Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1975 Framkvæmdastjóri Beaverbrook-blaðahringsins: BLAÐAUTGÁFA I Bretlandi hefur átt við talsverða erfið- leika að etja um nokkurt skeið, og hefur allmikið verið rætt um þann vanda f brezkum blöðum að undanförnu, sérstaklega nú sfðustu vikurnar er lff hins mcrka brezka vikublaðs, The Observer, sem komið hefur út f nær 200 ár, virðist hanga á blá- þræði. Bretar eru meðal mestu blaðalesenda í heimi, og dag- blöðin og vikublöðin sem gefin cru út í Lundúnum eiga sér mörg merka sögu. Fram á síð- ustu ár hafa aðsópsmiklir ein- staklingar — sérvitrir blaða- kóngar — sett svip sinn á Fleet Street og brezkan blaðamarkað og gera raunar að nokkru marki enn, þótt tímarnir séu augljóslcga að breytast og Thomson lávarður, sem gefur út bæði Sunday Times og The Times, sé Iíklega hinn síðasti í hópi hinna sérstæðu einstakl- inga, sem átt hafa svo rfkan þátt f þróun brezku blaðanna. Fyrir nokkrum dögum var hér á ferð ungur maður; Joce- umtalsverðan rekstrarhagnað á síðasta fjárhagsári. Blaðamað- ur Morgunblaðsins átti þess kost að ræða við Jocelyn Stev- ens um vandamál brezku blað- anna, meðan hann dvaldist hér, óg fer það samtal hér á eftir. OFMARGT FÓLK — (JRELT TÆKNI — Hver er aðalástæðan fyrir rekstrarvandamálum brezku blaðanna? — Aðal ástæðan er of margt fólk, sem vinnur við tæknilega framleiðslu blaðanna oggamlar og úreltar vélar, segir Stevens. Þá hafa orðið mjög miklar hækkanir á rekstrarkostnaði blaðanna og má sem dæmi nefna, að verðlag á dagblaða- pappír hefur tvöfaldazt á síð- ustu átján mánuðum. Hann var áður ódýr, en er nú mjög dýr. Þess vegna verða allir blaðaút- gefendur að gæta fyllstu hag- kvæmni í rekstri. Við hjá Beav- erbrook-blöðunum höfum — Er fólk að hverfa frá blöð- um til sjónvarps? — Heildarútbreiðsla blað- anna í Bretlandi hefur minnk- að um minna en 5% á sama tíma og miklir efnahagserfið- leikar steðja að. Þess sjást eng- in merki, að fólk sé að hverfa frá blöðum til sjónvarps. — En nú er það staðreynd að Daily Express t.d. kom út f um fjórum milljónum eintaka fyrir tuttugu árum en kemur nú út í 2,8 milljónum eintaka. Hver er skýringin á því? — Það er rétt, að útbreiðsla Daily Express hefur minnkað, og hefur t.d. minnkað um þús- und eintök á ári á síðustu tíu árum. Þetta er að mínum dómi fyrst og fremst ritstjórnar- vandamál. Undir forystu Beav- erbrook-lávarðar varð Daily Express dagblað, sem barðist fyrir tilteknum málefnum, áhugamálum Beaverbrooks. Daily Express barðist fyrir til- vist og tilveru brezka heims- veldisins svo dæmi sé nefnt og öðrum hjartans málum eiganda Ný rödd - ný tækni - aukin hagkvæmni — mun efla viðgang blaðanna á ný lyn Stevens, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Beaver- brookblaðahringsins fyrir 18 mánuðum, en Beaverbrook, lá- varður var sem kunnugt er hinn áhrifamesti blaðakóngur í Bretlandi mestan hluta þessar- ar aldar. Jocelyn Stevens var hér á ferð ásamt pappírsfram- Ieiðendum og blaðaútgefendum í Bretlandi og Bandaríkjunum við laxveiðar og nutu þeir fyrir- greiðslu Agnars Kristjánsson- ar, forstjóra Kassagerðar Reykjavíkur, meðan þeir dvöld- ust hér. í fregnum brezkra blaða sfðustu mánuði og miss- eri hefur Beaverbrook- blaðahringurinn, verið talinn standa mjög höllum fæti fjár- hagslega og vera hætt kominn en þessi blaðahringur gefur út Daily Express, sem kemur út sex daga vikunnar, Sunday Ex- press, sem kemur út á sunnu- dögum og kvöldblaðið Evening Standard, en samtals koma þessi blöð út í 24 milljónum eintaka á viku. Beaverbrook- blaðahringurinn hefur á und- anförnum árum tapað miklum fjárhæðum, en nú bregður svo við, að hann mun hafa sýnt fækkað prentsmiðjum okkar úr fjórum í tvær. Þegar ég tók við starfi mfnu f janúar 1974, störf- uðu um tíu þúsund manns hjá Beaverbrook-blöðunum og þeim hafði þá þegar fækkað um tvö þúsund, úr tólf þúsund í tíu þúsund, en síðan hefur mér tekizt að fækka þeim enn, þann- ig að starfslið okkar er nú um sex þúsund og nfu hundruð manns. Ef blöðin eiga að lifa, verður að auka hagkvæmni f rekstri þeirra. — Hafa verkalýðsfélögin ver- ið erfið viðureignar f sambandi við þessa fækkun starfsliðs? — Okkur hefur tekizt að ná fram þessari fækkun án þess að útgáfa blaðanna hafi stöðvazt einn einasta dag. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að okkur stjórnendum blaðanna hefur auðnazt að hafa góða samvinnu og náið samráð við forystu verkalýðsfélaganna um þessar breytingar. Við höfum opnað bækur fyrirtækisins fyrir for- ingjum verkalýðsfélaganna og þeir hafa tekið þessum vinnu- brögðum mjög vel. Einu sinni í mánuði koma sérstakar sam- ráðsnefndir saman til fundar. Þar er fjallað um stöðu fyrir- tækisins fram og aftur, einstak- ar ákvarðanir, sem stjórnendur hafa tekið, ræddar, þeir eiga þess kost að gagnrýna þær ákvarðanir. Allt sem sagt er á þessum fundum er skrifað nið- ur og því er sfðan dreift meðal þátttakenda. 1 raun og veru er hér um að ræða einskonar eftir- lit með stjórn fyrirtækisins og hefur þetta orðið til þess að auka mjög traust milli stjórn- enda og starfsmanna Beaver- brook-blaðanna. — Hvernig hefur reynzt unnt að fækka starfsliði svo mjög á skömmum tlma, án þess að það hafi komið niður á framleiðslu eða gæðum blaðanna? — Þessi fækkun starfsliðs hefur tekizt án þess að til Slíks þyrfti að koma, vegna þess, að samtímis var vélakostur blað- anna endurnýjaður. Beaver- brook-blöðin hafa fjárfest níu milljónir sterlingspunda í nýj- um vélakosti á síðustu árum. Við höfum m.a. tekið upp filmusetningu og vélvædda pökkun. Þá höfum við haft þann hátt á að greiða því starfs- fólki, sem látið hefur af störf- um hjá fyrirtækinu, þriggja vikna laun fyrir hvert ár sem viðkomandi hefur unnið hjá Beaverbrook-blöðunum, ásamt greiðslu fyrir þann tíma sem uppsagnarfresti nemur. Við höfum þvf f raun og veru keypt starfið af hverjum starfsmanni sem hætt hefur,, og verkalýðs- félögin hafa unnið að þessum breytingum með okkur. Við framleiðum 24 milljónir eintaka á viku og höfum tapað miklu fé á undanförnum árum, en ég er mjög bjartsýnn á, að dæminu hafi verið snúið við. öll blöðin sem við gefum út eru nú rekin með hagnaði í erfiðu ári. 1 raun og veru er þetta kraftaverk. MINNKANDI (JTBREIÐSLA — Hvað veldur því, að út- breiðsla brezku blaðanna hefur yfirleitt minnkað verulega á undanförnum árum? — Við höfum hækkað verð blaðanna tvisvar sinnum á 18 mánuðum. Sunday Express kostar t.d. tvöfalt meira en þá. Fólk sem áður keypti tvö til þrjú blöð, kaupir nú eitt til tvö blöð. þess. Þessi baráttumál blaðsins heyra fortíðinni til, þau eru úr- elt, og í síðustu tíu ár hefur Daily Express verið blað í leit að málefnum, sem það hefur ekki fundið. 1 nóvember- mánuði sfðastliðnum var ráðinn nýr ritstjóri að blaðinu. Hann var áður ritstjóri Economist um tíu ára skeið og tvöfaldaði upp- lag þess blaðs. Ég er sannfærð- ur um, að með nýjum ritstjóra mun blaðið eignast nýja rödd. Með nýrri rödd, nýrri tækni og aukinni hagkvæmni geri ég mér ákveðnar vonir um, að blaðið muni hefjast til vegs á ný. — Hafa brezku blöðin tapað auglýsingum til sjónvarpsins? — Auglýsingamarkaðurinn er mjög slæmur um þessar mundir, en blöðin hafa ekki tapað til sjónvarpsins, þvert á móti hafa þau aukið hlutdeild sfna á auglýsingamarkaðnum. — Og að lokum, eigið þér von á því, að einhver brezku blað- anna leggi upp laupana á næstu árum? — Ég sé enga ástæðu til þess að svo þurfi að verða, sagði Jocelyn Stevens að lokum. Hannyrðaverzlunin Grímsbæ Stórkostleg útsala fyrir börn og fullorðna. Get bætt við flosnámskeiði í september. Byrjað að skrifa niður fyrir október. Pantið tíma sem fyrst. Munið Patons smyrnamotturnar, púðana og veggteppin. Grófa tízkugarnið komið í mörgum litum. Hannyrðaverzlunin Grímsbæ v/ Bústaðaveg, sími 86922. kérndum A líf Kerndum, yotlendiy LANDVERND Utsala, Utsala, Mikil verðlækkun, Gerið góð kaup. ELIZUBÚÐIIM, Skipholti 5. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? ÞÚ AL'GLYSIR LM ALLT LAND ÞEGAR ÞL ALGI.YSIR I MORGLNBLAÐINl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.