Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGUST 1975
ef þig
Nantar bíl
Til að komast uppi sveitút á land
eða i hinn enda
borgarinnar þá hringdu í okkur
íF* BÍLALEIGAN—
^IEYSIR
CAR RENTAL
24460
28810
n>IOí\JCE(Ef?
Útvarp og stereo, kasettutæki
FERÐABÍLAR h.f.
Bilaleiga, simi 81260.
Fólksbilar — stationbilar
— sendibílar — hópferðabilar.
Bíleigendur ath:
Höfum á boðstólum mikið úrval
af bilútvörpum, segulböndum,
sambyggðum tækjum, loftnets-
stöngum og hátölurum.
ísetningar og öll þjónusta á
staðnum TÍÐNI H.F.
Einholti 2
s: 23220
Hjartans þakkír til allra þeirra
mögru sem glöddu mig á 70 ára
afmæli minu 11. júli s.l. Þakka
hjartanlega fyrir gjafir, skeyti og
blóm.
Guð blessi ykkur öll.
Birna Ó/afsc/óttir,
Birnufelli,
Fel/um.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Útvaro ReykjavíK föstudagur
1. ágúst
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Silja Aðaisteinsdóttir
lýkur lestri þýóingar sinnar
á sögunni „Sverrir vill ekki
fara heim“ eftir Olgu Wik-
ström (11).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög á milli atriða.
Spjallað við bændur kl.
10.05.
Morgunpopp kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Oskar Michallik, Jurgen
Buttkewitz og Útvarpshljóm-
sveitin í Berlfn leika Dúett-
konsertfnu fyrir klarinettu,
fagott, strengjasveit og hörpu
eftir Richard Strauss/Sin-
fóníuhljómsveitin f Prag
leikur Sinfóníu nr. 3 í Es-dúr
op. 10 eftir Dvorák.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
SÍÐDEGIÐ
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „1
Rauðárdalnum“ eftir Jóhann
Magnús Bjarnason örn Eiðs-
son les (4).
15.00 Miðdegistónleikar
Giuseppe di Stefano syngur
lög frá Napolí. Hljómsveit
Iller Pattacinis leikur með.
N.B.C. sinfónfuhljómsveitin
leikur „Furutrén f Róm,“
sinfónfskt ljóð eftir
Respighi; Arturo Toscanini
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphorn
17.10 Tónleikar
17.30 „Sýslað í baslinu" eftir
Jón frá Pálmholti
Höfundur les (9).
18.00 „Mig hendir aldrei
neitt“
stuttur umferðarþáttur f um-
sjá Kára Jónassonar.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÖLDIÐ
19.35 Daglegt mál
Helgi J. Halldórsson flytur
þáttinn.
19.40 Frá sjónarhóli neyt-
enda: Meistarakerfið og hús-
byggjandinn
Reynir Hugason ræðir við
tvo iðnmeistara úr Keflavfk
um galla meistarakerfisins.
20.00 Frá tónlistarhátfðinni f
Helsinki f fyrrahaust
Sinfónfuhljómsveitin í Vfn
Ieikur undir stjórn Carlo
Maria Giuiini Sinfónfu nr. 1 f
c-moll op. 68 eftir Brahms.
20.50 Ljós á vegi
Séra Björn Jónsson flytur er-
indi um fyrstu prestana f
vestur-fslenzkum söfnuðum.
21.10 Novelettur op. 21. nr. 1,
3 og 4 eftir Schumann
Dmitri Blago leikur á pfanó.
21.30 Útvarpssagan: „Hjóna-
band“ eftir Þorgils gjallanda
Sveinn Skorri Höskuldsson
les (4).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Iþróttir
Umsjón: Jón Asgeirsson.
22.40 Áfangar
Tónlistarþáttur f umsjá Ás-
mundar Jónssonar og Guðna
Rúnars Agnarssonar.
23.30 Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
FÖSTÚDAGÚR
1. ágúst 1975
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.35 Iþróttir
Nýjustu fríttir og myndir
frá íþróttaviðburðum.
úmsjónarmaður Ömar
Ragnarsson.
21.35 Skáld og vfkingur
Norsk kvikmynd um ferðir
vfkinga fyrr á öldum og um
hinn dæmigerða víking Egil
Skallagrfmsson, heiðingja,
skáld og bardagamann.
Þýðandi og þulur Gylfi Páls-
son.
Atriði úr þessari mynd voru
sýnd hér fyrir sex árum f
myndaflokknum „A slóðum
vfkinga".
(Nordvision — Norska sjón-
varpið)
22.25 Skálkarnir
(The Villains)
Nýr breskur sakamáia-
myndaflokkur.
1. þáttur. George
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
Myndaflokkur þessi greinir
frá bankaráni og eftir-
málum þess. Ræningjarnir,
níu talsins, sleppa úr varð-
haldi, og greinir sfðan frá
ferli og athöfnum hvers
þeirra.
23.15 Dagskrárlok
VESTUR-ISLENZKIR
PRESTAR
„Ljós á vegi“ nefnist
erindi sem séra Björn
Jónsson, sóknarprestur á
Akranesi, flytur í hljóð-
varpi kl. 20:50 í kvöld.
Þar er fjallað um fyrstu
prestana í vestur-
fslenzkum söfnuðum.
„Tilefni þess, að er-
indið er flutt nú, er fyrst
og fremst þetta afmælis-
ár í sögu landnáms Is-
lendinga í Vesturheimi,"
sagði séra Björn í samtali
við Mbl., „en einnig
hefur vestur-íslenzk
RB HEVRR T3
landnámssaga og þá sér-
staklega kristnisaga
Vestur-íslendinga verið
mér sérstakt hugðarefni
um töluvert langt skeið.
Hef ég reynt að setja mig
inn í þetta efni eftir föng-
um.
Prestarnir tveir sem ég
fjalla um i erindinu, þeir
séra Jón Bjarnason og
séra Páll Þorláksson,
voru hvor um sig andans
jötunmenni, sem eiga í
sögunni fáa sína líka,
hvor á sinn hátt. Saga
þeirra er mjög athyglis-
verð og það sem þeim
tókst að koma í verk er
hreint stórbrotið. Ég rek
Séra Björn Jónsson
æviferil þeirra og starfs-
sögu og kem m.a. inn á
upphaf hinna trúarlegu
deilna milli prestanna.
Séra Jón var kandidat
frá Prestaskólanum í
Reykjavík, en séra Páll
hlaut sína prestmenntun
i einum strangtrúaðasta
prestaskóla mótmælenda
vestanhafs. Þær deilur
sem þannig vöknuðu
milli prestanna eru í
sjálfu sér mjög merki-
legar og vert að hafa í
huga, að þau átök sem
núna eru í íslenzku kirkj-
unni, eru ekki fyrstu
deilurnar á sviði trú-
mála.“
Skálkarnir nfu.
sem George heitir. Með
hlutverk hans fer David
Daker. Ýmsir leikararnir
i þessum framhalds-
myndaflokki eru sjálf-
sagt kunnir íslenzkum
sjónvarpsáhorfendum,
en kunnastur ætti þó að
vera Martin Shaw, sem
leikur Monty og kemur
einkum við sögu í næsta
þætti. Martin Shaw lék
nefnilega fyrrverandi
eiginmann Helenar —
nútímakonunnar brezku,
sem íslenzkir sjónvarps-
áhorfendur kynntust
náið sl. vor.
ER RB 5ÍH
NÝR FRAMHALDS-
FLOKKUR:
SKÁLKARNIR
Þá er sumarleyfi sjón-
varpsins lokið og líkar
mönnum það án efa mis-
jafnlega. Sumir vildu lík-
lega gjarnan hafa sumar-
frí sjónvarpsins enn
lengra, en aðrir eru án
efa fegnir að fá annað en
stillimyndina á tækin sín.
I kvöld kl. 22:25 hefur
göngu sína nýr brezkur
sakamálamyndaflokkur,
sem hefur á íslenzku
hlotið nafnið „Skálk-
arnir“, en heitir á frum-
málinu „The Villains“.
Myndaflokkurinn hefst á
flótta níu bankaræningja
úr fangelsi og síðan er
fylgzt með sögu þessara
manna hjálparmanna
þeirra, kvenna þeirra og
raunar bankaráninu
sjálfu, enda þótt það hafi
gerzt ári áður en menn-
irnir flúðu úr fangelsinu.
Þættirnir verða alls
þrettán talsins og tekur
hver þeirra rúmar 50
mínútur í flutningi.
Bankaránið var í hæsta
máta óvenjulegt. Níu
„skálkar“ settust að i
ónotuðu almenningssal-
erni í London, læstu sig
þar inni um helgi og hófu
að grafa sig inn í bank-
ann í næsta húsi. Þegar
þeir gengu út tveimur
dögum síðar, voru þeir
með yfir 300 þúsund
punda ránsfeng (um 100
milljónir ísl. króna — á
núgildandi gengi!).
En svo fór lukkuhjólið
að snúast í öfuga átt og
skálkarnir níu voru
handteknir og dæmdir til
fangelsisvistar allt frá
sex árum upp í tuttugu.
En ári eftir ránið liggja
leiðir þeirra saman á ný,
er máli þeirra hefur
verið áfrýjað. Og á leið-
inni úr fangelsinu að
áfrýjunardómstólnum
tekst þeim að sleppa úr
fangabílnum með aðstoð
vina sinna utan fangelsis-
ins.
Fyrsti þátturinn nefn-
ist George og fjallar ein-
mitt um þann skálkinn,