Morgunblaðið - 09.08.1975, Page 10

Morgunblaðið - 09.08.1975, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGUST 1975 Þessar hryssur skipuðu þrjú efstu sæti f flokki hryssa 6 vetra og eldri á Fjórðungsmótinu f Faxaborg. Talið frá vinstri: Prinsessa frá Ferjukoti, sem varð þriðja. Harpa frá Svignaskarði, sem varð önnur, og sigurvegarinn, Folda frá Múlakoti. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Ragnar Tómasson: Dómar kynbótahrossa hafa nokkrum sinnum komið til um- ræðu í þáttum þessum. Meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er að einkunn fyrir byggingu og hæfileika skuli lögð að jöfnu í aðaleinkunn, þegar samanlagt margfeldi byggingar er aðeins 40 en hæfileikanna 60. Er nauð- synlegt að upplýst verði um að- draganda þess máls ef með þvf mætti verða ljóst hvort rétt sé að útreikningi einkunna staðið. En athyglisvert er einnig að kanna hvernig í framkvæmd eru búin til „ný“ margfeldi ein- stakra þátta með því að halda einkunnum misjafnlega hreyf- anlegum. Nú hefur vilji marg- feldið 12 en skeið 10. I fram- kvæmd hefur skeið þó tvöfalt meiri áhrif á aðaleinkunn en vilji. Staðreyndin er nefnilega sú að með því að nota einkunn- arskalann aðeins á takmörkuðu bili í einum þætti en meira í öðrum, fá þættirnir í raun ný margfeldi. Þetta skýrist betur með því að líta á á töflu I, sem samin er eftir dómum allra kynbótahrossa á síðasta lands- móti. Til gamans má stilla upp til- búnu dæmi af 2 hrossum og Gluggað í dóma gefa þeim einkunnir innan þess ramma, sem síðasta landsmót markar þvílakastaogbezta sem á mótinu mátti finna, fyrir hvern þátt einkunnar. Sjá töflu II. Hestur A fengi 1. verðlaun eða 8,06. Hestur B. fengi 2. verðlaun eða 7,98. Engan vafa tel ég leika á því hvorn hestinn menn teldu eigulegri, en svona TAFLA I. í heild lítitr dæmið þannig út: (irein Hæsta og lægsta í'inkunn gefin Mismunur hæstu og lægstu einkunnar f meðaleinkunn Margfeldi hvers þáttar f raun, miðað við 100: 1 Skeið 5.0—9.5 0.38 20 2—3 Yfirsvipur 7.5—9.0 0.30 15 2—3 Fætur 7.0—8.5 0.30 15 4 Tölt 7.0—8.5 0.21 11 5 Vilji 7.5—9.5 0.20 10 6 Geðslag 7.0—9.5 0.17 9 7 Brokk 7.0—9.0 0.13 7 8 Samræmi 7.5—8.5 0.10 5 9—10 Stökk 7.5—9.0 0.08 4 9—10 Fegurð f reið 7.5—9.0 0.08 4 100 getur rangt mótaður og/eða notaður einkunnaskali haft al- varlegar afleiðingar fyrir rækt- unina, því að enginn þarf að fára í grafgötur með það að einkunnagjöf og röðun hrossa á mótum hefur gífurlegt áróðurs- gildi fyrir viðkomandi kynbóta- hross og getur með þeim hætti mótað stefnuna I ræktunarmál umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON Hörð keppni á Vindheimamelum Hér heldur Marinó Jakobsson á Skáney í hryssu slna, Skvettu frá Gufunesi, sem stóð efst 1 flokki hryssa með afkvæmum á Fjórðungs- mótinu í Faxaborg. UM SlÐUSTU helgi héldu hestamannafélögin 1 Skagafirði hestamannamót að Vindheima- melum. Mótið hófst með undan- rásum kappreiða á Iaugardags- kvöidið. Að sögn forráðamanna mótsins komu um 2000 manns til að fylgjast með því. Veður var gott meðan mótið stóð yfir. Fjöldi hrossa tók þátt í kappreiðunum, m.a. flestir mestu hlaupagammar landsins. Sigurvegari í 250 m skeiði varð Fannar, bleikálóttur, 8 v., eign Harðar G. Albertssonar á 24,2 sek. I 250 m unghrossahlaupi sigraði Sleipnir. leirljós, eign Harðar G. Albertssonar og Sig- urbjörns Bárðarsonar, Reykja- vík, á 19,3 sek. Fyrstur í 300 m stökki varð Jerímías, grár, 5 v., eign Björns Baldurssonar, Reykjavík, á 25,6 sek. og önnur Fluga, jörp, 7 v., eign Kristinar Ólafsdóttur, Keldudal, á sama tíma. Rosti, brúnn, 9 v., eign Baldurs Oddssonar, Reykjavík, sigraði I 800 m stökki á 62,0 sek., en í öðru sæti varð Loka, rauð, 7 v., eign Þórdfsar H. Albertsson, Reykjavík, á sama tíma. Loka hefur getið sér gott orð sem hlaupahross á styttri vegalengdum. Þá var keppt í 800 m brokki og varð Náttfari, brúnn, eign Vatnsleysubúsins, sigurvegari, á 1 mín. 56,3 sek. A mótinu fór fram gæðinga- keppni, sem i tóku þátt félagar Kappreiðar Harðar næsta laugardag HESTAMANNAFÉLAGIÐ Hörður i Kjósasýslu heldur sínar árlegu kappreiðar á velli félagsins að Arnarhamri n.k. laugardag 16. ágúst og hefjast þær kl. 14.00. Fram fer gæð- ingakeppni í tveimur flokkum og keppt verður í eftirtöldum hlaupum 250 m skeiði, 250 m unghrossahlaupi, 300 m stökki og 400 m stökki. Þá fer fram sérstök keppni unghrossa. Þátt- töku þarf að tilkynna tyrir þriðjudagskvöld 12. ágúst n.k. úr Léttfeta og Stfganda. I A- flokki urðu úrslit sem hér segir: Fyrst varð Perla, rauð, 7 v., eign Steinþórs Árnasonar frá Sauðárkróki með 8,30, annar varð Vinur, rauðskjóttur, 15 v., eign Markúsar Sigurjóns- sonar á Reykjahóli með 8,30 og þriðji varð Kolskeggur, bleikál- óttur, 9 v., eign Sigurðar Ingi- marssonar, Flugumýri, með 8,10 í einkunn. Urslit i B-flokki urðu með þeim hætti að fyrstur varð Sokki, brúnsokkóttur, 9 v., eign Jóns Garðarssonar, Neðra-Ási, með einkunnina 8,60. Annar varð Faxi, rauður, 16 v., eign Jónu Sigurjónsdóttur, Sauðár- króki, eink. 8,07 og þriðji Skjóni, brúnskjóttur, 5 v., Sverris Svavarssonar, Sauðár- króki, eink. 8,00. Stórmót á Hellu UM HELGINA halda sunn- lenzkir hestamenn Stórmót 75 á Rangárbökkum. Það eru hesta- mannafélögin á Suðurlandi, sem standa fyrir þessu móti. Fram fer gæðingakeppni, sem tveir beztu gæðingar hvers félags í hvorum flokki taka þátt f, sýnd verða ung kynbótahross og fram fara kappreiðar. Á kappreiðunum verður keppt í 5 greinum. I skeiðinu verða meðal keppenda Ljúfur, Hvinur, Öðinn frá Gufunesi, Vafi og Fannar. I 350 m stökk- inu verða m.a. Muggur, Öðinn, Bliki úr Keflavík, Jerímías. Þá keppa á þessari vegalengd tvö hross, sem verið hafa sigursæl í 250 m unghrossahlaupi, þ.e. Blesa og Sigurkarl. í 800 m stökkinu keppa harðir hlaupa- hestar og eru f þeirra hópi Stormur Baldurs Oddssonar, Geysir, Frúarjarpur, Vinur Hrafns Hákonarsonar, Rosti og Ástvaldur. Þá verður keppt f 1500 m stökki og 1500 m brokki. Kappreiðar hjá Loga um síðustu helgi TAFLA II. Hestur A Hestur B Yfirsvipur Sérlega glæsilegur 9.0 Ekkert sérstakur 7.5 Samræmi Ekki gott 7.5 Gott 8.0 Fætur Afburða gððir 8.5 Hófar góðir en fætur ekki beinir 7.5 Tölt Sviplftið skeiðtölt 7.0 Sérstakiega glæsilegt 9.5 Brokk Fæsl varla á brokk 7.0 1 meðallagi 8.0 Skeið Flugvakur 9.5 Ekkitil 5.0 Stökk Afkáralegt 7.5 Þokkalegt 8.0 Vilji Viljadaufur 7.5 Fjörhestur 9.5 Geðslag Óþjált 7.5 Einstaklega geðgóður Ijúfur og þjáll 9.5 Fegurð f reið Lággengur, ganar og fer illa undir manni 7.5 Afburða fagur í reið 9.0 Kappreiðar hestamannafé- lagsins Loga í Biskupstungum fóru fram sl. sunnudag, 3. ágúst. Fóru þær fram á velli félagsins við Hrfsholt hjá Tungufljótsbrú. Rúmlega 40 hross tóku þátt í kappreiðum, þar af 30 f hlaupum. Auk kapp- reiða og gæðingakeppni fór fram sérstök keppni unglinga og var valinn bezti knapinn úr þeirra röðum. Sá, sem hlaut þessa viðurkenningu var Gísli Guðmundsson, Torfastöðum, en hann er 12 ára. 1 A-flokki gæðinga sigraði Sunna, rauðtvfstjörnótt, 6 v., eign Guðmundar Þ. Gíslasonar, Torfastöðum, eink. 8.43. önnur varð Gfgja, brúnstjörnótt, 5 v„ eign Guðmundar Þ. Gfslasonar, eink. 8.17 og þriðji Feykii^ gló- rauður, 6 v„ eign Guðmundar Þ. Gíslasonar, Torfastöðum, eink. 8.07. Efstur í flokki klárhesta með tölti varð Hrafnkell, svartur, 4 v„ eign Guðmundar Þ. Gísla- sonar, Torfastöðum, eink. 8.03. Hrafnkell er stóðhestur, sonur stóðhestsins Sörla frá Sauðár- króki. Annar varð Glókollur, glófextur, 5 v„ eign Guðmundar Þ. Gíslasonar, Torfastöðum og f þriðja sæti varð Brana, rauð- blesótt, 6 v„ eign Gfsla Guð- mundssonar, Torfastöðum, eink. 7.60. 1 250 m skeið sigraði And- vaka, jörp, 6 v„ eign Eirfks Þ. Giiímundssonar, knapi Guð- mundur Þ. Gíslason, á 26,0 sek. Annar varð Ýringur, brúnbles- óttur, 5 v„ eign Guðmundar Þ. Gíslasonar, knapi Gunnar Árnason, á 28,7 sek. Aðrir hestar hlupu upp. I 250 m ung- hrossahlaupi sigraði Röst, jörp, 6 v„ eign Þorkels Bjarnasonar, Laugarvatni, knapi Gylfi Þor- kelsson.á 21 sek„ en annar varð Toppur, bleikskjóttur, 5 v„ eign Ilildar Sigurðardóttur, Hvftár- holti, á sama tíma en sjónar- mun á eftir. Þriðji varð Kaktus, brúnn, 4 v„ eign Árna Arnar- sonar, Torfastöðum, á 21,6 sek„ Blesa frá Hlemmiskeiði hafjSi beztan tfma í undanúrslitum en í úrslitahlaupinu fékk hún mjög vont ,,start“ og hljóp i öfuga átt. Sigurvegari í 300 m stökki varð Lappi, jarpskjóttur, 10 v„ eign Þorkels Bjarnasonar, Laugarvatni, knapi Hreinn Þor- kelsson, timi hans var 23,4 sek. Annar varð Sörli, brúnn, 10 v„ eign Esterar Guðmundsdóttur, Laugarvatni, knapi Gylfi Þor- kelsson á 23,6 sek„ og þriðja varð Brana, jörp, 8 v„ eign Magnúsar Halldórssonar, Ása- koti, á 24,1 sek. Þá fór fram 300 m brokk og sigraði þar Leiri, vindóttur, 15 v„ eign Þorkels Bjarnasonar, Laugarvatni, knapi var Bjarni Þorkelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.