Morgunblaðið - 31.08.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1975
19
— Sextugur
Framhald af bls. 13
var hann í sérflokki hérlendis í
sinni vigt, en oft reyndist erfitt að
finna honum keppinaut, sem gat
staðið honum á sporði. Jafnhliða
hnefaleikunum hafði hann unun
af laxveiði og fuglaveiðum, enda
hin leiknasta skytta. í dag má sjá í
bílnum hans riffil og veiðistöng,
þegar hann fer úr bænum.
Lúðvík átti því láni að fagna, að
á hans vegi varð ágætiskona,
Þórunn Ragnhildur Ólafsdóttir,
skipstjóra Ólafssonar i Reykjavík.
Henni kvæntist hann árið 1936 og
eiga þau 40 ára hjúskaparafmæli
þann 22. febrúar n.k. Það hefur
löngum verið sagt, að bak við far-
sæla dugnaðarmenn sé ávallt góð
og traust kona. Hér á það sannar-
lega við. Þórunn hefur búið
manni sínum vistlegt og gott
heimiii og staðið við hlið hans í
blíðu og stríðu. Oft mæddi það á
henni einni, uppeldi barnanna,
meðan húsbóndinn dvaldist lang-
tímum saman uppi á fjöllum við
að leggja símalínur um þvert og
endilangt landið.
Þrátt fyrir það, að Lúðvík er
aðeins sextugur, er hann einn af
elstu núiifandi starfsmönnum
Landssíma Islands. Hringinn i
kring um landið á hann vini og
kunningja gegn um sitt brautryðj-
endastarf í þágu símans. Ég veit
að það verða margir sem minnast
þesp höfðingja í dag og taka
undir afmælisóskir okkar hjón-
anna til Lúðvíks, konu hans,
barna og barnabarna. Megi ísland
eignast fleiri slika hæfileikamenn
og megi þjóðin fá að njóta starfs-
krafta þinna sem allra lengst.
Haraldur Gislason.
3 millj. kr.
fyrir lóð á
Arnarnesi
1 Morgunblaðinu í fyrradag er
auglýst lóð á einum eftirsóttasta
byggingarstað landsins, Arnar-
nesi. M.bl. lék forvitni á að vita
hvað lóðin ætti að kosta og hafði
samband við Agnar Ólafsson í
Fasteignasölunni i Norðurveri,
sem hefur lóðina til sölu.
Agnar sagði, að lóðin, sem væri
1270 fermetrar og væri við Þernu-
nes, ætti að kosta liðlega 3
milljónir króna. Þegar hefðu
margir hringt og spurt um þessa
lóð og væntanlega væri þess ekki
langt að bíða að lóðin seldist.
Vefnaðar-
vöru-
verzlunin
Grundarstíg 2
auglýsir
Sængurverasett og
gluggatjaldaefni í úr-
vali á góðu verði.
Ódýrt flauel —
denim vatnshelt úlpu-
efni, upplagt í skóla-
fatnað.
Ódýrar flauelsbuxur.
Ennfremur bróderað-
ir kínverskir dúkar og
ítalskar gjafavörur
o.m.fl.
Hydrovane
LOFTÞJÖPPUR
AFKÖST 368/MÍN.
TIL AFGREIÐSLU
STRAX.
G. Þorsteinsson og Johnson,
Ármúla 1, sími 85533.
12" Atlas rennibekkir til afgreiðslu strax.
G. Þorsteinsson og Johnson,
Ármúla 1, sími 85533.
HAUST — SKÓRNIR ’75
FYLGJA FATATÍSKUNNI ’75
Skómir ná upp á miðja fótleggi gerðir úr ekta
anilín skinni — einnig mjúku leðri og
hrágúmmísólum hlýfóðraðir og fótlaga.
póstsendum SKÚVERZLUN 8. WAAGE
Einnig nýkomið fótlaga hjúkrunarkvennaskór,
barnakuldaskór, tréskór ofl. ofl.
Anilin skinn Ijósbrúnt stær
30 kr 4 180 . ’\ ) <
31—33 kr. 4.690.- iJÉ I
34—37 kr 5 215.
38—42 kr. 5 880.-
43—46 kr 6.360
XCOnf.
INN- OG CTTFLUTNINGUR
VERKTAKAR 9
IÐNREKENDUR
Vantl yöur tækjakost, þá getum við boöiö ótrúlegustu vélar og tæki á hagstæöu verði.
Nýjar og nýuppgeröar vélar. Eitt símtal til okkar getur gert gæfumuninn.
XCO HF
SÍMI 27979