Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGÚST 1975 3 Helsinki, 31. júlf. NTB. TRYGVE Bratteli forsætis- ráðherra Noregs og Knut Frydenlund utanrfkisráð- herra tjáðu Geir Hall- grímssyni forsætisráð- herra íslands í dag efni svars Noregs við yfirlýs- ingu íslendinga um að þeir muni í haust færa út fisk- yeiðilögsöguna f 200 sjómflur. Norðmenn áttu frumkvæði að fundinum, þar sem þeir töldu áríðandi að tilkynna Islenzkum ráðamönnum hver formleg svör þeirra yrðu við ákvörðun Is- lendinga. Bratteli og Frydenlund tjáðu norskum blaðamönnum i Helsinki að samningaviðræður milli landanna um Iandhelgismál mundu hefjast síðar. Að sögn ráðherranna notaði Geir H^illgrímsson tækifærið á fundin- um til að undirstrika enn á ný sérstöðu tslands í fiskveiðimálum og sögðu þeir að svo virtist sem Islendingum væri annt um að aðr- ar þjóðir fylgdu I kjölfar þeirra og lýstu yfir einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar. „Forsætisráðherra átti I dag viðræður við Trygve Bratteli for- sætisráðherra Norðmanna í há- degisverðarboði i norska sendi- ráðinu hér I Helsinki," sagði Björn Bjarnason deildarstjóri í forsætisráðuneytinu, þegar Mbl. hafði samband við hann á örygg- ismálaráðstefnunni. „Ráðherr- Einhamar s.f.: Ibúðirnar 28,6% undir vísitöluverði UM ÞESSAR mundir er Ein- hamar s.f. að Ijúka við byggingu þriggja fjölbýlishúsa með sam- tals 61 fbúð við Austurberg f Breiðholtshverfi. Eru þær af stærðinni 2—i herbergja, og allar fbúðirnar eru afhentar fullgerðar með malbikuðum bflastæðum, grasi á lóð og gangstfgum. Verð á 2 herb. íbúð er 3.334.500, á 3 herb. 3.847.500 kr. og á 4 herb. kr. 4.252.500.— Er þetta einstak- lega lágt verð og samkvæmt rúm- metra hverrar íbúðar 28, 65% lægra en byggingarvfsitöluverð. Einhamar er eign 13 bygginga- meistara og var stofnaður árið 1970 í marz, en þá hófust fyrstu framkvæmdir á vegum félagsins og hefur síðan verið haldið áfram án hvfldar. Á þessum tíma hefur fyrirtækið smiðað nokkuð á þriðja hundrað fbúðir og verð þeirra hefur alla tfð verið miklu lægra en ibúðarverð samkvæmt byggingavfsitölu. Gissur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Einhamars sagði f gær, í hófi sem fulltrúar í borgar- ráði sóttu m.a., að fyrirtækið hefði verið stofnað f þeim tilgangi að byggja hagkvæmt en um leið vel og það hefði alla tið tekizt. Á tímabilinu maí-nóvember á þessu ári myndu þeir afhenda 61 íbúð. Þar er meðalsöluverð kr. 13.635.00 á rúmmetra, en vísitölu- verð er nú kr. 17.489.00 á rúm- metra, sem er 28.65% hærra verð, og f krónum talið er mismunur á rúmmetra kr. 3.854.00 Sagði Gissur, að á þeim 5 árum, sem Einhamar hefði starfað, hefðu þeir byggt ýmsar tegundir íbúða, þar á meðal eitt háhýsi. Útkoman hefði orðið sú, bæði fyrir og eftir að byggingu var lokið, að það væri mun dýrara að byggja háhýsi, og i það skipti hefðu þeir verið 19% undir vfsi- töluverði, en þá hefðu þeir aðeins gjallfyllt bflastæðin. Hann sagði, að galdurinn við að byggja svona ódýrt væri, að vinna hlutina á réttan hátt, raðvinna þá og staðla hverja einingu. Að veru- legu leyti væri unnið ávenjulegan hátt, en meðan fýrirtækið væri ekki öruggt um að fá ióðir hverju sinni, þýddi ekki að kaupa sérstök mót upp á milljónatugi. Fram- undan væri ekkert annað en að pakka niður, og hver eigandi færi að hokra í sinu horni, þar sem engin loforð um lóðir hefðu feng- izt hjá borgaryfirvöldum, — Ég get fullyrt að þessi stærð af húsum sem við erum með, er mikið skemmtilegri fyrir fbú- ana, þar sem minna er um alls- konar ónæði. Þeir hefðu alla tfð verió mjög heppnir með við- skiptavini, það væri fólk með mikla sjálfsbjargarviðleitni, þótt margir hefðu átt í erfiðleikum með greiðslur. Albert Guðmundsson, fluttí kveðjur frá borgarstjóra, sem ekki gat komið til að skoða íbúð- irnar. Albert sagði f upphafi að honum litist mjög vel á þessar fbúðir og vonandi ætti eftir að leysast úr lóðavandræðunum. Fyrir þvf væri vilji allra borgar- fulltrúa. Á ÖNDVERÐUM MEIÐI — Makarfos erkibiskup og forseti kýpur sést hér horfa á eftir Demirel forsætisráðherra Tyrklands í ræðustól, en deila þeirra tveggja setti mjög svip sinn á leiðtogafundinn f gær. Stjórn Einhamars ásamt Gissuri Sigurðssyni framkvæmdastjóra, sem er annar frá hægri. Hinir eru Ölafur Pálsson, Þórður Þórðarson, Magnús Jónsson, Baldur Bergsteinsson og Ingimar Haraldsson. arnir ræddu um fyrirhugaða út- færslu íslenzku fiskveiðilögsög- unnar í 200 mílur og um landhelg- ismál almennt", hélt Björn áfram, „og voru viðræðurnar mjög vinsamlegar". Á fundinum voru, auk forsætis- ráðherranna tveggja, Knut Frydenlund utanrfkisráðherra Norðmanna, Vibe skrifstofustjóri pólitísku deildar norska utan- rfkisráðuneytisins, íslenzkir embættismenn og norski sendi- herrann í Helsinki, sem bauð til hádegisverðarins. Þegar Mbl. hafði samband við Helsinki í gær var ekki fullákveð- ið hvort Geir Hallgrfmsson mundi eiga viðræður við aðra þjóðar- leiðtoga í dag. Yfirlýsing ráð- stefnunnar verður undirrituð seinni partinn f dag. RÚSSAR OG TYRKIR — Leonid Brezhnev, leiðtogi sovézka Kommúnistaflokksins og Suleyman Demirel, forsætisráðherra Tyrklands ræddust við f Helsinki f gær, en fregnir hermdu að Sovétmenn væru nú að leita hófanna um vopnasölu til Tyrkja eftir að Bandarfkjaþing felldi að aflýsa vopnasölubanni. Ford bauð Tyrkjum vopn vegna Senda Sovétmenn Helsingfors, Washington 31. júlf AP—Reuter. • FORD Bandarfkjaforseti bauð Suleyman Demirel, forsætisráð- herstöðvarmálsins Tyrkjum vopn? herra Tyrklands á morgunverðar- fundi þeirra f Helsingfors f dag 50 milljón dollara virði af vopn- um, ef Tyrkir opnuðu herstöðvar Bandarfkjanna f landinu að nýju, en boðinu var hafnað. Það var Henry Kissinger, utanrfkisráð- herra sem skýrði fréttamönnum frá þessu f kvöld. Er hánn var spurður um iagalegan rétt forset- ans til að gera þetta tilboð, þar eð Bandarfkjaþing hefur fellt tillög- ur um að aflétta vopnabanninu á Tyrkland, svaraði Kissinger: „Forsetinn bauð þetta sem val- kost, en honum var ekki tekið“. Kissinger sagði, að ákvörðun Tyrkja um lokun stöðvanna virt- ist vera endanleg, þótt en væru opnar leiðir til að miðla málum. Hann kvað Ford og Demirel hafa lýst gagnkvæmum vilja til að bæta sambúð rfkjanna, en fundur þeirra hefði að engu leyti breytt ástandinu, sem hann sagði stór- kostlega alvarlegt, Ifkti þvf við harmleik. Kissinger sagði að af- staða Bandarfkjaþings hefði stór- lega veikt stöðu Atlantshafs- bandalagsins og Bandarfkjanna. Tass-fréttastofan skýrði frá þvf f dag, að eftir fundinn með Ford hefði Demirel rætt við Leonid Brezhnev, sovézka flokksleiðtog- ann, og Andrei Gromyko, utanrík- isráðherra um samband landanna tveggja og fleiri mál. Sagði Tass fundinn hafa einkennzt af „gagn- kvæmum skilningi“. Þá hermdu fréttir frá Washington, að Sovét- menn hefðu boðið Tyrkjum þyrl- ur og væri það fyrsta skrefið f hugsanlegum tilraunum Sovét- manna til að koma í stað Banda- rfkjamanna og selja Tyrkjum vopn. Er Kissinger var spurður um þetta taldi hann afar ólíklegt að Tyrkir myndu gera vopnasölu- samninga við Sovétmenn. Fyrr f dag þóttu ummæli Dem- irels að afloknum fundinum með Framhald á bls. 35 Toppfundur um efnahagsmálin Helsingfors, 31. júlí. Reuter. BANDARlKIN, Bretland, Vest- ur-Þýzkaland og Frakkland munu nú hefja undirbúning að fjögurra rfkja toppfundi um efnahags- og gjaldeyrismál, sem Japönum verður qjnnig boðið að taka þátt f, að því er vestur-þýzki stjórnartalsmáð- urinn Klaus Bölling sagði á leiðtogafundinum f Helsingfors í dag. Hann sagði að þessi hug- mynd hefði verið rædd í hádeg- isverðarboði sem Gerald Ford, Bandaríkjaforseti, Harold Wils- on, brezki forsætisráðherrann, Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti og Helmut Schmidt, Þýzkalandskanslari sátu. Engin dagsetning var á- kveðin fyrir toppfund þennan, en nefnd háttsettra embættis- manna verður falið að undir- búa hann. Bratteli og Geir ræðast við um land- helgismál 1 Helsinki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.