Morgunblaðið - 31.08.1975, Síða 34

Morgunblaðið - 31.08.1975, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. AGÚST 1975 Teg. 4260 Léttir og slitsterkir leðurskór með gúmmísólum. Litur Brúnt/brúnt. Stærðir 35—40 kr. 2.685.— i eg. 12455 Mokkasíur Brúnt eða svart Kr. 3.355,— Teg. 12450 Mokkasíur Svart eða brúnt leðui 35—42. kr. 4455,— Brúnt leður Nr. 35—42 Kr. 4.455.— Teg. 12456 Brúrit leður Nr. 36—40. Kr. 4.395.— Póstsendum Skóverzl. Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8, v/Austurvöll, sími 14181. Danir hugsa sig tvisvar um... DANIR hafa getið sér orð fyrir framleiðslu og útflutning á klámi og hafa haft dágóðar tekjur af þessum atvinnuvegi, en um þessar mundir fara á ný fram miklar umræður þar í landi um gerð kvikmyndarinnar „Margar ásjónur Krists“, þar sem kynferðislífi Krists eru í fyrstasinn gerð skil á kvikmyndatjaldinu. Vaxandi efasemda gætir nú i dönsku þjóðlífi um gerð þess- arar myndar, og það eitt vekur ærna athygli, að hinir frjáls- lyndu Danir skuli láta sér slíkt fyrir brjósti brenna, en hér gætir e.t.v. að nokkru leyti hins pólitíska afturkipps, sem svo mjög hefur orðið vart í Dan- mörku að undanförnu. Aðalpersónan í þessu máli er kvikmyndastjórinn, Jens Jörgen Thorsen. Á sinum tima sótti hann um ríkisstyrk til kvikmyndatökunnar og fékk hann, en styrkurinn var síðan dreginn til baka þegar í ljós kom, að ekkert land vildi veita styrkurinn verði hækkaður upp i 900 þús. krónur. Stjórn Kvik- myndastofnunarinnar sam- þykkti tillögu hans með naum- um meirihluta í máílok. Eftir atkvæðagreiðsluna sögðu nokkrir þeirra, sem mótfallnir voru styrkveitingunni, sig úr ráðinu í mótmælaskyni. Nú eru stjórnmálamennirnir komnir i slaginn á ný. Samtök jafnaðarmanna á Norðurlönd- um hafa löngum verið meðmælt frjálslyndi og afskiptaleysi, verið fylgjandi frjálslyndi í ást- um og átakalitlu andrúmslofti í velferðarríkjum sínum. Bindindismenn ýmsir aðrir ur framleiðandinn sjálfur að verða sér úti um tvær milljónir króna. Um leið benti nefndin á það, að Thorsen yrði nú enn á ný að svipast um eftir landi þar sem kvikmyndatakan gæti farið fram. Krafa dönsku stjórnarinnar um að fá vitneskju um hvar kvikmyndatakan eigi að fara fram er byggð á mikilvægari forsendum en virtzt getur i fljótu bragði. Mótmælaflaum- urinn í kjölfar fyrstu atrennu Thorsens-málsins var afdráttar- laust merki þess, að aðgæzlu væri þörf. Upphaflegar áætlan- ir um kvikmyndatöku f Suður- Frakklandi urðu að engu þegar rómversk-kaþólska kirkjan skarst I leikinn. Aðrir staðir, sem hafa komið til greina, eru Síaní-eyðimörkin og Líbýa, en nú er allt útlit fyrir, að kvik- myndatakan fari að mestu fram í sandnámu í nágrenni Kaup- mannahafnar. Danska stjórnin hefur fengið lögfræðilegum ráðunautum sin- ... varðandi klám- mgndina um Krist kvikmyndagerðarfólkinu við- töku af siðferðilegum ástæðum. Ummæli Thorsens urðu fleyg og komust í fyrirsagnir margra blaða: „Jesús hefur ekki fengið að eiga neitt kynferðislíf i tvö þúsund ár, en nú ætla ég að gefa honum slíkt líf.“ Við nán- ari athugun kom svo í ljós, að Thorsen hafði tekið fullgrunnt í árinni, en nýlega voru frétta- mönnum sýndar glefsur úr myndinni. Þar sást Jesús í ásta- leik með Maríu Magdalenu, í ,,þrihyrningi“ með Maríu Magdalenu og Mörtu, og siðan var brugðið upp nútímamynd af Kristi í samförum með palestínskri sveitastúlku. Höfundar kvikmyndar- handritsins eru ekki sáttir við það, að Jesús hafi einungis lif- að venjulegu og heilbrigðu kyn- ferðislifi, heldur eru í mynd- inni atriði, þar sem Kristur og Jóhannes skírari eru orðnir kynvillingar eftir upprisuna. Því hefur verið haldið fram, að ónefndur félagi í Baader- Meinhofhópnum, sem nú af- pláni níu ára fangelsisdóm í Vestur-Þýzkalandi, hafi aðstoð- að við gerð kvikmyndahandrits- ins. Eftir miklar umræður í Dan- mörku og hörð viðbrögð erlend- is árið 1973 varð Ijóst, að Thorsen myndi ganga erfiðlega að koma áformum sinum í framkvæmd og festa hugmynd- ir sinar á filmu, en viðbrögðin erlendis urðu reyndar sýnu harðari en heima fyrir. Styrkurinn, sem Kvikmynda- stofnun danska ríkisins veitti til kvikmyndatökunnar á sinum tíma og dreginn var til baka, nam 600 þús. dönskum krónum. Listfræðilegur ráðunautur stofnunarinnar við styrkveit- ingar til kvikmyndagerðar, Gert Fredholm, lagði mikla áherzlu á það, að styrkurinn yrði veittur, en danska ríkis- stjórnin, dyggilega studd af Páli páfa, var þvi algerlega mótfallin. Núverandi ráðunautur, Sví- inn Stig Björkmann, hefur tek- ið þetta mál upp að nýju, og leggur meira að segja til að andstæðingar hvers konar spillingar hafa þó jafnan átt sterk ítök i jafnaðarmanna- hreyfingunni frá því fyrir alda- mót. Mat það, sem þessi öfl leggja á mál þetta, er, að stjórn jafnaðarmanna, sem tók við völdum í ársbyrjun, hafi þegar fengið á sig þann stimpil, að hún stuðli að siðferðilegu upp- lausnarástandi i þjóðfélaginu. Menningarmálaráðherrann, Niels Matthiasen, hefur tekið mjög eindregna afstöðu til málsins og virðist mörgum hann líta á Thorsen sem nokkurs konar útsendara djöfulsins. Ráðherrann hefur orðið fyrir miklum þrýstingi af hálfu þing- manna, og þrátt fyrir það, að Iögum samkvæmt sé stjórn Kvikmyndastofnunarinnar óháð stjórnvöldum í ákvörðun- um sínum, hefur honum tekizt að koma í veg fyrir það, að Thorsen fái styrkinn greiddan, meðan rannsókn málsins fer fram. I síðasta mánuði lét menningarmálanefnd danska Þjóðþingsins stöðva alla ríkis- aðstoð við kvikmyndagerðina meðan á lagalegri rannsókn stæði. Nefndin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða að setja ákvæði í gildandi lög um rikisstyrki til menningarmála, svo og ákvæði í stofnskrá Kvikmyndastofnun- arinnar þar sem kveðið er á um menningarlega sérstöðu henn- ar, en upphaflega var stofnun- inni gefið sjálfdæmi, svo að hún yrði óháð afskiptum stjórn- málamanna. Ríkisstjórnin heldur þvi fram, að með þessu sé ekki ver- ið að skerða frelsi stofnunar- innar, en eins og við var að búast, var rekið upp ramakvein og stjórnin ásökuð um að hafa tekið upp ritskoðun. Menningarmálanefndin hef- ur samt sem áður ekki gefið nein fyrirmæli um að gerð myndarinnar verði stöðvuð, heldur er þess krafizt, að Thor- sen uppfylli skilyrði, sem sett eru í stofnskrá Kvikmynda- stofnunarinnar, til að hægt sé að veita honum hinn umdeilda 900 þús. króna styrk. Sam- kvæmt þessum skilyrðum verð- um það verkefni að álykta hvort bann við sýningu mynd- arinnar yrði innan ramma lag- anna. I Kaupmannahöfn er al- mennt álitið, að Jesú-myndin myndi brjóta í bága við löggjöf um guðlast og jafnvel lög um höfundarétt, en þeir, sem höfundaréttarlögin yrðu brotin á, væru i þessu tilviki höfundur Nýja testamentisins. Menningarmálaráðherrann hefur ekki farið dult með van- þóknun sína á Jens Jörgen Thorsen og hefur það vakið nokkra undrun meðal al- mennings. Þá hafa blaðamenn tekið málið, sem þeir telja vera eins konar persónulega kross- ferð ráðherrans á hendur hin- um trúlausa kvikmyndastjóra, óstinnt upp. Matthiasen menningarmála- ráðherra, sem greinilega er bú- inn að fá sig fullsaddan af þessu máli, tilkynnti nýlega Þjóðþinginu (eða kannski Guði?), að þætti hans I „þessari Thorsen-uppákomu“ væri lok- ið. Hann lýsti þvi yfir, að hann teldi skyldu sína að stöðva það, sem hann væri sannfærður um að væri bein ögrun við sið- ferðisvitund almennings og til- ræði við það skipulag, sem kom- ið hefði verið á styrkveitingar til menningarmála. Flokkur jafnaðarmanna í Danmörku vilar fyrir sér að þrengja á nokkurn hátt hið rúma kerfi, sem komið hefur verið á í sambandi við opinber fjárframlög til óháðra menningarstofnana í landinu, en hluti stjórnarandstöðunnar er hinn vígreifasti og vill láta til skarar skríða. Eva Rothenborg, aðsóps- mikill talsmaður þeirra gall- hörðustu í hópi þingmanna Framsóknarflokks Glistrups, hefur lagt til að þingið taki við stjórn Kvikmyndastofnunar- innar til þess að firra frekari vandræðum. Þegar umræður um málið fóru fram í Þjóðþing- inu nýlega, sagði hún m.a.: „Thorsen hefur enga þörf fyrir aðstoð við kvikmyndagerð — það, sem hann hefur raun- verulega þörf fyrir, er aðstoð sálfræðings."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.