Morgunblaðið - 02.07.1975, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.07.1975, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JULt 1975 15 Jón Björnsson: „List og samfélag” Fáeinar athugasemdir í tilefni af sjónvarpsþætti i Föstudaginn 6. júní sl. flutti sjónvarpið viðtalsþátt um þetta efni undir stjórn Thors Vilhjálmssonar rithöfundar . Var þar komið allvíða við, eins og að líkum lætur og drepið á margt og ýmsar misjafnlega markverðar tillögur lagðar fram, svo sem um stofnun eins konar listdreifingar miðstöðvar á vegum Bandalags íslenzkra listamanna. Hræddur er ég um að slík stofnun myndi verða erfið í framkvæmdinni, vegna þess einstefnuaksturs sem mjög hefur mótað félagsleg störf listamanna nú um langt skeið. En um það verður ekki fjallað I þessu greinarkorni. Meðal annars sem bar á góma I sjónvarpsþætti þessum voru erfiðleikar þeir sem steðja að bókaútgáfu vegna sívaxandi dýr- tíðar. Baldvin Tryggvason fram- kvæmdastjóri var svartsýnn á framtíð bókaútgáfu ef svo héldi fram sem horfir. Upplög bóka eru mun minni en áður var og verðið fer stöðugt hækkandi. Auk þess hafa útlán á bókasöfnum farið sívaxandi, en þau eru nærri því ókeypis, þvi að ekki er teljandi það smáræði sem höfundum er greitt fyrir útlán bóka sinna og útgefendur fá alls ekkert. Ýmsar tillögur hafa komið fram til að ráða bót á þessu, m.s. að hið opinbera keypti ákveðinn ein- takafjölda af hverri bók handa söfnunum. Nefnd hafa verið 500 eint. Yrði þetta þá svipað fyrir komulag og hjá Norðmönnum. Þetta yrði auðvitað mikill styrkur fyrir bókaútgáfuna i landinu, þar sem augljóst er að hin miklu út- lán bitna á sölu bókanna, a.m.k. hvað sumar greinar bókmennta snertir. Eftir er svo hlutur rithöf- undanna. Nú er greitt fyrir hvert bókar- eintak i söfnunum hvort sem það er hreyft eða ekki. Eðlilegast er að sjálfsögðu að greiða höfundi fyrir hvert útlán. Mætti greiðslan vera miklu hærri fyrir ljóðabæk- ur og önnur rit sem ekki eru eins eftirsótt til láns og skáldsögur, eins og Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur hefur bent á fyrir löngu í blaðagrein. Einhver orð- rómur hefur verið á kreiki um að vissir rithöfundar hafi sett sig á móti þessari lausn og því hafi núverandi fyrirkomulag komizt á. En það held ég að hljóti að vera rógur miðurgóðgjarnraaðila, því að hvaða sannur rithöfundur gleðst ekki yfir vinsældum kollegans? Nú hefur þvi að vísu verið haldið fram af vissum menningarvitum, ef ekki beint þá óbeint að „góðar“ bækur geti aldrei verið skemmtilegar — ann- að séu „afþreyingarbókmenntir" — en það styður aðeins þá skoðun sem hér hefur verið sett fram. „Geníin" njóta þá ágætis sinna verka og „andgeníin" fá umbun frá lesendunum. Er það þá ekki eins og það á að vera? En hvað sem um þetta er, þá er brýn nauðsyn á því að rithöfund- ar, útgefendur og aðilar frá hinu opinbera leggi sig fram um að finna viðunandi lausn á þessu máli. II Hinn 14. júní skrifar Ólafur Jónsson grein í Vísi og ræðir all- ítarlegaumþessi mál. Enda þótt hann sé hikandi og fari jafnvel stundum I gegnum sjálfan sig i greinum sinum, má þó skilja á honum að þessi miklu útlán dragi ekki úr bóksölu, heldur jafnvel örvi hana og bendir á tölur í blaði bókavarða, Bókasafninu, því til stuðnings. Um það er það eitt að segja að þeir höfundar sem flest eintök eiga á bókasöfnum, sbr. Laxness, eru líka keyptir af fjölda fólks sem safnar verkum þeirra. Hér er því um undantekningu að ræða. Um marga aðra höfunda gegnir öðru máli. Bókum þeirra er ekki safnað, heldur eru þær mikið lesnar á söfnunum, eins og hinir mörgu pöntunarlistar, þar sem fólk bíður upp undir ár eftir bókunum er ljóst vitni um. Þetta fólk vill ekki kaupa bækurnar þegar hægt er að fá þær að láni fyrir nærri því ekki neitt. Þetta skil ég vel og notfæri mér rétt eins og aðrir, en einmitt þessi staðreynd styður kröfu höfunda um að greitt verði fyrir útlánin á sómasamlegan hátt. Síðar í grein sinni ræðir Ólafur munn, ef menn hafa lyst á slíkum andlegum lággróðri." Lífsskoðun sinni lýsir Heimir m.a. með þess- um orðum: „Það er hlutskipti mannsins að lifa á þessari jörð um takmarkaðan tima, unz dauðinn bindur endi á líf hans. Dauðinn er hið eina, sem öldungis er víst, að okkar allra bíður. Tilvera okkar á jörðinni er „tilvera til dauða“. Þann dag, sem við „verðum til“, er aðeins eitt, sem við ótvirætt eigum í vændum, og það er að hætta að „vera til“ einn góðan veðurdag." Og þetta kallar Heimir svo „staðreynd" og bætir við þeirri vizku, að það sé ævin- lega sjálfsblekking að afneita staðreyndum. Jæja, þá vitum við það! En, mér er spurn, hvaðan hefur þessi skólastjóri það, að það sé „staðreynd" að lífinu sé lokið við svokallaðan dauða? Hann er ekki að hafa fyrir því að sanna það! Getur hann það? Nei, vitan- lega getur hann það ekki, því það er ekkert annað en hans eigin hjátrú! Engum hefur nokkru sinni tekizt að sanna þetta, og hefur efnishyggjumenn þó ekki skort til þess viljann! Eins og fyrirsögnin á Krikju- ritsgrein séra Heimis ber með sér, er líkamsdauðinn honum endalok alls lífs („Tilvera til dauða“). Hann á vafalaust ýmsa skoðana- bræður í þessum efnum og er ekkert við þvf að segja meðan frjáls hugsun er nokkurs virt. Hitt er að sjálfsögðu ámælisvert, að telja þá sem leyfa sér að vera á öndverðri skoðun, fara með „fyr- irlitleg lygavísindi" og „ógeðslega sefjun af lágreistri og ómennskri gerð“. Eins og vænta mátti botnar hann ekkert i þeim skilningi manna, að líf sé að þessu loknu og kemst hann i algjör vandræði, þegar hann fer að velta fyrir sér hugtökunum „eilífð" og „tími“, og er honum nokkur vorkunn i þeim efnum. Það ruglar hann líka i ríminu að hann slær því föstu að„þróun“ sé hugmynd um tíma- bundið og óstöðugt fyrirbæri. Af skiljanlegum ástæðum færir hann engin rök fyrir því fremur en ýmsum öðrum forsendum þess sem hann heldur fram. Ein rökin, sem fram eru færð af þeim heimspekingum, sem hallast að ódauðleikatrúnni og sérstak- lega þýzka heimspekingnum Immanuel Kant (1724—1804) eru siðferðileg eðlis. Heilagleikinn — og með honum á Kant við algjört samræmi viljans við siðferðislög- málin — þarf að halda á enda- lausri framþróun. Og þessi enda- lausa framþróuner ekki möguleg, nema menn hugsi sér, að sama skynsemi gædda veran haldi end- laust áfram tilveru sinni og per- sónuleik. Trú séra Heimis á „tilveru til dauða“, þvert ofan I kenningar Krists, er byggð á þvl úrelta efnis- hyggjusjónarmiði, að lífið sé al- gerlega komið undir hinum jarð- nesku lfffærum, að hugsunin sé eingöngu fram komin fyrir starf- semi heilans, og að sálin sé ekki annað en samsafnið af þeirri hug- rænu starfsemi, sem algerlega sé háð jarðneskum breytingum. Þess vegna sé það óhjákvæmilegt, að dauði líkamans hafi það í för með sér, að meðvitundin líði undir lok. Við þessa kenningu er vitan- lega hægt að gera ótal athuga- semdir, t.d. a) að maðurinn gerir sjálfur greinarmun á sjálfum sér og líkama sínum, b) að hann er sér þess meðvitandi, að hann er alltaf sami maðurinn, hvernig sem líkaminn breytist, og því meiri fylling, sem er I persónuleg- um þroska hans, því óháðara verður hið innra líf hans ytra lífinu, og c) þegar hann beitir vilja sinum, þá finnst honum ekki að likaminn ráði yfir sér, heldur að hann ráði yfir líkamanum; og vitnisburðurinn frá samvizku mannsins um frelsi hans og ábyrgð er síðasta ástæðan, sem meðvitundin hefur fram að færa. Þá má og benda á það, að hinar víðtæku vfsindalegu rannsóknir, sem gerðar hafa verið i mörgum löndum á OBE-fyrirbærum (Out of body experiences) undanfarin ár hafa fært rök að því í sívaxandi mæli, að vitundin starfi utan líkamans. Sir Oliver Lodge, einn frægasti eðlisfræðingur Englendinga, hafnaði öllum tilraunum til þess að skýra persónuleik mannsins sem afleiðing af efnasamböndum, er ráði sér sjálf og hafi máttinn fólginn í sjálfum sér. Hann taldi hins vegar, að sá heimur, þar sem mannsandinn á betur heima en innan um þessi bráðabirgða sam- bönd efnisins, sé veröld, er getur framleitt djúpsettar og göfugar hugsanir og getur fundið háleitan fögnuð, löngu eftr að þessi reiki-. stjarna — og jafnvel þetta sól- kerfi — hefur fyllt forlög sin og er orðin köld og Ííflaus á sinni óendanlegu braut: A þetta alit saman og miklu fleira benti skáld- ið Einar H. Kvaran í timaritsgrein í Eimreiðinni þegar fyrir 45 árum (Eimreiðin XXXVI árg. 1930); fjallaði greinin um boðbera ódauðleikakenningarinnar. Og þar bendir hann einnig á það, að hinn frægi ameríski sálfræðingur og heimspekingur William James hafi í fyrirlestri, sem komið hafi út á íslenzku, tekið sérstaklega til fhugunar hugsunina sem afleið- ing af starfsemi heilans. James kannast við að svo sé að nokkru leyti; en hann hafnar þeirri kenningu, að heilinn framleiði hugsunina. Hann hugsar sér fremur, að hugsunin sé leidd gegn um heilann, svipað og ljós gegn um gler. I núverandi ástandi okkar þurfi hugsunin heilann til þess að komast fram og gera vart við sig. En af því leiði ekki að sjálfsögðu, að ekki sé til neitt annað ástand, þar sem hugsunin sé óháð heilanum. Bersýnileg af- leiðing þeirrar tilgátu er sú, að Iífið sé þá ekki svo háð líkaman- um, að það geti ekki haldið áfram, hvað sem um líkamann verður; enda var það vitanlega skoðun þessa heimspekings. III. Það má Heimir Steinsson eiga, að hann tekur afl^iðingunum af Framhald á bls. 16 Jónsson um skyldukaup á bókum. Þetta hefur, eins og framan er getið, verið framkvæmt í Noregi, og eftir því sem aðilar er ég treysti hafa sagt mér hefur það gefizt vel, þó að vissir agnúar kunni að vera á því eins og flest- um mannanna verkum. Ólafur itrekar og vísar til fyrri Vísis- greina sinna um þetta efni, að „tilgangur skyldukaupanna væri fráleitt að kaupa holt og bolt hvaðeina sem útgefendur senda frá sér, heldur einmitt að velja úr það sem helzt sé vert uppörvunar og sízt má án vera til að bókmenn- ing viðhaldizt í landinu", seg- ir orðrétt. Þetta er nú alltsaman gott og blessað, en einhver verður þá að velja úr bókunum, nefnd „sérfræðinga“ vænti ég! Ekki yrði ég í neinum efa um árangur- inn af slíku vali ef til dæmis skoðanabræður Ölafs Jónssonar tækju sæti i slikri nefnd og réðu þar mestu. En til sliks mun naum- ast koma fyrr en þá síðar meir, þegar „byltingin“ er um garð gengin og hinir valdasjúku hafa fengið vilja sinn! En sennilega dregst það eitthvað og er bættur skaðinn, og þá verðum við Ölafur Jónsson komnir undir verndar- væng sællrar Maríu okkar, eins og Jón krukkur mundi hafa orðað það, en Desmond Bagley og Alistair McLean löngu dauðir. Um skyldukaup til safna er það að segja að þau þyrftu ekki endi- lega að vera bundin við ákveðinn eintakafjölda. Allir vita að útgáfukostnaður er ekki hinn sami við allar bækur, þar ræður bæði stærð og uppsetning miklu, og við skyldukaup væri að mínum dómi sjálfsagt að taka mið af út- gáfukostnaði hverrar bókar og ekkert annað. Sjálfskipaðir vitr- ingar eiga þarna ekkert erindi. Bókasöfnin eru ekki einungis fyrir daginn i dag heldur líka framtíðina. Þetta ber að athuga þegar rætt er um skyldukaup. Það væri ekki ónýtt ef slíkt fyrir- komulag hefði verið komið á á fyrstu áratugum aldarinnar, þar sem lítið eða ekkert er nú til af mörgum merkum bókum frá fyrri árum, skáldritum og öðrum, i út- lánsdeildum safnanna. Skyldu- kaup myndu stuðla mjög að aukn- um og bættum bókakosti í minni söfnum úti um landið og koma í veg fyrir þá ósvinnu að bókaverð- ir keyptu eingöngu samkvæmt eigin smekk eða skoðun. Bók- menntalegri eða pólitískri, eins og því miður munu vera dæmi um frá liðnum áratugum. Mér virðist að fyrirkomulag líkt og hér hefur verið drepið á gæti leyst úr miklum vanda, útgefend- ur fengju örugga kaupendur af talsverðu magni, og þá yrði að sjálfsögðu að sjá um að höfundar fengju sómasamlega greiðslu eins og tíðkast í öllum siðuðum þjóð- félögum. Bryddað hefur á þeirri skoðun að skyldukaup væru aðeins dul- búið styrkjakerfi, þar sem almenningur ætti að halda uppi rithöfundum „hvort sem fram- leiðsla þeirra væri góð eða léleg“. Þetta er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig, en hver á að skera úr þvi hvað er góð eða léleg „fram- leiðsla"? Eru það kannski lán- þegar bókasafnanna? Nú halda ýmsir því fram, skilst mér, að bókasöfnin eigi aðeins að miða bókakaup við þarfir „neytenda" sinná, en hvorki rithöfunda né útgefenda. Eiga „neýtendur" þá að ákveða bókakaupin með all- mennri atkvæðagreiðslu eða hvað? Skrýtið! En ég held nú ein- mitt að bókasöfnum sem menn- ingarstofnunum beri einnig skylda til að hafa hliðsjón af þörf- um þeirra sem framleiða „hráefn- ið“, og ekki skulum við óttast svo mjög „dulbúið" eða „ódulbúið“ styrkjakerfi, þegar námsstyrkir og styrkir af opinberu fé til út- gáfu allskonar ritverka er daglegt brauð, og þannig er það með svo margt annað í þessu landi. Sting- um við nokkurntíma ketbita upp i okkur án þess að innbyrða drjúgan skerf af niðurgreiðslufé ríkissjóðs um leið? III Siðast í sjónvarpsþættinum barst talið að listamannalaunun- um. Það er alkunnugt að viss hóp- ur manna hefur gert það að eins- konar stefnuskrá að ráðast gegn hinum árlegu listamannalaunum. Hverjar hvatir eru að baki þessari áráttu skal ósagt látið, en að þær þoli dagsljósið þegar öll kurl koma til grafar er algerlega útilokað, þvi að svo fjarstæðar eru „rök- semdirnar" að engu tali tekur. Hjörleifur Sigurðsson listmálari veittist gegn „þessum leiðinlegu listamannalaunum" og taldi þau til einskis nýt fyrir sköpun, en eftilvill mætti segja að hið eina gagn sem þau gerðu væri að aug- lýsa nafn viðtakenda þeirra í blöðum! Það skyldi þó aldrei vera að þarnalægi hundurinn grafinn! Nú er það svo að fé þetta kemur þeim að mestu gagni sem minnst öryggi hafa eins og rithöfundar. Þeir njóta ekki námsstyrkja eins og t.d. listmálarar fá árum saman meðan þeir stunda nám og margir eru ekki í lífeyrissjóðum. Það gef- ur þvi auga leið að listamanna- launin hafa stórmikla þýðingu fyrir rithöfunda, sem ef til vill hafa ekki annað starf, eru komnir á efri ár, búa við vanheilsu og eru á elli- eða örorkulífeyri. Það þarf meira en meðal skussa til þess að geta ekki reiknað þetta út. Dæmi um þetta eru við höndina og óþarft að ræða það frekar. En sá sum fúlsar við 150 þús. krónum og jafnvel þótt minna sé, hlýtur að vera vanur lúxus sem rithöf- undar hafa yfirleitt ekki búið við. Það er annað sem er þarfara í þessu sambandi en að gera litið úr listamannalaununum, og það er að kannahvað hinir ýmsu lista- mannahópar fá í sinn hlut frá því opinbera. Sem betur fer er nú i ráði að láta fara fram könnun á þvi fyrir tilstilli menntamálaráð- herra. Mun þá koma i ljós, það sem reyndar flestir vita, að hlutur rithöfunda er minnstur. Allt ann- að mál er svo það að listamanna- launin hafa ekki fylgt með timan- um, því að miðað við jafnvel kreppuárin eru þau lægri að verð- gildi nú en áður var. Ekki er það rétt sem sagt var i þættinum að nokkrir listamenn hefðu fengið embættismannalaun áður fyrr. Það fékk aðeins Matt- hías Jochumsson, en ekki fyrr en hann sagði af sér prestskap, og nærri þremur áratugum síðar Einar Benediktsson. Flestir rit- höfundar fengu miklu lægri styrki, sem voru þó góð hjálp. Sem dæmi mætti nefna að vin- sælasti skáldsagnahöfundur þjóðarinnar, Jón Trausti, gat stytt vinnutíma sinn í prentsmiðjunni vegna rithöfundastyrksins. Við hefðum farið á mis við sumar af hans beztu sögum hefði hann ekki notið þessara launa, þótt allsnægtamönnum þyki kannski litið til koma. Nú er útlit fyrir að hagur rit- höfunda vænkist, þar sem á síð- asta Alþingi var samþykkt frum- varp til laga um Launasjóð rithöf- unda — LAUNASJÓÐ RITHÖFUNDA. I sjálfu heiti lag- anna felst hlutverk sjóðsins, sem ekki má víkja frá án þess að brjóta lögin. Rithöfundar sem hafa skilað löngu ævistarfi og vinna stöðugt að ritstörfum verða að sjálfsögðu aðnjótandi launa úr sjóðnum. Mest af öllu riður á því að reglugerð sú, sem segir fyrir um framkvæmd laganna, verði þannig úr garði gerð að fyllsta réttlætis sé gætt. I lögunum er gert ráð fyrir að samtök rit- höfunda verði með i ráðum urh frágang reglugerðarinnar. Verð- ur þvi ekki að óreyndu trúað að þar fái nokkru ráðið sá hund- ingjaháttur sem kallar eitt „viður- kennda" list og annað utangarðs- list, enda er slíkt mat ófram- kvæmanlegt og aðeins beitt E Franthald á hls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.