Morgunblaðið - 02.07.1975, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JULI 1975
Fjölbreytt dagskrá
héraðsmóta
Sjálfsteðisflokksins
ísnmar
Héraðsmót Sjálfstæðis-
flokksins á þessu sumri
hefjast um næstu helgi.
Alls verður efnt til 18
héraðsmóta og verða þau á
tímabilinu 4. júlí til 17.
ágúst. Dagskrá héraðsmót-
anna verður með þeim
hætti að forustumenn
flokksins og fulltrúi ungra
sjálfstæðismanna flytja
ávörp og ráðherrar flokks-
ins munu koma á flest
Dagskrá héraðsmótanna
verður fjölbreytt að vanda en
það er Hljómsveit Ólafs
Gauks ásamt þeim Magnúsi
Jónssyni, óperusöngvara,
Jörundi og Hrafni Pálssyni,
sem annast skemmtiatriðin.
Og þegar við litum inn á
æfingu hjá þeim einn dag-
inn, var verið að leggja
síðustu hönd á undirbúning
dagskrárinnar. Þegar okkur
bar að stóð yfir æfing á óper-
Hart er að vera faðir, þegar barizt er
um dótturina og má glöggt sjá það á
svip Þorláks þreytta, Benedikt Páls-
syni.
er hún sérstaklega kunn fyrir
að leika fjöruga tónlist fyrir
alla aldurshópa. Þetta er
þriðja sumarið i röð, sem
hljómsveitin leikur á héraðs-
mótum Sjálfstæðisflokksins
en hljómsveitina skipa:
Ólaf^r. Gaukur, Svanhildur
Jaköbsdóttir, Ágúst Atlason,
Benedikt Pálsson og Carl
Möller.
Það nýmæli hefur verið
tekið upp, aðá héraðsmótun-
um i sumar verður efnt til
happadrættis. Er fram-
kvæmd þess með þeim hætti
að hverjum aðgöngumiða
fylgir happdrættismiði og er
því hér um að ræða ókeypis
happdrætti. Vinningar í
happdrættinu eru hinir glæsi-
legustu, þvi boðið er upp á
tvær sólarferðir til Kanaríeyja
og verður dregið um þessa
vinninga að loknum öllum
Héraðsmótunum, þann 20.
ágúst. En á hverju héraðs-
móti verður dregið um fjölda
smærri vinninga. Annað
nýmæli er einnig tekið upp i
framkvæmd héraðsmótanna
1975 en það er að gerð
hefur verið dagskrá fyrir öll
mótin og hefur hún að
geyma kynningu á flytjend-
um skemmtiatriða.
Eins og fyrr sagði hefjast
héraðsmótin á föstudaginn á
Ólafsfirði og þá um helgina
verða þau á Húsavik og Þórs-
höfn. Þá verður farið um
Austurland, siðan Vestfirði
og Vesturland. Fyrstu helg-
ina í ágúst verða héraðsmót-
in á Suðurlandi en síðast
verða þau á Norð-
Vesturlandi.
Fleiri skemmtiþættir voru í
æfingu og er i þeim komið
víða við. Meðal þess, sem
þeir fjalla um má nefna sam-
yrkjubúfræðing frá ísrael,
sem hyggst kippa öllu i lag
hjá bjargálnabónda við
sjávarsíðuna. í öðrum þætti
er sagt frá söngkonunni
Sópraniu, sem bregður sér
heim til átthaganna og verð-
ur þar fyrir sterkum áhrifum
af umhverfi þeirra. í hlutverki
Sópraniu er Carl Möller. Ekki
hefur sjómönnum verið
gleymt, því Sjóólfur Snæ-
björnsson, hinn reyndi og
gamalkunni sjómaður, segir
frá ýmsu, sem á dagz? hans
hefur drifið. Það er Jörundur
Guðmundsson, sem bregður
sér í gervi Sjóólfs. Þó að
Jörundur sé ekki sjómaður
að atvinnu tókst okkur að fá
hann til að játa að stanga-
veiði stundar hann af mikilli
ástriðu. Jörundur hefur á
siðustu árum aflað sér sívax-
andi vinsælda sem skemmti-
kraftur með sínum snjöllu
eftirhermum og gamanþátt-
um. Hann kom fyrst fram
árið 1 968 og þá einmitt und-
ir stjórn Ólafs Gauks, sem að
þessu sinni ber einnig hitann
og þungann af undirbúningi
og stjórn skemmtiatriðanna.
í tilefni af Kvennaári kveð-
ur sér hljóðs Straumlína
nokkur og hefur hún ýmis-
legt að segja á þessu merka
ári. Hrafn Pálsson er í hlut-
verki Straumlínu, en hann er
einn þessara sjaldgæfu
manna, sem er það eðlilegt
að sjá hið skoplega í tilver-
unni. Hann hefur á undan-
förnum árum leikið með
þekktum hljómsveitum og
tekið þátt í gerð fjölda
skemmtiþátta en hann á
einkar auðvelt með að koma
slíkum þáttum saman.
Margt fleira forvitnilegt er
að finna á dagskránni og er
þar t.d. þáttur um barnaljós-
myndarann og barnlausu
konuna, en frá efni þess þátt-
ar er ekki hægt að skýra að
svo stöddu. Þá er spurninga-
þáttur með verðlaunum, sem
nefnist Ugla sat á kvisti.
Magnús Jónsson, óperu-
söngvari, syngur nokkur vin-
sæl lög á héraðsmótunum
auk þess sem hann tekur
þátt í skemmtiatriðunum.
Magnús hóf söngnám hjá
Pétri Jónssyni, óperu-
söngvara, og sigldi til ítalíu
og nam þar söng frá 1951 til
1953 og þangað kom hann
aftur árið 1956. Árið 1957
hóf hann að starfa við
Litið inn
Hér hljómar lokasöngur óperunnar „Lln-
harður óféti*', sem flutt verður á héraðs-
mótum Sjálfstæðisflokksins f sumar.
Leikendur eru talið frá vinstri: Benedikt
Pálsson Ágúst Atlason, Magnús Jónsson
og Svanhildur Jakobsdóttir.
á æfingu
Það dylst vfst engum að Ágúst
Atlason er fæddur til að fara
með hlutverk Grjótharðs
fávita.
héraðsmótin og ávarpa
mótsgesti. Fjölbreytt
skemmtiatriði verða flutt af
félögum Hljómsvertar Ólafs
Gauks og nokkrum
skemmtikröftum. Héraðs-
mótin munu hefjast á
Noðurlandi og hið fyrsta
verður í Ólafsfi/ði föstudag-
inn 4. júlí
Þeir eru tveir elskhugar
Guðnýjar, Svanhildar Jakobs-
dóttur, og valið erfitt.
Straumlfna, Hrafn Pálsson,
heitir kona á Kvennaári.
Þó Linharður óféti, Magnús
Jónsson, sé ekkert sérstakt
hreystimenni, býr hann yfir
kröftugri rödd.
unni „Linharður óféti" en í
henni berjast þeir Linharður
óféti, leikinn af Magnúsi
Jónssyni, óperusöngvara, og
Grjótharður fáviti, leikinn af
Ágústi Atlasyni, um ástir og
vín. Með hlutverk Guðnýjar
fer Svanhildur Jakobsdóttir.
Annað veigamikíð hlutverk í
óperunni er leikið af Benedikt
Pálssyni en hann leikur föður
Guðnýjar, Þorlák þreytta.
Umfjöllunarefni óperunnarer
ástir og afbrýðisemi og gætir
þar mikils ástríðuþunga.
Lffsbaráftan hefur sett merki
sfn á Sjóólf Snæbjörnsson,
hinn aldna vestfirzka sjómann.
Það er Jörundur, sem leikur
hann.
Konunglega leikhúsið í
Kaupmannahöfn og starfaði
þar í tíu ár. Með söng sínum
í ýmsum þekktum hlutverk-
um hefur Magnús öðlazt vin
sældir en um þessar mundir
er hann að æfa eitt aðalhlut-
verkið í Carmen, sem færð
verður upp í Þjóðleikhúsinu í
haust.
Að loknum flutningi
skemmtiatriða- leikur Hljóm-
sveit Ólafs Gauks fyrir dansi
en hljómsveitin hefur um ára-
bil verið í hópi þekktustu
danshíjómsveita landsins og