Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGÚST 1975 14 verzlunar- mannahelgina. Tj aldið í Svartsengi avik \/EP,ÐA SKtRTEtN! Alþjóðlegt mót í Suður-Afríku I sfðasta þætti var skýrt lítil- lega frá skák I Mongólíu. Við skulum halda áfram að rekja slóð skákmóta i fjarlægum álf- um og verður þá næst fyrir að bregða sér til Suður-Afríku. Þar er skák stunduð allmikið, og mun Suður-Afrika vera eina landið í Afriku, auk Túnis, þar sem menn tefla skák að ein- hverju ráði. Suður-Afríkumenn hafa teflt á nokkrum Ólymplu- skákmótum að undanförnu, og hafa oft komið þar á óvart, eins og Islendingar fengu svo óþægi- lega að kenna á I Nizza. Nú nýlega lauk í borginni Roodepoort I S-Afríku alþjóð- legu skákmóti, þar sem teflt var eftir svissneska kerfinu. Tefld- ar voru 7 umferðir og urðu úr- slit þessi: 1. H. Ree (Holland) 6,5 v., 2.—3. Westerinen (Finn- land) og Robatsch (Austurríki) 6 v., 4.—6. O’Kelly (Belgla), Hug (Sviss) og Friedgood (S- Afrika) 5,5 v. Hér fylgir nú ein skák frá mótinu. Hún var tefld I síðustu umferð, en þegar hún hófst voru þeir Ree og O’Kelly efstir með 5,5 v. O’Kelly tapaði fyrir Westerinen I slðustu um- ferðinni. Hvftt: Ponelis (S-Afríka) Svart: Ree (HoIIand) Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. Be2 — a6, 7. a4 — Be7, 8. 0—0, 0—0 9. f4 — Rc6, 10. Be3 — Dc7, ll. Del —e5, (Þessi hugmynd hefur verið vinsæl slðan Spassky beitti henni 11. einvígisskákinni gegn Karpov 1973. Hér er leikurinn þó enn sterkari en I þeirri stöðu. sem Spassky lék honum I). 12. Rb3 (Ekki 12. fxe5 — dxe5, 13. Rf5 — Bxf5, 14. Hxf5 — Rd4! og svartur stendur til vinnings, Enklaar — Ree, Holland 1974), 12. — Rb4, 13. Dd2 (Betra en 13. Hcl — Be6 og svartur hótar Rxc2). 13. — Bd7, 14. a5 — Hac8, 15. Bb6 — Dc6, (Ekki 15. — Db8, 16. fxe5 — dxe5, 17. Hxf6 — Bxf6, 18. Dxd7). 16. Bf3 — Be6,17. Hacl (Ekki 17. Ha4 — Rxc2, 18. Dxc2 Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR — Dxa4 og vinnur). 17. — Bc4, 18. Hfdl — Rd7, 19. Bf2 — Had8, 20. Be2 — Bxe2, 21. Dxe2—Bf6, (Auðvitað ekki 21. — exf4, 22. Rd5 og hvltur vinnur mann). 22. f5 — b5, 23. Dh5 — Be7, 24. Df3 — Bg5, 25. Rd2 — Rf6, 26. h4 — Bxd2, 27. Hxd2 — Dc4, (Nákvæmari leikur var 27. — h5). 28. Hcdl — Ra2, 29. Rxa2 — Dxa2, 30. Bb6 — He8, (Betra var 30. — Hd7). 31. h5 (?) (Þessi leikur veikir hvltu peða- stöðuna. Betra var 31. c3). 31. — h6, 32. c3 — Dc4, (Betra var 32. — Hc6). 33. Hel? (33. Hxd6 var betra. Eftir 33. — Dxe4, 34. Dxe4 — Rxe4, þarf hvítur ekkert að óttast). 33. — Hc6, 34. Bf2 — b4, (Nú ræðst svartur til atlögu á drottningarvæng. Takið eftir þvl, hve gagnslítill hviti biskup- inn er). 35. Bh4 — bxc3, 36. bxc3 — Rh7, 37. He3 (Síðasta von'hvíts var fólgin i 37. f6). 37. — f6, (Nú vinnur svartur óhjákvæmi- Iega lið og þá er eftirleikurinn auðveldur). 38. Ddl — Dc5, 39. Bf2 — Rg5, 40. Hed3 — Dxa5, 41. Hxd6 — Hxd6, 42. Hxd6 — Rxe4, 43. Db3+ — Kh7, 44. Hd7 — Dxc3, 45. Dxc3 — Rxc3, 46. Ha7 — e4, 47. Hxa6 — e3, 48. Bel — Re2+, 49. Kfl — Rd4, 50. g4 — He4, 51. Bc3 — Hxg4, 52. Bxt 4 — Hxd4, 53. Ke2 — Hd5 og hvftur gafst upp. Að lokum kemur svo smáfrétt um skákþing Indlands, en því lauk með sigri Aarons, sem hlaut 14,5 v. af 18, 2. Nasir Ali 13 v. 3.—4. Nataran og M. Kassan 11 v. Ferðatöskur Handtöskur Snyrtitöskur Mjög fjölbreytt úrval GEísIP"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.