Morgunblaðið - 31.08.1975, Síða 48
PLAST
ÞAKRENNUR
Sterkar og endingagóðar
Hagstætt verð.
Nýborgp
Armúla 23 — Sími 8675S
SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1975
Stefnt að bví að nið-
urgreiða nautakiötið
segir landbúnaðarráðherra
NÚ ER í undirbúningi að
taka upp niðurgreiðslur á
nautakjöti og er stefnt að
því að það komist til fram-
kvæmda í haust. Ekki er þó
hugmyndin að auka niður-
greiðslurnar, heldur að
jafna út greiðslur á dilka-
og nautakjöti. „Það hefur
líka komið í ljós, að miklu
auðveldara er að selja
dilkakjöt úr landi en
nautakjöt,“ sagði Halldór
E. Sigurðsson landbún-
aðarráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Landbúnaðarráðherra sagði, að
máiið væri nú í höndum verðlags-
nefndar og framleiðsluráðsins.
Keppt væri að því, að niður-
greiðsla nautakjöts kæmi til fram-
kvæmda sem fyrst, en ekki væri
hægt að slá neinu föstu um
hvenær það yrði, þar sem ýmsir
vankantar gætu komið upp.
„Þessi aðgerð að lækka nauta-
kjöt eftir helgina um 45% er ósk
okkar um að hitt geti orðið fram-
tíðin. Hinar fyrirhuguðu niður-
greiðslur eru ekki miðaðar við
það að auka fjármuni til niður-
greiðslna, heldur dreifa þeim,“
sagði Halldór E. Sigurðsson.
.Auðvitað er ég vonsvikinn vfir
því að Bandaríkin, Kanada og
Noregur hafa ákveðið að fresta
aðgerðum. Sérstaklega veldur af-
staða Kanadamanna mér von-
brigðum, þar sem ég hafði sér-
staklega vænzt frumkvæðis af
þeirra hálfu." Um afstöðu Sovét-
ríkjanna til landhelgismálsins
segir Matthías: „Sovétríkin hafa
mótmælt fyrirhugaðri útfærslu
okkar í 200 mflur og í nýlegri
heimsókn minni til Sovétrikjanna
fann ég, að þar er mjög sterk
andstaða gegn slikri afstöðu
strandríkja. En ég þurfti ekki að
fara til Moskvu til þess að komast
að því. Þrátt fyrir þetta mættum
við í Moskvu ákveðnum skilningi,
því að Sovétmenn vita eins og
allir aðrir að við íslendingar tök-
um þessa einhliða ákvörðun af
einskærri nauðsyn“, segir
Matthías Bjarnason í viðtalinu við
„News from Iceland".
Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
Sjávarútvegsráðherra:
Semjum ekki við EBE-lönd
nema tollaíríðindin komi strax
samninga Islendinga um tolla
verði samstundis afnumdar."
Þessi ummæli eru höfð eftir
Matthfasi Bjarnasyni sjávarút-
vegsráðherra f ritinu „News from
Iteland", sem nýlega er komið út.
Sjávarútvegsráðherra leggur i
viðtalinu áherzlu á að Islendingar
verði að koma í veg fyrir, að er-
lendar þjóðir beiti þá efnahags-
legum refsiaðgerðum vegna land-
helgismálsins og segist ráðherr-
ann hér eiga við framkomu Vest-
ur-Þjóðverja, þrátt fyrir þá stað-
reynd að íslendingar hafa samið
við Belga og Breta.
„ÞAÐ ER eindregin skoðun mfn,
að við eigum ekki að semja við
neitt land innan Efnahagsbanda-
lagsins, nema með þvf skilyrði að
þær takmarkanir á gildistöku sér-
Matthías Bjarnason segir
einnig í viðtalinu, þegar rætt er
um afstöðu Kanada, Bandarfkj-
anna og Noregs f útfærslumálum:
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
Hækkun framleiðslu-
kostnaðar landbúnað-
arvara 45% á einu ári
LÁNAMÁL landbúnaðarins hafa
mjög verið til umræðu á aðal-
fundi Stéttarsambands bænda á
Laugarvatni. Miklar hækkanir
hafa orðið á framleiðslukostnaði
landbúnaðarvara og hefur hækk-
unin frá 1. september f fyrra orð-
ið 45,4% og heildarhækkun verð-
lagsgrundvallar frá þvf að hann
var lagður haustið 1973 er þá orð-
inn 109%. Illa hefur gengið að
útvega nægilegt lánsfé til land-
búnaðarins og hefur það samfara
hækkuðum tilkostnaði skapað
bændum nokkurn vanda.
Rætt hefur verið um að vísitölu-
tryggja lán til landbúnaðarins, en
þeir, sem til máls tóku um þessi
mál á aðalfundinum, voru þvi
mótfallnir, að lánin yrðu gengis-
eða vísitölutryggð og bentu á
þann aðstöðumun, sem með því
kæmist á. Ekki var útséð hvort
tækist að Ijúka störfum fundarins
í gær, því að fjöldi mála lá fyrir
nefndum, sem þá störfuðu. Ef það
tekst ekki verður fundi fram
haldið í dag.
Eins og áður sagði hefur orðið
mikil hækkun á tilkostnaði við
framleiðslu landbúnaðarvara á
síðustu tveimur árum. I skýrslu
formanns Stéttarsambandsins,
Gunnars Guðbjartssonar, kom
fram, að á þessum tveimur árum
hefur kjarnfóður hækkað um
119%, áburður hefur hækkað um
tæp 149%, viðhald og fyrning úti-
húsa um tæpl. 99%, viðhald girð-
inga um 298%, kostnaður við
rekstur búvéla um 135%,
flutningskostnaður um 127% og
launakostnaður um 90%.
Þess er að vænta að aðalfundur-
inn geri samþykktir um Iánamál
landbúnaðarins, en í skýrslu
Gunnars kom fram, að heildar-
rekstrarlán landbúnaðarins eru
orðin 943 milljónir á þessu ári,
skv. upplýsingum Seðlabankans.
Þá kom fram, að með hliðsjón af
verðmæti sauðfjárframleiðslunn-
ar, sem var á síðasta hausti 4,4
milljarðar, og gera má ráð fyrir að
verði 6,5 milljarðar i haust, eru
lánin 14,5% af heildarverðmæt-
inu.
Annað mál, sem nokkuð hefur
verið rætt á aðalfundinum, er
framleiðsla á nautakjöti hér á
landi. Á fundinum kom fram, að
sala á kindakjöti hefur vaxið tvö
siðustu ár, en þessi söluaukning
hefur mestmegnis verið innan-
lands. Þá hefur framleiðsla á
kindakjöti aukizt samhliða auk-
inni sölu. Framleiðsla á nauta-
kjöti hefur einnig aukizt, en sala
þess hér innanlands hefur ekki
vaxið að sama skapi. Hefur þetta
valdið því, að orðið hefur að flytja
út nautakjöt á þessu og síðasta ári
eðayfir 500 tonn.
Fóðurbætisframleiðslan:
T aka þarf mál-
ið föstum tökum
EINS OG skýrt var frá I Morgun-
blaðinu I gær er hægt að fram-
ieiða allan þann fóðurbæti, sem
Islendingar nota, innanlands og
með þvf sparast 2.000 millj. kr. f
gjaldeyri á ári miðað við núver-
andi verðlag. Vegna þessarar
fréttar snéri Morgunblaðið sér tíl
Gunnars Thoroddsen iðnaðarráð-
herra og Halldórs E. Sigurðssonar
landbúnaðarráðherra og spurði
þá hvort þess væri að vænta að
eitthvað yrði gert I þessu máli á
næstunni.
Gunnar Thoroddsen iðnaðar-
ráðherra sagði: „Hér er um stór-
merkilegt mál að ræða með fram-
leiðslu á innlendum fóðurbæti f
stórum stíl. Þetta er mál, sem
snertir bæði landbúnaðarráðu-
neytið og einnig orku- og iðnaðar-
málaráðuneytið. Við athugun
þess og undirbúning þarf samráð
beggja ráðuneytanna. Landbún-
aðarráðherra, Halldór E. Sigurðs-
son, og ég munum hafa náið sam-
starf við athugun þessa máls.“
Halldór E. Sigurðsson, landbún-
aðarráðherra sagði, að þetta mál
þyrfti að taka föstum tökum og
fullt samstarf landbúnaðar- og
iðnaðarráðuneytisins myndi von-
andi hefjast fljótlega. Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins
hefði unnið ákaflega gott starf að
undanförnu, enda hefðu menn
verið heppnir að geta ráðið dr.
Björn Sigurbjörnsson sem for-
stjóra stofnunarinnar.