Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1975 Annasamir sólarhringar hjá Þjóðdansafélaginu UNDANFARNA daga hafa félagar Þjóðdansafélags Reykja- víkur átt mjög annríkt. Nýlokið er norrænu þjóðdansamóti, sem stóð frá 19. júli til 27. júli. Þar voru meðal þátttakenda um 300 erlend- ir gestir frá hinum norðurlönd- unum. Þeir ferðuðust um landið i þrem hópum dagana 23. — 26. júlí og voru mjög ánægðir með tslandsferðina í heild. Ung- Landanir á Akranesi Akranesi 30. júlí. SKUTTOGARINN Krossvík AK 300 kom hingað í gær með 160 lestir af blönduðum fiski og vs. Sigurborg AK 375 með um 15 lestir. Aflinn fer til frystingar og sumt (stórufsinn) í salt. Skuttog- arinn Ver AK 200 kemur væntan- lega af veiðum á morgun með um 200 lestir af fiski. " — Júlíus. mennafélag tslands sá að mestu um skipulagningu á móttökum og sýningum úti á landi, en fram- kvæmd mótsins hér í Reykjavík hvildi að mestu leyti á herðum félaga Þjóðdansafélagsins. Þá hefur um tuttugu og fimm manna hópur frá félaginu æft söng og dansa fyrir ferð til Kanada, þar sem hann tekur m.a. þátt I hátiðahöldunum á Gimli. Sigriður Valgeirsdóttir æfir og stjórnar danssýningum, tónlistina hefur Jón Ásgeirsson samið og raddsett. Efnt var til sýningar f Þjóðleikhúsinu. Flestir erlendu gestanna á norræna þjóðdansa- mótinu komu á þá sýningu, en hún hlaut ágætar undirtektir áhorfenda. Að loknum hátiðahöldunum í Gimli verður haldið til nágranna- byggða og sýnt þar. Þá eru m.a. ákveðnar sýningar í Winnipeg þann 10. til 15. ágúst. En þar Frá æfingu hjð Þjóðdansafélaginu. stendur þá yfir svokölluð „Folklorama week“ eða þjóð- hátíðarvika. I þeirri hátið eru þátttakendur frá fjölmörgum löndum, sem sýna daglega ýmis þjóðleg atriði frá hverju landi. Flestir þátttakenda koma heim aftur þann 22. ágást. Hundar leggjum við net fyrir útgerðarmenn Útgerðarmenn og sjómenn eru manna dómbærastir á net. Þeir leggja aðeins bestu net fyrir fiskinn. Þess vegna þýðir ekkert annað fyrir okkur en að leggja það besta og hagstæðasta fyrir þá. Útgerðarmenn Sjaldan er ein báran stök. Kaupið strax - kaupið ódýrt, úrvals japönsku þorskanetin frá Nichimo, til afgreiðslu strax af lager í Reykjavík, á hinu ótrúlega lága Nichimo verði. Hafið samband við umboðsmenn okkar á íslandi áður en þið festið ykkur aftur í netum frá öðrum. Umboðsmenn Sími 24120 KRISTJANO. SKAGFJÖRÐ Ég verð fyrirfram að biðjast af- sökunar á, að ég skuli dirfast að fara fram á að mál mitt verði tekið til birtingar I fjölmiðli og ekki sízt i víðlesnasta blaði lands- ins. Það, að ég reyni að strnga niður penna nú, voru vangaveltur ung- frú Elinar Pálmadóttur í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins 27. júli s.l. Hún, ef ég má taka svo til orða ræðst gegn hundum og auðvitað getur þessi víðreista og gáfaða kona sagt margt hundum i óhag. Ég hef hvorki dvalið í Afríku né Asiu, en ég sýti það ekki. En ég er móðir, sem þurfti að vinna utan heimilis míns i mörg ár. Börnin mín báðu mig að gefa sér hund. Ég hummaði það fram af mér alltof lengi vegna þess, að það er bannað. Að Iokum stóðst ég ekki mátið. Ég ætla ekki að segja að hund- urinn ali börn upp fyrir okkur en hundur er vinur og betri vinur en flestur maðurinn. Ég drap á Gárur ungfrú Elínar Pálmadóttur. Ef til vill hefur henní aldrei orðið hált á öðru í lífinu en að renna á hundaskit og þá er vel. En ég held, að við mæður, sem reyndar hefur hlotn- ast það dásamlegasta, sem enginn skilur nema móðir, verðum að fara fram á, að aðrir reyndari skrifi um það, sem okkur við- kemur og þá ekki sízt hvað hundur getur gert fyrir börnin okkar. Kópavogi 30. júli Steinunn Jónsdóttir. Akraborgin reynir nýju bílabrautina Akranesi, 30. júlí. I DAG féllu niður nokkrar ferðir Akraborgar vegna þess að verið var að „aðhæfa" hana nýjum löndunarskilyrðum á Akranesi, þar sem bílar aka í land. í Reykja- vik er verið að leggja síðustu hönd á bifreiðabrautina og getur Akraborgin væntanlega hafið flutninga með bíla á bíladekki um helgina. Getur hún þá tekið um 60 bíla í stað aðeins 11 áður. — Július. Heitasti dagurinn í Mývatnsveit Mývatnssveit, 30. júlí. EFTIR nálega hálfsmánaðar óþurrka er hér í dag einn af heit- ustu dögum sumarsins. Hefur hit- inn komizt yfir 20 stig, og blæja- logn. Margir eiga mikið hey úti til að þurrka. Má því búast við að annasamt verði hjá bændum næstu daga, ef þurrkurinn helzt. — Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.