Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGUST 1975 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGUST 1975 19 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40,00 kr. eintakið „Svona er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri” umræðuþætti útvarpsins um fiskveiðilandhelgi okk- ar, 28. júlí sl., sagði Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra, orðrétt: „Vinstri stjórnin lýsti því strax yfir, um leið og hún tók ákvörð- un um að færa út í 50 mílur, það kom opinberlega fram og var tilkynnt, að hún væri reiðu- búin að taka upp samninga við aðrar þjóðir, sem hér ættu hagsmuna að gæta og veita þeim umþóttunartíma. Þetta var mótuð stefna frá upphafi að við stæðum þannig að útfærslu 50 mílnanna að við vildum veita þeim umþóttunartíma." Þessi þáverandi sjávarút- vegsráðherra samþykkti og "stóð að samningum við Breta, Belga, Norðmenn og Færey- inga og samþykkti viðræður við V-Þjóðverja, þó þær leiddu ekki til samninga. Hann veitti og viðtöku viðræðubeiðni frá A- Þjóðverjum og Pólverjum, án neitunar, þó þær viðræður færu að vísu aldrei fram. „Þetta var mótuð stefna frá upphafi að við stæðum þannig að útfærslu 50 mílnanna," sagði þessi fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra. Karvel Pálma- son, sem í umræddum útvarps- þætti var nokkurs konar berg- mál Lúðvíksgreindi þóí þessu efni á við hann. Karvel sagði svo um samningana við Breta: „Það var um það að velja að gera sjálfan forsætisráðherrann óábyrgan orða sinna í viðræð- um við anpan forsætisráðherra . . . Menn stóðu frammi fyrir gerðum hlut og það var þess vegna fyrst og fremst, sem ég a.m.k. greiddi atkvæði með þessum samningum . . ." Já, „þetta var mótuð stefna frá upphafi" sagði Lúðvík Jó- sepsson. Hver var þá mótuð stefna Alþýðubandalagsins frá upphafi til útfærslu fiskveiði- landhelgi okkar í 200 sjómílur? Þjóðviljinn birtir viðtal við þennan þáverandi sjávarút- vegsráðherra Alþýðubanda- lagsins 1. september 1973. Þar segir hann svo, orðrétt, um þetta lokatakmark þjóðarinnar samkvæmt landgrunnslögun- um frá 1 948: „Hitt er allt annað mál, hvort við íslendingar tökum okkur 200 mílna landhelgi einhvern tíma í framtíðinni, þegarslíkt er heimilt samkvæmt breyttum al- þjóðalögum eða að aflokinni hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna." — „Einhvern tíma í framtíðinni eða að lokinni haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna" var hin mótaða stefna Alþýðubandalagsins frá upphafi, varðandi útfærslu okkar í 200 sjómílur. Þessi orð þáverandi sjávarútvegsráð- herra eru hæpinn styrkur fyrir málstað íslands í dag. Um þetta leyti, eða 30. ágúst 1973, réðst Þjóðviljinn harkalega á þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, Eyjólf Konráð Jónsson, vegna ummæla hans í sjónvarpsþætti, þess efnis, að lokaáfangi landgrunnslaga væri 200 mílna fiskveiðiland- helgi. Þar segir m.a.: „Það hef- ur áreiðanlega verið fróðlegt fyrir þjóðina að fá að fylgjast með málefnalegri einangrun ritstjóra Morgunblaðsins á sjón- varpsskerminum í fyrrakvöld, þegar hann var að reyna að útlista framtíðarkenningar sínar. Morgunblaðið hefur und- ir forystu þessa manns að und- anförnu reynt að gera Sjálf- stæðisflokkinn dýrlegan með mikilli umræðu um 200 mílurnar. . Þannig var af- staða Alþýðubandalagsins til 200 mílnanna neikvæð allar götur þar til að almenningsálit- ið í landinu neyddi það til breyttrar afstöðu a.m.k. á yfir- borðinu. Alþýðubandalagið hélt því lengi vel fram, að fiskveiði- hagsmunir íslendinga væru allir innan 50 mílna markanna, hafsvæðið milli 50 og 200 mílna væri lítils virði. Nú, hins vegar, má ekki einu sinni ræða við aðrar þjóðir um tímabundn- ar og takmarkaðar veiði- heimildir á þessu svæði. Sjálft lét það sér þó sæma að semja við Breta og Belga um veiði- heimildir innan 50 mílna fisk- veiðilögsögunnar. Þannig hefur stefna Alþýðubandalags- ins frá upphafi verið reikul sem „rótlaust þangið", í af- stöðu sinni til þessa máls. Nauðsynlegt er að þjóðin geri sér glögga grein fyrir þeim kennileitum, sem varðað hafa veg Alþýðubandalagsins í fisk- veiðilögsögumálum okkar: 0 1. „Þetta var mótuð stefna frá upphafi að við stæðum þannig að útfærslu 50 míln- anna að við vildum veita þeim (þ.e. öðrum þjóðum) umþótt- unartíma," sagði Lúðvík Jó- sepsson í útvarpsþætti 28. júlí sl. ^ 2. Alþýðubandalagið stóð aðsamningum við Breta, Belga o.fl. þjóðir um takmarkaðar og tímabundnar veiðiheimildir innan 50 mílna markanna. % 3. Afstöðu þess til 200 mllnanna orðaði þáverandi sjávarútvegsráðherra þess svo í viðtali við Þjóðviljann 1. september 1973: „Hitt er allt annað mál, hvort við íslending- ar tökum okkur 200 mílna landhelgi einhvern tíma í fram- tíðinni, þegar slíkt er heimilt — samkvæmt breyttum alþjóðalögum eða að aflokinni hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna." Þannig er sú reynsla, sem við augum þjóðarinnar blasir, gegn um gegnsætt orðflúr Þjóðviljans í dag, sem gjarnan hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri. Siqfús Jónsson,furrum framkvœmda stióri Moraunblaðsins —Minnina Sigfús Jónsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Morgunblaðsins, lézt I Landakotsspftala s.l. laug- ardagskvöld. Hann lét fyrir nokkrum árum af störfum við Morgunblaðið sökum heilsu- brests, en var andlega hress til hinztu stundar og fylgdist með öllu því, sem fram fór f þjóðfélag- inu, enda var árvekni hans ann- áluð og gæfa Morgunblaðsins að eldlegur áhugi hans beindist að vexti þess og viðgangi. Hann var einn af merkustu brautryðjend- um í sögu þess og átti hvað mest- an þátt í því að treysta svo fjár- hagslegan grundvöll blaðsins, að það er stórblað á fslenzkan mæli- kvarða, hvernig svo sem menn að öðru leyti líta á skoðanir þess og efni. I því sýnist að sjálfsögðu sitt hverjum, eins og verða vill í frjálsu þjóðfélagi, sem auk þess er saman sett af allfyrirferðar- miklum einstaklingum, svo sem alkunnaer. Sigfús Jónsson var með starfi sfnu við Morgunblaðið einn þeirra einstaklinga, sem hvað dýpst spor mörkuðu f samtímalíf þjóðar sinnar, enda þótt hann kynni því fremur illa að láta mik- ið á sér bera og gengi hljóðlega að störfum sínum, enda sá einna helztur munur á viðfangsefnum framkvæmdastjóra dagblaðs og ritstjóra, að hinn fyrrnefndi er í þó nokkru skjóli fyrir orrahrfð samtíma dægurbaráttu, en um hinn síðarnefnda bfæs oft köldu — stundum jafnvel af öllum átt- um í senn. En þá er góður styrkur að stefnufestu, drengskap og skilningi manna eins og Sigfúsar Jónssonar. Aftur á móti gat hann verið gagnrýninn og aðhaldssam- ur og sagði til vamms, eins og vinir gera. Það var því mikill styrkur að starfa með Sigfúsi Jónssyni, eiga hann að vini og félaga. Hann var einn mestur aðdáandi Einars Benediktssonar, sem ég hef kynnzt, unni ljóðlist hans, vitnaði oftlega f spekimál skáldsins og hafði ekki sízt tileinkað sér f lffi og afstöðu til annars fólks það sem segir í Einræðum Starkaðar um samskipti manna og samstarf. Sigfús Jónsson var fæddur á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi f Hnappadalssýslu 29. júní 1898 og var þvf 77 ára þegar hann lézt. Hann var sonur Jóns Þórðarson- ar, vinnumanns og bónda þar, og konu hans Kristínar Hannesdótt- ur. Hann lauk prófi frá verzlunar- skóla f Kaupmannahöfn 1921, starfaði við verzlun f Stykkis- hólmi á árunum 1917—’21, vann hjá Centralanstalten, dönsku end- urskoðunarfyrirtæki í Reykjavík 1921—’23, en gerðist gjaldkeri Morgunblaðsins hinn 1. marz það ár og starfaði óslitið hjá blaðinu, þar til hann hætti á sjötugsafmæli sínu, 29. júní 1968. Hann var þvf starfsmaður Morgunblaðsins í 45 ár og framkvæmdastjóri þess frá I. janúar 1942, eða í rúman aldar- fjórðung. Morgunblaðið og út- gáfufyrirtæki þess, Árvakur h/f , eiga honum því mikið upp að unna. En það sem meira er vert: bjart er yfir samstarfi Sigfúsar Jónssonar og vina hans í stjórn Árvakurs og ritstjórn blaðsins. Þeir, ásamt öðrum starfsmönnum blaðsins, sakna þvf vinar f stað. Saga Morgunblaðsins verður ekki skráð án þess að minnzt sé rækilega á starf Sigfúsar Jónsson- ar og hlut hans að farsæld þess fyrr og síðar. Vinátta hans og stjórnarmanna Arvakurs ein- kenndist af heilindum, hollustu og djúpri vináttu. Og vináttu þeirra Valtýs Stefánssonar og Sig- fúsar Jónssonar var við brugðið og samstarf þeirra með þeim hætti, að ungum mönnum var hollt að kynnast eindrægni þeirra og áhuga, þegar blaðið átti f hlut. Þar bar aldrei skugga á, svo að ég vissi til. Og ógleymanlegt þótti okkur, ungum ritstjórum, sem síðar tókum við af þessum merku brautryðjendum, að vera í félagsskap þeirra, og þá ekki sfður þegar Jón Kjartansson bættist f hóp- inn, en hann var hættur ritstjórn blaðsins, þegar ég réðst þangað. Aftur á móti kynntist ég vináttu þeirra allra þriggja og Bjarna Benediktssonar og er hún mér eitt hið minnis- stæðasta úr löngu starfi við Morg- unblaðið og jafnframt það, sem hvað mest hefur glatt okkur, sem þeir, ásamt stjórnendum útgáfu- fyrirtækisins Árvakurs, treystu fyrir blaðinu á þeim óvissu óróa- tfmum, sem yfir hafa dunið. Minningin um þessa menn alla er okkur því f senn hvatning og við- miðun. Allir áttu þeir eina ósk annarri fremur, þ.e. að vöxtur blaðsins héldi áfram og það mætti verða landi og þjóð til gagns og væntanlega einnig farsældar, en að því hafa arftakar þeirra stefnt af fremsta megni og hlotið þá uppskeru helzta og markverðasta, að blaðið hefur haldið áfram að stækka og eflast að sjálfstæði og innra þreki. Það var og keppikefli þeirra. I fyrstu forystugrein Valtýs Stefánssonar og Jóns Kjartans- sonar' er lögð á það áherzla að Morgunblaðið sé gott og áreiðan- legt fréttablað, og láti sig jafn- framt þjóðmál miklu varða. Þó að andstæðingar blaðsins hafi ávallt reynt að sverta það og vekja grun- semdir um annarlegan tilgang þess, hefur fólkið f Iandinu svarað þeirri gagnrýni með þeim eina hætti, sem úrslitum ræður: að fylkja sér um blaðið, útbreiða það og slá skjaldborg um sjálfstæði þess og það tjáningarfrelsi, sem er aðal þess og inntak. Þessi þró- un gladdi Sigfús Jónsson meir en annað. Hann vissi að ekkert gott dagblað er einungis vasaútgáfa af skoðunum flokks eða einstakra manna, heldur eiga að leika um það veður samtfmalífs og hrær- inga, án þess þó það hrekist eins og stjórnlaust rekald fyrir veðri og vindum. Og hann lagði áherzlu á að stefna Morgunblaðsins væri farsælust fyrir land og lýð, ekki sízt sú stefna sem kennd er við landnytjar og lýðfrelsi. Uppruna sínum trútt, fyrirheitum og tak- marki hefur Morgunblaðið skipað sér f flokk með þeim öflum Is lenzks þjóðfélags, sem að þessu vilja vinna. Sigfús Jónsson lét mjög til sfn taka hagsmuni blaðaútgáfu f land- inu, og þá ekki sfzt prentiðnaðar almennt. Hann varð prentsmiðju- stjóri prentsmiðju Morgunblaðs- ins 1. júlf 1948 og gegndi þvf starfi, þar til hann hætti fram- kvæmdastjórastörfum við blaðið. Hann var f stjórn Félags fslenzkra prentsmiðjueigenda um margra ára skeið, f stjórn Sambands bók- iðnaðarins frá stofnun þess 1965, i stjórn Lifeyrissjóðs blaðamanna frá stofnun hans 1958—1970 og ennfremur endurskoðandi Lffeyr- issjóðs prentara. Morgunblaðið er 62 ára. Sá tfmi sem Sigfús Jónsson starfaði við blaðið, eða 45 ár, er langur og merkur í lffi þess. Það er auðvelt að hylla menn f hinztu kveðju, votta þeim þakklæti og vináttu, en Sigfús Jónsson varð þess oft var hve mjög samstarfsmenn hans við blaðið mátu frábært starf hans, umhyggju og árvekni. Þegar hann lét af störfum, sjötug- ur að aldri var sérstaklega á þetta minnzt. Krans virðingar og þakk- lætis er þvf ekki einungis lagður við kistu hans látins, heldur bar Morgunblað’ð gæfu til þess að koma þakklæti sínu á framfæri við hann við þau tækifæri f lffi hans, þegar efni stóðu til. I forystugrein segir t.a.m. svo þegar hann lét af störfum: „Þegar Sigfús Jónsson lætur af fram- kvæmdastjórn Morgunblaðsins er margs að minnast. Hann er einn af hinum merku brautryðjendum f sögu þess.“ Og f afmælisgrein um hann hálfáttræðan segir m.a. svo: „Það kom í hlut Sigfúsar Jónssonar að treysta fjárhagsleg- an grundvöll Morgunblaðsins á erfiðum árum. Engum var betur ljóst en honum að ekki er unnt að gera umbætur og breytingar til batnaðar á rekstri dagblaðs án þess að fjárhagsgrundvöllur þess sé sterkur. I baráttunni fyrir bættu Morgunblaði á erfiðum tfm- um sneru þeir saman bökum Val- týr Stefánsson, Jón Kjartansson og Sigfús Jónsson og nutu áhuga og stefnufestu útgefenda blaðs- ins. Arftakar þeirra minnast þeirra með virðingu og þakklæti." Og eftirmaður Sigfúsar Jónssonar f framkvæmdastjórastarfi Morg- unblaðsins, Haraldur Sveinsson, þáverandi stjórnarformaður Ár- vakurs, segir f grein um hann á fimmtugsafmæli blaðsins, 2. nóv. 1963 m.a.: „Höfuðeinkenni Sig- fúsar Jónssonar i daglegu starfi er hógværð og ýfirlætisleysi. En bak við það liggur sterkur vilji og heilsteypt skapgerð.” Undir þessi orð vilja stjórnendur Morgun- blaðsins taka. Og vænt þykir mér um að geta vitnað f eftirfarandi kveðjuorð okkar ritstjóra Morg- unblaðsins, þegar hann lét af störfum við blaðið: „Hann hefur f senn verið frábær starfsmaður, hygginn fjármálamaður og drengilegur og vinfastur félagi samverkamanna sinna. Þessi hóg- væri og yfirlætislausi maður hef- ur haft ótrúlega yfirsýn, ekki aðeins um hagsmuni fyrirtækis- ins, heldur einnig um aðstöðu þeirra manna, sem með honum hafa starfað. Góðvild hans og trygglyndi mun aldrei hverfa samstarfsmönnum hans á Morg- unblaðinu úr huga.“ Árvekni Sigfúsar Jónssonar og dugnaður hafa verið einn af horn- steinum Morgunblaðsins. Við Morgunblaðsmenn bárum ávallt til hans óskorað traust. Hann átti til að bera gætni með góðvild. Þeir eðliskostir voru höfuðein- kenni hans. Faðir Sigfúsar Jónssonar lézt, þegar hann var í æsku, og þá kom móðir hans honum í fóstur að Staðastað, en 11 ára fluttist hann til hennar í Stykkishólm. Rætur hans standa djúpt f jarðvegi fs- lenzkrar menningar. Á yfirborð- inu var Sigfús Jónsson virðingar- maður, fremur hlédrægur, svo að ókunnugum gat jafnvel fundizt hann afskiptalftill eða drumbs- legur, en svo var ekki. Hann var að vfsu virðulegur I fasi, orðvar við ókunnuga, þéraði menn, þar til þeir höfðu unnið traust hans og áttu skilið nánari kynni af þeirri kviku manneskjulegs við- móts og húmanistfskrar hlýju, sem var allvel varin bak við virðinguna og skelina. En f þess- ari kviku lágu viðkvæmnir strengir listrænnar gleði og fágaðrar menningar. Þeir sem kynntust þessum strengjum juku alin við anda sinn. Að sjálfsögðu hafði Sigfús Jónsson hlotið þetta viðkvæma veganesti f heima- húsum. Að mfnu viti var þessi arfur silfurþráðurinn í lffsstreng hans. Ég sé mér til mikillar gleði, að í afmælisgrein um Sigfús Jónsson hálfáttræðan minnist ég þess, að útgefendur Morgunblaðsins og starfsfólk þess hugsi með hlýju og þakklæti til hans og fullyrði, að sá andi sem hann skildi eftir sig f húsakynnum Morgunblaðsins lifi þar góðu lífi og minni á tryggð Sigfúsar, ísmeygilegan húmor og ekki sfzt ást hans á fögrum bók- menntum, einkum ljóðlist sem hann ann mjög, eins og komizt er að orði. Allt er þetta satt og rétt og ekki ofmælt þykir mér nú þegar ég sé hann fyrir mér, allan. Góður vinur okkar Morgun- blaðsmanna, nú genginn á fund feðra sinna fyrir nokkrum árum, hafði ekki kynnzt nema yfirborði Sigfúsar Jónssonar og látið þar við sitja. Hann hafði þvf ranga mynd af manninum. En sfðar kynntist hann honum á góðri stund og þeir töluðu um allt milli himins og jarðar — nema fjármál, og þó einkum bókmenntir og fagr- ar listir. Þessi maður var Sig- urður Benediktsson. Hann sagðist loksins hafa séð Sigfús Jónsson í réttu ljósi á þessari stundu. Og Sigurður Benediktsson kvaðst hafa orðið annar og nýr maður af kynnum sfnum við svo gjöfulan og ógleymanlegan merkisbera andlegrar nautnar og sannrar list- rænnar gleði. Mest þótti Sigfúsi Jónssyni til Hamsun koma og vitnaði oft til verka hans. Ég get ekki látið hjá lfða að minnast þess að lokum, að hann kenndi mér að meta Ijóðlist Knut Hamsuns og krafðist þess beinlín- is að ég, ungur og óráðinn blaða- maður, læsi ljóð Hamsuns, Dikte, frá 1921. Skáldið minnist i einu ljóðanna á „Havet som gaar i din egen Sjæl“. Þau orð minna mig nú á Sigfús Jónsson. Sigfús Jónsson kvæntist Kristfnu Guðjónsdóttur 17. sept. 1925, en hún lézt 1. des. 1957. Þeim varð ekki barna auðið. En systir Sigfúsar, Elfn Jónsdóttir, lifir bróður sinn, ein systkinanna. Við samstarfsmenn og vinir Sig- fúsar Jónssonar á Morgunblaðinu sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur og þökkum öll- um þeim, sem hlynntu að }ionum sfðustu árin, glöddu hann með hlýhug, umhyggju og vináttu. En af fyrrnefndum ástæðum þykir mér ekki úr vegi að kveðja hann nú með orðum sjálfs Hamsuns og þykir viðeigandi að vitna f ljóð skáldsins um engan minni mann en Björnson látinn. Ohikað læt ég Hamsun leggja okkur orð f munn, óbreytt að sjálfsögðu, þvf að það hefði verið Sigfúsi Jónssyni að skapi, þó að íslenzk tunga og fs- lenzk menning stæðu hjarta hans að sjálfsögðu næst: Saa roes han nu paa Dödens Elv og ind i den store Ro. Matthías Johannessen. Sigfús Jónsson á Morgun- blaðinu er látinn. Hann verður til moldar borinn f dag, þessi hávaxni og höfðinglegi maður, sem um árabil setti svip sinn á miðbæinn. Þegar hann gekk um Austurstræti eða Aðalstræti sóp- aði af honum. Ekki lækkaði eða minnkaði Sig- fús Jónsson við nánari kynni. Fjölmargir voru þeir er áttu erindi við framkvæmdastjóra Morgunblaðsins á þeim árum og fundu flestir að þar var við traust- an og velviljaðan mann að eiga. Hann naut álits og virðingar við- skiptamanna Morgunblaðsins, starfsfólks þess jafnt og sam- starfsmannanna við stjórn blaðs- ins. Það var gæfuspor, sem stigið var árið 1923 er stjórn Árvakurs h.f. réð Sigfús Jónsson til starfa á skrifstofu Morgunblaðsins. Hann starfaði I fyrstu sem gjaldkeri blaðsins, en varð br.átt i raun, auk fyrrgreinds starfs, bæði skrif- stofustjóri þess og framkvæmda- stjóri, enda þótt hann bæri ’ekki þann titil f símaskrá fyrr en árið 1942. Morgunblaðið var á tímamótum er Sigfús Jónsson réðst f þjónustu þess. Að baki voru mikil erfið- leika ár. En við komu Sigfúsar, jafnframt því að ári seinna réðust ritstjórar að blaðinu þeir Valtýr Stefánsson og Jón Kjartansson, breyttist margt til batnaðar og mikið framfaratfmabil hófst I sögu blaðsins. Valtýr Stefánsson varð brátt einn af aðalhluthöfum Árvakurs og meðlimur stjórnar félagsins. Með þeim Sigfúsi tókst mikið og gott samstarf, sem hélzt meðan báðir lifðu. Er þeir höfðu snúið bökum saman, var framtíð Morgunblaðsins tryggð. Margs er að minnast úr sögu Morgunblaðsins og Sigfúsar Jóns- sonar, en lengst af varð þar eigi f sundur greint, hvað varðaði fram- kvæmdir og framfarir, enda var Sigfús í fullu starfi við blaðið í 45 ár af 62 ára sögu þess. Saga sú verður eigi rakin nú í þessari stuttu grein. Sigfús kom að blaðinu smáu og vanmegnugu, en hvarf frá þvf sem óumdeilan- lega stærsta og víðlesnasta dag- blaði á íslandi. Miklir voru þeir erfiðleikar sem ráða þurfti fram- úr, til þess að ná því marki. Sig- fúsi tókst farsællega að ráða fram úr vandamálunum. Hann hafði til að bera bæði áræðni og framsýni, sem þó var blönduð þeirri var- færni sem stýrði hverri lausn vandamálanna farsællega í höfn. Sigfúsi Jónssyni varð ekki barna auðið. En Morgunblaðið átti starf hans allt. Sigfús bar hag blaðsins fyrir brjósti sem sinn eiginn. Hann fórnaði Morgun- blaðinu allri starfsævi sinni og starfskröftum. Framkvæmdastjóri og stjórnar- menn Árvakurs h.f. minnast hins látna samstarfsmanns með þakk- læti og söknuði, um leið og þeir senda frændfólki hans og vinum dýpstu samúðarkveðjur. Haraldur Sveinssoa Fimmtudagurinn 24. júlf s.l. var einn sólbjartasti dagur þessa þungbúna sumars hér á suður- landi. Þennan dag heimsótti ég vin minn og samstarfsmann Sig- fús JónssoaOft hafði leiðin legið til hans og frú Kristínar Guðjóns- dóttur á heimili þeirra að Vfðimel 68. Mikill harmur var keðinn að manni hennar og hinu fagra og hlýlega heimili þeirra er hún lést fyrir aldur fram 1. desember árið 1957. Sigfús var rúmliggjandi þegar ég heimsótti hann f sfðasta sinn. En hann tók mér með sömu hlýju og vinsemd og jafnan áður. Hann var að lesa Morgunblaðið og lagði það frá sér þegar mig bar að garði. Talið barst fyrst að heilsu hans en sfðan að liðnum sam- starfsárum og samverkamönnum á Morgunblaðinu. Þá glaðnaði yf- ir honum. Hann minnist manndómsáranna og baráttunnar þar af innilegri hlýju og gleði. Morgunblaðið var hið mikia lffs- starf þessa hógværa og árvakra drengskaparmanns. Þegar við höfðum skilist og ég virti fyrir mér blómin og trén niðri f garðinum hvarflaði að mér sama hugsunin og stundum áður: Skyldi ég hitta þennan gamla félaga í næstu sumarheimsókn til tslands? — Á sunnudaginn hringdi Haraldur Sveinsson til mín og sagði mér að Sigfús væri látinn. — Nær 40 ár eru liðin síðan við Sigfús Jónsson hittumst á Morgunblaðinu. Það var haustið 1936 á fyrsta námsári mfnu f háskólanum. Valtýr frændi minn föFþástrax að láta mig gera ýmis- legt við blaðið. Oft var þá erfitt um atvinnu fyrir skólafólk og þvf mikils virði að fá einhverja auka- vinnu, einnig á vetrum. Veturinn 1941 var ég fastráðinn blaða- maður. Er mér enn f minni er Sigfús greiddi mér fyrsta mánaðarkaupið, sléttar 300 krónur. Fór ungur og nýútskrif- aður lögfræðingur þá glaður og ánægður af fundi hans. Ég man aldrei eftir þvf að ég .færi ekki ánægður af fundi framkvæmda- stjóra blaðsins, bæði sem blaða- maður og sfðar ritstjóri þess, hvort heldur var i gömlu ísa- foldarprentsmiðju eða nýja húsinu við Aðalstræti. Þróunin gekk sinn gang. Þótt oft væri við erfiðleika að etja þokaði þó stöðugt f rétta átt. Sig- fús Jónsson vann á þessum árum frábært starf f þágu blaðsins. Hyggni hans og gætni hélst f hendur við áhuga ritstjóranna, sem sífellt vildu bæta blaðið og sóttu þvf oft á um aukin útgjöld. Stundum fannst Valtý þó fram- kvæmdastjórinn vera of varfær- inn. En hann mat mikils dugnað og árvekni Sigfúsar. Þannig byggðu þessir samheldnu menn upp blaðið i góðri samvinnu við eigendur þess og stjórn. Ekkert gladdi Sigfús Jónsson meira á sfðari árum, eftir að nýr framkvæmdastjóri og nýir rit- stjórar voru teknir við störfum en framgangur blaðsins. I langvar- andi veikindum hans var hugur hans sífellt hjá starfinu þar og fólkinu, sem vann þar. Þessi fá- skipti og duli maður, sem gat verið allra manna glaðastur í vinahópi var afreksmaður á því sviði, sem örlögin höfðu haslað honum völl á. Hann var sam- starfsfólki sinu á ritstjórn og f prentsmiðju hollur ráðgjafi og vinur. Nú eru þeir Valtýr Stefánsson, Jón Kjartansson og Sigfús Jóns- son allir horfnir. Við sem kynntumst þeim á manndómsár- um þeirra, og unnum með þeim um lengri eða skemmri tíma, eig- um þeim margt að þakka. Þeir byggðu ekki aðeins upp myndar- legt og lifandi dagblað, sem mætti nýjum tíma af skilningi og víð- sýni. Þeir áttu einnig sinn rfka þátt i að byggja upp nýja kynslóð blaðamanna og blaðstjórnenda, sem nú halda merki þeirra uppi. Þetta er mér efst í huga er ég kveð minn gamla vin Sigfús Jóns- son og bið honum góðrar ferðar og heimkomu á land lifenda. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Kveðja til Sigfúsar Fatast manni tungutak á tæpigötu skapa, þá sínum vini sér á bak, sér hann fram af hrapa. Þá er jafnan hjálp og hlíf f hugann láta detta: Dauðinn er okkar annað lff að öllu fegra en þetta. Þakkir fyrir fylgd á jörð, fyrir góðar stundir. Hittumst bráðum, haltu vörð nær hillir manninn undir. Árni Öla. (Enda þótt Morgunblaðið birti ekki ný afmælis- eða minningar- Ijóð, gerir það nú þessa einu undantekningu vegna hins langa samstarfs Sigfúsar Jónssonar og ÁrnaÓia hér við blaðið). Vinur minn Sigfús Jónsson er látinn, 77 ára að aldri. Leiðir okkar lágu fyrst saman er ég var innanbúðar f tóbaksverzlun í mið- bænum, þá nýskriðinn úr verzlunarskólanum. Þangað kom Sigfús stundum til að kaupa svo- kallaða „kúnnavindla" en þá hafði hann alltaf handbæra á skrifstofu sinni. Mér fannst hann afar virðulegur, fasmikill og snyrtilegur f klæðaburði. Ég bar óttablandna virðingu fyrir þess- um manni, og fannst ráðlegra að nálgast hann ekki um of, a.m.k. ekki að fyrra bragði. En það fór af, Sigfús tók mig oft tali, brá þá gjarnan á glens við mig, og þar með var ísinn brotinn. Samt þéraði ég Sigfús þá. Síðan eru liðin rösk 40 ár. En heimurinn er stundum ekki stór. Árið 1938 réðist ég til gjald- kerastarfa hjá Isafoldarprent- smiðju, og þar lágu leiðir okkar saman aftur og þá skildi okkur að aðeins þunnur viðarveggur. Við snerum bökum saman, sinn hvorum megin við þilið. A þessum árum prentaði Isafoldarprent- smiðja Morgunblaðið og það kom þvf í minn hlut að fara inn fyrir þilið og sækja gjaldið, og í hið fyrsta sinni sagði hann við mig: „Við þekkjumst nú og þar sem við eigum sjálfsagt eftir að vinna mikið saman skulum við ekki vera að þérast." Þannig rauf hann aftur ísinn og mér fannst miklu auðveldara að umgangast hann, þótt ég liti alltaf upp til hans. Allt fór þetta eftir, fljótlega fundum við að við áttum ýmislegt sam- eiginlegt. Fyrst uppgvötvaði Sigfús að ég vissi talsvert um bfla og að ég gat jafnframt kippt ýmsu smávægilegu flagibílnum hans. Ég, aftur á móti, uppgvötvaði að Sigfús var haldinn veiðibakterí unni, en einmitt hún blundaði með mér f þá daga. Ég hafði frá því ég var smádrengur í sveit verið að dunda við að veiða silung með ófullkomnum veiðitækjum. Það var ekki að sökum að spyrja, við ræddum sameiginleg áhuga- mál, allt um veiðistengur, hjól, Ifnur og flugur, og aldursmunur- inn sem á okkur var varð nánast að engu. Ég hlustaði á hann segja mér veiðisögur frá sfnum fyrri veiðiferðum. Hann sagði frá af lifandi andrfki og ég hlustaði á þær með opnum huga. Ekki leið á löngu þangað til Sigfús bauð mér með í fyrstu veiðiferðina mína f Korpu, áður hafði ég aðeins veitt hér og þar og þá eingöngu á maðk. Þar kenndi Sigfús mér að fara með flugustöng og kúnstina að kasta flugu. Er ég hafði náð leikni I meðferð flugukasta, átti ég ekki afturkvæmt frá veiðigyðjunni, hún átti mig með húð og hári. Veiðiferðir okkar urðu bæði margar og skemmtilegar eftir þetta í Korpu næstu 11 árin. Fljót- lega fórum við að ráðgera veiði- ferðir í stærri ár, fyrst i Laxá í Kjós en sfðan f enn stærri ár þar sem við dvöldum í nokkra daga og þar sem veiðihús voru fyrir hendi. Þá komu konur okkar með, og við ána og á góðum stundum í veiðihúsunum knýttumst við öll fastari böndum. Eftir slíkar veiði- ferðir urðu heimili okkar vett- vangur umræðna um veiðarnar og allt annað sem fyrir kom i þeim ferðum. Við margra daga veiðar varð mér ljóst að fjöldi veiddra laxa var ekkert aðalatriði, heldur að það var félagsskapurinn, úti- veran og náttúran með öllu sfnu skrúði sem máli skipti. Jafnvel þögnin hafði sitt gildi, og manni leið vel f henni. Á vetrum fór ég oft heim til hans, upp f bókaher bergið hans, og þar skoðuðum við flugur og ræddum um veiðiskap- inn, um hvaða lax tók hverja og hvar. Allt mundum við f þessu sambandi og þannig styttum við skammdegistfmann og svo fór aftur að vora f lofti. Þá var byrjað að skipuleggja næstu vertíð, og þannig leið tfminn milli veiða fljót- ar. Ég man alltaf hvað mér fannst Sigfús ganga vel um veiði- tæki sín. Þar var alltaf hver hlut- ur á sfnum stað og allt tilbúið fyrir næstu veiðiferð. Er ég tók að heimsækja Sigfús kynntist ég konu hans, Kristfnu Guðjónsdótt- ur, og hún tók mér strax sem vini. Er ég leit heimili þeirra skildi ég betur alla umgengnina við veiði- tækin. Kristín var afar myndarleg húsmóðir. Heimilið var hreint og smekklegt og þar undi Sigfús sér vel á vetrum, en á vorin ókyrrðist hann og veiðigyðjan seiddi hann til sín. Umhyggja Kristfnar náði langt út fyrir heimilið, þvf í eins dags veiðiferðum bjó hún Sigfús út með nesti, sem er það snyrti- legasta sem ég hefi séð, hver mat- arbiti sérstaklega innpakkaður sem og skeiðar. Jafnvel salt- og piparstaukar og eggjabikar voru með i pokanum. Nú, þegar leiðir skilja um sinn, hrannast að manni minningarnar, hugljúfar og bjart- ar, um samverustundir okkar við árnar sem við veiddum saman f, Korpu, Elliðaárnar, Laxá f Kjós, Laxá í Eeirársveit, Norðurá, Miðfjarðará og Laxá f Þingeyjarsýslu. Um hverja á áttum við saman unaðs- legar minningar þar sem mörg Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.