Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGÚST 1975 Útlit fyrir góða færð á þjóðvegum um helgina FÆRÐ á þjóðvegum landsins um Verzlunarmannahelgina ætti að sögn Hiörleifs Ölafssonar vega- eftirlitsmanns að verða með því bezta sem gerist ef ekki rignir mikið. jlðustu daga hefur verið unnið að þvl að hefla aðalvegi og Þýzki kórinn í Háteigskirkju ÞÝZKI kórinn Luruper Kantorie frá Hamborg, sem verið hefur á tónleikaferðalagi um landið að undanförnu, lýk- ur ferð sinni með tónleikum I Háteigskirkju í kvöld, og hefj- ast þeir kl. 21. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Bach, Mendelssohn, Bruckner og Kodaly. Söng- stjóri er Ekkehard Richter og einsöngvari Angelika Hánsch- en. Auk þess leikur Jiirgen Hánschen einleik á orgel kirkj- unnar. Kórinn hefur hvarvetna fengið hinar beztu viðtökur og eru kórfélagar mjög ánægðir með land og þjóð. Aðgöngu- miðar verða seldir við inn- ganginn. Smygl í Skaftá TOLLVERÐIR fundu I fyrra- dag smyglvarning I m.s. Skaft- á. Skipið var þá I höfn I Reykjavfk, nýkomið frá Ant- werpen og Hamborg. Var þarna um að ræða 150 flöskur af 75% vodka og 1200 vindl inga. Söluverðmæti þessa varnings er einhvers staðar ná- lægt 500 þúsund krónum. Meginhluti smyglsins var falinn milli þilja I stýrishúsi skipsins. Fjórir skipverjar, stýrimaður, háseti,, matsveinn og vélstjóri hafa viðurkennt að vera eigendur smyglvarnings- Stórþjófnaður- inn upplýstur Rannsóknarlögreglan hefur nú upplýst stórþjófnaðinn sem framinn var I vöruskála Haf- skips áEiðisgranda um sfðustu helgi. Eru hljómflutningstæk- in komin til skila óskemmd. Verðmæti þeirra var öllu meira en talið var I fyrstu eða um 900 þúsund krónur. Fjórir piltar um tvítugt reyndust vera þeir seku. Frömdu þeir innbrotið aðfara- nótt s.l. mánudags og notuðu bifreið við verknaðinn. Tveir piítanna hafa litillega komið við sögu lögreglunnar áður. Eins og fram kom I Mbl. á miðvikudaginn var stolið 4 hljómflutningstækjum, 5 plötuspilurum, hvorttveggja af Yahama gerð, og 4 bllaútvörp- um. í frétt Mbl. var óskað eftir upplýsingum frá fólki i sam- bandi við Iausn málsins og varð ábending frá einum les- enda blaðsins til þess að rann- sóknarlögreglan upplýsti mál- ið. Skortur á blóði áKORTUR er á blóði I Blóð- bankanum við Barónsstlg þrátt fyrir góðar blóðsöfnunar- ferðir undanfarið. Mikil um- ferðarhelgi er nú framundan. Menn eru þvl vinsamlega beðnir um að gefa blóð I dag. Féll úr kaðli ÞAÐ SLYS varð við Dalshraun i Hafnarfirði slðdegis I gær, að 13 ára piltur féll úr kaðli, sem hann var að sveifla sér á og festur var I húsgafl. Pilturinn var þegar fluttur á slysadeild Borgarspltalans og reyndist hann hafa hlotið höfuðmeiðsl. eru allir vegir I byggð opnir, en á fjallvegum eru einstaka undan- tekningar. Sú breyting hefur verið gerð á Þórsmerkurvegi, að vegmót hans hafa verið færð um nokkur hundruð metra til vesturs eða nær Markarfljótsbrú. öllum bílum er fært I Landmannalaugar en Fjallabaksleið austan Land- mannalaugar er tæpast fær fólks- bflum. Vegurinn upp I Laka er fær jeppum og fært er öllum bllum að sunnan úr Skaftár- tungum, I Eldgjá. Sprengisandur á að vera fær jeppum og stórum bllum, en Kjalvegur er sæmilegur nema kvað mikið er I ám, t.d. er Sandá illfær jeppum, og vegurinn um Uxahryggi og Kaldadal er þokkalegur. Á Vestfjörðum er Djúpvegur ekki fær fólksbílum I Hestfirði, þar sem ekki er enn lokið smlði brúar þar. Vegir á Norður- og Austurland eru allir greiðfærir og búið er að opna Hellisheiði eystri. Um 1000 manns hlýddu á Change HLJÓMSVEITIN Change lék í gær á úll- hljómleikum f Austurstræti á göngugötu- kaflanum framan við Útvegsbankann, en það var verzlunin Karnabær hinum megin göt- unnar, sem gekkst fyrir þessum hljómleik- um. Talið er, að um þúsund manns hafi hlýtt á leik hljómsveitarinnar. Veður spillti nokk- uð fyrir hljómgæðum, en að öðru leyti eru hljómleikarnir álitnir hafa heppnazt hið bezta. — Fjallað verður um hljómleikana á Stuttsfðu Morgunblaðsins á morgun. Jóhannes á Gauksstöð- um er látinn Jóhannes Jónsson útvegsbóndi á Gauksstöðum I Garði lézt laug- ardaginn 26. júlf s.I. 87 ára að aldri. Hann var um langt árabil far- sæll skipstjóri og síðar þekktur útgerðarmaður, rak m.a. fisk- og slldarvinnslustöð á Gauksstöðum, en sonur hans, Þorsteinn, stjórn- ar nú fyrirtækinu I landi, en GIsli sonur hans er skipstjóri á bát þeirra, Jóni Finnssyni. Jóhannes var kvæntur Helgu Þorsteinsdóttur og eignuðust þau 14 börn og eru 11 þeirra á lífi. Þessa merkismanns minnist Gunnar Flóvenz I minningargrein I Morgunblaðinu I dag, en útför Jóhannesar fer fram frá Utskála- kirkju kl. 3 síðdegis. ( gær var lokaundirbúningur hjá Týrurum I Vestmannaeyjum fyrir ÞjóðhátlS Vestmannaeyja, sem hefst á Breiðabakka eftir hádegi I dag og stendur I 3 daga og 3 nætur. Reiknað er með miklum mannfiölda á hátíðina en Flugfélagið flýgur stanzlaust milli lands og Eyja og næstu daga og myndar loftbrú og Herjólfur siglir milli Þorlákshafnar og Eýja viðstöðulaust. Myndina tók Guðlaugur I Eyjum I gær af strákum að leika sér I fótbolta á túninu á Breiðabakka, en I fjarska sést klnverska hofið sem verður Ijósum skrýtt á hátlðinni. Útiskemmtanir víða um land um verztunarmannahelgina GERA MÁ ráð fyrir að mikil umferð verði á þjóðvegum lands- ins um verzlunarmannahelgina. Færð á vegum ætti að verða góð, ef ekki rignir verulega. Stærstu útisamkomurnar verða að öllum llkindum Þjóðhátlðin I Eyjum og Bindindisgleðin I Galtalækjar- skógi. Þá verða á nokkrum stöð- um sérstakar hátlðir og dansleikir verða I fjölmörgum félagsheimil- um landsins. Útlit er fyrir að norð- læg átt verði rlkjandi á Norður- landi en norðvestan eða vestan átt á Suðurlandi. Trúlegt er að veður verði einna skást á Suð- Austurlandi. Gert er ráð fyrir að I Vestmannaeyjum verði rigning I dag en á laugardag verði að mestu þurrt. Sæmilegt veður ætti að verða á Suðurlandi á laugardag. f Vestmannaeyjum halda Eyja- skeggjar Þjóðhátlð slna og verður hún sett I dag kl. 14. Ekki var hægt að fljúga til Eyja I gær, en I dag eru ráðgerðar 13 ferðir þangað og fara um 600 manns með þeim. Allt er þó óvlst um, hvort hægt verður að fljúga til Eyja I dag. Þjóðhátíðin fer fram á Breiðabakka og er dagskrá hennar fjölbreytt. Meðal þeirra sem þar skemmta eru Hljómsveit Ingimars Eydal og Dixielandhljómsveit frá Ein súlan I þjóðhátlðarhliðinu I Vest- mannaeyjum er að sjalfsögðu prýdd | myndum af lundum. Eyjum. A miðnætti I kvöld verður hin hefðbundna brenna. Bindindisgleðin I Galtalækjar- skógi hefst með dansleik I stóru tjaldi I kvöld. Á Bindindisgleðinni er lögð áherzla á að hafa eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Fyrir dansi á dansleikjum þar leika hljóm- sveitirnar Júdas, Dögg og Hljóm- sveit Ólafs Gauks. Á sunnudegin- um verður sérstök barna- skemmtun. f Vatnsfirði halda Vestfirðingar héraðshátlð slna um helgina. Hefst hún með dansleik I kvöld. Á laugardag og sunnudag verður fjölbreytt dagskrá með Iþróttum, skemmtiatriðum og dansi. Það eru hljómsveitirnar B.G. og Ingibjörg og Þrymur sem leika fyrir dansi. Að Eiðum heldur UÍA skemmtun, þar sem á dagskrá verða Iþróttir, dansleikir o.fl., föstudag, laugar- dag og sunnudag. Hljómsveitirnar Einsdæmi og Þokkabót skemmta. Á Laugum I Þingeyjarsýslu heldur Héraðssamband Þingeyinga Laugahátlð '75. Þar verður fjöl- breytt dagskrá með Iþróttum og skemmtiatriðum. Hljómsveit Pálma Gunnarssonar leikur fyrir dansi á Laugahátlðinni. I nokkrum félagsheimilum Framhald á bls. 35 Olvaðir menn unnu helgi spjöll í Þykkvabæjarkirkju TVEIR ölvaðir menn brutust inn I Þykkvabæjarkirkju aðfaranótt mánudags og unnu þar talsverð spjöll og vanhelguðu kirkjuna. Að sögn séra Kristjáns Róberts- sonar sóknarprests I Þykkvabæ urðu skemmdir I sjálfu sér ekki mjög miklar, en miklu var um rótað og fært úr lagi og altarið og skfrnarfontur voru greinilega vanhelguð af ásettu ráði. Um miðja nótt, aðfaranótt Mismunar Ferðaskrifstofa ríkisins veitingastöðum ? Gerir sérsamninga við þrjá veitingastaði án þess að gefa öðrum færi á samningum FERÐASKRIFSTOFA rfkisins hefur gert samning við þrjá veit- ingastaði úti á landi um að veita sérstaka þjónustu þeim ferða- mönnum, sem fara I svonefnt „viku sumarleyfi fyrir viðráðan- legt verð“, sem ferðaskrifstofan hefur boðið á sérstöku verði. I þessu sumarleyfistilboði felst, að ferðafólk fái gistingu, morgun- verð og kvöldverð á Eddu- hótelum, en þau eru nfu, vfða um land. I þremur tilvikum geta hótelin, sem ferðaskrifstofa rfkis- ins býður þannig gistingu hjá, þó ekki boðið ferðafólki upp á kvöld- verð og varð skrifstofan þvf að gera samninga við veitingastaði um að veita þá þjónustu, þ.e. kvöldverðinn, á ákveðnu verði. Þeir þrfr veitingastaðir, sem þannig hafa verið gerðir samn- ingar við, eru Veitingaskálinn á Brú I Hrútafirði, Kaffiterfa Hótels KEA á Akureyri og Veit- ingastofan Hérmn á Höfn I Hornafirði. Að sögn Björns Vil- mundarsonar, forstjóra Ferða- skrifstofu rlkisins, í samtali við Mbl. i gær, var öðrum veitinga- stöðum ekki gefinn kostur á að taka að sér þessa þjónustu eða gera tilboð I hana, heldur valdi Ferðaskrifstofan sjálf þessa þrjá staði og var þá haft I huga að veita ferðamönnum sem bezta þjónustu. Morgunblaðið spurði Björn í því sambandi hver væri munurinn á veitingaskálanum að Brú og Staðarskála í þessu sam- bandi, og kvað B jörn veitingaskál- ann að Brú vera nýrri og að mörgu leyti skemmtilegri. Þau þrjú hótel sem ekki geta veitt kvöldverðarþjónustu eru Eddu- hótelin að Reykjaskóla I Hrúta- firði og I Menntaskólanum á Akureyri og sumarhótelið I Nesja- skóla I Hornafirði, en ferðaskrif- stofan hefur sérstakan samning við sumarhótelið um að það taki við ferðafólki I gistingu á fyrr- greindu sértilboði, þegar Eddu- hótelið á Kirkjubæjarklaustri er fullt, en það er sérlega ásetið. Þess má geta I þessu sambandi, að Staðarskáli er nær Reykja- Framhald á bls. 35 mánudags, komu þrír ölvaðir menn að prestssetrinu I Þykkva- bæ og vöktu þar upp. Kröfðust þeir þess að séra Kristján opnaði kirkjuna og hleypti þeim þar inn. Nefndu þeir þó ekki I hvaða tií- gangi þeir ætluðu inn I kirkjuna og voru I þannig ástandi, að prest- urinn sá sér ekki fært að verða við kröfu þeirra, að þvf er hann tjáði Mbl. I gær. Gerðu þeir þá aðsúg að prestssetrinu og reyndu að brjótast þar inn um bakdyrnar, en urðu frá að hverfa. Tveir þeirra brutu þá rúðu í kirkjunni og réðust til inngöngu. Kvað séra Kristján það greinilegt, að þeir hefðu ekki brotizt inn I kirkjuna til þess að stela verðmætum, held- Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.