Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBIAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTKMBKR 1975 „Oft byggt meira af en raunsœi” Sú var tíðin að svo til allur saltfiskur, sem tslendingar verkuðu var þurrkaður og fluttur þannig út. Þurrfiskurinn var um skeið eitt helzta útflutningstákn landsmanna. A slðari árum hefur megnið af saltfisk- framleiðslunni verið flutt út blautverkað, en þð eru alltaf einhverjir sem hafa fengizt við þurrfiskverkunina og á sumum stöðum á landinu hefur það farið vaxandi að menn þurrki saltfiskinn áður en hann er seldur úr landi. Sá staður á íslandi, þar sem þurrfiskverkunin er I mestum hávegum höfð, er sjálfsagt Garðurinn, en þaðan munu vera flutt út um 50% af allri þurrfiskframleiðslu landsmanna frá 9 verkunarstöðum og ein fiskvinnslustöðvanna þar mun framleiða 20% af allri þurrfiskframleiðslunni. Þessi fiskverkunarstöð, sem ber nafn Guðbergs Ingólfssonar, er f eigu Guðbergs og sona hans, en þeir eru átta talsins. Guðbergur hðf atvinnurekstur fyrir um það bil 24 árum og byrjaði smátt eins og gerizt og gengur, en nú orðið munu vinna 80—100 manns að staðaldri hjá fyrirtæki hans. Fyrir skömmu brá blaðamaður Mbl sér f Garðinn og hitti Guðberg þar að máli og spurði hann fyrst hvaða ár hann hefði hafið atvinnurekstur sinn og hvers- vegna. Alltaf er eitthvað hengt upp Byrjaði 1951 „Ég byrjaði á því að verka salt- fisk árið 1951,“ segir Guðbergur, „fram að þeim tíma hafði ég verið sjómaður á ýmsum Suðurnesja- bátum. Ég var kominn með mjög stórt heimili og varð því að drifa mig í land. Sumarið 1951 hóf ég að verka fisk og þurrkaði hann hér á túnunum og jafnhliða fisk- verkuninni var ég með smábú- skap. Yfir vetrartímann vann ég svo í fiskaðgerð og var það ákvæð- isvinna." „Hvaðan fékkst þú fiskinn í fyrstu og hvenær byrjaðir þú að þurrka fiskinn innandyra?" „Upphaflega keypti ég mikið af fiski af trillunum, sem gerðar voru héðan út og reyndar víða annars staðar og fljótlega festi ég kaup á litlu húsi, sem ég setti i þurrklefa og stækkaði síðan. I þessu húsi var ég til 1960, en þá byggði ég fyrsta hluta hússins, sem fyrirtækið hefur aðalaðsetur í núna. Á þessum árum var mikið um skreiðarverkun og því ekki hægt að tala um öra framþróun í saltfiskverkun." Fjörkippur vegna Biafrastríðsins „Þú segist hafa keypt mikinn afla af trillunum fyrstu árin, sem lögðu upp í Garðinum. Er hér enn mikil trilluútgerð?“ „Á árunum milli 1950 og 1960 var hér mikil trilluútgerð og þá keypti ég mest um 500 lestir af fiski á ári af þeim. Um 1960 dettur þessi útgerð niður og hefur ekki borið sitt barr síðan, og eftir 1965 er vart hægt að segja að trilla hafi verið gerð héðan út. Sömu sögu er að segja af þurrfisk- verkuninni allt frá 1960—1968. Þessi ár voru mjög dauf, enda snerist allt um síldina, en 1968 verður mikil breyting á. Þá brauzt Biafrastíðið út og um leið lokaðist fyrir sölu á skreið til Nígeríu og á þessu ári datt síldveiðin alveg nið- ur. Okkar framleiðsla tók þá mik- inn fjörkipp og þá seldum við gömlu húsin og stækkuðum aðal- húsið.“ „Hvað hefur verið framleitt mikið af þurrfiski á s.I. árum? “ „Það hefur komist svona upp f, 6.500 tonn og við höfum verið með um 20% af framleiðslunni. I fyrra framleiddum við t.d. 900 tonn af þurrum fiski.“ „Vann marg fólk við verzlunina hjáykkur fyrstu árin?“ „Nei, allt fram til 1968 var það að mestu fjölskyldan, sem vann við verkunina, nema þegar verið var að þurrka. Oft var þetta erfitt, sérstaklega frá 1960—1968, því að þá var lítið um þurrfiskmarkaði, en með Bíafrastríðinu jókst fram- leiðslan hröðum skrefum og á stuttum tíma tífaldaðist þurrkun á saltfiski. Þetta hlé, sem hafði orðið á sölu þurrfisks, skapaði mikla erfiðleika við að vinna markaði á ný, en okkur tókst samt fljótlega að ná verulegri fót- festu í Brasilíu og fleiri S- Amerikulöndum, og siðar í Port- úgal. Nú eru þurrfiskmarkaðirnir mjög víða, í einum 7—8 löndum, en tveir stærstu eru í Portúgal og Brasilíu. Þangað eru fara 2000—3000 lestir á ári, en hin- löndin kaupa þetta 200—300 tonn hvert. Vaxandi markaðir hafa t.d. verið í Puerto Rico, Dóm- iníkanska lýðveldinu og jafnvel i Frakklandi.“ Meira verðmæti „Telur þú að Islendingar þyrftu að leggja meiri áherzlu á þurr- fiskmarkaðina en gert hefur ver- ið?“ „Við þurfum að minnsta kosti að vera vel að verði. Þurrfisk- verkunin gefur af sér mikil verð- mæti, miklu meiri en blautfiskurinn. Og við hana getur fjöldi húsmæðra og unglinga unn- ið, en það er gott vinnuafl, sem annars væri ónýtt." „Ertu þá ánægður með verðið á sl. árum?“ „Það verður að viðurkenna að þurrfiskverkun hefur komið ágætlega út á s.l. árum og það hefur tekizt að selja fiskinn fyrir sæmilega gott verð. Þetta er mik- ið að þakka samstöðu þeirra, sem þurrka fiskinn, og ekki sízt for- ráðamönnum Sölusambands fs- lenzkra fiskframleiðenda." „Hvað telur þú, að íslendingar þurfi að gera til að auka frekar útflutning sinn á þurrkuðum salt- fiski ? “ Sölustofnun f S-Ameríku „Ég hef mikinn áhuga á að kom- ið verði á fót sérstakri sölustofn- un í Suður-Ameríku og þá fyrst og fremst í Brasílíu. Þar er stærsti þurrfiskmarkaður heims, og fer sífellt stækkandi." Fyrir tæplega tveimur árum tók fyrirtæki Guðbergs i notkun fyrstu sjálfvirku þurrfiskverkun- arvélina hér á landi. Mbl. spurði Guðberg hvaða árangur hefði orð- ið af vélinni og hver aðdragand- inn hefði verið að kaupum þessar- ar vélar. Vélin þurrkar 650 tonn á ári „I fyrstu,“ segir Guðbergur, „ber að taka það fram, að ég og Magnús sonur minn fórum til Noregs fyrir röskum tveimur ár- um og skoðuðum þá norskar þurr- fiskverkunarstöðvar í Álasundi, en þetta voru fyrstu vélarnar sem framleiddar höfðu verið til þess- ara nota. Áður en við fórum að heiman höfðum við heyrt sitthvað um þessar vélar. Mér leizt strax vel á þessa vélasamstæðu og þeg- ar ég kom heim fór ég að hugsa meir og meir um að kaupa svona vél. En mér fannst vélin dýr, hún átti að kosta 10 millj. fsl. króna. En eftir nokkurn tíma fór ég að leita eftir fyrirgreiðslu í þessu sambandi, en hana var hvergi að fá, nema í fiskimálasjóði. Það fór samt svo, að við festum kaup á einni vél og var hún tekin í notk- un 5. febr. 1973. Ég þarf ekki að sjá eftir þessum kaupum. Vélin hefur reynzt afburðavel og segja má, að hún hafi ekki stanzað síðan hún fór í gang, en alls þurrkar hún 650 tonn af fiski á ári. Þess má geta hér, að verið er að setja upp samskonar vél í Vestmanna- eyjum, en þar er nú verið að byggja stórt þurrkhús. Við sáum lika aðra tækni í Noregi, meðal annars pökkunarvél og þvottavél, sem við síðan keyptum. Þessi tæknivæðing okkar, ef svo má að orði komast, hefur haft mikinn sparnað í för með sér.“ „Við þurrkunina sjálfa vinna ávallt 25—30 manns, þ.e. í báðum þurrkunarstöðvunum okkar, og oftast nær 10 tíma á dag allt árið um kring. Þetta fólk þarf ekki að vera verkefnalaust á meðan blautsaltaður fiskur fæst keyptur í landinu, en yfirleitt eigum við 4—5 mánaða lager af blautfiski. Þá eigum við núna 400—500 lestir af þurrfiski, sem verið er að selja, en aðalsölutímabilið er nú að hefjast og stendur fram i maí.“ Óvissan verst „Hvað eru, að þínu mati, mestu erfiðleikarnir við fiskverkun?" „Aðalerfiðleikarnir eru fyrst og fremst hinar miklu sveiflur í sjáv- arútveginum og síðan óvissan í efnahagsmálum. T.d. þurfum við alltaf að kaupa 4—5 mánaða birgðir af blautfiski eftir hverja vertið til að vera öruggir með nægt hráefni. Þá er líka oft erfitt að fá fólk til starfa hér, en nábýlið við herinn á ugglaust sinn þátt I því, en þangað fer fólk vegna betri kjara. Það þarf því að gera átak til þess að fólk sem vinnur í fiski, fái hærra kaup á einhvern hátt. Enda er það svo, að margt að því, sem við gerum, er byggt á meiri bjartsýni en þurrkun á salt- fiski, nú orðið reka þeir einnig frystihús I Garðinum, þótt engin höfn sé þar. — „Hvenær hófuð þið frystihúsrekstur?“ Frystihúsrekstur 1973 „Við keyptum hraðfrystihús Gerðabáta, 1973 sem byggt var á stríðsárunum, um áramótin 1972—73. Útgerðir Gerðabátanna höfðu þá fengizt við fiskvinsslu í 43 ár. Okkar aðalverk í sambandi við frystihúsið um þessar mundir er að byggja það upp, þannig að það svari kröfum tímans. Hefur það gengið nokkuð vel miðað við það ástand, sem ríkir í þessum málum í dag.“ „En hafið þið þá ekki farið einnig út í útgerð?" Ekki er hægt að neíta því, um áramótin síðustu keyptum við Ólaf Sigurðsson frá Akranesi, og Framhald á bls. 21 Rœtt við Guðberg Ingólfsson í Garði — einn stœrsta fiskverkanda landsins Hér er þurrkaður saltfiskur f stæðum Guðbergur Ingólfsson ásamt þrem sona sinna. Ljósm. Mbl.: Þórleifur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.