Morgunblaðið - 30.07.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.07.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JULI 1975 Forföll í landsliðinu Jón og Öm „meiddir” Þrátt fyrir ýmis vandamál ætla íslenzku leikmennirnir að selja sig dýrt í kvöld ÞAO kom heldur betur babb í bátinn hjá islenzka landsliðinu i fyrrakvöld þegar halda átti austur að Laugar- vatni. Hvorki Jón Alfreðsson af Akranesi né Örn Óskarsson frá Vest- mannaeyjum létu sjá sig og ástæðan, sem gefin var upp fyrir fjarveru þeirra var meiðsli. Höfðu þeir þó báðir sagt. er talað var við þá og þeir boðaðir, að þeir myndu mæta á ákveðnum tlma og ekki minnzt þá á nein alvarleg meiðsli. Var þvi kallað á Hörð Hilmarsson úr Val og Janus Guðlaugsson úr FH og mættu Töpuðu fyr- ir Finnum (SLENDINGAR töpuðu sínum fyrsta leik i Norðurlandamóti unglinga (16 ára og yngri) I knattspyrnu, en leikið var við Finna Mót þetta fer fram i Finnlandi og taka þátt i þvi allar Norðurlandaþjóðirnar og Vestur- Þjóðverjar sem gestir. Að sögn Helga Danielssonar farar- stjóra íslenzku piltanna. var það ósann- gjarnt, að íslenzka liðið skyldi tapa 1:3. Mörkin sem islenzka liðið fékk á sig voru öll fremur ódýr, og þrátt fyrir mikla sókn tókst ekki að skora, jafnvel vítaspyrna sém dæmd var á Finna í seinni hálfleik misheppnaðist. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálf- leik. Finnarnir gerðu sin á 5. min., 15 min. og 44 mín , en Magnús Jónsson skoraði mark Islendinga á 30. minútu Á 29. minútu seinni hálfleiks fengu (slendingar dæmda vítaspyrnu, sem Einar Ásbjörn Ólafsson tók, en hann skaut i stöng og Finnum tókst siðan að bjarga. I gær léku einnig Danir og Norðmenn og lauk þeim leik með sigri Dana 5—2. þeir austur á Laugarvatn um hádeg- isbilið i gær. Undirbúningur landsliðsins fyrir hinn mikilvæga leik við Sovétmenn i kvöld hefur ekki gengið eins snuðru- laust fyrir sig og landsliðsnefndar- mennirnir Knapp, Jens og Árni hefðu óskað eftir. Grétar Magnús- son, Ólafur Sigurvinsson og Jón Gunnlaugsson voru allir forfallaðir vegna meiðsla. er 16-menningarnir voru valdir úr þeim 22 manna hópi, sem valinn var og samkvæmt settum reglum tilkynntur Evrópuknatt- spyrnusambandinu. Með Erni og Jóni Alfreðssyni eru þvf fimm leikmenn út úr dæminu vegna „meiðsla" og 22. leik- maðurinn f hópnum er þriðji markvörðurinn, Sigurður Dagsson úr Val. Þar með er ekki allt upptalið. Guðgeir Leifsson og Elmar Geirsson komu ekki til landsins fyrr en seint f gærdag, og komu til Þingvalla f gær- kvöldi og höfðu þvi misst af æfing- unum f gær. Þá var Jóhannes Eð- valdsson meiddur á enni er hann kom til landsins frá Skotlandi, þar sem hann er á góðri leið með að gera góðan samning við Celtic. Loks var svo haft samband við Einar Gunnars- son en hann vildi ekki leika. Landsliðsnefndarmennirnir báru sig þó furðulega vel er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við þá á Laugarvatni i gær. Þeir sögðu að vfsu, að þeir hefðu ekki kynnzt öðrum eins vandamálum ! sambandi við undirbúning landsliðsins, en strákarnir virtust vera f miklum ham, andinn innan hópsins væri eins og bezt yrði á kosið. Allir ætluðu að gera sitt bezta i leiknum gegn Sovét- mönnum og vonandi myndi liðið fá stuðning frá áhorfendum eins og f fyrri leikjum sumarsins. —áij Marteinn Geirsson leikur sinn 25. landsleik í kvöld; Cryuff og Edström erfiðastir af öllum MARTEINN Geirsson leikur i kvöld 25. landsleik sinn og fær að launum gullúr frá Knattspyrnusambandi fs- lands. Þeir eru ekki margir islenzku knattspyrnumennirnir sem náð hafa þessum áfanga og er Marteinn ásamt Guðgeiri Leifssyni yngsti maðurinn sem til þessarar viður- kenningar vinnur, báðir eru þeir 24 ára gamlir. Marteinn lék fyrsta landsleik sinn gegn Norðmönnum i Bergen 1971. var ekki með f tveim þeim næstu en hefur síðan verið fastur maður f landsliðinu. — Ég er stoltur af þvi að fá að leika fyrir fslands hönd sagði Mart- einn, er við ræddum við hann f gær austur á Laugarvatni. — Ég vona sannarlega, að mér verði treyst til að leika fleiri landsleiki. því þó að mikill tími fari í æfingar og leiki með félagi mfnu og svo með landsliðinu að auki, þá sé ég ekki eftir þeim tima. Er við spurðum Martein, hvaða landsleikir væru honum eftirminnileg- astir, sagði hann að leikir fslands og A-Þýzkalands væru efstir á blaði og árangurinn i þeim hefði verið stórkost- Svanhvít sá um FH sigur í kvennaknattspyrnumótinu FH-sf ulkurnar báru sigur úr býtum í Islandsmótinu í knatt- spyrnu kvenna, en úrslitaleikur- inn fór fram á nýja grasvellinum í Kópavogi á sunnudag. Það voru lið FH og Fram, sem léku til úrslita, en leikinn dæmdi Baldur Þórðarson. FH-stúlkurnar, sem hafa unnið þetta mót tvívegis áður, voru sterkari aðilinn og á 10. min. skor- aði Svanhvit Magnúsdóttir fyrsta mark leiksins, eftir að hafa leikið upp völlinn og á nokkrar stúlkur úr liði andstæðinganna. Litlu siðar jafnaði Oddný Sig- steinsdóttir fyrir Fram eftir horn- spyrnu og var staðan 1—1 i hálf- leik. Fram-stúlkurnar voru nokkru sprækari í byrjun síðari hálfleiks og áttu þá sinn besta kafla í leikn- um. Um miðjan hálfleikinn bætti Svanhvít þó öðru marki við fyrir FH og litlu síðar skoraði hún svo 3ja markið, þannig að lokatölur leiksins urðu 3—1 sigur fyrir FH. Að loknum leiknum afhenti Helgi Danielsson, formaður móta- nefndar KSl, FH-stúlkunum sig- urlaunin, sem er fagur silfurbik- ar, gefinn af verzl. Gull og silfur árið 1972, og verðlaunapeningar. Þá hlutu Fram-stúlkurnar silfur- peninga. Þetta er i fjórða skipti, sem Islandsmót kvenna i knattspyrnu utanhúss fer fram og hafa FH- stúlkurnar unnið þrisvar, árið 1972, 1974 og nú 1975, en Ármann vann árið 1973. FH-stúlkurnar voru vel að sigr- inum komnar og fögnuðu þær þjálfara sínum, Helga Ragnars- syni, í leiks lok, enda er auðséð að hann hefur staðið vel í þvi hlut- verki sinu. Jóhannes Eðvaldsson fékk slæman skurð á enni f leik með Celtic og á myndinni hugar Tony Knapp landsliðsþjálfari að meiðslum hans. Matthías Hallgrímsson: Aldrei að vita nema við vinnum — ÞaS er aldrei að vita nema við vinnum þennan leik, sagði Matthfas Hallgrfmsson, sem leikið hefur fleiri landsleiki en nokkur annar islenzkur knattspyrnumaður, og klæðist lands- liðspeysunni f 36. skipti á morgun. — Við vonum að minnsta kosti það bezta og vfst er að allir munum við legur. — Annars eru það svo margir leikir sem koma fram í hugann þegar litið er til baka, að hægt væri að hafa um það langt mál, sagði Marteinn Snjallasti knattspyrnumaðurinn, sem ég hef leikið gegn er tvímælalaust sá frægi Johan Cryuff, og hann er um leið sá erfiðasti sem ég hef mætt En þó Cryuff hafi verið góður, var Svíinn Ralf Edström jafnvel enn þá skemmtilegri og það var sríilldarblær yfir öllu sem hann gerði. Mér gekk þó furðu vel i leiknum gegn honum og ég man að eitt sænsku blaðanna skrifaði að við hefðum verið álika góðir og stál hefði mætt stáli, sagði Marteinn og hló við Er við spurðum Martein að því I lokin, hvort hann hefði aldrei velt því fyrir sér að gerast atvinnumaður i knattspyrnu, sagði hann að vissulega langaði sig til að reyna fyrir sér með erlendum liðum. — Hver veit nema ég slái til næsta sumar og reyni að komast eitthvað út, lagði landsliðsmiðvörður- inn að lokum. leggja okkur fram til að sigra sov- ézka landsliðið, sem við vitum að er eitt af sterkustu liðum heims. Matthías hefur verið furðulega róleg- ur við að skora mörk f landsleikjunum sfnum 35, en þau eru þó orðin 10 talsins. Eitt þeirra hefur gefið sigur, það var fyrsta mark hans með lands- liði, gegn Bermundamönnum. Þá hefur hann þrisvar sinnum séð um að tryggja islenzka liðinu jafntefli með mörkum sínum, gegn áhugamanna- landsliði Englands, gegn A-Þjóðverjum f fyrra og gegn Frökkum. Matthías er rafvirki að mennt og starfar við þá iðn á Akranesi, en ! haust hefur hann hug á að komast til Noregs til að mennta sig meira f sambandi við starf sitt. Starfið og hugsunin um meiri menntun verður þó ekki á dagskránni hjá Matthíasi ! kvöld, heldur það eitt að reyna að koma knettinum I netið að baki sovézka markvarðarins. Þróttur AÐALFUNDUR handknattleiks- deildar Þróttar verður haldinn fimmtudaginn 31. júlf 1 Fáks- heimilinu við Elliðaár og hefst stundvfslega kl. 20.30. Islenzku piltarnir í 16. sæti ÞAÐ er ekki hægt annað en vera ánægður með frammistöSu piltanna f þessari ferS, við enduSum f 16. sæti f keppninni en þáttökuliS voru alls 23. Leikirnir voru alls 9 á 10 dögum en annar frfdagurinn sem liSiS fékk var notaSur til þess aS sigra Engtand f æfingaleik sem þó var fullkomlega löglegur landsleikur. Af þessu má sjá aS piltarnir hafa staSiS frammi fyrir erfiSasta verkefni sem fslenzkt landslið hefur glfmt viS, en þeir stóSu sig meS mikilli prýði Vinabæjamót í Kópavogi A MORGUN, fimmtudag, kl. IX.00, hefst á nýja Iþróttavellinum f Kópavogi fvrsta opin- bera frjilsfþróttamótið sem fram fer ð hon- um. Mót þetta er liður f árlegum samskiptum vinabæja Kópavogs á Norðurlöndum og eru mótin haldin til skiptis f vinabæjunum, sem eru, auk Kópavogs, Odense f Danmörku, Þrándheimur f Noregi, Norrköping í Svfþjóð og Tampere f Finnlandi. Fyrsta mótið var haldið árið 1966 f Þránd- heimi. Árið 1970 sá Kópavogur um fram- kvæmd mótsins, sem þá fór fram að Laugar- vatni og er nú komin röðin aftur að Kópa- vogi, 10. áriðsem mótið er haldið. Hver þjóð sendir 6 keppendur á mótið, 4 pilta og 2 stúlkur, sem öll eru undir 20 ðra aldri. Svfar senda ekki lið tll mótsins að þessu sinni, svo keppendur verða 24 talsins, en auk þess verður nokkrum af efnilegustu frjálsfþróttamönnum landsins boðin þátt- taka f mótinu, sem gestum. Keppt verður f eftirtöldum greinum: Karl- ar: 100 metra hlaup, 400 metra hlaup, 1500 metra hlaup, 3000 metra hlaup, hástökk, langstökk, kúluvarp og spjótkast. Konur: 100 metra hlaup, 200 metra hlaup, 800 metra hlaup, hástökk, langstökk, kúluvarp og kringlukast. Sú þjóð sem hlýtur flest stig samkvæmt alþjóðastigatöflu hlýtur farandgrip sem Norræna fólagið gaf til keppninnar s.l. ár og keppt skal um f 5 ár. Tómstundaráð Kópavogs og frjálsfþrðtta- deild Breiðabliks hafa annast undirbúning og framkvæmd mótsins. Keppendur Kópavogs i móti þessu verða: Einar Óskarsson, Markús Einarsson, Guð- mundur Geirdai og Ágúst Gunnarsson f karlaflokki og Hafdfs Ingimarsdóttir og Thelma Björnsdóttir I kvennaflokki. jafnt utan vallar sem innan og vöktu mikla athygli. — Þetta sögðu þeir Gunnar Gunnars- son, þjálfari liðsins og Páll Júlfusson fararstjóri þegar við hittum þá við heimkomuna. — Við vorum óheppnir að ná ekki a.m.k. 15. sætinu, við áttum að sigra frakka. Við höfðum forustuna i þeim leik lengst af t.d. 10 stig um miðjan sfðari hálfleik en þegar Pétur Guð- mundsson fór út með 5 villur hrundi allt, og frakkarnir náðu að sigra með 4 stigum Fyrsti leikurinn I ferðinni var gegn tékkum, og honum töpuðum við stórt enda vorum við þá varla búnir að átta okkur á ýmsum breytingum, t.d matnum og hitanum sem var um 40 gráður lengst af. Síðan kom leikurinn gegn Austurrfki og þá spiluðum við okkar bezta leik f ferðinni, mjög góður leikur sem við unnum með 4 stigum. Eftir þann leik komu margir til okkar og lýstu hrifningu sinni, og töldu það ekkert vafamál að Island væri með það lið sem mest kæmi á óvart f þessu móti. Þetta kom einnig fram f lokahófi eftir mótið, þar lýsti dr. Hepp, stjórn- andi mótsins því yfir að við hefðum komið sér mjög á óvart og fsl. liðið hefði verið mjög skemmtilegt og undir þetta tóku margir fulltrúaf hinna lið- anna. — En því er ekki að leyna að viss atriði eru ekki f nærri nógu góðu lagi Að sjálfsögðu skortir fyrst og fremst meiri reynslu en annað sem var ekki nógu gott var hittnin — bæði úr langskotum og vltaskotum. Boltameð- ferðin var mjög góð svo og baráttan Lið frá „Austurblokkinni" skáru sig afar mikið úr á mótinu að gæðum, en við erum alveg sambærilegir við flest önnur Evrópu lið Árangur liðsins I ferðinni var þvf 3 sigrar, gegn skotum 74: 40, gej.n Englandi 65: 54, og gegn Austurrfki 51:47. Fjögur stór töp, gegn rússum, tékkum, og pólverjum tvívegis. Og svo töpuðum við tvlvegis naumlega fyrir frökkum og fsrael.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.