðalbeinastóra karlmenn.
beinastærð, en slíkt er yfirleitt Hæð f cm Beinasmáir Meðalbeinastærð Beinastórir
ekki gert í þeim töflum, sem er 160 52 — 55,5 55 — 60 58,5 — 65
t.d. að finna í dagbókum. Þá 165 55 —58,5 57,5 — 63 61 —69
gera þær ráð fyrir nokkrum 170 58 —62 60,5 — 66,5 64 —73
sveigjanleika i sambandi þunga 175 61,5 — 65,5 64 — 70,5 68,5 — 77
og hæðar. Eins og fyrr sagði 180 65 —70 68 — 74,5 72 —81
liggur þungi íslenzkra karl- 185 69 — 73,5 71,5 — 79 76 — 85.5
manna að meðaltali 10 kg yfir 190 73,5 —77,5 75,5 — 83,5 80,5 — 90
þeirri þyngd, sem gefin er upp í
þessum töflum, og má glöggt
Kjörþungi er gefinn upp f kg og er miðað við að viðkomandi sé
léttklæddur og f skóm með 2,5 cm hælum.