Morgunblaðið - 31.08.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.08.1975, Qupperneq 14
X4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGUST 1975 Svart einræði í svörtu álfunni LÝÐRÆÐI hefur átt erfitt uppdráttar í hinum nýfrjálsu ríkjum Afríku. Varla líður sá mánuð- ur að ekki fréttist af byltingu í einhverju þeirra — nú sfðast í Nígeríu sem er fjölmenn- aáta og lfklega auðugasta blökkumannaríkið í Afríku. Nú er svo komið að herforingjar fara með völdin í sautján Afríkuríkjum. Þar við bætist að öll völd eru í höndum aðeins eins stjórn- málaflokks í nítján öðrum Afríkuríkjum. Þar með eru flest ríki Afríku upptalin. Að- eins undantekningarnar eru eftir: þrjú kon- ungdæmi, tvö lönd þar sem minnihluti hvítra manna fer með völdin, þrjár evrópskar nýlend- ur, eitt land, Rhódesía, sem er að nafninu til brezk nýlenda, en hefur lýst einhliða yfir sjálf- stæði — og þrjú lönd þar sem mörgum stjórn- málaflokkum er leyft að starfa. Eins og meðfylgjandi kort sýnir ráða herfor- ingjar í eftirtöldum Afríkulöndum: Alsír, Lfbýu, Súdan, Eþíópíu, Sómalfu, Malí, Níger, Chad, Efri-Voltu, Ghana, Togo, Dahomey, Nígeríu, Mið-Afríku lýðveldinu, Uganda, Rwanda og Malagasy. Kerfi sem byggist á völdum aðeins eins stjórnmálaflokks ríkir í eftirtöldum löndum: Túnis, Egyptalandi, Máritaníu, Senegal, Guineu, Guineu-Bissau, Sierra Leone, Fíla- beinsströndinni, Mið-Afríku Guineu, Kamerún, Gabon, Kongo (Brazzaville), Zaire, Burundi, Kenya, Tanzaníu, Malawi, Zambíu og Mozambique. Marokkó, Swaziland og Lesotho eru konungs- ríki, Angola fær sjálfstæði frá Portúgölum í nóvember. Spánverjar ráða enn hluta Sahara og Frakkar Djibouti sem nú kallast Afar og Issas. Minnihlutastjórn hvítra manna ræður í Suður-Afríku, Suðvestur-Afríku eða Namibíu og í Rhódesíu sem er formlega séð brezk nýlenda. Hættuástand á sjö svæðum Löndin þrjú Löndin þrjú þar sem fleiri en einn stjórnmálaflokkur fá aó starfa eru Gambía, Libería og Botswana. Jafnvfel ekki í þessum löndum ríkir fullkomiö lýðræði. Að vísu má segja að í sumum Iöndum þar sem einn flokkur fer með völdin sé vísir að lýðræði og að sum þeirra eigi að baki nokkra Iýðræðishefð. En það að fleiri en einum stjórnmálaflokki er leyft að starfa er að heita má einsdæmi i Afríku og því er ekki úr vegi að hnga að þessum ríkjum: # Líbería: Lengi var Líbería eitt af aðeins þremur sjálfstæðum ríkjum Afríku, auk Eþíópíu og Suður-Afríku. Leysingjar frá Bandaríkjunum stofnuðu þetta riki i Vestur- Afríku 1847 og það er því elzta sjálfstæða lýðveldið i Afríku. Af- komendur þeirra hafa ráðið lög- um og lofum í landinu fram á siðustu ár þótt þeir séu taldir aðeins þrír af hundraði íbúanna. Undir forystu William Tubmans forseta, sem er nýlátinn og var fyrst kjörinn 1943, voru þó áhrif ,,innfæddra“ aukin jafnt og þétt. í heimsstyrjöldinni fengu Banda- menn að heita má allt gúmmi sitt frá Líberíu. Um svipað leyti fund- ust miklar málmauðlegðir i land- inu og þar með hófst mikill upp- gangstími. Siðustu ár hafa verið mikið velsældarskeið þótt á ýmsu hafi gengið í efnahagsmálum landsins vegna verðsveiflna. Lýð- ræði i Líberíu hefur ekki verið fullkomnara en það að starfsemi stjórnmálaflokka var bönnuð fyrir tuttugu árum og Tubman og flokkur hans réðu að heita má öllu á stjórnarárum hans. # Gambía: Áhrif Breta eru ennþá mikil í Gambíu sem er í Vestur-Afríku eins og Líbería og hefur orðið vinsælt ferðamanna- land á siðari árum. Bretar keyptu Gambíu af Portúgölum 1588 og þar með varð Gambía fyrsta nýlenda Breta I Afriku. Landið fékk sjálfstæði 1965 og stofnun lýðveldis var samþykkt í þjóðarat- kvæðagreiðslu fyrir fimm árum. Idi Amin forseti Uganda er nú opinber talsmaður Afríku þar sem hann hefur verið kjörinn formaður Einingarsamtaka Afríkuríkja. Hann segist undirbúa skæruhernað gegn Suður-Afríku og hefur hvatt til styrjaldar gegn stjórn hvfta minnihlutans þar. Erftrea er eitt af hættusvæðum Afri'ku. Þar berjast skæruliðar enn fyrir algeru sjálfstæði og aðskilnaði frá Afríku með stuðningi Araba. Landið hefur fengið talsverða efnahagsaðstoð frá Bretum og hefur nána samvinnu við Senegal. Ibúar landanna eru skyldir og Senegal umlykur Gambiu, sem er við ósa samnefnds fljóts. Fljótið er kallað eina auðlind Gambíu og 95% útflutningsins eru hnetur. Þingkosningar hafa farið fram með venjulegum hætti síðan á dögum brezku nýlendustjórnar- innar. Einn flokkur, flokkur Sir Dauda Jawara forsætisráðherra, hefur haft öruggan meirihluta. # Botswana: Ems og Gambía er Botswana fyrrverandi brezk nýlenda og hét áður Bechuanaland. Einhverjar mestu demantsnámur heimsins fundust fyrir nokkrum árum í norð-austur hluta landsins, og síðan hafa fundizt miklar kopar og nikkel- námur. Landið fékk sjálfstæði 1966 og lauk þar með langri bar- áttu foringja þjóðarinnar, Sir Seretse Khama, núverandi for- seta, sem er kvæntur hvitri konu. Sú barátta var erfið vegna nálægðar Suður-Afríku. Stjórn Khama hefur orðið að sætta sig við það, að landið er háð stjórn hvita minnihlutans í Suður- Afríku og þarf að eiga vinsamleg samskipti við hana þrátt fyrir kynþáttastefnu hennar. Forset- inn er afkomandi höfðingja Bots- wana-þjóðarinnar og Búa, sem sóttu úr suðri. Kosningar hafa farið fram með eðlilegum hætti í landinu. Það er ekki aðeins að lýðræði eigi erfitt uppdráttar í Afríku. Víða er hungur. Alvarlegir þurrk- ar hafa geisað á mörgum stöðum á svæðinu sunnan við Saharaeyði- mörkina, í Eþíópiu og Sómalíu. Efnahagsmál eru víðast hvar i ólestri. Æjttflokkarigur er alvarlegt vandamál í flestum rikjum Afríku. Þess vegnageisaði Biafra- styrjöldin og ættflokkastyrjöld í Mið-Afrikuríkinu Burundi, þegar raunverulega var reynt að útrýma heilli þjóð. Þvi er stöðug hætta á innanlandsátökum í mörgum ríkj- um. Þar við bætist hætta á átök- um við stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. m Oróasvæði Nú sem stendur má segja að á sjö svæðum í Afriku séu átök eða hætta á alvarlegum átökum: # Angola: Þar geisar borgarastyrjöld þriggja frelsis- hreyfinga blökkumanna, en land- ið á að fá sjálfstæði i nóvember. # Namibía: Fréttir herma að dregið hafi verið saman fjöl- mennt lið skæruliða í Angola til að binda enda á yfirráð Suður- Afríkumanna í þessari fyrr- verandi nýlendu Þjóðverja sem þeir kalla Suðvestur Afríku og neita að veita sjálfstæði. # Rhódesía: Umsvif skæruliða hafa aukizt á undan- förnum mánuðum en stjórn hvíta minnihlutans hefur nýlega sam- þykkt að ræða við foringja blökkumanna um nýja stjórnar- skrá í járnbrautarvagni á brúnni yfir Viktoríufossa. # Uganda: Andstaða magnast gegn stjórn Idi Amin for- seta þótt enn sé hún heldur fyrir- ferðarlítil og hann kyndir undir ólgu í grannríkjunum, Kenya og Tanzaníu. # Eþíópfa: Múhameðskir skæruliðar hafa gert uppreisn i Eritreu og herforingjarnir sem steyptu Haile Seiassie keisara af stóli hafa ekki getað brotið hana á bak aftur. # Súdan: Þar rlkir ótrygg- ur friður eftir vopnahlé sem blökkumenn í suðurhéruðum landsins og herforingjastjórn Araba í norðri hafa samið og það getur farið út um þúfur áður en varir. # Spænska Sahara: Bardagar geisa á landamærum vegna vaxandi þrýstings frá grannríkjunum Marokkó, Alsír og Máritaníu, sem girnast gifurleg fosfatauðæfi landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.