Morgunblaðið - 02.07.1975, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JULI 1975
hf. Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.,
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Aundanförnum árum
hafa menn á Vestur-
löndum bundiö miklar von-
ir við þá viðleitni, sem uppi
hefur verið til þess að
draga úr spennu milli aust-
urs og vesturs. Því hefur
jafnvel verið slegið föstu,
að kalda stríðinu væri lokið
og nýtt tímabil væri fram-
undan í samskiptum lýð-
ræðisríkja Vcsturlanda og
kommúnistaríkja Austur-
Evrópu. Morgunblaðið
hcfur fyrir sitt leyti veitt
þessari stefnu eindreginn
stuðning í umræóum á inn-
lendum vettvangi og óhætt
er að fullyrða, að Vestur-
lönd hafa gengið til
þessarar samstarfstilraun-
ar við Sovétríkin og fylgi-
ríki þeirra meó opnu og
jákvæðu hugarfari.
Hin síðustu misseri hafa
hins vegar skotiö upp koll-
inum vaxandi cfasemdir á
Vesturlöndum, að þessi
viðleitni cil að draga úr
spennu milli austurs og
vesturs mundi bera til-
ætlaðan árangur. Ástæðan
fyrir þvi, að þessar efa-
semdir hafa vaxið hröðum
skrefum er ekki fyrst og
fremst sú, að fólk í lýð-
ræðisríkjum Vesturlanda
sé ekki jafn áfram um þaö
og áður að bæta sambúðina
við Sovótríkin og fylgiriki
þeirra. Ástæðan er sú, að
smátt og smátt hafa augu
manna opnazt fyrir því, að
Sovctríkin virðast líta á
þessa stefnu sem einhlióa
tilslakanir af hálfu Vestur-
landa, en aó ekkert skuli
koma á móti af þeirra
hálfu. Þannig hafa Sovét-
ríkin í krafti þessarar
stefnu náö hagstæðum við-
skiptasamningum við
Vesturlönd, viðskipta-
samningum, sem þeim hafa
verið nauðsynlegir til þess
að iðnaðaruppbygging
megi halda áfram austur
þar. Sovétríkin hafa einnig
náð fram ýmsum pólitísk-
um tilslökunum af hálfu
vestrænna lýðræðisríkja,
sérstaklega þó frá Vestur-
Þýzkalandi, en ekkert
hefur komið í staðinn.
Á fundum öryggismála-
ráðstefnu Evrópu hafa
fulltrúar vestrænna lýö-
ræðisríkja lagt ríka
áherzlu á, að sú tilslökun
yrði að koma til af hálfu
Sovétríkjanna, að leyfð
yrðu frjálsari ferðalög
fólks beggja vegna járn-
tjaldsins til annarra landa,
frjálsara streymi hug-
mynda og upplýsinga milli
ríkja beggja vegna járn-
tjaldsins, þ.á m. í því formi,
að t.d. blöð og tímarit frá
Vesturlöndum verði
almennt til sölu í Sovét-
rikjunum og fylgiríkjum
þeirra og svo mætti lengi
telja. Sovétríkin hafa lagzt
mjög eindregið gegn öllum
slíkum hugmyndum og
þeim hefur ekki verið um
þokað. Hins vegar hefur
Brezhnev, ritari sovézka
kommúnistaflokksins, lagt
á það ríka áherzlu, að nú í
júlímánuði færi fram loka-
fundir öryggisráðstefnu
Evrópu, svokallaður topp-
fundur, þar sem leiðtogar
þeirra ríkja, sem fulltrúa
eiga á ráðstefnunni kæmu
saman. Almennt hefur
verið litið svo á, að ef vest-
ræn lýðræðisríki fá ekki
framgengt fyrrnefndum
kröfum sínum yrði niður-
staða öryggisráðstefnu
Evrópu fyrst og fremst sú
að staðfesta yfirráð Sovét-
ríkjanna yfir fylgiríkjum
þeirra i Austur-Evrópu og
óbreytt ástand í Mið-
Evrópu. Þess vegna hefur
gætt vaxandi tregðu meóal
forystumanna vestrænna
lýðræðisrikja aó koma til
þessa toppfundar að
óbreyttum ástæðum og nú
bendir allt til þess að
honum verði slegið áfrest.
Á þessu stigi málsins skal
engu um það spáð, hvort sú
stefna að draga úr viðsjám
milli austurs og vesturs
reynist hjóm eitt. í þeim
efnum ræöur úrslitum,
hvort Sovétríkin eru
tilbúin til þess að verða við
þeim kröfum, sem Vestur-
lönd hafa sett fram um
gagnkvæmar tilslakanir af
þeirra hálfu. Verði þau
ekki fáanleg til þess er
auðvitað alveg ljóst, að í
þeirra augum hefur þessi
viðleitni einungis átt að
vera tæki í stöðugri, áfram-
haldandi heimsvaldastefnu
Sovétríkjanna. Með þessari
stefnu hefur átt að slá ryki
í augu auðtrúa Vestur-
landabúa á meðan Sovét-
ríkin legðu enn betur
grundvöll að auknum yfir-
ráðum sínum í okkar
heimshluta. Það liggur
alveg ljóst fyrir, að fari sú
viðleitni, sem hér hefur
verið gerð að umtalsefni,
út um þúfur er það fyrst og
fremst sök Sovétríkjanna
og þá um leió sönnun þess
að friðartal þeirra á við
engin rök að styðjast.
Fyllsta ástæða er til að
gæta varúðar í þessum efn-
um og sýna meiri varkárni
í samskiptum við Sovét-
ríkin en margir aðilar á
Vesturlöndum hafa haft
tilhneigingu til að sýna á
undanförnum árum.
BLEKKING?
Ævar R. Kvaran:
Kynlegar kenningar
MAÐUR er nefndur Ileimir
Steinsson, vígöur prestur og
skólastjóri í Skálholtsskóla. Hann
hefur skrífað grein í Krikjuritið,
málgagn íslenzkra presta, sem er
einhver furðulegasta ritsmíð, sem
hrokkið hefur úr penna menntaðs
manns á Islandi. Sennilega hefði
hún aldrei orðið kunn nema til-
tölulega fáum lesendum Kirkju-
ritsins, ef eitt dagblaðanna hefði
ekki vitnað í hana og þær tilvitn-
anir vakið almenna undrun.
Greinin ber nafnið Tilvera til
dauða, — trúin hrein. Lesendur
dagblaðanna, sem vart gátu trúað
sínum eigin augum, útveguðu sér
margir eintakið af Kirkjuritinu.
En það leiddi til þess, að mót-
mælagreinum tók að rigna yfir
dagblöðin, og er Heimir Steinsson
enn að svara þessum greinum,
þegar þetta er skrifað. Þrátt fyrir
opinberar áskoranir hefur
Kirkjuritsgreinin ekki fengizt
birt í dagblöðunum. Afsakar
greinarhöfundur sig m.a. með því,
að hún hafi ekki verið ætluð
almenningi, heldur einungis
prestum. Það er allkynleg af-
sökun, þegar þess er gætt, að i
þessari grein er ráðizt með mikilli
heift og ofstæki á skoðanir, sem
eiga sér mikið fylgi meðal
íslenzku þjóðarinnar.
Grein Heimis hefst á þessum
orðum:
„Illkvittnir menn hafa löngum
sagt, að andatrú sé þjóðar-
átrúnaður Islendinga. Hvorki
skal sú fullyrðing staðfest hér
né henni hafnað. Hitt er víst,
að svonefndar „sálarrannsók'n-
ir“ gegna umtalsverðu hlut-
verki í trúarlegri hugsun
þessarar þjóðar. Víðast hvar
þar sem tveir eða þrír eru
samankomnir og trúmál ber á
góma, eru „sálarrannsóknir" á
næsta leiti. „Sálarrannsókna-
menn“ eiga sér og skelegga
málsvara. Ef einhverjum
verður það á að troða þeim um
eina tá eða fleiri, fær hinn
sami sjöfalt endurgjald að
minnsta kosti. Síðast í vetur
varð góðvini mínum það á að
beina fáeinum skeytum að um-
ræddri stefnu í kirkjuþætti
Morgunblaðsins. Einn af
æðstu prestum „sálarrann-
sókna" svaraði með breiðsíðu,
sem nægt hefði til að færa
hverja venjulega sálarskútu i
kaf.“
Hér mun Heimir eiga við grein
undirritaðs Fáránlegar full-
yrðingar, sem birtist í Mbl. sem
svar við því sem heiti greinarinn-
ar ber með sér. Að undirritaður
hafi hæft i mark með grein sinni
er ánægjulegt að heyra frá manni
með hinar furðulegu skoðanir
Heimis Steinssonar, en að full-
yrða, að henni hafi „sálarskúta"
séra Bolla Gústafssonar verið
„skotin í kaf“ er kannski ofrausn.
Annars er framannefnd Krikju-
ritsgrein Heimis mjög óskipulega
skrifuð, „þokukennd og grautar-
leg“, svo hans eigið orðaval sé
notað, og á köflum erfitt að átta
sig á því, hvað vakir fyrir mannin-
um. Forsendan fyrir allri
gagnrýni þessa skólastjóra á
spíritismanum byggist á því, að
rannsóknir þeirra séu ekki
vísindalegar Hann gerir sér jafn-
vel í hugarlund að venjulegur
skyggnislýsingafundur sé af
sálarrannsóknamönnum álitin
„vísindaleg rannsóknaraðferð“!
Það þarf talsvert ímyndunarafl til
þess að halda fram svo fáránleg-
um fuilyrðihgum. Hvað hefur
maðurinn séð þessu haldið fram?
En annars er þetta mjög dæmi-
gert fyrir skrif hans um þessi
mál. Hann reisir sér vindmyllur
úr fölskum forsendum og ræðst
svo á þær eins og eins konar nýr
íslenzkur Don Quixote. Og fólk
horfi á þetta furðu Iostið.
Við skulum nú rifja upp,
hvernig þessi maður lýsir
skyggnilýsingafundi:
„Miðill situr í rökkri og ryður
upp úr sér nöfnum og
spurningum, en hvekktir til-
keyrendur í dimmu sal taka
undir hálfum huga með ein-
staka jáyrði. Þessum
spurningaleik er haldið áfram,
uppistaðan er slitrótt nafna-
þula miðilsins, ívafið undir-
tektir viðstaddra. Andrúms-
loftið er allt mettað hálfkæfðri
eftirvæntingu, niðurbældri til-
finningasemi, sefjun og aftur
sefjun. Ef einhver gengur af
slíkum fundi, sannfærður um
það, að hann hafi komist I
návígi (sic!) við framliðinn
ástvin, verðúr ekki annað sagt
en það, að sá hinn sami er
tæpast vandlátur á „vísinda-
legar rannsóknaraðferðir“!
Já þetta er nú Ijóti leikurinn!
Og hvað á þá að gera við fólk, sem
samt sem áður trúir því að það
hafi fengið óbrigðular persónu-
legar sannanir fyrir því, að það
hafi haft samband við látinn ást-
vin, hvort sem Heimi Steinssyni
líkar betur eða ver?
. Það stendur ekki á svarinu hjá
þessu guðsmanni. Því lýsir hann
skorinort á bls. 352 í Kirkjuritinu
með eftirfarandi orðum:
„Ilér á landi er það sérstök
skylda okkar að herja á anda-
trúna, þetta fyrirlitlega samsull
lygavfsinda, rakalausrar trúnar-
heimspekilegrar þvælu og ógeðs-
legrar sefjunar af lágreistri og
ómennskri gerð. Sú sjón sem ný-
lega bar fyrir augu okkar flestra í
sjónvarpi og eflaust hefur
þrásinnis borið fyrir augu margra
okkar á ýmis konar fundum, þessi
hugstola þráseta allslausra
reikunarmanna umhverfis van-
heila persónu, sem nefnd er
„miðill", hlýtur hún ekki að
brýna okkur til dáða? Rennur
ykkur ekki til rifja að sjá þessa
takmarkalau.su sjálfsblekkingu,
þessa andlegu lágkúru, þennan
intellektuella vesaldóm fólks,
sem sagt er að tilheyri einni af.
menningarþjóðum veraldar? Er
ekki kominn tími til að hýða opin-
berlega bæði seint og snemma
alla þá sem að' þessum auðvirði-
legu rökkuróperum standa, en
stugga hinum, sem um þá safnast,
áleiðis út á kaldan klaka?“
Það var ekki furða þótt dóm-
kirkjupresturinn í Reykjavík,
séra Þórir Stepensen, vildi opin-
berlega vekja á því athygli, að
þetta væru ekki skoðanir allra
kirkjunnar manna. Það er s'att að
segja sálfræðileg ráðgáta, hvernig
nokkur heilvita maður getur sam-
rýmt slíka boðun ofsókna og of-
stækis trú á Jesú Krist.
Það þarf tæpast að taka það
fram, að þessi skólastjóri, sem
sífelt stagast á orðum eins og
,,rök“ og „vísindi“, lætur eins og
hann hafi aldrei heyrt getið um
vísindalegar rannsóknir ameríska
sálarrannsóknafélagsins í New
York á skyggnilýsingahæfileikum
miðilsins Hafsteins Björnssonar,
enda þótt fyrsta skýrslan um
þessar rannsóknir hafi verið birt í
útbreiddasta dagblaði landsins.
Þessum rannsóknum stjórna
heimskunnir sérfræðingar í rann-
sóknum yfirskilvitlegra fyrir-
bæra og hæfileika, ásamt
islenzkum dulsálfræðingi, dr. Er-
lendi Haraldssyni, sem þegar
hefur hafið vísindalegar rann-
sóknir á þessum efnum hér á
landi og er lektor við Háskóla
íslands. En það er ekki heppilegt
að taka eftir slíkum smámunum,
þegar ráðast skal af ofstæki og
heift á Sálarrannsóknafélag Is-
lands og starfsemi þess og ofsókn-
ir eru boðaðar á hendur öllum
sem dirfast að kynna sér andleg
mál eftir öðrum leiðum en Heimi
Steinssyni þóknast.
Engir hafa fagnað þýí af meiri
alhug en spiritistar á Islandi, að
erlendir hlutlausir vísindamenn
skuli hafa fengið slíkan áhuga á
íslenzkum miðli, því hér er engu
að leyna. Þvert á móti, hér er
verið að leita að sannleikanum,
hver sem hann reynist vera.
Kreddubundnir ofstækismenn í
trúmálum fá hér engu um haggað.
Ofsóknir af þvi tagi, sem séra
Heimir Steinsson boðar eru gjör-
samlega máttlausar, nema þeim
sé beitt í skjóli valds. Þetta er
vanmáttugt óp úr myrkri miðalda.
Þetta eru dauðakippir steinrunn-
innar þröngsýni, sem ekki nær
andanum í andrúmslofti frjálsrar
hugsunar, fremur en fiskur á
þurru landi.
II.
Það fer óskaplega i taugarnar á
Heimi Steinssyni, að menn skuli
leyfa sér að trúa þvi, að lif sé að
þessu loknu. Að maður tali nú
ekki um þá ósvinnu að vera svo
viss í sinni sök, að maður reyni að
hafa samband við látna ástvini!
Þetta stafar af því, að það er
grundvallarsannfæring þessa
manns, að dauðinn sé endir allrar
tilveru. Og þó þykist hann trúa á
Krist, sem bauð ræningjanum á
krossinum: „Sannlega segi ég
þér: í dag skaltu vera með mér i
Paradis.“ (Svo maður minnist nú
ekki á upprisuna!) — Og hvað
hefur nú Heimir að segja um slfkt
tal? Jú, þetta: „Oheimspekilegt
þvaður um imyndað „framhalds-
líf“ er einnig auðvelt að bera sér í
am