Morgunblaðið - 12.09.1975, Side 2

Morgunblaðið - 12.09.1975, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 Slökkvilið að störfum á horni Barónstfgs og Laugavegar I gærmorgun. Tvítug stúlka ját- ar á sig íkveikju Urskurðuð í 2ja mán. gæzluvarðhald og geðrannsókn 1 GÆRMORGUN kviknaði 1 húsinu á Laugavegi 82. Var slökkviliðið kvatt á staðinn og tókst að ráða niðurlögum elds- ins á skömmum tíma. Slys urðu ekki á mönnum, en stúlka var flutt í slysavarðstofuna meðvit- undarlftil af reyk og þaðan 1 fangageymsluna. Við yfir- heyrslu játaði hún á sig fkveikju og hefur nú verið úr- skurðuð í 60 daga gæzluvarð- hald og geðrannsókn. Hún ját- aði einnig á sig fkveikju f sama húsi 30. ágúst sl. Hér er um að ræða liðlega tvítuga stúlku, sem bjó f her- bergi á rishæð hússins, þar sem eldurinn átti upptök sín. Þegar slökkviliðið kom að húsinu stóð eldsúla upp úr þakinu. Þrátt fyrir snör handtök slökkviliðs- ins skemmdist rishæð og háa- loft talsvert af eldi og reyk. Sæborgin RE 20 brann úti af Malarrifi í nótt Hættir reknetaflotinn um helgina? Síldarkaupendur gáttaðir á lágu síldarverði UM miðnætti f fyrrinótt brann Sæborgin RE 20 út af Malarrifi á Snæfellsnesi. Átta manna áhöfn var um borð f bátnum og björguð- ust allir um borð f gúmmfbát. Skuttogarinn ögri var fyrsta skip, sem kom að bátnum. Var báturinn þá logandi stafna á milli, en áhöfnin komin í björgunarbát- Myndavélin fundin - hvar er sjónaukinn? ÞJÓFURINN, sem var á ferð í Morgunblaðsportinu í fyrradag, hefur ekki gert það endasleppt, því að i Ijós kom, að hann lét sér ekki nægja myndavélina, sem lýst var eftir í blaðinu f gær. Um sama leyti hvarf úr annarri bifreið í portinu brún leðurskólataska sem í var sjónauki. Síðdegis I gær kom piltur, sem búsettur er í Grjótaþorpinu, á rit- stjórn Morgunblaðsins með myndavélina. Hafði hann fundið töskuna með myndavélinni í ösku- tunnunni við hús sitt. Ef einhver hefur orðið var við skólatöskuna eða sjónaukann, eða hvort tveggja, er sá hinn sami beðinn að hafa samband við rit- stjórn Morgunblaðsins. Þess má geta, að í samtali við Mbl. í gær, lét Helgi Daníelsson rannsóknarlögreglumaður, þau orð falla, að svo mikið væri um gripdeildir í borginni um þessar mundir, að vart væri þorandi að rétta náunganum höndina án þess að telja puttana á eftir. inn. Þeir voru síðan teknir um borð I ögra, sem kom til Reykja- víkur í gærmorgun. Þegar þyrla flaug yfir slysstaðinn um hádegis- bilið í gær var flakið enn ofan- sjávar. Nánari tildrög bátsbrun- ans eru enn ókunn, en sjópróf hefjast fljótlega. Sæborg RE 20 var rúmlega 100 tonna eikarbátur, smíðaður á Akureyri árið 1943. Eigendur voru Magnús Grímsson og Jakob Sigurðsson, en skipstjóri var Eyjólfur Kristjánsson. Um borð f Steinunni SF á Hornafjarðar- miðum í gærkvöldi, frá Árna Johnsen blaðamanni Morgunbiaðsins. 1 VIÐTALI við reknetasjómenn á Hornafirði f dag hefur komið fram að hljóðið f þeim er mjög þungt vegna verðsins á sfldinni sem þeir telja alltof Iágt og von- laust að halda áfram veiðum upp á sama. Benda þeir á, að meðal- verð fyrir kfló sé 100% lægra nú en f fyrra þrátt fyrir að Iftið er af sfld á heimsmarkaðsverði og allur kostnaður hefur hækkað stórkost- lega sfðan. Sjómenn á öllum rek- netabátum, yfir 20 að tölu, hafa sent síldarútvegsnefnd, Verðlags- ráði og sjávarútvegsráðuneytinu skeyti þar sem þeir tilkynna að þeir muni leggja niður veiðar n.k. mánudag ef lagfæringar verða ekki gerðar á verðákvörðuninni. Búið er að salta tæplega 3000 tunnur af síld á Hornafirði en 1 víðtali við Ásgrím Halldórsson fyrrverandi kaupfélagsstjóra og núverandi forstjóra hins nýja frystihúss og þess er lýtur að út- gerðarmálum, kom fram, að illa horfði ef af þessu yrði. „Annars,“ sagði hann, „er mað- ur svo gáttaður á þessu síldar- verði að maður á ekki orð. Það hefði einhverntima þótt i frásög- ur færandi að síldarverð á ágætri sild væri aðeins helmingur þess sem fæst fyrir kílóið miðast við hráefni i gúanó, en öll síld rek- netabáta fer í salt eða frystingu. Það voru hjá mér fyrir nokkrum dögum þrír Svíar i fylgd með Seðlabankamönnum og þeir sögðu mér að ein síld upp úr tunnu í Svíþjóð væri seld á 3—4 krónur sænskar og er þá átt við síld af stærðinni 32 sentimetrar. Við sem kaupum sildina hér erum sallarólegir yfir þessu en okkur þykir kynlegt að heyra yfirlýsing- ar um að ekkert gangi að selja síld og á sama tíma og heimurinn er svo til síldarlaus. í fyrra t.d. seld- um við ekki saltaða síld fyrr en í desember. Við söltuðum þá 4500 tunnur og það er ekkert óeðlilegt að síldin seljist nokkrum mánuð- um eftir að hún veiðist. Það hefði verið alveg eins gott að sam- þykkja ekkert síldarverð núna heldur en þetta verð sem er í dag. Það verður þó að taka það mikla áhættu varðandi sölu og ákveða það hátt verð að það sé einhver möguleiki að gera út á síldina. Annars held ég að forsvarsmenn þessara mála séu í rusli út af leyfðri væntanlegri veiði nótabát- anna þar sem stórsíldin verður eftir I flokkunarvélunum en smærri síldin fer dauð í gegnum lensiportinn í sjóinn aftur. Þetta síldarverð nú kemur út á 16—20 króna meðalverð og ég hef séð á skýrslum hjá okkur að allt að 72% aflans er á 14 krónur kílóið. Maður skilur ekki þennan Reykjavíkurmátt sem ræður öllu verðlagi og við sem erum á kafi í þessu úti á landsbyggðinni, erum aldrei spurðir ráða. Þá er þaó furðulegt að sama verð skuli vera ERNST STABEL, ræðismaður Islands 1 Cuxhaven, sagði 1 sím- tali við Mbl. 1 gær, að blaðaskrif þar 1 landi gæfu til kynna að Þjóðverjum væri töluvert mikið I mun að ná samkomulagi við Islendinga 1 fiskveiðimálum. I einu helzta blaði Cuxhaven sagði í fyrirsögn 1 gærmorgun, að verulegrar bjartsýni gætti í væntanlegum viðræðum, enda væri það báðum aðilum nauðsyn að samkomulag næðist og löndunarbanninu í Þýzkalandi AFSKIPUN á loðnumjöli upp í samninginn við v/o Prodintorg í Moskvu gekk greiðlega. Var síð- asta loðnumjölinu skipað um borð í Siglufirði 4. sept. í m/s Skóga- Spilverkið á LJÓS 75 SPILVERK þjóðanna, sem að undanförnu hefur vakið athygli landsmanna fyrir háfjallatónlist sfna og hressa framkomu, mun í kvöld, föstudag, halda klukku- tíma konsert á Ijósmynda- sýningunni LJÓS ’75 að Kjarvals- stöðum og hefst hann klukkan 28 mínútur yfir 8, stundvislega. Þetta verður í fyrsta skipti sem Spilverkið kemur fram opinber- lega fram eftir að því bættist liðs- auki, þar sem er Sigrún Hjálmtýs- dóttir (Diddú). Aðgangur kostar 30C kr. og gildir um leið fyrir sýninguna. á síld til beitu og s.l. ár. Allt hefur þó hækkað en þessi sparnaður bitnar bara á hópi örfárra manna, sjómönnunum semiveiða síldina. Ég veit ekki hvers þeir eiga að gjalda þessir menn. Ég er varkár en ég er ekki svartsýnn á að ekki takist að selja síldina fyrir skikk- anlegt verð þótt eitthvað þurfi ef til vill að bíða. En það getur t.d. þurft að lækka 18% útflutnings- gjaldið til þess að leiðrétta þetta verð, það er þó betra fyrir rikis- sjóð að fá einhvern gjaldeyri heldur en engan af síldveiðum,” sagði Ásgrímur að lokum. yrði aflétt í kjölfar þess. „I blöð- um hér hefur ekkert verið minnzt á afgreiðslubann á þýzk eftirlits- skip,“ sagði Stabel, „enda er það engin ný frétt. Sáralltið hefur verið sagt frá klippingum íslenzkra varðskipa á togvírum þýzkra togara og sýnist mér flest benda til að Þjóðverjar vilji forð- ast fyrir hvern mun að ýfa al- menningsálitið upp gegn Islandi og áhugi sé á því að leiða nú deilumál landanna til lykta hið fyrsta.” foss. Var loðnumjölinu skipað þar um borð af hagkvæmnisástæðum, svo að m/s Skógafoss þyrfti ekki að lesta á fleiri höfnum. Eftir er að afhenda 2.500 tonn af þorskmjöli. Verður 1.400 tonn- um afskipað með m/s Fjallfossi I lok september og 1.100 tonnum með m/s Dísarfelli i byrjun októ- ber. (Úr fréttabréfi Fél. ísl. fisk- framleiðenda). Þorskafjarð- arheiði ófær vegna snjóa ÞORSKAFJARÐARHEIÐI er nú ófær vegna snjóa og ekki hefur verið hægt að hefja mokstur þar vegna skafrennings. Um aðra fjallvegi á Vestfjörðum er það að segja, að hálka er á Rafnseyrar- heiði, Breiðadalsheiði og Botns- heiði. Þá er einnig hálka á vegin- um yfir öxnadalsheiði og víða á öðrum fjallvegum á Austurlandi. Samkvæmt upplýsingum. Vega- eftirlitsins eru líkur á þvi að Sprengisandsleið sé orðin ófær en ekki var vitað um færð á Kili i gær. Grundartanga- deilan leyst HÓTUN starfsmanna við málm- blendiverksmiðjuna á Grundar- tanga um að leggja niður vinnu á hádegi f fyrradag vegna vangold- inna launagreiðslna kom ekki til framkvæmda þar sem deiluaðilar jöfnuðu ágreining sinn áður en til kastanna kom. Skúli Þórðarson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tjáði Mbl. i gær, að hér hefði verið um að ræða seinagang i afgreiðslu skrifstofu Union Carbide i Hafnarfirði. Hefði samizt svo um, að greiðslur yrðu inntar af hendi n.k. mánudag, auk þess sem samkomulag varð um hvernig greiðslurnar færu fram eftirleiðis. Ljósmynd Sv. Þorm. TUNNUSKIP — Þetta er sjón sem ekki hefur sézt í mörg ár. Sæborg kemur til hafnar í Reykjavík með tómar síldartunnur fyrir komandi vertíð. íslenzki ræðismaðurinn í Cuxhaven: „Blaðaskrif gefa til kynna að Þjóðverjar vilji semja Afgreiðsla á loðnu- mjöli til Rússlands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.