Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGUST 1975 Minningarorð: MATTHILDUR EDWALD Fædd 16. marz 1909 Dáin 22. ágúst 1975. Miðvikudaginn 6. ágúst óku héðan úr hlaði hjónin Matthildur Edwald og Ragnar Þorsteinsson. Það var hlýtt, lygnt og frekar bjart til norðurs og austurs, og bjart var yfir þeim Ragnari og Inu, en svo var Matthildur ávallt nefnd af þeim fjölmörgu, sem ein- hver kynni höfðu af henni haft og vart gátu á hana minnzt án þess að birti yfir þeim og hlýju kenndi í röddinni. Þau hjónin voru nú að leggja af stað f ferð kringum land- ið, en fyrst átti leið þeirra að liggja norður á Strandir, Hþlma- vík var fyrsti staðurinn af þeim fjórtán, sem Ragnar átti að heim- sækja í þágu Slysavarnafélags tslands. „Það verður sól á Ströndum í dag, svo að ferðalagið byrjar bærilega," sagði Ina, og síðan bætti hún við: ,,Og hugsa sér svo þá dásemd, að við eigum að fá að dvelja síðustu vikuna af fríinu í húsi. sem bankastarfsmenn eiga austur á Síðu. Húsið er svo stórt og rúmgott, að mér finnst næstum synd að við skulum eiga að njóta þess ein í heila viku.“ or • mín mælti, þegar hún gat j mig þess- ara orða: „Þarna er Ina lifandi komin.“ . .. Og svo bar Ragnar Þorsteinsson okkur þá harma- fregn að morgni laugardagsins 23. ágúst, að kvöldið áður hefði eigin- kona hans látizt. Á Akureyri hefði hún veikzt skyndilega og verið flutt dauðvona í flugvél til Reykjavíkur. ... Matthildur Edwald fæddist 16. marz 1909 á Gestsstöðum í Steingrímsfirði. Móðir hennar var Matthildur Lýðsdóttir, bónda á Skriðnesenni f Bitru, Jónssonar. Lýður var maður mikill fyrir sér, en þó svo vinsæll, að hann var lengi allt í senn: hreppsstjóri, oddviti og sýslunefndarmaður sveitar sinnar. Kona hans var Anna Magnúsdóttir, bónda i Hlíð f Þorskafirði, Jónssonar alþm. Bjarnasonar frá Eyhildarholti. Faðir Matthildar Edwald var Jón Edwald Samúelsson, bónda Guðmundssonar, bónda að Gils- brekku í Geirdalshreppi og seinna í Búð í Hnífsdal. Kona Samúels var Þuríður Ormsdóttir, bónda f Miðgröf í Steingrímsfirði. Jón Edwald átti heima á Isafirði frá 1912 til æviloka, en hann lézt f fullu fjöri vorið 1935. Hann var duglegur kaupsýslumaður, var í stjórn margra atvinnufyrirtækja og konsúll Norðmanna. Hann var og seinustu ár ævinnar atkvæða- maður í bæjarstjórn. Ég hafði af honum allnáin kynni, þótti hann sérlega skemmtilegur sakir glettni sinnar, gamansemi og .rásagnargleði. Hann var og al- mennt vinsæll, enda maður velviljaður í hvívetna og mörgum hjálpsamur. Matthildur Lýðsdótt- ir var fríð kona, vel gefin og vin- sæl, en lézt 1918 í blóma aldurs síns. Ina Edwald var aðeins nfu ára, þegar hún missti móður sína, og síðan ólst hún upp hjá merkis- hjónunum Jónasi Þorvarðssyni, bónda og kaupmanni á Bakka í Hnífsdal, og Guðnýju Jónsdóttur. Ina var snemma einstaklega bók- hneigð, námfús og minnug og las þegar í bernsku margt góðra bóka. Að loknu námi í barnaskóla var hún tvo vetur í Unglingaskóla Isafjarðar og svo í Kvennaskólan- um í Reykjavík. Hún var síðan við verzlunar- og skrifstofustörf, en las jafnframt margt góðra fræði- bóka og skáldrita, bæði á islenzku og erlendum málum. Árið 1940 giftist hún Ragnari framkvæmdastjóra Kristinssyni, vagnasmiðs, Jónssonar frá Hrauni i Ölfusi, og konu hans Þuríðar Guðmundsdóttur frá Seli í Landeyjum. Ragnar var ekkju- maður og átti tvær dætur, Þuríði og Ruth, en börnin á heimilinu urðu fimm, þvf að við bættust ein dóttir og tveir synir. Dóttirin er Lára, íþróttakennari, og synirnir Jón Edwald hæstaréttarlögmað- ur, og Kristinn, arkítekt, sem er búsettur í Vestur-Þýzkalandi. En raunar varð heimili þeirra Ragnars og Inú fljótlega nokkru fjölmennara en marka má af tölu barna þeirra, enda var Ragnar valmenni og kunni vel að meta þá eðliskosti konu sinnar, sem prýddu hana jafnt og háttvfsi hennar, góð greind og allvíðtæk þekking. Jón Edwald, kaupmaður og konsúll á Isafirði, kvæntist öðru sinni, og synir hans að seinna hjónabandi, þeir Erling og Jón Edwald, sem eru nú kunnir menn, lásu báðir í þrjú ár lyfja- fræði í Reykjavík. Þeir dvöldu þá á heimili hálfsystur sinnar og nutu þar umhyggju og alúðar. Og með þeim og börnum Ragnars og Inu komu á heimilið skólafélagar og kunningjar, sem mættu þar slíkri velvild og risnu, að sumir þeirra urðu þar tíðir gestir. 1 fylgd með þessum gestum komu svo, þegar fram í sótti, þeirra skólasystkini og félagar, því að allur hópurinn fann, að þarna var það til staðar, sem ekki varð viða fundið; sumum fannst þeir finna það hjá húsfreyjunni, sem þá skorti mest heima. En auðvítað voru það ekki einungis börn og unglingar, sem komu á þetta nokkuð sérstæða heimili. Auk ýmissa góðvina og félaga hús- bóndans komu þar yngri og eldri menntamenn, konur og karlar, og síðast en ekki sízt fólk, sem átti á einn eða annan hátt bágt og hús- freyjan sinnti af alúð, jafnvel þó að sumt af því væri henni og heimilinu til ömunar. Hinn 16. marz 1963 lézt Ragnar framkvæmdastjóri Kristinsson, en þó að þar væri á bak að sjá góðum dreng og hjartfólgnum eiginmanni, rýrði Matthildur Ed- wald hvorki reisn sína né jákvæð lífsviðhorf, enda naut hún um- hyggju og aðstoðar barna sinna og bræðra, og varð þess vís, sem ekki auðnast öllum, þegar á bjátar, að margir, sem hún hafði á einhvern hátt hlúð að, minntust þess nú og viidu votta henni samúð og þökk. Hún hafði þá vissulega til ein- hvers lifað, og þannig skyldi áfram haldið, meðan orka og líf entist. Þá er hún hafði gert sér fulla grein fyrir aðstæðum sínum og sinna, tók hún að svipast um eftir varanlegum verkefnum. Hún sótti um blaðamannsstarf hjá Vikunni, og þar vann hún síðan til æviloka. Nú naut hún þess, hve margt og margvíslegt hún hafði lesið af athygli og gagn- rýni, hve mörgu barni, skyldu og óskyldu, hún hafði leiðbeint að meira eða minna leyti við nám og hve mörgu menntafólki hún hafði haft af náin kynni. Hún reyndist ekki aðeins duglegur, samvizku- samur og vinsæll blaðamaður, heldur og flestum færari, fróðari og víðsýnni — og alltaf fús til að hlaupa undir bagga, þar sem þess gerðist óvænt þörf. Árið 1971 giftist Matthildur Edwald Ragnari Þorsteinssyni, Vestfirðingi, er hún hafði kynnzt sem jafnaldra á bernskuárum sinum í Hnffsdal. Ragnar var um skeið skipstjóri, var aflásæll og sigldi fari sínu til Englands á árum sfðari heimsstyrjaldarinnar, en síðan bjó hann lengi stórbúi á Höfðabrekku í Mýrdal og varð landskunnur af ritstörfum og þá ekki síður af forystu sinni um slysavarnir og björgun manna úr lífsháska á sjó og landi. Nú hefur hann um nokkurt árabil verið starfsmaður Seðlabanka Islands. Þau Ina og Ragnar voru lik að ýmsu, sem miklu máli varðar, svo sem skapfestu og vöndun til orðs og æðis. Bæði voru þau gædd skemmtilegri kímnigáfu, og yndi var þeim báðum að góðum bókum. Loks var þeim sameigin- leg góðvild, hjálpsemi og rausn. Svo þótti þá meðal annarra okkur hjónum gott til þeirra að koma, njóta þar skemmtunar og fróð- leiks um menn og málefni og síð- ast en ekki sízt þeirrar hljóðlátu bjartsýni og lífsgleði, sem þrátt fyrír allt válegt í veröld nútímans ríkti í hugum þeirra og hfbýl- um. .. I fyrra keyptu þau sér hús í Faxatúni í Garðahreppi. Það voru þau tekin að prýða inni og úti og hugðust njóta þar fegurðar og friðsældar þau ókomin ár, sem forsjónin leyfði þeim að lifa saman. Ærið margt af óskyldu fólki, ungu og öldnu, mun nú harma, að hollvinurinn Ina Edwald skuli í einu vetfangi vera horfin, og ekki þarf að túlka það, hve börnum hennar og barnabörnum og öðrum nánum skyldmennum hef- ur hnitið harmabrekinn við hjarta, þegar það gerðist allt í einu, að hún var hrifin á brott á bezta skeiði manndóms og þroska . ... Og svo ert það þú, heillavinur minn, Ragnar Þor- steinsson. Oft hafa brattir brotsjó- ir ógnað fari þínu og þú bjargað sjálfum þér frá fjörtjóni og þeim, sem þér hefur verið trúað fyrir. En nú reis sú blóðughadda, sem reyndist slíkur ægivaldur, að ekki varð við komið neinum vörnum mannlegrar reynslu og snilli. Einn situr þú nú við stjórnvölinn á farkosti lífs þíns og vábylgja sorgar og saknaðar fylgir honum eftir. En um þig streymir styrkur ástúðar og trausts frá hendi, sem á öxl þér hvílir, og í mistri harma i>inna bregður hún upp því blysi lífstrúar og mannástar, sem varð þér Ieiðarljós til þeirrar mestu hamingju, sem þú hefur notið. Svo bregst þér varla höndin, sem um stjórnvölinn heldur. Guðmundur Glslason Hagalfn. Vort líf sem svo stutt og stopult er, þaðstefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sðr mót öllum oss faðminn breiðir. Þegar fregnin um lát Matthild- ar Edwald barst, varð einn af fá- um sólskinsdögum þessa hrolÞ kalda sumars dimmur og þungbú- inn. Á slíkum stundum harms og saknaðar reynum við af veikum mætti að styrkja trúna á „æðri leiðir“ og „upphimin fegri en auga sér“, eins og Einar Bene- diktsson kemst að orði. Matthildur Edwald var fædd á Isafirði hinn 16. marz árið 1909. Foreldrar hennar voru Jón S. Ed- wald, kaupmaður og aðalræðis- maður, og fyrri kona hans, Matt- hildur Lýðsdóttir. Hún missti móður sfna níu ára gömul og ólst síðan upp á Bakka í Hnífsdal hjá Jónasi Þorvafðssyni, útvegs- bónda. Hún stundaði nám í Kvenna- skólanum f Reykjavík og útskrif- aðist þaðan vorið 1925. En segja má með sanni, að námi hennar lyki aldrei, því að hún kunni þá list að auka menntun sína jafnt og þétt og var bæði víðlesin og marg- fróð. Um árabil vann hún í bóka- verzlun E.P. Briem f Reykjavík og taldi veru sína þar bezta skólann, sem hún hefði numið í. Þar kveðst hún hafa lært að meta sígildar bókmenntir, en þeirra naut hún alla ævi. Hún var vel að sér í tungumálum og las skáldverk á ensku, þýzku og Norðurlandamál- unum. Árið 1940 giftist hún Ragnari Kristinssyni, Jónssonar vagna- smiðs, og bjuggu þau allan bú- skap sinn á Frakkastíg 12. Börn þeirra eru: Jón Edwald Ragnars- son, lögfræðingur, kvæntur Sig- ríði Ingvarsdóttur, Vilhjálmsson- ar útgerðarmanns; Ragna Lára Ragnarsdóttir, íþróttakennari við Menntaskólann í Reykjavík, gift Brynjólfi Björnssyni, verzlunar- stjóra, Guðmundssonar kaup- manns f Brynju, — og yngstur Kristinn Ragnarsson, arkitekt, kvæntur Huldu Ólafsdóttur. Heimili þeirra hjóna á Frakka- stígnum var orðlagt fyrir gest- risni, rausn og myndarskap. Nokkru eftir að hún missti mann sin árið 1963 hóf hún starf hjá Hilmi hf., gerðist brátt blaða- maður við Vikuna og gegndi því starfi til dauðadags. Hún var ein af styrkustu stoðum blaðsins, og er sannarlega skarð fyrir skildi á fámennri ritstjórn þess við fráfall hennar. Þýðingar voru löngum aðalstarf hennar, og innti hún þær af hendi af vandvirkni og samvizkusemi, eins og öll önnur störf, sem henni voru falin. Hún var í senn afkastamikil og vandlát og lét sér annt um að þýða á fallegt og rétt mál. Ég mun ætíð minnast Inu, en svo var hún jafnan kölluð, með þakklæti í huga. Að nánum skyld- mennum frátöldum hef ég ekki kynnzt um mína daga neinni manneskju, sem auðsýndi mér meiri vinsemd og umhyggju. Hún var sannur vinur vina sinna, og þeir voru ófáir sem nutu hjálp- semi hennar og trygglyndis. Árið 1973 giftist Ina Ragnari Þorsteinssyni, rithöfundi. Þau höfðu nýverið komið sér fyrir í snotru húsi við Faxatún, þegar kallið kom. Það er sárt að hún skyldi burt kölluð á hinu fagra síðsumri lifs síns; sannarlega átti hún skilið að fá að njóta þess miklu lengur. Eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð og lýk þessum fáu kveðju- orðum með ljóðlínum Einars Benediktssonar: Og því er oss erfití aö dæma þann dóm, að dauðínn sé hryggðarefni, þótt Ijósin slokkni og blikni blóm. — Er ei bjartara land fyrir stefni? Gylfi Gröndal. Frá skólaárum mínum eru mér fáar manneskjur minnisstæðari og hugfólgnari en Ina Edwald, sem við nú kveðjum. Hún sat að vfsu ekki að skólabekknum með okkur vinum Jóns sonar hennar, sem minnumst hennar með hlý- hug og þakklæti frá þessum ár- um. En þegar setunni á skóla- bekknum létti, var oft og tíðum setzt á bekkinn hjá Inu. Heimili hennar og fjölskyldu hennar á Frakkastíg 12 stóð okkur alltaf opið og sjálfsagt hefur hið sama gilt um víni yngri barnanna. Það var sama, hvort okkur bar að garði sem glaðværan og sjálfsagt stundum nokkuð fyrirferðarmik- inn stúdentahóp, eða í erinda- gerðum hversdagsins, og þá í sam- bandi við skólanámið eða önnur sameiginleg áhugamál okkar vin- anna. Þannig var hún eins og einn af skólafélögunum, þó að utan skólaveggjanna væri. En hún var meira. Hún var sérstakur vinur og velunnari okkar, enda lagði hún sig ekki síður í framkróka við að láta heimilisvonunum líða vel hjá sér heldur en sjálfu heimilis- fólkinu. I mínum huga var hún sérstök fyrirmynd góðra mæðra m.a. í því hve traustum vináttu- böndum hún sjálf batzt við vini t Útför bróður okkar, MAGNÚSAR ÞÓRÐARSONAR, bónda frá Neðradal. fer fram frá Fossvo.'.skirkju. þriðjudaginn 2 sept kl 1 5.00 Sigurður Þórðarson, Magnús Þórðarson. Bróðir okkar, ÓLAFUR ÁRMANNSSON, Bakkastig 6, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. september kl 1 3 30 e h Þeir, sem vildu minnast hins látna, láti líknarstofnanir njóta þess Sigriður Armannsdóttir, Jón Ármannsson, Þorvaldur Armannsson, Gunnar Ármannsson, Ásgeir Ármannsson. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, GUÐBJARTS STEFÁNSSONAR aðalbókara Svava Arnórsdóttir, Soffía Sigurðardóttir, Margrét Jónasdóttir, Þórný Stefánsdóttir, Magnús Zakariasson, Arnór Guðbjartsson, Halldóra Friðriksdóttir, Stefán Guðbjartsson, Hildur Ólafsdóttir, Hulda Guðbjartsdóttir Pétur Skaptason, Einar Guðbjartsson, Sigríður Hreiðarsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, ÞÓRKATLA ÞORKELSDÓTTIR frá Ísafirði. sem andaðist 23 ágúst verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 2 september kl 1 3 30 Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðrún Björnsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir Smith, Sigríður Björnsdóttir Proppé, Birna Björnsdóttir. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, BÁRU DANÍELSDÓTTUR. Garðabraut 43, Akranesi, er lézt 26 þ m. verður gerð frá Akraneskirkju þriðjudaginn 2. september kl 14 00 Halldór Karlsson, börn og tengdasonur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.