Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1975
15
„Hollur er heima-
fenginn baggi”
Stutt landbúnaðarspjall við Jón á Laxamýri
HINN aldni heiðursmaður
Jón H. Þorbergsson á’ Laxa-
mýri heldur nú um mánaða-
mótin upp á 93. afmæiisdag
sinn. Er fréttamaður Mbl.
var á ferð fyrir norðan um
daginn, hitti hann Jón að
máli, og gat hvorki séð það á
honum né heyrt að hann
ætti ekki nema nokkur ár
eftir til að fylla 10. tuginn.
Hann er einstaklega hress í
bragði og ern og fylgist með
öllu sem gerist í þjóðmálum,
og hefur ákveðnar skoðanir.
Landbúnaðurinn er sem
fyrr aðaláhugamál hans ás-
amt trúmálum, og hér á eftir
fara glefsur úr hugleiðing-
um Jóns um ævistarfið.
Landbúnaðurinn er mitt
stóra ævistarf. Ég er fæddur og
uppalinn í sveitinni, var alls 5
ár í útlöndum til að afla mér
þekkingar í landbúnaðarmálum
og ferðaðist um landið í 10 ár til
að leiðbeina bændum í þeim
málum. Ég átti lengi sæti á
Búnaðarþingi og hafði á hendi
forystu í félagsmálum bænda,
var þar á meðal einn af stofn-
endum og starfsmönnum fé-
lagsins Landnáms, sem meðal
annars kom af stað Landnámi
rikisins, sem hjálpaði bændum
til að koma upp nær 1000 nýbýl-
um í góðum sveitum á kostnað
afdala- og heiðakota, sem þá
fóru í eyði, og áttu að gera það.
— Ég gaf út mörg rit um land-
búnað og var um 10 ára bil
meðeigandi og i ritstjórn bún-
aðarblaðsins „Freys“. Ég hefi
ritað mikinn fjölda greina um
landbúnað i blöð og tímarit allt
frá 1906, og siðast en ekki sízt
framfarabóndi í 58 ár.
— Þú hefur í skrifum þínum
lagt mikla áherzlu á, að land-
búnaðurinn sé frumatvinnu-
vegur þjóðarinnar.
Landbúnaður er frumat-
vinnuvegur og undirstöðuat-
vinnuvegur þjóðarinnar. Án
hans gæti hún ekki haldizt við
og búið í landinu. Þjóðin hefur
engan gjaldeyri og ekki hægt
að sjá um að hún eignist hann
nokkurn tíma, sem nema
mundi ótrúlega mörgum þús-
undum milljóna króna árlega
til að kaupa frá útlöndum land-
búnaðarvörur eftir þörfum.
Það er óframkvæmanlegt, og
þær vörur dýrari og verri. Segj-
um,. að á félli þriðja heimsorr-
ustan. Þá gæti orðið hungur í
landinu, ef þjóðin stundaði
ekki landbúnað.
Landbúnaðurinn hefur átt
mestan þátt i því að halda lífinu
í íslenzku þjóðinni frá önd-
verðu. Aðrir atvinnuvegir þjóð-
arinnar hafa fengið sinn aðal-
styrk til uppbyggingar frá land-
búnaðinum í fjármunum og
fólki. „Hollur er heimafenginn
baggi,“ segir gamalt spakmæli.
Landbúnaðurinn hefur mögu-
leika og heldur uppi athöfnum
til þess að fæða og klæða þjóð-
ina með innlendum föngum.
Það má ætla að minnst 1/5
hluti þjóðarinnar lifi af land-
búnaði. Starf þessa fólks felst í
framleiðslu, dreifingu og iðnað-
arstörfum landbúnaðarvörunn-
ar. Höfuðstóll þjóðarinnar er
landið með gögnum þess og
gæðum. Verðmætast þar er
gróðurmoldin með sínum
undrakrafti. Hún er þess vald-
andi að landbúnaðurinn er ó-
hreyfanleg undirstaða fyrir lif,
athafnir og afkomu þjóðarinn-
ar i landinu. Þjóðin á engra
kosta völ nema að búa i sínu
eigin landi. — Menning bænda-
fólks, félagsleg bændasamtök
og samvinnufélög i sveitum
landsins og kvenfélög eru starf-
andi i samhug og halda uppi
sterkri menningu athafnalega,
svo og ungmennafélög.
Bændafólkið er sterkasta
stétt þjóðfélagsins. Það vinnur
daglega eftir þörfum. Það er
aldrei i verkföllum eða atvinnu-
leysi. Það vinnur og spornar á
móti ,,dýrtiðinni“.
Það hefur ekki þurft að
lækka gengi krónunnar vegna
bændanna. Þeir hafa haft mik-
ið tjón af því vegna vélvæðing-
ar og húsabygginga í landbún-
aðinum. Bændur sjá að 35 tíma
Framhald á bls. 21
Berjast fgrir veru
ísraels í SÞ
Washington, 30. júlí. Reuter.
LEIÐTOGI Demókrata f full-
trúadeild Bandarikjaþings,
Thomas O’NeiIl, sagði i gær, að
senn yrði lögð fram í deildinni
ályktun þar sem Bandaríkja-
stjórn er hvött til að íhuga að
hætta þátttöku i allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna ef
fsrael verður rekið úr samtök-
unum. Hafa 59 þingmenn lýst
stuðningi við ályktunina nú
þegar.
Viðrœður
Fischers
og Karpovs?
Manila, 30. júlf. Reuter.
FLORENCIO Campomanes,
einn af varaforsetum Alþjóða
skáksambandsins, FIDE, sagði
f sjðnvarpsviðtali l dag að
verið væri að kanna leiðir tii
að koma á fundi milli Bobby
Fischers og Anatoly Karpovs
til að ræða skilyrði fyrir hugs-
anlegu skákeinvfgi milli
þeirra og væri „ekki útilokað
að af einvfgi gæti orðið.“
Castro aihendir
gögn um morð-
Washington, 30. júlf. AP.
GEORGE McGovern öldunga-
deildarþingmaður skýrði í dag
frá því að hann myndi afhenda
rannsóknarnefnd deildarinnar
um starfsemi CIA gögn sem
Fidel Castro, forsætisráðherra
Kúbu, hefur látið honum I té
um meint tilræði bandarísku
leyniþjónustunnar, CIA, við
Castro og aðra kúbanska ráða-
menn. McGovern kvaðst ekki á
neinn hátt geta staðfest þær
ásakanir sem fram koma í
gögnum Castros á hendur CIA,
en eigi þær við rök að styðjast
sé Ijóst að CIA hafi haft i
frammi hneykslanlegt og
„óamerfskt" athæfi gagnvart
erlendum leiðt,oga. I gögn-
unum kemur fram að tilræðin
hafi verið 24 talsins frá miðju
ári 1960 til mars 1971.
Þunnum frökkum
(4 snið, margir litir)
Denim overdress *
Sumarkjólum
Blússum Æk
Pilsum Æ&z-
GaberdínebuxumJSr ik
Fínflauelsbuxum^^fe^ 1
Mjóum beltum Tji
Röndóttum sokkum Mj
o.fl. o.fl. o.fl. ím
HUSIÐ
GRETTISGÖTU 46 ■ REYKJAVÍK ■ SÍMI 25580.