Morgunblaðið - 30.07.1975, Blaðsíða 1
24 SÍÐUR
170. tbl. 62. árg.
MIÐVIKUDAGUR 30. JULl 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Vinir bola
Gowon frá
Kampala, 29. júlí. AP.
Reuter.
YAKUBU Gowon hershöfðingja,
valdamesta manni Nfgeríu, hefur
verid steypt af stóli í byltingu
sem var gerð án þess að til blóðs-
úthellinga kæmi. Vinir hans úr
herforingjastétt stóðu fyrir bylt-
ingunni og skipuðu Muritala Ruf-
ai Mohammed hershöfðingja
þjóðhöfðingja og yfirhershöfð-
ingja f hans stað.
Byltingin var gerð á níu ára
afmæli byltingarinnar, sem kom
Gowon til valda, og Mohammed
hershöfðingi, eftirmaður hans,
var einn þeirra sem skipulögðu þá
byltingu. Yfirmenn landhers, sjó-
hers, flughers og lögreglu héldu
fund í kvöld með Mohammed
hershöfðingja i aðalstöðvum hers-
ins og þar voru nýir menn skipað-
ir í æðstu stöðvar heraflans.
Namwan Garba ofursti, náinn
vinur Gowons og yfirmaður varð-
sveita f aðalstöðvum hans í Lagos,
sagði frá byltingunni í Lagos-
útvarpinu. Hann sagði að hann og
aðrir yfirmenn í hernum hefðu
gert byltinguna „með hliðsjón af
því sem hefur gerzt á undanförn-
um mánuðum“.AIlt er með kyrr-
um kjörum i Lagos þar sem fólk
er rólegt og götulíf er með eðlileg-
um hætti, og sömu fréttir berast
frá öðrum landshlutum.
Gowon hershöfðingja var sagt
frá byltingunni, í Kampala þar
sem hann situr fund æðstu manna
Afríku, og hún virtist ekki koma
honum á óvart. „Ég hef hreina
samvizku. Það er óþarfi að hafa
áhyggjur,“ sagði hann. Hann mun
hafa haft veður af fyrirhugaðri
byltingu áður en hann fór frá
Lagos, en samt ákveðið að fara og
á að hafa sagt byltingarmönnum
að þeir yrðu að bera ábyrgð á
blóðsúthellingum sem bylting
gæti haft í för með sér.
Gowon hafði ávarpað ráðstefnu
Einingarsamtaka Afríku og var
enn í ráðstefnusalnum þegar að-
stoðarmaður hans sagði honum
frá byltingunni. Gowon gekk þá
til Idi Amin Ugandaforseta, sem
virtist hissa á því sem Gowon
sagði honum og tók í hönd hans.
Gowon var rólegur og brosleitur
og fór siðan til hótels síns, þar
sem hann var í dag og ræddi við
Amin, Mobutu Zaireforseta og
samstarfsmenn sína.
Sagt er að ekkert bendi til þess
að Gowon hafi gefizt upp og hann
vilji kanna hvað fylgi nýju vald-
hafanna standi sterkum fótum.
Hugsanlegt er talið að hann fari
til einhvers nágrannaríkis Níger-
iu til dæmisKamerún en biðji um
hæli I Bretlandi ef hann telji
ástandið vonlaust.
Amin forseti kvaðst vita ná-
kvæmlega hvað Gowon mundi
gera, en útskýrði það ekki. Hins
vegar kvaðst Amin ekki geta for-
Framhald á bls. 23
Simamynd AP.
GEIR FAGNAÐ — Geir Hallgrímsson forsætisráðherra ræðir við Urho Kekkonen
forseta skömmu eftir að hann kom til Helsinki í gær til að sitja öryggismálaráð-
stefnu Evrópu, sem hefst i dag.
Ráðstefna leiðtoga frá
35 þjóðum hefst í dag
Helsinki, 29. júlí.
Reuter. AP.
LEONID Brezhnev, aðalleiðtogi
sovézka Kommúnistaflokksins, og
Gerald Ford, forseti Bandarfkj-
Cunhal víkur
úr stjórninni
Lissabon, 29. júlí. AP. Reuter.
ALVARO Cunhal, foringi port-
úgalskra kommúista, fær senni-
iega ekki sæti f hinni nýju stjórn
Vasco Goncalves forsætisráð-
herra samkvæmt áreiðanlegum
heimildum. Þó verður félagi úr
kommúnistaflokknum sennilega í
stjórninni og búizt er við að Cun-
hal hafi eftir sem áður mikil
áhrif á Goncalves og stjórnina.
Ernesto Melo Antunes utan-
ríkisráðherra fær sennilega ekki
heldur sæti í hinni nýju stjórn og
vafasamt er talið að hófsamir her-
foringjar fái öllu lengur að vera í
hreyfingu heraflans, MFA. Ef
Antunes verður vikið úr embætti
er talið að hann og aðrir hófsamir
herforingjar verði einnig að víkja
úr byltingarráðinu.
Stjórnarmynduninni hefur
verið frestað þangað til á morgun
því að þá er yfirmaður öryggis-
þjónustunnar, Otelo Saraiva de
Carvalho hershöfðingi, væntan-
legur frá Kúbu úr opinberri
heimsókn. Hann á sæti i þriggja
mann herforingjastjórn, sem
hefur verið skipuð, ásamt Franc-
isco da Costa Gomes forseta og
Goncalves
Carvalho verður auk þess vara-
forsætisráðherra ásamt Jose
Joaquim Teixeira Ribeiro, próf-
essor i hagfræði við Coimbrahá-
skóla, að sögn blaða i Lissabon.
Costa Gomes hefur frestað för
sinni til Helsinki, þar sem hann
mun sitja öryggisráðstefnu Evr-
ópu, til að vera viðstaddur valda-
töku nýju stjórnarinnar og fer
ekki þangað fyrr en á fimmtudag.
Við því hafði verið búizt að
Cunhal yrði ekki í stjórninni þar
sem hún á að vera skipuð
óflokksbundnum mönnum. Jose
Framhald á bls. 23
anna komu f dag til Helsinki þar
sem þeir sitja öryggismálaráð-
stefnu Evrópu, sem hefst á morg-
un, miðvikudag. Ford kom frá
Póllandi, þar sem hann var f opin-
berri heimsókn, en Brezhnev kom
frá Moskvu iheð sérstakri járn-
brautarlest.
Ford sagði við komuna að frið-
samleg sambúð mundi enn eflast
við ráðstefnuna, en hrinda yrði í
framkvæmd ákvæðum yfirlýs-
ingarinnar, sem verður undirrit-
úð á föstudag, ef öryggi Evrópu
ætti að geta orðið að veruleika.
Brezhnev gaf enga yfirlýsingu við
komuna, en sagt er að hann telji
ráðstefnuna kórónuna á ferli sín-
um.
Meðal annarra þjóðarleiðtoga,
sem komu til Helsinki í dag voru
Tito Júgóslaviuforseti, Helmut
Schmidt, kanslari Vestur-
Þýzkalands, og Harold Wilson for-
sætisráðherra Bretlands. Gisard
d’Estaing Frakklandsforseti var
væntanlegur seinna i kvöld.
Ráðstefnuna sitja stjórnarleið-
togar og flokksleiðtogar 33
Evrópulanda og auk þess leiðtog-
ar Bandaríkjanna og Kanada.
Ráðstefnan stendur í þrjá daga
og leiðtogarnir munu skiptast á
skoðunum um hvernig tryggja
skuli framkvæmd loforða um
samstarf þátttökurikjanna, sem
koma fram í lokayfirlýsingunni.
Strangar öryggisráðstafanir
voru gerðar við komu Brezhnevs
á járnbrautarstöðinni í Helsinki
og þyrla sveimaði yfir stöðinni.
Brezhnev setti sér það takmark á
24. þingi sovézka kommúnista-
flokksins 1971, að þessi ráðstefna
yrði haldin og á 25. flokksþinginu
í febrúar á næsta ári mun hann
tilkynna að þessu marki hafi ver-
ið náð.
Rússar vilja tryggja viðurkenn-
ingu á þeim landamærum sem
voru ákveðin eftir heimsstyrjöld-
ina með formlegum skjölum und-
irrituðum af öllum ríkjum Evr-
ópu. 1 staðinn hafa þeir fallizt á
ákvæði um aukin raannleg sam-
skipti og gagnkvæma upplýsinga-
miðlun. Þeir samþykktu einnig
ákvæði, þar sem gert er ráð fyrir
þeim möguleika að breytingar
geti orðið á landamærum með
friðsamlegum hætti og lofuðu að
tilkynna fyrirfram um meirihátt-
ár heræfingar nærri landamær-
um sinum i Evrópu.
Eina Evrópurikið sem sækir
Framhald á bls. 23
Vilja hraða útfærslu
brezku landhelginnar
London, 29. júlí. AP.
— Einkaskeyti til Mbl.
FORYSTUMENN sjávarútvegs-
ins í Bretlandi hvöttu til þess í
dag að hraðað yrði fyrirætlunum
um að færa út brezku fiskveiði-
landhelgina. Áður hafði Fred
Pearts landbúnaðarráðherra til-
kynnt í Neðri málstofunni að
styrkur sem sjávarútvegurinn
hefur fengið frá ríkinu yrði fram-
lengdur um sex mánuði og hann
mundi nema 2.250.000 pundum.
• „Þetta fé er nauðsynlegt til að
gera sjávarútveginum kleift að
laga sig eftir breyttum
aðstæðum," sagði Peart. Tals-
maður togarasambandsins sagði:
„Þetta er annar skammtur af
kvalastillandi lyfi sem á að duga
meðan haldið er áfram að finna
lækningu."
„Brýn þörf er enn á pólitískum
aðgerðum til að tryggja framtíð
sjávarútvegsins,” bætti hann við,
„og við munum halda áfram að
leggja fast að stjórninni að finna
skjóta lausn á vandamálunum,
sem eru samfara stækkun fisk-
veiðilandhelginnar og sameigin-
legri stefnu Fiskveiðibandalags-
ins f fiskveiðimálum."
Charles Meek, formaður stjórn-
skipaðrar sjávarútvegsnefndar,
ítrekaði fyrri áskoranir um út-
færslu landhelginnar: „Enginn
veit betur en þeir sem við sjávar-
útveg vinna, að styrkur er ekki
lausnin og við viljum að næstu
sex mánuðir verði notaðir til að
leysa mál sem varða lífshagsmuni
okkar.“
Dr. Lyon Dean, formaður
síldarráðsins, sagði: „Við höfum
Framhald ábls. 23
Áhöfnin í
Apollo hætt
komin fyrir
lendingu
Houston, 29. júlí. Reuter.
GEIMl'ARARNIR i Apollo
kveiktu ekki á réttum rofum á
réttum tima skömmu fyrir
lendinguna og minnstu mun-
aði að það kostaði þá lifið, að
því er skýrt var frá i dag. Hvað
þvf olli er enn ekki ljóst, en
áhöfnin getur hafa orðið fyrir
truflun, ef til vill vegna há-
vaða um borð, þegar farið var
yfir lista um þau atriði, sem
þeir áttu að gera við lending-
una.
Þar sem rofinn var ekki sett-
ur i samband streymdi eitrað
gas inn i stjórnklefann, en
geimfararnir settu á sig súr-
efnisgrímur. Samt leið yfir
geimfarann Vance Brand, sem
hneig aftur í sæti sínu, en fé-
lagar hans löguðu á honum
súrefnisgrímuna og hann
rankaði við sér.
Eitursérfræðingur geimvís-
indastofnunarinnar NASA
sagði, að geimfararnir hefðu
Framhald ábls. 23