Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGUST 1975
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sfmi 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Utfærsla fiskveiðiland-
helgi íslands í 200
sjómílur, sem fyrirhuguð
er 15. október, er í öllum
meginatriðum byggð á
drögum þeimað hafréttar
sáttmála, sem mests fylgis
nýtur á hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna. Rík-
isstjórn Islandstaldi hins
vegar ekki fært að bíða
lykta ráðstefnunnar, vegna
síminnkandi stofnstærðar
helztu nytjafiska á Islands-
miðum, sem eru ýmist of-
eða fullnýttir að dómi fiski-
fræðinga okkar. Niðurstöð-
ur fiskifræðinganna styðj-
ast og við augljósar stað-
reyndir, sem eru öllum al-
menningi auðsæjar.
Þrátt fyrir stóraukna
sókn á íslandsmið; stór-
aukna veiðitækni, sem
felst í nýtízku fiskleitar-
tækjum og veiðibúnaði; og
útfærslu fiskveiðilandhelgi
í 50 sjómílur, hefur heild-
arafli botnlægra fiskteg-
unda umhverfis landið far-
ið síminnkandi, ár frá ári,
og rányrkjan var komin að
mjög alvarlegu hættu-
marki.
Fyrri helming þessarar
aldar var síldarstofninn
ein meginundirstaða verð-
mæta- og gjaldeyrissköp-
unar í þjoðarbúskap okkar.
Síldveiðar og síldariðnað-
ur, sem var uppistaðan i
vexti og viðgangi staða eins
og Siglufjarðar, Raufar-
hafnar og Seyðisfjarðar,
var jafnframt meginupp-
spretta þeirrar fjármagns-
myndunar í landinu, sem
gerði mögulega þá þróun
þjóðfélags okkar, frá fá-
tækt og frumbýlingshætti,
til nútíma velmegunar,
sem hér varð á þessum ára-
tugum. Eftir að stórir er-
lendir síldveiðiflotar, bæði
norrænir og ekki síður ev-
rópskir, flykktust á síldar-
miðin, búnir nýjum, stór-
tækum veiðiútbúnaði, fór
fljótlega að síga á ógæfu-
hliðina. Veiðarnar smá-
minnkuðu unz þær hurfu í
ekki neitt. íslendingar geta
engan veginn skotið sér
undan sök í þessu efni, þótt
stórtækir erlendir síld-
veiðiflotar eigi bróðurpart-
inn í henni. En þeir eru
staðráðnir í að læra af
reynslunni og láta þegar
ofveidda fiskstofna ekki
fara sömu leiðina og síld-
ina. Þeir geta og þegar
bent á jákvæðan árangur
af skynsamlegum friðunar-
aðgerðum á síldarstofnin-.
um, sem nú verður greind-
ur nokkur vöxtur á að
nýju.
Framtíðarbúseta í land-
inu, við sambærileg lífs-
kjör og tíðkast hjá ná-
grannaþjóðum og efna-
hagslegt sjálfstæði þjóðar-
innar byggist alfarið á því,
að auðlindir Islandsmiða
séu hyggilega varðveittar
og nýttar. Utfærsla fisk-
veiðilandhelgi okkar í 200
sjómílur var því óhjá-
kvæmileg nauðvörn lítillar
þjóðar með einhæft at-
vinnulíf, sem átti aðeins
þann einan kost, til að
tryggja tilveru sína og
framtíðarvelferð. Hér verð
ur ekki búið við viðunandi
lífskjör nema nytjafiskar á
miðum okkar nái eðlilegri
stofnstærð á ný og geti
fært þjóðinni þann há-
marksafrakstur, sem skyn-
samleg nýting þeirra leyf-
ir. Sú ein er framtíðarlíf-
trygging þjóðarinnar.
Eftir útfærslu í 50 sjó-
mílur tóku íslendingar upp
viðræður við aðrar þjóðir,
sem veiðihagsmuni eiga á
Norður-Atlantshafi, er
leiddu til tímabundinna og
takmarkaðra samninga við
fjórar þeirra, þ.á.m. Breta.
Þessir samningar voru um-
deilanlegir, en leiddu til
þess, að fiskveiðilögsaga
okkar var virt í ríkara mæli
en ella, um leið og þeir
voru viðurkenning á for-
sendum útfærslunnar og
íslenzkum rétti til hennar.
Á sama hátt er sjálfsagt að
taka upp viðræður við aðr-
ar þjóðir nú, ef verða
mætti til þess, að útfærslan
yrði raunhæfari I fram-
kvæmd, meðan beðið er
lykta hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna. Höf-
uðþungi slíkra viðræðna
þarf þó að byggjast á óhjá-
kvæmilegu samstarfi fisk-
veiðiþjóða á Norður-
Atlantshafi um fiskvernd
og skynsamlega nýtingu
fiskstofna, sem eiga upp-
eldis- og göngusvæði innan
væntanlegrar fiskveiði-
landhelgi fleiri ríkja.
Hótanir eins af ráðherr-
um brezka Alþýðuflokks-
ins í garð íslendinga, Roy
Hattersley, sem undanfari
viðræðna, vekja þó óhjá-
kvæmilega nokkrar efa-
semdir. Við erum enn
beittir refsitollum í EBE-
löndum, vegna síðustu út-
færslu, og höfum mátt þola
Bretum lúalegan yfirgang I
skjóli flotaveldis þeirra.
Slík rödd „jafnréttis og
bræðralags“, sem nú
sendir okkur tóninn,
er vísasti vegurinn til
að eyðileggja grundvöll
hugsanlegra viðræðna. Is-
lendingar gera sér ljósa
grein fyrir því, að tíminn
vinnur með þeim i þessum
efnum, að lyktir hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna eru aðeins tímaspurs-
mál, ekki spursmál um
meginniðurstöðu. Við höf-
um áður staðið af okkur
bæði hótanir og yfirgang
breska Ijónsins, sem virðist
ekkert hafa lært og engu
gleymt frá tímum fyrri út-
færslu, ef marka má orð
brezka ráðherrans.
I síðari heimsstyrjöld-
inni voru íslendingar ekki
styrjaldaraðili. En þeir
misstu hlutfallslega fleiri
mannslíf en mörg styrjald-
arþjóðin í siglingum með
fiskfarma til þurfandi
brezkrar þjóðar. Þeir eru
staðráðnir I að varðveita
auðlindir íslandsmiða frá
viðblasandi gjöreyðingu, ef
ekkert verður að gert, sér
og öðrum til framtíðar-
heilla.
Islendingar leggja enn í
dag sinn skerf til sameigin-
legra varna og öryggis
vestrænna ríkja. Og þeir
vænta þess, að í samstarfi
Vesturlanda ráði þeir ferð-
inni, sem láta skynsemi og
réttsýni ráða afstöðu sinni.
FISKURINN OG
FRAMTÍÐ OKKAR
# Grein þessi birtist I
nýlegu tölublaði blaðsins
Sovét Analyst en í rit-
stjórn þess blaðs á m.a.
sæti brezki rithöfundur-
inn Robert Conquest,
einn þekktasti sérfræð-
ingur Vesturlanda I sov-
ézkum málefnum sem
kom hingað til Islands
fyrir skömmu.
0 Hinn 24. maí hélt Mikhail
Aleksandrovich Sholokhov upp
á sjötugasta afmælisdag sinn.
Sovézku blöðin höfðu mánuð-
um saman birt lofgjörðir um
hann og ^amkvæmt skipun
æðsta ráðs Sovétríkjanna var
honum veitt fjórða Lenínorðan
hans „fyrir frábært framlag til
þróunar sovézkra bókmennta“.
I Bolshoi-leikhiísinu var 23. maí
haldin hátíðarsamkoma honum
til heiðurs sem sótt var af
helztu bókmenntamönnunum
og framkvæmdastjórnarmönn-
um kommúnistaflokksins,
Grishin, Kirilenko og Suslov.
Því miður gat rithöfundurinn
sjálfur ekki verið viðstaddur
vegna veikinda.
Innan um hið endalausa, op-
inbera hól um hinn dygga rit-
höfund sem kveðst skrifa sam-
kvæmt hjarta sínu, — sem „til-
heyrir flokknum og þjóðinni"
— , voru einstaka falskar nótur
sem eyðilögðu heildaráhrif-
in. Prófessor A. Metchenko,
sem skrifar í Pravda (23. maf
1975) fann hjá sér þörf til að
minnast á vissar „ógeðslegar
slúðursögur" og „tilraunir til
að afmynda grundvallarsköp-
unaratriði rithöfundarins".
Síberíski rithöfundurinn Ser-
gei Sartakov skrifaði (í Litera-
turnay Gazela 21. maí 1975) að
bækur Sholokovs hefðu verið
skapaðar af „einhverju dular-
fullu afikunnan hátt.“ Sartakov
vildi ekki „sundurskera þær.“
Hann elskaði Sholokov og verk
hans, og það þýddi að han
treysti honum.
Allir þeir sem voru beðnir
um að leggja eitthvað af mörk-
um til hátíðahaldanna vegna af-
mælis Sholokhovs vissu sannar-
lega um hinar útbreiddu ásak-
anir um að rithöfundurinn, sem
hefur fengið Stalín-, Lenín,- og
Nóbelsverðlaunin, hefði í raun
og veru ekki skrifadð beztu
kafla frægustu skáldsögusinpar
„Lygn streymir Don“.
Aðeins einn þeirra sem beðn-
ir voru um að leggja eitthvað af
mörkum, Sir Charles Snow,
enski rithöfundurinn,hélt uppi
vörnum fyrir Sholokhov í þessu
ákveðna máli. Rök Snows (í Lit-
eraturnaya Gazeta 21. maf
1975) voru þau að Dickens
hefði verið aðeins 24 ára þegar
„Pickwick Papers“ kom fyrst
út: „þ.e. jafnvel yngri en
Sholokhov var árið 1930“. En
það var snemma árs 1928, ekki
1930, að „Lygn Streymir Don“
tók að birtast í blaðinu
Oktyabr; Sholokhov var að-
eins 22 ára og burtséð
frá hæfileikum hans,
gat hann aðeins byggt á mjög
takmarkaðri reynslu er hann
skrifaði verk sem um heim all-
an er álitið þroskað meistara-
verk.
Þegar Sholokhov gaf í skyn á
23. flokksþinginu árið 1966 að
rithöfundarnir Daniel og Siny-
avsky ættu skilið að vera teknir
af lífi án dóms og laga fyrir að
hafa gefið verk sín leynilega út
erlendis (sjá Pravda 2. apríl
1966), sagði Lidiya Chuk-
ovskaya i „samizdatbréfi"
(neðanjarðarútgáfa) sem farið
Sholokhov
hefur viða, að bókmenntirnar
hefðu fordæmt Sholokhov í
hefndarskyni fyrir „andlega ó-
frjósemi". Vissulega hefur
hann ekki enn lokið við „Þeir
börðust fyrir land sitt“, þótt
fyrstu kaflar verksins hefðu
birzt strax árið 1943. En Snow
heldur því fram að Dickens
hafi litið skrifað eftir að hann
komst hátt á fimmtugsaldurinn
Dg að Tolstoi hefði aðeins skrif-
að eina skáldsögu, sem „ekki
var sérlega góð“, á eftir „önnu
Kareninu“.
Staðreyndin er hins vegar sú,
að Tolstoi skrifaði eftir að hann
varð fimmtugur, auk „Upp-
stigningar", allmargar framúr-
skarandi bækur sem enn eru
víða lesnar og ræddar. Ritstjór-
ar Literaturnaya Gazeta kusu
að andmæla Snow ekki. Vand-
ræðaleg þögn hvílir yfirleitt yf-
ir. opinberum sovézkum aðilum
um gagnrýni á Sholokhov.
Sögusagnir um að Sholokhov
hefði stolið óútgefnu verki lát-
ins Hvítliðaforingja, voru svo
útbreiddar þegar „Lygn
streymir Don“ kom fyrst út, að
bréf var birt í Pravda (29. mars
1929) þar sem „rógberum“ er
hótað lögsókn. Innri sannanir
fyrir því að Sholokhov skrifaði
ekki vissa kafla eru sterkar.
Jafnvel hinn rétttrúaði sovézki
bókmenntagagnrýnandi Lev
Yakimenko skrifaði nýlega um
„stutt, streymandi atriði, sem
líkjast einna helzt kvikmynd,
og eru algjörlega andstæð
dæmigerðum einkennum Shol-
okhovs“.
(Sholokhov: A Critical
Appreciation, Moskvu 1973, bls.
28).
Sögusagnirnar komust aftur
á kreik árið 1967 er út kom
„Samizdatkvæði" eftir Andrei
Voznesensky og breiddust mjög
út árið 1974 þegar Alexander
Solzhenitzyn fékk útgefin verk
bókmenntafræðings, „D“, — í
París, ásamt fleiri gögnum. Þau
rök sem sett eru fram fá stuðn-
ing mikils fjölda upplýsinga
og hingað til hefur engin til-
raun verið gerð I Sovétríkjun-
um til að afsanna þau, þrátt
fyrir ítrekaðar áskoranir Solzh-
enitsyns á hendur sovézkum
fræðimönnum um að gera það.
Auk þessa gaf Roy Medvedev,
sem er sjálfstæður sagnfræð-
ingur og sjaldan sammála
Solzhenitsyn, út langa samizda-
ritgerð fyrr á þessu ári, þar
sem einnig hann heldur því
fram að Sholokhov hafi stolið
verki látins Kósakkahöfundar,
Fedor Kryukov.
Sholokhov sjálfur heldur
uppi virðulegri þögn um málið.
Hann býr nú í stóru tveggja
hæða sveitasetri í Veshenskaya
I fæðingarhéraði sínu við Don.
Því er oft haldið fram í sovézku
blöðunum að hús hans sé ávallt
opið þeim sem vilja heimsækja
hann. En andófsmaðurinn
Vladimir Osipov komst að raun
um annað er hann reyndi að
hitta Sholokhov I nóvember-
mánuði 1973 til að fá stuðning
han? við undirskriftasöfnun
um verndun bygginga sem hafa
listrænt gildi í Moskvu. Hann
ferðaðist frá Rostov til Mill-
erovo með áætlunarvagni af því
hann gat ekki keypt miða með
flugvél eða lest. Hann kom á
áfangastað kl. 5 um morguninn
og fór yfir í æfafornan vagn
sem ekki lagði af stað fyrr en
fjórum klukkustundum síðar.
Eftir erfiða ferð gegnum forar-
fen komu þeir til Veshenskaya
um hádegið. Mynd af Sholokh-
ov var stillt út í hvern búðar-
glugga við hliðina á mynd Len-
ins. Hann fann hús Sholokhovs
bak við lokuð hlið við enda
langrar malbikaðrar brautar,
sem var I betra ásigkomulagi en
almenningsvegurinn sem hann
hafði ekið eftir. Dyrnar voru
opnar af manni sem einna helst
líktist þjóni og tilkynnti Osipov
að Sholokhov væri veikur og
gæti ekki hitt nokkurn mann.
Hann lét þó til leiðast að koma
skilaboðum á fram'færi. Mynd-
arlegur maður með yfirskegg
birtist þá og sagði Osipov að
láta ritara Sholokhovs fá spurn-
ingar sínar, sem einnig var, að
því er virtist, þriðji ritari
flokksnefndar héraðsins. Frem-
ur vonsvikinn sneri Osipov aft-
ur til Moskvu á „Lygnu Don“ —
hraðlestinni frá Rostov.
Sjötugsafmœli
Sholokhovs