Morgunblaðið - 12.09.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12, SEPTEMBER 1975
3
Þannig lftur glataða hornið út, en þetta fékk Lilja lánað til
myndatökunnar f Tðnlistarskólanum f gær.
Hálfrar milljón
króna hljóðfœri
stolið frá stúlku
LILJA Valdimarsdóttir heitir
18 ára nemandi f Tónlistarskól-
anum. Hún leikur á franskt
horn og eftir margra ára erfiði
eignaðist hún forláta horn fyrir
um það bil þremur vikum. Nú
hefur horninu verið stolið frá
henni, en hljóðfærið er hálfrar
milljónar króna virði. Þegar
Mbl. ræddi við Lilju f gær sagði
hún m.a.:
„Ég á heima að Bergstaða-
stræti 9 í kjallara, og þar hefur
verið farið inn um glugga,
sennilega milli kl. 8 og 9 á
mánudagskvöldið. Ég er búin
að hafa svo mikið fyrir því að
eignast þetta hljóðfæri — fór
til dæmis á sjóinn um tima —
og þetta er reyndar aleiga mín.
Það hlálega er nú reyndar, að
enginn getur haft not af horn-
inu, a.m.k. ekki hér á landi, þvi
að þetta er svo sjaldgæft hljóð-
færi, að það mun strax
þekkjast, ef reynt verður að
koma því í verð. Hér er heldur
ekkert annað hljóðfæri til
nákvæmlega eins, en þetta var
handsmiðað í Englandi.
Ef ég fæ hornið ekki aftur þá
verð ég lfklega bara að hætta að
leika á hljóðfæri, en þá fer
bæði til spillis margra ára nám
og margra ára vinna til að
eignast hljóðfærið."
Glataða hornið er gyllt að lit
og var í svartri tösku.
Það eru eindregin tilmæli
rannsóknarlögreglunnar, að all-
ir þeir, sem geta gefið einhverj-
ar upplýsingar um hvar hljóð-
færið kunni nú að vera niður-
komið, gefi sig fram.
SUS-þing hefst í
Grindavík í dag
ÞING Sambands ungra sjálfstæð- stjórnar sambandsins og for-
ismanna verður haldið 1 Grinda- manna aðildarfélaga.
vík nú um helgina. Formaður
SUS, Friðrik Sófusson, setur
þingið kl. 4 f dag, en að ávarpi
hans loknu býður Magnús
Gunnarsson, formaður kjördæm-
issamtaka ungra sjálfstæðis-
manna f Reykjaneskjördæmi,
þingfulltrúa velkomna fyrir hönd
heimamanna. Sfðan verður kosið
f nefndir, sem starfa munu á
þinginu, en nefndastörf hefjast
kl. 8 f kvöld.
Dagskrá laugardagsins hefst
með frjálsum umræðum, en þá
taka við nefndastörf fram til
hádegis. Eftir hádegi verða af-
greidd nefndarálit og síðan
kynntar tillögur um önnur mál,
sem borizt hafa þingforseta fyrir
fundinn. Um kvöldið snæða þing-
fulltrúar kvöldverð þar sem Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra og
formaður Sjálfstæðisflokksins
verður heiðursgestur, en eftir
kvöldverð hefst dansleikur í
Festi.
Á sunnudagsmorgun starfa
nefndir og eftir hádegi verður
lokið við afgreiðslu nefndarálita.
Þá fer fram stjórnarkjör. Að lokn-
um eiginlegum nefndarstörfum
verður fundur nýkjörinnar
Helztu mál þingsins verða
menntamál, sjávarútvegsmál,
kjördæmamálið, einkaframtak og
iðnaður, jafnréttismál og sam-
dráttur rfkiskerfisins og lækkun
ríkisútgjalda. Þá mun þingið taka
afstöðu til áheyrnaraðildar SUS
að COCDYC (Samb. ungra Ihalds-
manna og kristilegra demókrata í
Vestur-Evrópu) og marka stefnu f
utanrikissamskiptum sambands-
ins. Einnig verða ræddar og af-
greiddar lagabreytingatillögur.
Þingfundir verða haldnir í fé-
lagsheimilinu Festi, en þingfull-
trúar munu gista í verbúðum á
staðnum. Hópferðir verða úr
Reykjavík kl. 15 i dag og kl. 11.30
á morgun og síðan frá Grindavík
eftir kl. 6 á sunnudag. Þingskjöl
og kjörgögn eru til afgreiðslu í
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavik, en verða einnig afhent
i Grindavík gegn framvisun kjör-
bréfa. Þátttökugjald er
1250—2250 krónur, en þar er
innifalin gisting og þingskjöl.
Mikil undirbúningsvinna hefur
farið fram fyrir þingið og hafa
tugir einstaklinga lagt þar hönd á
plóginn. Um 170 fulltrúar úr öll-
um kjördæmum munu sitja þing-
ið.
Höfleg bjartsýni á samkomii-
lag eftir viðræðurnar í gær
MORGUNBLAÐIÐ ræddi f gær
við fslenzku ráðherrana tvo,
sem þátt tóku 1 viðræðunum við
Breta, Einar Ágústsson, utan-
ríkisráðherra, og Matthias
Bjarnason, sjávarútvegsráð-
herra. Ennfremur ræddi Mbl.
við Roy Hattersley, aðstoðarut-
anrfkisráðherra Breta, sem var
formaður brezku samninga-
nefndarinnar. Viðtöl við ráð-
herrana fara hér á eftir:
Einar Ágústsson sagði að við-
ræðurnar hefðu farið þannig
fram, að báðir aðilar hefðu
skýrt frá skoðunum sfnum og
rætt hefði verið um flest atriði
varðandi veiðar Breta hér við
land. Hvorugur lagði fram til-
lögur. Einar sagði hins vegar að
samkomulag hefði náðst milli
nefndanna um að halda nýjan
fund í London f byrjun októ-
bermánaðar.
„Við bjuggumst við því að
Bretar legðu fram einhverjar
tillögur og ég bjóst svo sannar-
lega við því að kröfur þeirra
yrðu mildari en raun varð á,
sérstaklega þegar tekið er tillit
til breyttra aðstæðna í þessum
málum í heiminum.“ Einar
sagði jafnframt, að sér fyndist
ekki hafa orðið nein hugarfars-
breyting á afstöðu Breta frá því
er viðræður fóru siðast fram.
Bretar óskuðu eftir þvi á fund-
inum að fá tiloögur frá íslenzku
nefndinni, en Einar sagðist
hafa lýst því yfir þegar í
upphafi að þeirra væri ekki
von.
Matthías Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, sagði, að viðræð-
urnar í gær hefðu einungis ver-
ið byrjunarviðræður og þær
hefðu náð það skammt að ekki
væri unnt að fullyrða neitt um
það, hvort þær myndu bera
árangur eða ekki. „Á árdegis-
fundinum var skipzt á skoðun-
um og hvor aðilinn skýrði sjón-
armið sín. A síðdegisfundinum
var siðan nánar farið út í efnis-
atriði. sem hvor um sig mun
síðan skýra ríkisstjórnum land-
anna frá. Umræður snerust um
atriði hugsanlegs samkomu-
lags, svo sem eins og aflamagn,
skipafjölda og samningstima.
Samkomulag var um það að
skýra ekki frá þessu á þessu
stigi málsins og að aðilar hittust
snemma í október og þá vænt-
anlega í London.“
„Jú, tollamál bar á góma,“
sagði Matthías Bjarnason. „Við
gerðum þau sérstaklega að um-
ræðuefni. Við lýstum vonbrigð-
um okkar yfir því að tollasamn-
ingur okkar við Efnahags-
bandalagið hefði ekki komið til
framkvæmda vegna mótmæla
Þjóðverja, þótt samningar
hefðu verið gerðir bæði við
Breta og Belga. Fyrir mitt leyti
get ég ekki sætt mig við að
neinir samningar komi til fram-
kvæmda á meðan tollaþvingun-
um, sem beitt er á hendur okk-
ur, hefur ekki verið aflétt."
Roy Hattersley, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Breta, sagði að
íslenzka nefndin hefði ekki vilj-
að tala við brezku nefndina í
alvöru um tölur, fjarlægðir og
gildistfma væntanlegs sam-
komulags. Þó sagði hann að
nokkur ávinningur hefði orðið,
þar sem þegar hefði verið rætt
um nokkur undirstöðuatriði
viðræðnanna. Þó kvað hann
enn langa leið eftir til sam-
komulags. Islendingar hefðu
síðan stungið upp á því að næsti
fundur yrði haldinn í London
eftir mánuð, þegar utanríkis-
ráðherrann kæmi aftur frá
Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna. Sfðan sagði
Hattersley: „Það var von okkar,
að við næðum það langt á leið,
að unnt yrði að sjá fyrir sam-
komulag, sem tekið gæti gildi
fyrir 13. nóvember. Ég lagði til
Roy Hattersley, aðstoðarutanrfkisráðherra Breta, kemur til fundar-
ins f gær. Með honum t.v. er Kenneth East, sendiherra Breta á
tslandi. — Ljósm.: ÖI.K.M.
að við notuðum bráðabirgða-
samkomulagið sem vinnuplagg
og að tölur og fjarlægðir, sem
þar væri minnzt á, ætti að nota
Matthfas Bjarnason, sjávar-
útvegsráðherra, kemur til
fundarins.
Elnar Agústsson, utanrfkisráð-
herra, kemur til fundarins f
gær.
sem undirstöðu viðræðnanna.
Islenzka ríkisstjórnin vildi hins
vegar ekki ræða nein einstök
atriði."
Hattersley lýsti áhyggjum
sinum með það, að sá tími, sem
enn væri eftir þar til bráða-
birgðasamkomulaginu lyki,
styttist óðum og honum þótti
miður að viðræðum skyldi
frestað svo lengi. Hann sagði að
þeim mun nær sem drægi 13.
nóvember yrði erfiðara að ná
samkorhulagi, en hann kvaðst
þó bjartsýnn, að þáð tækist, í
októberbyrjun, ef allir legðu
sig fram. Hattersley sagði að
rætt hefði verið um takmarkan-
ir á aflamagni Breta og hugsan-
lega minnkun þess. Ríkisstjórn
íslands hefði þó ekki viljað
ræða neinar skráðar tölur —
einnig hefði verið rætt um
fækkun skipa á miðunum, „sem
þeir kölluðu Islenzk mið“ —
sagði ráðherrann.
Þá var ráðherrann spurður
að því, hvort hugsanlega væri
unnt að fá Breta til þess að
fallast á minnkun aflamagns
t.d. um þriðjung og svaraði
hann þá, að það væri
óhugsandi. I bráðabirgðasam-
komulaginu er rætt um 130
þúsund tonna ársafla. Að öðru
leyti vildi hann ekki ræða ein-
stök atriði og sagði að tillit
þyrfti að taka til þeirra allra I
einu, er tillagna væri að vænta
frá Islendingum. „Við erum
ákveðnir i að ná samkomulagi,1
sagði Hattersley, „sem mætt
getur þörfum brezka fisk-
iðnaðarins."
Þá var brezki ráðherrann
spurður um tollamál íslands og
Efnahagsbandalagsins. Hann
sagði: „Ég lýsti því yfir á
fundinum í dag, að ekkert
myndi gleðja mig meira en að
geta farið á ráðherrafund Efna-
hagsbandalagsins í næsta
mánuði eða þar næsta og skýrt
honum frá því að ekkert væri i
veginum frá brezkum stjórn-
völdum, að bókun 6 t'æki gildi.“
Hins vegar sagði ráðherrann að
Bretar gætu ekki fyrirskipað
öðrum bandalagsþjóðum að
falla frá ákvæðum samnings-
ins, sem felur í sér skilyrði um
að samkomulag hafi tekizt í
landhelgisdeilunni við
íslendinga. Það væri islenzku
rikisstjórninni líka ljóst.
Einar Agústsson lýsti því
einnig I gær, að líta þyrfti á
samninga við fleiri þjóðir Efna-
hagsbandalagsins í samhengi,
þegar rætt væri um fiskveiði-
heimildir og að ekki kæmi til
mála að semja um neinar
heimildir á meðan tollalaga-
samningurinn tæki ekki gildi.