Morgunblaðið - 31.08.1975, Side 24

Morgunblaðið - 31.08.1975, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGCST 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið Aðalfundur Stéttar- sambands bænda var settur á Laugarvatni sl. föstudag og er að þessu sinni haldinn á nokkrum tímamótum í sögu samj:ak- anna, þar sem 30 ár eru liðin um þessar mundir frá stofnun þeirra. Félagsleg samstaða og félagsþroski íslenzkrar bændastéttar hefur jafnan verið til fyrir- myndar, enda hafa bændur tryggt upp ótrúlega sterk samtök, sem átt hafa veru- legan þátt í uppbyggingu og eflingu íslenzks land- búnaðar. Landbúnaðurinn er ein af undirstöðuatvinnugrein- um landsmanna og var höf- uðatvinnuvegur Islend- inga fyrr á öldum, áður en fiskveiðar og fiskvinnsla fór að marki að ryðja sér til rúms. Það segir sig sjálft, að í einangrun fyrri alda hefur það skipt höfuðmáli fyrir þjóðina að framleiða matvæli sín sjálf og svo er enn. ísland er harðbýlt land og að mörgu leyti erf- itt búskapar eins og sumar- ið nú hefur enn sýnt fram á. En hvað sem öllu talna- flóði líður um ódýrar land- búnaðarafurðir, sem hægt væri að flytja inn erlendis frá, er það einn þáttur í stöðugri sjálfstæðisbaráttu okkar að vera öðrum þjóð- um óháðir um matvæli. Þeir tímar hafa komið og geta komið á ný, að erfitt verði um aðföng frá öðrum þjóðum og þá hefur það ráðið úrslitum og mun ráða úrslitum um afkomu okkar í landinu, að við framleið- um sjálfir öll helztu mat- væli, sem við þurfum á að halda. Þess vegna er það mikil skammsýni, þegar því er haldið fram, að stór- lega eigi að draga saman seglin í landbúnaðarfram- leiðslu. Við erfiðar aðstæður hafa íslenzkir bændur ver- ið mjög framfarasinnaðir. Oft er talað um tæknibylt- ingu í sjávarútvegi og vél- væðingu í öðrum atvinnu- greinum, en sannleikurinn er sá, að á síðasta aldar- fjórðungi hefur orðið meiriháttar bylting í fram- leiðsluháttum landbún- aðarins, ekki síður en í öðr- um atvinnugreinum. Þrátt fyrir umtalsverða fækkun í bændastétt og um leið fjölgun þjóðarinnar hefur landbúnaðinum tekizt að halda í horfinu og auka mjög framleiðslu landbún- aðarafurða. Þetta hefur tekizt vegna þess, að bænd- ur og samtök þeirra hafa verið opnir fyrir nýjung- um í framleiðsluháttum og bættum vinnubrögðum og þeir hafa stóraukið ræktun landsins. Fjölbreyttni í framleiðslu landbúnaðar- afurða hefur einnig aukizt mjög á síðustu árum, eins og neytendum í þéttbýli er vel kunnugt. Itrekaðar tilraunir eru gerðar til þess að efna til óvinafagnaðar meðal fólks í þéttbýli og þeirra, sem við landbúnaðarstörf starfa. Þetta hefur aldrei tekizt og mun ekki takast vegna þeirrar einföldu stað- reyndar, að þeir sem í þétt- býli búa eru langflestir ým- ist önnur eða þriðja kyn- slóð þeirra, sem flutt hafa úr sveitum eða hafa svo sterk tengsl við fólk í sveit- um landsins, að skilningur á þýðingu landbúnaðarins og eðli starfa bóndans er mun meiri en menn halda. Ef starf bóndans væri svo ábatasamt, sem stundum er hRldið fram, má fullvíst telja, að meiri eftirsókn væri í búskap en raun ber vitni um. Þvert á móti er full ástæða til að ætla, að á næstu árum og áratugum verði vandinn í því fólginn að fá fólk til þess að starfa við landbúnað, vegna þess að störfin við búskap eru svo bindandi. Bóndinn og fjölskylda hans hafa ekki sömu möguleika á að njóta frístunda, ferðast til út- landa o.s.frv., vegna þess að sveitafólkið er mjög bundið við skepnuhald og búskaparstörf. Þess vegna þarf enginn að öfundast f garð bændastéttarinnar. Á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda sl. föstudag flutti Halldór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra athyglisverða ræðu, þar sem hann fjallaði um ýmis vandamál í sambandi við sölu landbúnaðarafurða. Landbúnaðarráðherra gat þess m.a., að í athugun væri að breyta kerfi niður- greiðslna á þann veg, að t.d. nautakjöt yrði niður- greitt að einhverju leyti. Slíkt mundi auka neyzlu nautakjöts til mikilla muna, auka fjölbreytni þeirra matvæla, sem neyt- andinn á kost á, á viðráðan- legu verði. Sannleikurinn er sá, að fyrirkomulag nið- urgreiðslna hefur skapað misræmi milli einstakra framleiðsluafurða land- búnaðarins, sem raskað hefur eðlilegu jafnvægi í framleiðslunni. Þess vegna er ánægjulegt að sjá, að ráðherra landbúnaðarmála hefur þessi mál til athug- unar. Halldór E. Sigurðs- son fjallaði einnig um út- flutningsuppbætur á land- búnaðarvörum og taldi nauðsynlegt að endurskoða það kerfi, þjóðin yrði að vega og meta, hvort rétt væri að láta erlendum neytendum í té neyzluvör- ur á svo lágu verði sem nú er gert. Með þessari ræðu hefur landbúnaðarráð- herra lagt grundvöll að heilbrigðum, málefnaleg- um og sanngjörnum um- ræðum um þau vandamál, sem tengd eru landbún- aðinum og ber að fagna því. Bændur þinga Rey kj aví kurbréf Laugardagur 30. ágúst Einstaklingurinn á undanhaldi íslenzkt þjóðféiag er, sem betur fer, ekki mergðarþjóðfélag, heldur lítið samfélag, sem ein- staklingarnir setja mark sitt á. Það er ekki þjóðfélag margra kall- aðra, en fárra útvaldra. Fjöldi þess fólks, sem hvað mestan svip hefur sett á íslenzkt þjóðfélag, er af almúga kominn. Og fullveldis- kynslóðin, sem hefur skilað merku lífsstarfi sínu og er óðum að hverfa, á sér rætur f jarðvegi fátækrar þjóðar, sem barðist fyrir sjálfstæði Islands af karlmennsku og óbilandi trú á landið og þjóð- ina, jafnvel einnig á þeirri varg- öld sem ríkt hefur frá því ein- ræðisherrar í austri og vestri tóku að leiða þjóðir og þjóðflokka inn í gasklefa, þrælabúðir og geð- veikrahæli. Þetta fólk, reynslunni ríkara, veit hve nauðsynlegt er að vera á verði og varðveita endur- heimt frelsi landsins, ef vel á að fara. Allt stefnir í einræðisátt, jafn- vel fjölmennasta lýðræðisríki heimsins, Indland, hefur nú verið leitt inn í öngstræti Indiru Gandhis. Lýðræðið, frelsið, er á undanhaldi. Einstaklingurinn réttminni og óhreinni en kýrin. Það er gott, að John Stuart Mills skuli ekki hafa þurft að upplifa það(!) Þannig stefnir þróunin öll í eina átt. Og það þarf engan böl- sýnismann til að efast um framtíð sjálfstæðra einstaklinga í heim- inum, eins og nú horfir. Samt hefur það fólk, sem hefur skilað okkur f hendur sjálfstæðinu, alið okkur upp í trú á landið og fram- tíð þess, haldið fast við þá sann- færingu sína, að lítil þjóð eins og við Islendingar geti lifað frjáls og óháð við þær aðstæður, sem ríkja í heiminum. Unga fólkið, sem vaxið er úr velferðarþjóðfélaginu íslenzka og hefur lítil sem engin kynni haft af fátækt og ytri erfiðleikum, er nú að taka við merkinu og von- andi, að því farnist vel í barátt- unni fyrir áframhaldandi frelsi Iands og þjóðar. Vonandi á reynsluleysið ekki eftir að leiða það í blindgötur, né þær gífurlegu kröfur, sem gerðar eru til lífsþæg- indaþjóðfélagsins. Það verða aldrei hinar ytri aðstæður, sem úrslitum ráða um framtíð þess- arar fámennu þjóðar, heldur innra þrek, andleg verðmæti og ávöxtún gamals arfs. Sú kynslóð, sem nú.er að taka við Islandi, skyldi mínnast þessa alls og vera vel á verði í þeim hrikalega hrunadansi og heimsátökum, sem nú eiga sér stað. En umfram allt ætti hún að ala börn sín upp í anda þess fólks, sem hún stendur í hvað mestri þakkarskuld við og er nú óðum að kveðja líf sitt, eins og verða vill. Skáld og húsfreyja Ölafur Þórðarson, fram- kvæmdarstjóri frá Laugabóli, sem nú er nýlátinn á 79. aldursári, er sprottinn úr þeim jarðvegi, sem fyrr er nefndur. Ungur sveita- drengur norðan úr Djúpi setur hann óafmáanleg spor I fram- kvæmda- og atvinnusögu þjóðar sinnar. Það var raunar með ólik- indum, að með þessum hlýja og góða dreng, sem ekki mátti vamm sitt vita, skyldi hafa búið slíkt þrek, sem raun ber vitni. Ólafur Þórðarson hafði forystu um stofnun Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna 1942 og í minn- ingargrein Sveins Benediktssonar hér í blaðinu segir hann, að Ólaf- ur hafi ári síðar fengið hugmynd- ina að stofnun Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Ameríku, „og fékk heimild þess samþykkta á aðalfundi S.H. í maí mánuði árið eftir“. Ólafur fékk draumsýnina og hugsjónaeldinn með móðurmjólk- inni, þvl að Halla móðir hans, var í senn skáld og húsmóðir; ein þessara íslenzku kvenna, sem hafa ávallt borið þess vitni, að jafnræði hefur verið með körlum og konum á Islandi, a.m.k. þegar konurnar hafa viljað láta til sín taka. Sjálfstæði Islands var ekki karlaverk, heldur einnig og ekki síður draumur íslenzkra mæðra, sem varð að veruleika, en þær innrættu börnum sínum ekki sízt hugsjónina um frelsi og sjálf- stæði, settu mark sitt á alla sjálf- stæðisbaráttuna og mótuðu þá, sem þar stóðu í fylkingarbrjósti. Grímur Thomsen, skáld, skrif- aði merka ritgerð um miðja síð- ustu öld, þar sem hann ber saman stöðu konunnar á íslandi í forn- öld og Grikklandi, þegar gull- aldarmenningin stóð þar f mest- um blóma. Niðurstaða hans var sú, að íslenzkar konur hefðu ávallt verið sjálfstæðir einstakl- ingar, en hvorki ambáttir, þrælar né þý. Um þetta vitna íslendinga sögurnar að sjálfsögðu, en þar setja konur oft og einatt meiri svip á mannlífið en karlar, stjórna oft og einatt framvindu sögunnar fremur en þeir. Hlutverk grísku konunnar var með allt öðrum hætti, eins og Grímur Thomsen bendir á. Ólafur Þórðarson átti að sögn svipað skjól hjá Ásgeiri Péturs- syni, hinum mikla athafnamanni nyrðra, og Egill Skallagrímsson hjá Arinbirni hersi og á vegum hans hélt hann ungur til Noregs að kynna sér síldarverkun, niður- suðu og niðurlagníngu á sild, það voru fyrstu sporin. En mundi þá ekki einnig hafa verið eitthvað í fari Höllu móður hans, sem hvatti til dáða, efldi hann að innra þreki og sjálfstæðum vilja? Eitthvað sem minnir á ummæli Bergþóru Skarphéðinsdóttur, þegar hún sagði við Atla hinn austfirzka, er hann falaðist eftir vinnu á Berg- þórshvoli að Njáli fjarstöddum og bar brigður á húsbóndavald hennar; „Ek em kona Njáls,“ segir hon, „ok ræð ek ekki síðr hjón en hann.“ Guðrún frá Lundi Þetta sjálfstæða viðhorf ís- lenzkra kvenna, og þá ekki síður innra þrek þeirra margra og skil- yrðislaus krafa til að þroska með sér einstaklingshæfileika, kom vel fram í lífi og störfum ann- arrar mikilhæfrar húsfreyju, sem nú er nýlátin, Guðrúnar frá Lundi. Hún var á sinn hátt merk skáldkona, og bækur hennar ómetanlegar heimildir um lífið í því þrönga umhverfi, þar sem hún lifði. Það er raunar einnig með ólíkindum, að húsfreyja í sveit skuli setja sér það mark að verða rithöfundur og ná þvf tak- marki með samtíð sinni að verða einn víðlesnasti höfundur Iands- ins, og kannski sá vinsælasti. Guðrún frá Lundi, var fslenzk alþýðumenning holdi klædd. Hún er nærtækasta sönnunin um afl þess arfs, sem velferðarþjóðfé- lagið hefur hlotið í vöggugjöf. Þess er að vænta, að íslenzkar konur spyrji ekki lengur um þann rétt, sem þær eiga, og taki sér til fyrirmyndar, hvar sem þær starfa í þjóðfélaginu, þær húsfreyj- urnar, Bergþóru, Höllu skáld- konu og Guðrúnu frá Lundi, og þá einkum hinar síðastnefndu, sem hvöttu menn til dáða, en ekki illverka. Guðrún frá Lundi átti erfitt með að festa yndi við íslenzkar fornsagnir vegna þeirra morða og manndrápa, sem þar sitja I fyrir- rúmi. En hún kunni því betur að meta sagnalist þessara miklu verka. Hún skrifaði ekki af hug- sjón, heldur einfaldlega vegna þess, að hún gat ekki annað. Rit- list er Islendingum, sem betur fer, í blóð borin, og þá ekki sfður ást á skáldskap. Þessa ást þarf að rækta, og enginn hefur gert það betur um allar aldir Islandssög- unnar en móðirin, sem hefur kennt börnum sínum og innrætt ást á skáldskap og fslenzkri tungu. Allt bendir til þess að ást á íslenzkum skáldskap lifi góðu lífi með þjóðinni og ungu skáldin fara ekki varhluta af því, sem betur fer. Bilið, sem var að mynd- ast milli þjóðarinnar og skáld- anna, hefur minnkað til muna. Hitt er svo annað mál, að hver kynslóð á sinn skáldskap, nú eins og áður. Skáldskapur og listir nærast á frelsi einstaklingsins og þrá hans til að tjá sig. Þetta á þvf erfitt uppdráttar f einræðisrfkj- um. I verkum eins merkasta skáld- sagnahöfundar þessarar aldar, sænska skáldsins Par Lagerkvist, Dvergnum, sem lýsir fasismanum og Maríömnu, sem fjallar um Heródes, en er þó skrifuð um hvaða einræðisherra sem er (margt minnir á Stalín), er slíkum einræðisríkjum lýst af skáldlegri innsýn og raunsæi. Maríamna kom I fyrra út á fs- lenzku og ættu menn að kynna sér efni hennar. Skáldsagan fjallar kannski frekar um okkar daga en nokkurn tfma Heródes og samtíð hans. Skyldum við ekki þekkja þetta fyrirbrigði: einræðisherr- ann trúlausa, sem hefur þá hug- sjón helzta að byggja sér musteri, en trúir ekki á annað en hið illa, „Já, raunar má með sanni segja, að illska hans og grimmd hafi aðeins farið vaxandi því lengur, sem hann lifði, og einnig sjálfs- dýrkun hans og sjálfsumhyggja, trúin á, að hann væri voldugasti maður, sem uppi væri og ætti enga sér líka . .. Síðar ríkti hann áfram með óskoraðri ógnarstjórn yfir drepkúgaðri þjóð.“ I Maríömnu gegnir konan öðru hlutverki en oft vifl verða I fornum sögum fslenzkum. Hún er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.