Morgunblaðið - 02.07.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLI 1975 19
Viljum leggja þá alúö
íræktunina sem fróö-
irmenn hafa bezt vit á
ÞENNAN dag, I. sunnudag sól-
mánaðar, fyrir 25 árum fór
fram vígsla Heiðmerkur að við-
stöddu fjölmenni, við flöt þá,
sem eftir það hlaut nafnið
Vígsluflöt hér töluvert neðar á
Heiðmörk.
Og vissulega var vfgsla Heið-
merkur stórviðburður. Þetta
vfðáttumikla óbyggða svæði
með sitt fjölbreytilega landslag,
í aðeins um 15 km fjarlægð frá
Reykjavík, var langflestum
Reykvfkingum lokaður heimur.
Með vígslu Heiðmerkur eign-
uðust bæjarbúar sitt eigið úti-
vistarsvæði í öbyggð í aðeins
hálfrar klukkustundar aksturs-
leið frá Reykjavík. Og Reyk-
vfkingar hafa sannarlega
kunnað að meta það og færa sér
það í nyt.
Á góðviðrisdögum um helgar
að sumrinu hafast við fjölskyld-
ur, fullorðnir og börn, í lautum
og hraunbollum og á grasflöt-
um, víðs vegar.um Mörkina og
njóta sólskins og fjallalofts.
Enn skortir á, að fólk geti
hreiðrað um sig í skógarrjóðr-
um. Þó er nú svo komið á ýms-
um stöðum, að hægt er að velja
sér áningarstað í góðu skjóli við
skógargróður, víði- og birki-
kjarr og upprennandi sfgræn
tré.
Ekki veit ég hvort á að kalla
það tilviljun, að áhugamenn um
skógrækt skyldu verða til þess
að beita sér fyrir þvf, að áhuga-
menn um skógrækt skyldu
verða til þess að beita sér fyrir
því, að þessi dýrðlega óbyggða
víðátta skyldi gerð að útivistar-
svæði fyrir borgarbúa, á þann
hátt sem gert hefur verið. Að
sjálfsögðu vakti það jafnframt
fyrir skógræktaráhugamönnum
að endurreisa skóga sem hér
uxu fyrrum, en voru að mestu
eyddir, og rækta nýjan skóg.
Það er ástæða til þess að
nefna að þegar stjórn Skóg-
ræktarfélags íslands haustið
1938 sendi bæjarráði tillögu
sfna um hina glæsilegu fyrir-
ætlun, eins og komizt var að
orði, voru forráðamenn bæjar-
ins einhuga i stuðningi sínum
við hugmyndina.
Töluverður aráttur varð á
framkvæmdum, og átti heims-
styrjöldin, sem háð var á árun-
um 1939—1945 sinn þátt í því.
En í marzmánuði 1947 bar
þáverandi borgarstjóri Gunnar
Thoroddsen, fram tillögu á
bæjarstjörnarfundi um, að
bæjarráði og borgarstjóra
skyldi falið að leita samninga
við landeigendur um kaup á þvf
landi, sem fyrirhugað væri að
yrði útivistarsvæði Reyk-
víkinga, Heiðmörk, og þegar
bærinn hefði fengið umráð
þessara landa, skyldi svæðið
girt, og áætlun gerð um fram-
kvæmdir á Heiðmörk og afnot
hennar, í samráði við Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur, sem
stofnað var hálfu ári áður. Var
tillaga þessi samþykkt með
samhljóða atkvæðum.
Svæðið var girt síðari hluta
árs 1948, og var stærð hins af-
girta svæðis 1350 ha.
Árið 1958 bættist við Heið-
mörk hluti úr Vífilsstaðalandi
og afréttarlandi Garðatorfu, og
stækkaði Heiðmörk við það um
950 ha. Og árið 1963 var Heið-
mörk onn stækkuð, þegar Skóg-
ræktarfélaginu var falin varð-
veizla býlisins Elliðavatns, og
er hið friðaða svæði innan
Heiðmerkurgirðingarinnar nú
um 2500 ha.
I tilefni þessa aldar-
fjórðungsafmælis Heiðmerkur
hefur verið gefið út rit með
ýmsum fróðleik um Heiðmörk,
jurtagróður, fluglalíf, jarð-
myndanir, og um skógræktar-
störfin og önnur störf, sem
unnin hafa verið á Heiðmörk á
undanförnum 25 árum. Þetta
rit er prentað sem hluti af Árs-
riti Skógræktarfélags Islands,
en einnig gefið út sérprentað í
nokkru upplagi ásamt vönd-
uðum uppdrætti af Heiðmörk.
Ég mun því ekki í þessari
ræðu rekja öllu nánar það sem
hér hefur verið aðhafzt á liðn-
um árum. En af því að skóg-
rækt er meginuppistaðan í því,
og af því að skógrækt er að
sjálfsögðu aðalviðfangsefni
Skógræktarfélagsins, vildi ég
gjarnan, góðir tilheyrendur, við
þetta tækifæri fara nokkru
lengra aftur í tfmann, og segja
ykkur sögu, kannski mætti
kalla það ævintýri eða sam-
bland af draumsýnum og veru-
leika. Ég mun aðeins stikla á
stóru.
Við höldum upp á aldarfjórð-
ungsafmæli Heiðmerkur i dag.
En það eru aðeins þrír aldar-
fjórðungar síðan fyrsti vísir að
skógrækt spratt upp hér á
landi. Síðastliðið ár, sem var 11
alda afmælisár Islandsbyggðar,
var jafnframt 75 ára afmælisár
skógræktar á Islandi. En skóg-
rækt á Islandi var jafnvel löngu
fyrir þann tíma fögur draum-
sýn íslenzkra skálda og annarra
hugsjónamanna. Ég segi fögur
draumsýn. Skáldin tengja
myndina um framtíðarskóga
mynd um fegurra og göfugra
mannlif. „Fagur er dalur og
fyllist skógi, og frjálsir menn
þegar aldir renna“, kvað Jónas
Hallgrímsspn fyrir næstum
hálfri annarri öld, og
„Menningin vex í lundi nýrra
skóga", kvað Hannes Hafstein
um síðustu aldamót um svipað
leyti og fyrsta viðleitni til
íslenzkrar skógræktar hefst.
Vitanlega hefur eyðing skóg-
anna á Islandi á liðnum öldum
verið ýmsum glöggskyggnum
og framsýnum mönnum
áhyggjuefni, þótt ekkert yrði að
gert til þess að ráða bót á þvi.
Eins konar fyrirboði fyrstu
skógræktarathafna á Islandi
má það teljast að sumarið 1892
tókst íslenzkur maður ferð á
hendur til Danmerkur og
Noregs til þess að kynna sér
skógrækt, sem í rauninni var þá
tiltölulega ný grein jarðræktar
í þeim löndum og einnig annars
staðar.
Þessi maður var Sæmundur
Eyjólfsson frá Sveinatungu i
Norðurárdal. Hann nam bú-
fræði í Ólafsdal rétt eftir 1880,
en þar stofnaði og stjórnaði
skóla hinn stórmerki búnaðar-
frömuður Torfi Bjarnason.
Síðan hóf Sæmundur nám við
Latínuskólann í Reýkjavík og
tók stúdentspróf árið 1889, og
guðfræðiprófi frá Prestaskól-
anum f Reykjavík lauk hann
árið 1891. Hann vígðist ekki til
prests, en starfaði sem bú-
fræðingur og búnaðarráðunaut-
ur á meðan lif entist.
Árið 1894 birtist í Búnaðar-
ritinu frásögn hans af ferðalagi
um Norður- og Austurland, þar
sem lýst er rækilega skóglendi i
þessum landshlutum. Sæmund-
ur Eyjólfsson andaðist árið
1896, aðeins 35 ára að aldri.
Það má Iíklega teljast ein-
kennileg tilviljun, að það skyldi
vera danskur sjómaður sem átti
upptökin af þvi að hafizt var
handa um skógrækt á Islandi,
en það er eigi að siður stað-
reynd. Þessi danski sjómaður
hét Carl Ryder. Hann var sjó-
liðsforingi að mennt, en var
skipstjóri á skipi Sameinaða
gufuskipafélagsins, sem sigldi
milli Danmerkur og Islands fyr-
ir og eftir sfðustu aldamót.
Hann hefur því á ferðum sínum
kynnzt þessu skóglausa landi,
sem hann bersýnilega hefur
borið hlýjan hug til.
I ræðu, sem Hákon Bjarnason
skógræktarstjóri flutti á 50 ára
afmæli laga um skógrækt í
nóvembermánuði 1957, kemst
hann svo að orði um Carl Ryder
og tvo aðra menn, sem mega
teljast upphafsmenn skóg-
ræktar á tslandi: „Carl Ryder
var víðsýnn og mikilhæfur
maður, og honum ægði svo
skógleysi Islands, að hann hófst
handa um tilraunir með skóg-
rækt. Að vlsu gat hann ekki
lagt fram fjármuni sjálfur, en
hann aflaði mikils fjár á þeirra
tíma mælikvarða meö samskot-
um og styrkjum frá ýmsum
aðilum auk Alþingis. Til liðs
við sig fékk hann prófessor i
skógrækt, Carl V. Prytz að
nafni, og Christian Flensborg
ungan skógfræðing, sem
starfaði við Heiðaféíagið
danska. En það kom í hlut
Flensborgs að annast skóg-
græðslustörfin hér á landi frá
1900 til 1906.“
I Ársriti Skógræktarfélags Is-
lands 1974, þar sem skóg-
ræktarstjóri rekur allrækilega
sögu skógræktar á tslandi i 75
ár, er þess getið, að Carl Ryder
hafi, jafnframt því sem hann
leitaði eftir fjárframlögum til
skógræktar, fengið leyfi lands-
stjórnarinnar til þess að girða
reit á eystra barmi Almanna-
gjár til að planta í trjám. Fékk
hann Einar Helgason síðar garð-
yrkjustjóra til að setja upp
girðingu og gróðursetja plöntur
vorið 1899. Og telst það upphaf
skógræktar á Islandi.
Um þetta leyti, fyrir og eftir
aldamótin, var mikil gróska og
vorhugur með þjóðinni. Um
það ber m.a. vitni aldamótaljóð
Hannesar Hafsteins.
Svo gerðist það skömmu eftir
aldamótin, að skáldið og hug-
sjónamaðurinn Hannes Haf-
stein varð fyrsti íslenzki ráð-
herrann. Hann reyndist einnig
maður athafna, og hlúði eftir
megni að hinum unga sprota,
islenzkri skógrækt. Á þessum
árum, upp, úr aldamótunum,
var hafizt handa um skógrækt
og verndun skóga norðanlands
og austan-, fjórir ungir Islend-
ingar voru styrktir til verklegs
skógarvarðarnáms í Danmörku
og árið 1907 voru samþykkt á
Alþingi lög um skógrækt.
Segja má, að boðskapur Carls
Ryders og hinna tveggja
dönsku félaga hans hafi fengið
góðam hljómgrunn meðal Is-
lenzku þjóðarinnar. Ung-
mennafélagsskapurinn sem á
fyrsta áratug tuttugustu aldar-
innar hélt innreið sína og að
margra dómi táknaði allsherjar
þjóðarvakningu, tók skógrækt
upp í stefnuskrá sína, þótt ýmis
skilyrði skorti til þess að það
Birgir Isl. Gunnarsson, borgar-
stjóri, afhenti á Heiðmerkur-
hátíð Guðmundi Marteinssyni,
formanni Skógræktarfélags
Reykjavikur, málverk eftir
Jóhannes Geir úr Heiðmörk
sem þakklætisvott frá Reykvík-
ingum fyrir það mikla starf
sem hann hefur unnið f Heið-
mörk. Guðmundur ritaði sem
formaður Skógræktarinnar
undir samninginn, er borgin
fól Skógræktarfélaginu alla
umsjón í Heiðmörk fyrir 25
árum, og hefur hann verið f
fararbroddi áhugamanna þar
sfðan.
gæti orðið öllu meira en ósk-
hyggja- En Reykvfkingar létu
ekki við óskhyggjuna eina sitja.
Allmargir góðborgarar I
Reykjavík tóku sig til og
stofnuðu hlutafélag, sem hlaut
nafnið Skógræktarfélag
Reykjavíkur, og kostaði hvert
hlutabréf 25 krónur, en þá var
gildi krónunnar um þúsund
sinnum hærra en nú.
Ekki var þetta hlutafélag
stofnað i ábataskyni, heldur var
það stofnað til þess að kaupa
land og hefja þar skógrækt.
Vorið 1903 var keypt spilda, 35
dagsláttur að stærð, við Rauða-
Ræða
Guðmundar
Marteinsson-
ar á Heið-
merkurhátíð
vatn, úr landi jarðarinnar
Grafar í Mosfellssveit, og girt
mjög vandaðri girðingu, en eig-
endur Grafar voru erfingjar
Benedikts Sveinssonar yfir-
dómara, sem um skeið bjó á
Elliðavatni.
Aðalhvatamaður meðal Is-
lendinga að stofnun félagsins
var séra Þórhallur Bjarnason.
Hann var forustumaður á sviði
búnaðar- og ræktunarmála,
stofnað nýbýli utan við Reykja-
vík, er hann skírði Laufás eftir
fæðingarstað sínum við Eyja-
fjörð, og var forseti Búnaðar-
félags Islands um árabil. Svo
sem kunnugt er, var Þórhallur
Bjarnason einnig forustumaður
á sviði kirkjumála, f mörg ár
forstöðumaður prestaskólans í
Reykjavík og sfðar biskup.
Það kann að hafa borið vott
um hugsjónablæ Skógræktar-
félags Reykjavíkur hins eldra,
að fyrsti formaður félagsins var
þjóðskáldið Steingrimur Thor-
steinsson. Meðal stofnenda
voru fleiri andans menn, svo
sem séra Haraldur Níelsson og
Ágúst H. Bjarnason, sem báðir
urðu sfðar prófessorar við
Háskóla Islands, hvor á sinu
sviði. En einnig voru meðal
stofnendanna menn úr
praktfska lifinu, sem svo er
kallað svo sem Knud Zimsen
verkfræðingur, sfðar borgar-
stjóri, og bróðir hans, Jes
Zimsen kaupmaður, og Ellert
Schram skipstjóri, svo að
aðeins örfá nöfn séu nefnd.
Félagsmenn fóru ríðandi upp
að Elliðavatni í frístundum sín-
um til gróðursetningarstarfa á
vorin.
Ýmsir örðugleikar ollu þvi,
að smám saman dró úr skóg-
ræktarstörfunum í Rauðavatns-
stöðinni og Skógræktarfélag
Reykjavíkur hið eldra leið
undir lok. Skal það ekki rakið
nánar, en Rauðavatnsstöðin er
nú i eigu og umsjá Skógræktar-
félags Reykjavikur og biður
þess, að henni verði aukinn
sómi sýndur, þótt hún hafi að
vísu ekki verið með öllu van-
rækt undanfarin ár.
Með setningu skógræktarlag-
anna 1907 má segja, að skóg-
rækt hafi fengið opinberlega
viðurkenningu sem liður i is-
lenzkri jarðrækt. Skipaður var
skógræktarstjóri og fjórir
skógarverðir, einn fyrir hvern
landsfjórðung. Eftir því sem
takmarkaðar fjárveitingar
leyfðu var unnið að friðun
skóga og skógarleifa f ýmsum
landshlutum og gerðar tilraun-
ir með ræktun birkis á skóg-
lausu landi. En áhugi meðal
almennings fyrir trjárækt og
skógrækt fór smám saman vax-
andi á ný.
Æ fleiri framfarasinnaðir
ræktunarmenn eygðu aukna
landkosti skógi vaxinna heiða
og hlíða umfram skóglaust og
meira og minna gróðursnautt
land og höfðu trú á þvf að spá-
dómar og fyrirheit góðskáld-
anna ættu fyrir sér að rætast.
Arið 1930 markaði tímamót.
Þá, á Alþingishátiðinni á Þing-
völlum, var Skógræktarfélag Is-
lands stofnað. Attu margir
mætir menn hlut að máli með
Sigurð Sigurðsson búnaðar-
málastjóra í broddi fylkingar
og varð hann fyrsti formaður
félagsins.
Skal nú farið fljótt yfir sögu,
en sögulok verða ósögð að sinni.
A'ðstæður til skógræktar eru
gjörbreyttar frá því um siðustu
aldamót. Nú er aflað trjáfræs
Framhald á bls. 26