Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGUST 1975 17 Maharanían af Jaipur fangelsuð Nýju Delhf, 31. jiílí — AP. MAHARANlAN af Jaipur, Gayatri Devi, höfuð einnar auðugustu aðalsættar Ind- lands og fyrr á árum köll- uð ein af fegurstu konum heims, var f gær handtekin og fangelsuð, ákærð fyrir brot á smygl- og gjaldeyris- löggjöf landsins, að því er rfkisstjórnin skýrði frá í dag. Tilkynningin um handtökuna var lesin upp f þinginu, þar sem maharanfan hefur átt sæti f 10 ár. Hún bætist nú f hóp meira en tylftar þing- manna, sem fangelsaðir hafa verið eftir að Indira Gandhi lýsti yfir neyðar- ástandi f landinu, en hún er fyrsti þingmaðurinn sem handtekinn er fyrir sakir, sem óskyldar eru stjórnmálastarfsemi. Handtakan fór fram fimm mánuðum eftir að skattalögregla stjórnar- innar uppgötvaði 17 milljón dollara virði af gulli og skartgripum í höll- um fjölskyldunnar í Jaip- ur, hinni sögufrægu bleiku borg, um 300 km fjarlægð suður af Nýju Delhí. Höfðu verðmæti þessi verið falin í leynigeymsl- um. Ef maharanían sem er 56 ára verður sek fundin á hún yfir höfði sér langa fangelsisvist, háar sektir og eignaupptöku. Eiga ísraelsmenn kjarnorkuvopn? Washington, Tel Aviv, 31. júlf. AP. STÓRBLAÐIÐ Boston Globe skýrir frá þvl I dag, að sérfræð- ingar I Bandarfkjunum telji að Israelsmenn hafi framleitt a.m.k. tfu kjarnorkusprengjur, sem hver um sig hefur álfka sprengikraft og sprengjur þær sem Banda- rfkjamenn vörpuðu á Japan f lok sfðari heimsstyrjaldarinnar. Skv. upplýsingum blaðsins er talið að tsraelsmenn eigi flaugar sem geti flutt sprengjurnar hundruð milna út fyrir landamæri Israels. Hafi þessar fréttir við rök að styðjast er Israel sjöunda kjarn- orkuveldið í heiminum. Hin eru Bandarikin, Sovétrfkin, Bretland, Frakkland, Kfna og Indland. Staðfesting á þessum fréttum hefur ekki fengizt i Israel, en sérfræðingar hafa lengi talið, að næg tækniþekking væri til staðar f landinu til að framleiða þessi vopn, án þess að vitað væri, hvort þau hafa f raun og veru verið smíðuð. I desember sl. sagði forseti Isra- els, Ephraim Katzir, að Israels- menn hefðu möguleika á að smíða kjarnorkuvopn og mundu gera það, ef þeir teldu sig þurfa þess með. Rabin forsætisráðherra end- urtók stuttu sfðar, þá afstöðu stjórnarinnar að Israelsmenn mundu ekki verða fyrstir til að nota slfk vopn fyrir botni Miðjarð- arhafs. Frú Peron hótar að segja af sér Buenos Aires, 31. júlf. AP. MARIA ESTELLA PERON for- seti Argentínu hélt í dag fyrsta stjórnarfund sinn á tveimur vik- um. A fundinum missti hún vald á tilfinningum sfnum og brast f grát og hótaði að segja af sér embætti, en ráðherrar hennar töldu hana af því að segja af sér. Frú Peron, sem er 44 ára hefur að undanförnu átt við ofþreytu og lasleika að stríða og hefur ekki getað sinnt stjórnarstörfum né einbeitt sér að vandamálum þeim sem stjórn hennar hefur átt við að strfða. Leiðtogar hinna þriggja strfðandi frelsishreyfinga f Angólu. F.v. Neto leiðtogi MPLA, Roberto leiðtogi FNLA og Savimbi leiðtogi UNITA. Hart barizt í Ansólu Lúanda, 31. júlf. AP, Reuter. BARDAGAR héldu áfram f dag f borginni Malanje f Angólu milli niarxistahreyfingarlnnar MPLA og Þjóðfrelsishreyfingarinnar FNLA, sem nýtur stuðnings stjórnar Zaire. Brugðið gat til beggja vona f bardögunum, að sögn portúgalsks talsmanns f Lú- anda. Portúgalski flugherinn neitaði áfram að fljúga með hjálpargögn til Malanje, þar sem skotið hafði verið á flugvélarnar á leið þang- að. Hvftir og svartir flóttamenn streyma frá höfuðborginni Lú- anda, en lengi hefur verið búizt við áhlaupi FNLA á borgina, sem hreyfingin tapaði til MPLA fyrr í mánuðinum. Fregnir f dag hermdu, að svo virtist sem árás- inni á Lúanda hefði verið frestað og liti svo út sem FNLA væri að reyna að einangra borgina og þar með MPLA-hreyfinguna frá stuðningsmönnum annars staðar í landinu. Leiðtogi FNLA, Holden Rob- erto, sem I síðustu viku sneri til baka úr útlegð f Zaire var í for- ystu fyrir sveit FNLA, sem f dag lagði undir sig borgina Caxito. Fréttir bárust af bardögum i Þetta kort sýnir norðurhluta hafa verið nágrenni Lúanda, en f borginni var i dag haldinn óformlegur fundur fulltrúa fylkinganna tveggja um möguleika á vopna- hléi. Allar fyrri tilraunir til að fá vopnahléi framfylgt hafa mistek- izt. Fundur æðstu manna Einingar- samtaka Afrfku ákvað f dag að senda nefnd til Angólu til að Angólu, þar sem mestu átökin reyna að koma á sættum milli hinna strfðandi fylkinga. Nefndin mun gefa samtökunum skýrslu um ástandið og þá verður ákveðið hvort samtökin senda friöar- gæzlusveitir til landsins. Fylking- arnar þrjár sem berjast um völdin f Angólu eru allar mótfallnar af- skiptum samtakanna af málum landsins. r Astandið í Nígeríu að færast í eðlilegt horf Brezkum kaupsýslu- manni rænt í annað sinn Bueonos Aires, 31. júlí. AP. BREZKUM kaupsýslumanni var í dag rænt f annað sinn á tveimur árum. Maðurinn, Charles Lock- wood að nafni, var á leið til vinnu sinnar f bifreið ásamt dætrum sín- um og tveimur lffvörðum, þegar bifreið hans var umkringd. Skipt- ust mannræningjarnir á skotum við lffverði Lockwoods og særðust þeir sfðarnefndu og einnig bíl- stjóri Lockwoods. Árið 1973 var Lockwood fyrst rænt, en síðan sleppt úr haldi, þegar greiddar höfðu verið milljónir Bandarfkja- dala í lausnarfé. Lagos, 31. júlí. AP.REUTER. HINIR nýju leiðtogar í Ní- geríu afléttu í dag út- göngubanni því sem verið hafði f. landinu sfðan her- inn gerði byltingu sl. þriðjudag. Einnig var á- kveðið að innanlandsflug hæfist á ný. Er talið að nýja stjórnin telji sig nú orðna trausta í sessi. Hinn nýji þjóðarleið- togi, Mohammed hershöfð- ingi, sagði í gærkvöldi, að Gowon fyrrum leiðtoga landsins væri frjálst að snúa heim óskaði hann 'KrlTTrf þess, og væri öryggi hans og fjölskyldu hans ábyrgzt. Jafnframt voru Gowon boðin eftirlaun hershöfð- ingja. Nýja stjórnin hefur gengið beint til verks og skipt um embættismenn í helztu stöðum og sömuleið- Flugslys á Taipei, Formósu, 31. júlf. AP. VISCOUNT flugvél í innanlands- flugi á Formósu fórst f dag á flugvellinum í Taipei, þegar flugmaður hennar ætlaði að lyfta vélinni úr aðflugi yfir flugbraut til þess að gera dðra lendingar- is um helztu herforingja. Engar fregnir hafa bor- izt af aftökum í sambandi við byltinguna. Landamæri Nígeríu eru enn lokuð og alþjóðlegar flugsamgöngur hafa enn ekki hafizt, en búizt er við að þær hefjist fljótlega. Formósu tilraun. Annar vængur flugvélar- innar rakst þá í jörðu og brotnaði vélin í þrjá hlutff. 75 farþegar voru með vélinni og létu tæplega 30 lífið. Mikil rigning var þegar slysið varð og lendingarskilyrði erfið. Þrír írskir tónlistarmenn myrtir á Norður-Irlandi Belfast, Newry, N-trlandi, 31. júlf. AP. ÞRfR tónlistarmenn úr þekktri frskri popphljómsveit voru skotnir til bana þegar þeir voru á leið með hljómsveit sinni til heimaborgar þeirra, Dublin, eftir að hafa leikið á hljómleikum f Banbridge á Norður-frlandi. Það voru N-frskir öfgamenn, mótmælendatrúar, sem myrtu tónlistarmennina með vélbyssu- skothrfð þegar bílar þeirra stöðv- uðu á veginum við landamæra- borgina Newry. Bílarnir stöðvuðu þegar sex menn klæddir her- mannabúningum gáfu um það merki, og héldu bflstjórarnir að um væri að ræða reglu- bundið eftirlit landamæra- varða. Þegar farþegarnir stigu út var þeim raðað upp við bflana á meðan tveir úr hópi árásarmanna hugðust koma sprengju fyrir f öðrum bílnum. Sprengjan sprakk þó á undan áætlun og drap báða árásarmenn- ina. Mikið óðagot kom þá á hina fjóra og hófu þeir skipulagslausa skothríð á fórnarlömb sín. Þrír tónlistarmannanna biðu- bana, einn særðist, en sá fimmti slapp lítið meiddur lfkamlega, en fékk alvarlegt taugaáfall. Samtök sem nefna sig „Sjálfboðasamtök Ulst- ers“ tilkynntu eftir á, að þau bæru ábyrgð á atburðinum. Þessi samtök hafa áður framið mörg hryðjuverk. Soares í Svíþjóð Stokkhólmi, 31. júlí Reuter. MARIO Soares leiðtogi portú- galskra jafnaðarmanna kom til Stokkhólms f dag til að taka þátt i fundi leiðtoga vestur-evrópskra jafnaðarmannaflokka. Meðal annarra þátttakenda á fundinum, sem hefst á laugardag, verða Harold Wilson forsætisráðherra Bretlands og Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýzkalands. Ástandið í Portúgal verður helzta málið á dagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.