Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1975 16 Meiri tortryggni ríkjandi í garð stjómmálamanna í Bandaríkjunum I síðuslu viku var í heimsókn í Reykjavík bandaríski stjórn- vísindamaðurinn Jonathan iMoore, en hann er yfirmaður stjórnmáladeildar John F. Kennedy-stofnunarinnar við Harvardháskóla. Moore var á tslandi í tvo daga og flutti m.a. fvrirlestur í Menningarstofnun Bandaríkjanna um þróun og framvindu í bandarískum stjórnmálum. Eins og margir háskólamenn f Bandarfkjunum hefur Moore gegnt ýmsum opinberum störfum m.a. var hann aðstoðarmaður Elliot Richardson þegar hann gegndi ráðherraembættum í forsetatíð Nixons. Moore hefur einnig starfað í bandaríska utanrfkis- ráðuneytinu og á vegum Upp- lýsingaþjónustu Bandaríkj- anna. Mbl. átti samtal við Moore meðan hann dvaldi hérlendis og fer það hér á eftir í aðal- atriðum. Sanistaða um utanríkisniál „Forsetakosningar verða í Bandaríkjunum á næsta ári. Teljið þér að utanríkismál verði ofarlega á baugi í kosn- ingabarátunni nú þegar Vietnam-stríðinu er lokið? Og í framhaidi af því: Er liklegt að Bandaríkin taki á ný upp ein- angrunarstefnu i alþjóðamál- um?“ „Ég tel að talsverð samstaða sé milli flokkanna um megin- stefnu i utanríkismálum og býst ekki við að demókratar reyni í alvöru að gera stefnuna þar að kosningamáli. Stefna Fords og Kissinger í utanríkis- málum nýtur víðtæks stuðnings' bæði innan þings og utan. Bandaríkjamenn eru sér þess vel meðvítandi að þeir eru ekki einir í heiminum og geta ekki lifað i einangrun frá öðrum þjóðum. Þeir gera sér að ég held, grein fyrir forystuhlut- verki Bandarikjanna í alþjóða- málum og þá ekki aðeins í öryggismálum heldur einnig í efnahags- og orkumálum til dæmis. Ég held að almenn- ingur í Bandarikjunum vilji að landið verði áfram virkur þátttakandi í alþjóð- legu samstarfi og ég sé eng- ar líkur benda til þess að einangrunarsleína nái út- breiðslu. Sú hætta var fyrir hendi að loknu Vietnam- striðinu að fólki fyndist nóg komið af afskiptum Bandaríkj- anna erlendis og vildi að þau drægju sig alveg í hlé, en það hefur komið greinilega í ljós að almenningur og stjórnmála- menn vilja t.d. ekki að neitt sé dregið úr stuðningi Bandaríkj- anna við Vestur-Evrópu. Leið- togar demókrata í þinginu hafa verið mjög varkárir og jafn- framt kænir því þeir hafa varað sig á því að snögg um- skipti i utanríkisstefnu lands- ins falla almenningi litt i geð. Þannig flutti Mike Mansfield, leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni, ekki tillögu sina um brottflutning bandarísks liðs frá Vestur-Evrópu sl. vetur, en sú tillaga hefur verið fastur lið- ur á mörgum undanförnum þingum. Demókratar gerðu líka sáralitlar breytingar á tillögum Fords forseta um fjárframlög til hersins á þessu ári og má af því sjá að demókratar vilja ekki efna til háværra deilna um utanríkismál sem stendur." Solzhenitsyn og Kissinger „Nóbelsskáldið Solzhenitsyn hefur að undanförnu harðlega gagnrýnt stefnu Bandaríkjanna gagnvart Sovétrikjunum, en Kissinger utanríkisráðherra hefur svarað því til að detente- stefnan sé sú eina raunhæfa í Jónathan Moore yfirmaður stjórnmáladeildar John F. Kennedystofnunar við Har- vardháskóia. samskiptum við Sovétríkin. Hvað er um þetta að segja?“ „Það er erfitt að segja nokkuð ákveðið um þetta. Ég held að Kissinger hafi átt við að ekki væri raunhæft að búast við innanlandsbreytingum í Sovétríkjunum þótt Banda- rikin fylgdu annarri stefnu í samskiptum sínum við þau og að det- ente-stefnan væri líkiegust til að þar stefndi í frelsisátt. Almenningur i Bandaríkjunum dáir Solzhenitsyn sem skáld og rithöfund, en ég býst ekki við að almennt sé hann talinn hafa sérþekkingu á utanríkismálum, þótt samúð með skoðunum hans sé útbreidd. Svar Kissingers við ræðu Solzhenitsyns lýsir að nokkru leyti þeim „prag- matisma“ sem núverandi stefna byggir á. Eg held að flestir i Bandaríkjunum séu hlióholiir detente-stefnunni, svo framarlega sem henni er fylgt með fullri varúð.“ Áhrif Watergate-málsins „Ef við snúum okkur að öðr- um málum, hver teljið þér að muni verða áhrif Watergate- hneykslisins i kosningabarátt- unni á næsta ári?“ „Ég býst við að almenningur verði tortryggnari í garð stjórn- málamannanna og stjórnvalda almennt. Meiri hreinskilni er nú krafizt i stjórnmálabaráttu og jafnframt ríkjandi nokkur efi um það hvort yfirvöld vinni störf sin af þeirri kostgæfni sem ætlast verður tii.Það verður mjög erfitt að skilgreina kosningaúrslitin þegar þar að kemur og draga i dilka áhrif alls þess sem kjósendur hafa talið máli skipta. En sennilegt er að Watergate-málið og núverandi efnahagsástand sem þó er tekið að batna verði til þess að minnka fylgi republikana eitthvað frá því sem það annars hefði orðið. Annars mun tor- tryggni kjósenda gagnvart stjórnmálamönnunum og kosningakerfinu vafalaust einnig lýsa sér í því að margir greiða ekki atkvæði. Sam- kvæmt nýjustu skoðanakönn- unum telja nú 42% kjósenda sig demókrata, 18% republikana en 40% telja sig óháða. Þegar þau atriði sem ég hef nefnt 'eru öll tekin til greina býst ég við að Ford verði að leggja sig allan fram ef hann á að ná kosningu 1976“. Innanflokkserjur republikana „En hvað um erfiðleika Fords innan eigin flokks?“ „Sem stendur er lítið talað um að Ronald Reagan, fyrrum ríkisstjóri í Kaliforníu fari í framboð á vegum nýs flokks, sem þriðji höfuókeppinautur- inn um forsetaembættið. En Reagan er enn að gera upp hug sinn um hvort hann eigi að keppa við Ford um útnefningu republikanaflokksins. Þeir sem gests fylgjast með þessum málum telja þó að Ford hafi tekizt á nokkrum undanförnum mánuðum að ná vel til ihalds- samari aflanna i flokki sínum og unnið bug á óánægjuröddun- um í þeim armi flokksins. Fari Reagan engu að síður í framboð gegn Ford eru Iíkurnar fyrir því að flokkurinn hafni Ford sáralitlar að minu mati.“ Kosið um efnahagsmál 1976 „Burtséð frá þvi sem þegar hefur verið minnzt á, hvaða mál eru þá liklegust til að verða hitamál i kosningunum sem verða eftir rúmt ár?“ „Það verða að öllum líkind- um fyrst og fremst efnahags- mál sem um verður kosið. Að vísu er mjög erfitt að segja til um hvernig þau þróast næstu mánuðina, en sérfræðingar telja flestir að við séum komnir fram hjá því versta í þeim efn- um og verði þróunin jákvæð fram að kosningum má búast við að Ford hagnist á því. Hins vegar hefur ástandið verið ai- varlegt á þessu sviði og stjórn Fords sízt til framdráttar." íhaldssemi og frjálslyndi „Hafa orðið einhverjar meiri háttar breytingar á hinni hefð- bundnu skiptingu bandariskra kjósenda í „íhaldssama“ og „frjálslynda" að mati ykkar vís- indamannanna sem hafið það að atvinnu að rannsaka stjórn- málastarfsemina í landinu?" „Þessi hugtök hafa alltaf verið mjög á reiki og maélingar á þeim háðar ýmsum tak- mörkunum eins og oft er um hugtök félagsvisindanna. 59% Bandaríkjamanna segjast vera „íhaldssamir" en það eru auð- vitað ekki marktækar upplýs- ingar nema að vissu marki, því þetta fólk hefur misjöfn við- horf til ýmissa mála. Niður- staðan verður önnur ef spurt er um afstöðu fólks til mikils- verðustu mála og það siðan greint í skoðanaflokka eftir á. Ég held sjálfur að hugmynda- fræði skipti minna máli i póli- tiskri afstöðu fólks nú til dags. Fólk er „pragmatískara“ en áður. Ef við lítum á fylgi flokk- anna tveggja, demókrata og republikana, þá eru engar meiri háttar breytingar sjáan- legar á langtimafylgi þeirra, en þó virðist heldur stefna í þá átt að republikanaflokkurinn verði minni og „íhaldssamari" en demokrataflokkurinn stærri og „frjálslyndari“. Þetta má m.a. lesa úr þeim tölum sem ég gat um áðan varðandi hvaða flokka kjósendur teldu sig vera fylgjandi.“ — GHH. Rœtt við prófessor Jonathan Moore um bandarísk stjórnmál Rekstrarhalli Rafmagns- veitu 53,9 millj. kr. 1974 Arið 1974 reyndist Rafmagns- veitu Reykjavíkur mjög erfitt fjárhagslega og nam rekstrarhalli fyrirtækisins 53,9 millj. kr„ segir f nýútkominni ársskýrslu Raf- magnsveitu Reykjavíkur fyrir árið 1974. Kemur þar einkum þrennt til: Verðbólguþróun sú, sem rfkti á árinu, gengisfelling fslenzku krónunnar og sú óraun- hæfa stefna, sem stjórnvöld Um þessar mundir stendur yfir i Reykjavík norrænt kennaranám- skeið. Námskeið þetta er haldið á vegum Norrænu kennarasamtak- anna en aðild að því eiga kennar- ar við grunnskóla á Norðurlönd- um. Þessi námskeið eru haldin árlega og er tekið fyrir eitthvert ákveðið efni. Að þessu sinni er fjallað um skólann í norrænu menningarsamfélagi. Þátttakend- fylgdu við ákvarðanir gjaldskrár fyrirtækisins. Tvö erlend ián voru tekin á árinu, annað hjá First National City Bank, sem tekið var til að greiða lögbundið stofnframlag Rafmagnsveitu Reykjavikur til Landsvirkjunar að upphæð 600 þús. dalir og 4.200 þús. dala lán hjá Bank of Montreal og Scandi- navian Bank í London. Hluti þess ur I námskeiðinu eru frá öllum Norðurlöndunum og koma úm 130 erlendis frá, en íslendingarn- ir eru um 30. Fyrirlesarar eru frá öllum Norðurlöndunum og af hálfu Islands flytja þau Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri, Finn- bogi Guðmundsson landsbóka- vörður og Gylfi Þ. Gíslason al- þingismaður erindi á námskeið- inu. Námskeiðinu lýkur á föstu- dag, 1. ágúst. láns fór til að greiða bráðabirgða- lán til skamms tima og afgangur- inn mestmegnis til að greiða van- skilaskuldir við Landsvirkjun sem hlaðist höfðu upp. Augljóst er, hve alvarleg áhrif vanskil Raf- magnsveítunnar hafa á rekstur Landsvirkjunar, þegar á það er litið að Rafmagnsveitan greiðir 40,7 % af heildartekjum Lands- virkjunar af raforkusölu, en hluti hennar af orkukaupum er 17,1%, segir í skýrslunni. Frekari skulda- söfnun verður að teijast mjög var- hugaverð og er i því sambandi rétt að benda á að gengistap og vextir námu 232 m. kr. eða 15,8% af heildarútgjöldum ársins 1974. Segir Aðalsteinn Guðjohnsen að rót fjárhagserfiðleikanna sé að rekja allt til verðstöðvunarlag- anna 1970, og tregðu stjórnvalda eftir það til að heimila eðlilegar gjaldskrárhækkanir. Fram- kvæmdir drógust þvi verulega saman, þar Á meðal ýmsar aðkall- andi endurbætur. Norrænir kennarar á námskeiði í Reykjavík Crysler Utanborðsmótorar Maririe EIGUM TIL AFGREIÐSLU MARGAR STÆRÐIR AF CHRYSLER UTANBOROSVÉLUM. MEST SELDA UTANBORÐSVÉLIN '74 OG '75 Berið saman verð og gæði. Chrysler er Ameriskur. Leitið upplýsinga FÁANLEGIR; . I k. 3.6 • 4.9 • 6 • 8 • 10 • I 15 • 20 • 25 • 30 • 35 • 45 • 55 • 60 Í 75 • 90 • 105 • 120 • 135 • 150 HA 1 Tryggvagata 10 Sími 21915—21286 P O Box 5030 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.