Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGÚST 1975 Ólafur Hannibalsson: Tilsögn í „byggðastefnueða HVERNIG MÆTTI LEGGJA HEIL SÓLKERFI í EYÐI MEÐ HALLDÓRS E. ? Grund 22/2 1975. Upphaf „Hornsmáls" Desember 1974. í islenzka land- búnaóarráðuneytinu sitja menn me<l sveittan skallann yfir endur- samninftu lagabálks um ábúðar- rétt jarða. Peningavaldið teygir víða klær sínar um landið, þar sem hlunninda er von, nýtir hlunnindin, en leggur jarðirnar að iiðru í eyði. Nú skal bregðast við í anda byggðastefnu Fram- sóknarflokksins. Halldór E. Sigurðsson í Borgarnesi, þing- maöur Vesturlandskjördæmis og landbúnadarráðherra, ætlar aö reisa sér óbrolgjarnan minnis- varða með þessu frumvarpi, tryggja ábúð jarða og forgangs- rétt heimamanna til rádstöfunar jarða, sem úr ábúð losna, umfram utanhéraðsmenn og embættis- vald. En það er hægara að kenna heilræði en halda þau. Ríkið er stærsti jarðeigandi á Lslandi Og mun láta nærri að fimmta hvert býli í landinu sé i þess eigu. Um þessar sömu mundir (23. des. '74) bar það við, að einn leiguliði rikisins, Haukur Evjólfsson á Horni i Skorradal andaðist. Hafði hann setið jördina í 34 ár. Horn er engin vildisjörd, 6 hndr. að fornu mali. Hús eru að falli komin, tún litið og óvéltækt. En hún er vel í sveit sett, hefur rafmagn frá samveitu, liggur vel viö samgöngum. Ekkert er því til fyrirstööu, að þar sé rekið snoturl bú og gagnsaml. Þann 29. jan. ritar sonur Hauks, Ingólfur, sem nú er vörubif- reiðarstjóri í Reykjavík, hrepps- nefnd Skorradalshrepps bréf, og sækir um ábúð á jörðinni. Hyggst hann stunda atvinnu sína þaðan, enda framundan stórfram- kvæmdir í næsta nágrenni, en reka bú jafnfraint. Ingólfur er þarna fæddur og uppalinn, Hornið nánast föður- leifd hans, þótt ríkisjörö sé, hefur verið föður sínum innan handar eftir getu hin síðustu ár og öllum hreppsbúum að góðu kunnur. Umsókn hans er því umsvifalaust samþykkt í hreppsnefnd og 2. febrúar rilar oddviti Skorradals- hrepps, Davíð bóndi Pétursson á Grund svohljóðandi bréf til land- búnaðarráðuneytisíns: (irund 2'2 1975 Hr. rádtmeylissljóri. Svcinhjörn l)a«finnsson. I>ann 23. desember s.l. andaðist Haukur Eyjólfsson ábúandi á Horni í Skorrádal. Úttekt á jörð- inni þarf þvi að fara fram í vor, en eins og kunnugl er, þá er jörð- in ekki fýsileg til búskapar, bygg- ingar allar mjög lélegar, ræktun engin s.l. ár og er þvi véllækt tún ekkerl. Girðingar allar ónýtar o.s.frv. Þau ánægjulegu tíðindi hafa þó gerst, að sonur Hauks, Ingólfur, hefur mikinn áhuga fyrir að taka jörðina til ábúðar til aö byrja með a.m.k. bar sem telja verður mjög hæpið, að nokkur annar aðili hugsi sér að taka Hornid á leigu, og flytjast þangað að vori, þá tnæl- umst við eindregið til þess við ráöuneytid, aö það byggi Ingólfi jörðina með öllum þeim gögnum og gæðum, sem henni fylgja, frá og með næstu fardögum. Við teljum, að verði Ingólfi ekki byggð jörðin, þá séu nánast engar líkur á, að ábúandi fáist á Hornid i náinni framtíð. Meðfylgjandi er ijósrit af bréfi Ingólfs. Virrtinjjarfyllst. Davfó Pólursson. Halldór E. velur versta kostinn Hér er rétt að staldra við og huga að því, hvernig þetta mál horfir við íbúum Skorradals- hrepps. í hreppnum eru 14 jarðir í byggð og 65 íbúar. Þeim er þvi eölilega eftirsjá að hverri jörð, sem leggst í eyði. Besti kosturinn er að jörðin sé í byggö. Það er ekki adalatridid, að þar sé rekinn búskapur. Jafngott getur verið að hafa mann, sem atvinnu hefur af HJÁLP öðru, ekki sist ef hann er lag- tækur við véiar og bíla. Ennfrem- ur leggur sveitarfélag alltaf nokkuö upp úr þvi aö um trausta gjaldendur sé aö ræða. I þvi til- felli, að aöalatvinna ábúanda reyndist svo tímafrek, að um bú- skap væri ekki að ræða, hefðu hreppsbúar getað nytjað beit og aðrar landsnytjar, enda land- þröngt nokkuð í Skorradal. Annar besti kosturinn frá sjónarmiöi hreppsbúa, var þvi að hreppurinn fengi jörðina til ráð- stöfunar. Þriðji og versti kostur- inn var, að jörðin færi I eyði, en beit og aðrir landkostir væru nytj- aðir af utansveitarmanni. Þann kostinn valdi Halidór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra. eins og við munum nú brátt sjá. „Garöur er granna sættir“ Nú verður að nefna til sög- unnar Jón Gíslason, bónda á Skeljabrekku í Andakílshreppi, 'næstu sveit við Skorradal. Hann býr nokkuð stóru búi ásamt syni sinum, Gísla, á Ytri- og Innri- Skeljabrekku. Hafa þeir haft þann hátt á, aö kaupa upp all- margar nálægar jarðir og jarðar- parta og ieggja undir heimajörð- ina, en tekið aðrar á leigu. Sitt mun sýnast hverjum um það bú- skaparlag, og ýmsir telja, að þeir hafi ekki erindi sem erfiði, með því að dreifa svo kröftunum út um allar þorpagrundir, en menn hafa réttilega talið það þeirra einkamál, — a.m.k. meðan þeir héldu sig innan sinnar sveitar, Andakilshrepps, — og látið óátal- iö þólt 9 jarðir og jarðapartar séu þannig komin undir Skelja- brekkubú. (Ein þeirra jarða er Vatnshorn í Skorradal, sem er í einkaeign og leigð Jóni beint). Þá hefur Jón haft á leigu frá ríkinu svonefndar Kirkjutungur, sem áður munu hafa heyrt undir Horn i Skorradal, en nú um langan tíma leigðar séráparti sem beitarland. Kunningsskapur og ættartengsl eru með Jóni og ýmsum ibúum Skorradalshrepps, þ. á m. Davíð oddvita á Grund, og ekki annað vitað, en það hafi verið rækt svo sem efni stóðu til á báða bóga. En nú virðist Jón á Skeljabrekku fá óstöðvandi löngun til að bæta Horni við veldi sitt, sem var þó ærið viðlent fyrir. Hann snýr sér þó ekki til hreppsnefndarinnar I Skorradal, nágranna sinna, heldur fer ærnar krókaleiðir að takmarkinu. Hann á semsé innan- gengt i salarkynni Valdsins. Og Valdið hefur ekkert við þegna sína að tala. Það bara ákveður og þegnanna er að beygja höfuð sín í duftið í auðmýkt og halda þverrif- unni klemmdri saman. „Siðleysi kunningsskaparins" Þann 14. febrúar er mikið um dýrðir á Hvanneyri: Hundrað ára afmæli Halldórs Vilhjálmssonar skólastjóra, og að sjálfsögðu er landbúnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson, þar meðal gesta og ræðumanna. í leiðinni kemur Halldór við hjá vini sínum Jóni á Skeljabrekku, þiggur kaffisopa, og gaukar að honum um leið bygg- ingarbréfi fyrir Horni i Skorra- dal. Ekki er það þó úlgefið á nafn Jóns heldur til handa syni hans, Þorvaldi, ungum pilti, þá á fyrsta ári í námi i bifvélavirkjun að Bæ í Borgarfirði. Hér er greinilega það á ferðinni, sem Jónas frá Hriflu á sinni tíð nefndi „siðleysi kunn- ingsskaparins". Byggingarbréf þetta er dætni- gert plagg fyrir hinn hrokafulla valdsmann, sem telur sig hafinn yfir þau lög og rétt, sem almennir borgarar í landinu verða að lúta. Það er fært inn á eyðublaðsform, sem prentað er í samræmi við ábúðarlög, nr. 8/1951, enda þótt núgildandi lög séu nr. 36/1961. (Var kannski ekki annað form til að Skeljabrekku?) Síðan er karl- mannlega slegið striki yfir ýmis lagaákvæði, sein prentuð eru með eyðublaðinu, fellt niður og aukið við. Þá virðist og sem sum ákvæði séu miðuð við framtíðarlög, sem alþingismenn eiga eftir að „stimpla i gegnum“ þingið, svo sem að jarðargjaldið er miðað við 540 1. mjólkur, og breytist skv. mjólkurverði. Hvað um það? Valdið hefur talað og byggt Þor- valdi Jónssyni, nemanda i bifvéla- virkjun á 1. ári, jörðina Horn í Skorradal, ævilangt, nema . . . Já, nema hann uppfylli ekki ákvæði laga og byggingarbréfa um ábúðarrétt, og verður komið að því siðar. Snör handtök En jafnframt þessu sýnir Hall- dór E.klókindi valdsmannsins með öðru plaggi. Samdægurs undir- ritar Þorvaldur Jónsson nefnilega yfirlýsingu, þar sem hann kveðst því „samþykkur, að landeigandi (þ.e. Halldór E. sem handhafi Valdsins, innskot mitt) taki und- an jörðinni landspildu handa Ing- ólfi Haukssyni til byggingar sumarbústaðar” (!). Þarna hefur Halldór fengið „dúsu“ til að stinga upp I þann, sem fundið gat sig grátt leikinn. Og stærð og staðsetningu „dúsunnar" gat Halldór sjálfur ákveðið eftir þvi, hvað maðurinn reyndist „sam- vinnuþýður“. Að svo búnu tók Halldór sjálfur að sér að bera bréfið í Borgarnes og fá því þing- lýst þar. Mun slíkur hraði og þjón- ustulipurð á afgreiðslu máls i ráðuneytum stjórnarráðsins næsta fágætur, — og naumast til eftirbreytni. Víkur nú sögunni aftur upp I Skorradal. Þar hafði lengi verið áhugi fyrir því, að ná þeim hlunn- indum, sem áðurnefndar Kirkju- tungur eru, aftur inn i hreppinn. Nú var það kunnugt, að leigu- timi var útrunninn og, af ein- hverjum ástæðum, sem Jóni á Skeljabrekku hljóta sjálfum að vera best kunnar, hafði hann ekki hirt um að endurnýja umsókn sína. Hreppsnefndin skrifaði því landbúnaðarráðuneytinu svo- hljóðandi bréf: Hr. ráðuneytisstjóri Sveinbjörn Dagfinnsson Landbúnaðarráðuneytinu, Re.vkjavfk. Á hreppsnefndarfundi sem haldinn var á Grund hinn 22. febr. 1975 var samþykkt að senda ráðuneytinu eftirfarandi um- sókn: Hreppsnefnd Skorradalshrepps sækir hér með um að fá á leigu Kirkjutungur í Skarðsheiði sem er i leigu rikisins. Hreppsnefndin mun Ieyfa þeim hreppsbúum sem þurfa á auknu beitarlandi að halda að nytja Kirkjutungurnar, enda þurfa þær jarðir i hreppnum sem næst Kirkjutungunum liggja nauðsyn- lega á auknu beitarlandi að halda til að viðhalda og ná lífvænlegri bústærð. Oddviti hreppsnefndar sótti um þetta land munnlega til yðar, hr. ráðuneytisstjóri, fyrir nokkrum árum þegar fór að styttast i leigu- tíma hjá siðasta leigutaka, en þá var undirstrikað við yður að endurnýja ekki leigu til utan- sveitarmanna, þar sem þörf væri á beitarlandi innan hreppsins. Biðjum við yður að sjá svo um að gengið verði frá leigusamningi við hreppinn hið fyrsta. Virðingarfyllst. í hreppsnefnd Skorradalshrepps, Davíð Fólursson Bjarni Vilmundarson (íuðm. Þorsleínsson Einar Jónsson Guðm. Stefánsson Afrit sent Magnúsi B. Jónssyni skólastjóra Hvanneyri. Ráðuneytið lamast og verður klumsa Nú var ekki rokið upp til handa og fóta i ráðuneytinu. Nú lagði ráðherrann ekki sjálfur land und- ir fót með útfyllt leigubréf upp á vasann til hreppsnefndar Skorra- dalshrepps. Nei, nú urðu menn bæði fót- og handlama f ráðuneyt- inu, endalaus þögnin rfkti ein og enn þann dag í dag hefur ekkcrt svar borizt frá ráðuneytinu við þessari umsókn. Er sú afgreiðsla býsna fróðleg og lærdómsrík til samanburðar við hina snöggu og hiklausu afgreiðslu á byggingu Horns. Vér mótmælum allir Nú er það svo i Skorradal eins og víðar í sveitum landsins, að þar skiptast menn í framsóknar- og sjálfstæðismenn, auk einstaka „sérvitringa“, sem aðhyllast aðra flokka. Ekki er mér kunnugt um, hvernig sú skipting er í Skorra- dal. En það sem gerist næst í málinu er það, að allir at- kvæðisbærir íbúar Skorradals- hrepps skrifa undir mótmæla- skjal (nema 3, sem ég hygg hafa verið fjarverandi) gegn gerræði ráðherra i þessu máli. Sýnir þetta einstæða samstöðu, þegar þess er gadt. að í hlut á áhrifamikill póli- tfskur ráðamaður og samflokks- maður sumra undirskrifenda, og Horn í Skorradal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.