Morgunblaðið - 30.07.1975, Side 22

Morgunblaðið - 30.07.1975, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JULl 1975 Siguringi E. Hjörleifsson, tónskáld — Minningarorð Kveðja frá Tónskáldafélagi íslands. í dag verður Siguringi E. Hjör- Ieifsson tónskáld til moldar bor- inn. A fáum árum hafa fallið frá þau tónskáld sem hófu íslenska tónlist til vegs og virðingar, Jón Leifs, Sigurður Þórðarson, Karl O. Runólfsson, Þórarinn Jónsson, Helgi Pálsson, Áskell Snorrason, Páll Isólfsson og nú seinast Sigur- ingi. Þessir menn voru um margt ólíkir persónuleikar, en þessi kynslóö átti það sameiginlegt að vera metnaðarfyllri fyrir hönd ís- lenskrar menningar en nú tíðkast hjá mörgum. Siguringi fæddist í Grindavík 3. april 1902. Hann lauk kennara- prófi 1923 og stundaði kennslu siðan. Hann stundaði tónlistar- nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan árið 1936. Siguringi var mjög látlaus maður og hlédrægur. Hann hélt ekki tónverkum sínum á loft sem skyldi. Þó gaf hann út nokkur tónverk sín, sönglögin Voróma, Á ferð og flugi og píanóverkið 16 konsertvalsa. Einnig gaf hann út tónfræði bók eftir sig um fúgulist- ina. En Siguringi átti fjölda verka i handriti, þar á meðal sínfóníu, strokkvartett, fiðlusónötu og mörg sönglög. Siguringi vann sífellt að tónsmíðum og samdi sitt síðasta lag fáum dögum áður en hann lést. Verkum hans, sem óþekkt eru, þarf að koma á fram- færi. Siguringi starfaði mikið að félagsmálum tónskálda. Hann átti sæti í stjórn STEFs 1949—57. Hann var ritari Tónskáldafélags- ins 1948—72, og endurskoðandi þessara beggja félaga um árabil. Öllum þessum störfum gegndi hann af einstakri samvisku- semi og trúmennsku. Hann var kjörinn heiðursfélagi Tónskáldafélagsins árið 1963. I öllu samstarfi var Sig- uringi einstakt prúðmenni með aristókratísku yfirbragði. Á fundum var hann jafnan rólegur, þegar skapið hljóp í menn, ávallt tillögugóður og stórhuga ef þvi var að skipta. Listrænn áhugi Siguringa beindist í ýmsar áttir enda list- + Hjartkær eiginmaður minn og faðir KRISTJÁN RÓSBERG GUÐMUNDSSON, BólstaðarhllS 66 andaðist I Landspítalanum 26. júlí. Súsanne Guðmundsson, Guðmundur Þór Kristjánsson. rænir hæfileikar hans fjölþættir. Hann hafði yndi af myndlist og fékkst töluvert við að mála með góðum árangri. Einnig gaf hann út ljóðabók sem hann nefndi Hljómblik. I þeim fáu verkum sem ég þekki eftir Siguringa endurspeglast rík fegurðarkennd og þroskuð smekkvísi. Hann var mikið náttúrubarn og náttúru- unnandi. Þannig varð hann snemma mikill áhugamaður um skógrækt og starfaði mikið á því sviði alla tíð. t Faðir okkar og tengdafaðir KRISTJÁN BENJAM fNSSON, bifreiðastjóri verður jarðsunginn fimmtu- daginn 31. júlí kl. 15 frá Foss- vogskirkju. Islensk tónskáld minnast hans sem góðs drengs og félaga. Fyrir þeirra hönd vildi ég votta eftirlif- andi konu Siguringa, frú Lilju Kristjánsdóttur, samúð okkar. Atli Heimir Sveinsson. Kveðja frá STEFI Við lát Siguringa E. Hjörleifs- sonar tónskálds á STEF Samband tónskálda og'eigenda flutnings- réttar, að baki að sjá einum dyggasta og bezta stuðningsmanni sinum. Siguringi átti sæti í stjórn STEFs á árunum 1949 — 1957 og endurskoðandi sambandsins var hann um langt árabil. Öll störf sín í þágu STEFs innti hann af hendi með stakri kost- gæfni, þannig að á betra varð ekki kosið. Hann var mjög áhuga- samur um vöxt og viðgang félags- ins og varð fyrstur manna til að flytja tillögu þess efnis, að STEF keypti sér eigið húsnæði. Hann var góður fundarmaður, ræðu- maður ágætur og tillögugóður í bezta lagi. Drengskap hans, heiðarleik og háttvísi var við brugðið. Störfum hans að tónlistar- málum þ. á m. störfum hans í þágu Tónskáldafélags Islands mun verða gerð skii af öðrum. Þessum mæta manni eru hér fluttar hinztu kveðjur og þakkir fyrir vel unnin störf í þágu STEFs og rétthafa þess, og eigin- konu tónskáldsins, frú Lilju Kristjansdóttur, eru fluttar hjart- anlegar samúðarkveðjur. Skúli Halldórsson Sýnum þroska frjáls- borins fólks FRAMUNDAN er mesta ferða- helgi ársins. Þjóðvegirnir þétt- skipaðir bifreiðum, sem flytja menn og konur, unga og gamla, þúsundum saman burt frá borginni og hinu daglega striti í faðm sveitanna og óbyggðanna, til hvíldar og hressingar. I slikri umferð sem þeirri, er senn hefst gildir öðrum fremur fyllsta gætni og að vikið sé því til hliðar, sem deyfir og dregur úr öryggi. Afengisvarnanefnd Reykja- víkur skorar á alla þá, sem nú hyggja á ferðalög og dvöl í óbyggðum, t.d. Þórsmörk eóa annarsstaðar, að sýna sannan þroska og þá umgengnismenn- ingu sem frjálsbornu fólki á að vera í blóð borin. En því aðeins verður það, að menn almennt hafi þann manndóm til að bera að hafna allri áfengisneyzlu í skemmti- ferðalögum. Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvi, ad afmælis- og minningargreinar veröa aö berast blaöinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu linubili. + Maðurinn minn ÞÓRÐUR EYJÓLFSSON fyrrverandi hæstaréttardómari andaðist að heimili sínu sunnudaginn 27. júlí. Halidóra Magnúsdóttir. + GUÐJÓN GUÐMUNDSSON fyrrum bóndi I Saurbæ, Vatnsnesi andaðist að heimili sinu Ásgarði, Hvammstanga 27. júlí Minningar- athöfn fer fram I Hvammstangakirkju föstudaginn 1. ágúst kl,. 2 síðdegis. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju laugardaginn 2. ágúst kl 10.30. Aostandendur. + BALDVIN JÓHANNSSON, Bólstaðahllð 54, Reykjavík fyrrv. útibústjóri á Dalvlk verður jarðsettur frá Dalvlkurkirkju föstudaginn 1. ágúst kl 14.00 Stefanla Jónsdóttir, Órn Baldvinsson. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi ÁSGEIR ÓLAFSSON frð Stóra-Skógi, Dölum verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 30. júli kl. 1 5. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á liknarstofnanir. Börn, tengdabörn og harnabörn. + Móðir okkar HELGA GUÐRÚN HELGADÓTTIR, Brekkustlg 3 andaðist í Borgarspítalanum 28 júli. Kjartan Einarsson, Sigriður Einarsdóttir, Baldvin Einarsson. + Þökkum innilega, auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar konunnar minnar INGIBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR Reynimel 45. Guðm. Guðjónsson og aðrir aðstandendur. + Alúðarþakkir til allra þeirra mörgu er veittu hjálp og sýndu okkur vinarhug I veikindum og við fráfall mannsins míns, föður okkar og afa FINNS BENEDIKTSSONAR Háafelli, Dölum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs sjúkrahússins Akranesi fyrir góða umönnun. Vinum hans á Akranesi og viðar sendum við þakkir og kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Málfrfður Benediktsdóttir, Anna Finnsdóttir, Benedikt Finnsson, Finnur Þór Haraldsson, Sigurður Ágúst Haraldsson, Rósa Hrönn Haraldsdóttir, Sigríður B. Kristjánsdóttir. Unnar Mikaelsson, Glgja Karelsdóttir, Theódór Kristjánsson. + Útför KRISTÍNAR JACOBSEN, Laugaveg 67, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 31. júli kl. 1 3.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á liknarstofn- anir. Synir og tengdadætur. + Systir min ÓLAFÍA VIGDfS JÓHANNSDÓTTIR Tjarnargötu 2, Sandgerði sem lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 22. júll verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 2 e.h. Fyrir hönd vandamanna Jón Jóhannsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÞÓRDÍSAR SVEINSDÓTTUR frá Eskiholti. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði á Grensásdeild Borgarspitalans fyrir frábæra aðstoð og hjúkrun i veikindum hennar. Anna Sveinsdóttir, systkini og vandamenn. + Þökkum samúð við andlát föður okkar ÞORBJÖRNSJÓNSSONAR, Mlmisvegi 2. Reykjavlk. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey, samkvæmt ósk hins látna. Ásta Þorbjörnsdóttir Sigurður Þorbjörnsson Sigurjón Þorbjörnsson. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför ERLINGS ÞORKELSSONAR vélstjóra Hringbraut 79, Reykjavlk, Kristln Kristvarðsdóttir Agnar Erlingsson Elin Erlingsson Þorkell Erlingsson Margrét Sæmundsdóttir Ólafur Erlingsson Anna Arnbjarnardóttir Kristinn Á. Erlingsson Sölvi Aasgaard barnabörn og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.