Morgunblaðið - 12.09.1975, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.09.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 11 Lltið eitt Lítið eittmeð heil- mikið á döfinni LÍTIÐ eitt hefur tekið upp þráðinn, þar sem frá var horfið, plötuupptöku fyrir tveimur árum, og nú er ný plata á ferð- inni eftir þetta hlé á dag- skránni. Við heimsóttum Lftið eitt í upptökusal Hljóðritunar hf. f Hafnarfirði þar sem þau unnu af fullum krafti með stjórnanda plötunnar, Jónasi R. Jónssyni. Lítið eitt hefur ekki tekið lagið í tvö ár, svo það var sannarlega tfmi til kominn að það heyrðist lítið eitt í þeim og það bendir allt til þess að.það verði heilmikið, því að ellefu lög eru f sigti, við ljóð eftir Davíð, Stein, örn og ýmsa aðra valinkunna. Þau kváðu upptök- una á góðri leið, þrátt fyrir svita og tár framan af, því að þau þurftu lítið eitt að stilla saman raddir á ný eftir tveggja ára flæking, en gítarsamleikur- inn small með það sama. Það var snemma s.l. haust að þau fengu fluguna að nýju plöt- unni. Jón Árni hitti Steinþór og sagði: „Hvenær eigum við að taka upp nýja plötu?“ „Eigum við ekki að byrja í vor,“ svaraði Steinþór. Gunni hitti Steinþór nokkrum dögum seinna og spurði hvort það væri ekki ráð að ráðast í plötuupptöku í vor. Steinþór hélt nú það og auð- vitað var Linda til í tuskið. Það var síðan byrjað að æfa í vor og síðan hefur þetta verið að fæðast með talsverðum hljóðum af og til. 5 frumsamin lög eru á plötunni, 3 eftir Gunna og 2 eftir Jón Árna, hin eru úr ýmsum áttum eins og sprang Eftír Árna Johnsen Litið inn í upp- tökusal Hljóðrit- unar í Firðinum veðurspáin frá degi til dags. Þau f Lítið eitt áréttuðu það að það sem hefði gert þeim kleift að taka þessa plötu upp væri ómetanlegur skilningur og þolinmæði Jónasar R. Jóns- son-ar í Hljóðritun, en hann hefur verið tilbúinn að vinna með þeim nætur og daga eftir þvf sem hentað hefur og ekki er amaleg aðstaðan í hinu ágæta stúdíói Hljóðritunar. Nýja platan er væntanleg á markað- inn í haust, liklega september- lök, en það er Fálkinn sem gefur plötuna út í samvinnu við Lítið eitt. Hefðbundin hljóðfæri söng- flokksins eru notuð, gítarar, klassískir og annarra tegunda, kontrabassi og rafmagnsbassi, sem Steinþór þreif sér í hönd þegar þurfti, flauta og mandólín, en auk þess hlupu til liðs við þau trommuleikari og píanóleikari, allt til þess gert að hleypa Lítið einu af stokkunum á ný úr nausti. Koma þangað sem sjúkrahúsin eru ÞJÓÐVERJAR gera út fjögur skip til lijálpar þýzkum togurum á Islandsmiðum og eru oftast tvö skip við landið hverju sinni. Þessi hjálpar- og eftirlitsskip eru Kreppt að „Amnesty” í Sovétríkjunum Moskvu, 8. sept. NTB. LEIÐTOGI mannúðarsamtak- anna Amnesty International í Moskvu hefur bcðið leiðtoga þá, sem komu saman á Öryggismála- ráðstefnu Evrópu, að beita áhrif- 'im sínum í Kreml til að starfs- skilyrði samtakanna í Moskvu verði bætt. Leiðtogi samtakanna dr. Valentin Turtsjin, hefur einn- ig í bréfi til 34 þjóðarleiðtoga borið fram þá kröfu, að starfsskil- yrði erlendra blaðamanna í Rúss- landi verði bætt. Frithjof, Walter Hertwig, Merkatze og Rothesand. Yfirleitt munu skipin vera 3—4 vikur á Islandsmiðum í einu, en fara þá heim til að hvíla áhöfnina. Þau koma almennt ekki til hafnar, nema í þeim tilvikum að þau þurfi að flytja sjúkling til lands og helztu viðkomustaðir þeirra eru fyrst og fremst Reykja- vík, Isafjörður, Neskaupstaður og Patreksfjörður. Hjá hafnsögumönnum í Reykja- vík fékk Mbl. þær upplýsingar, að ekki væri vitað hve oft skipin hefðu komið í höfnina á s.l. ári, en mjög misjafnt væri hve oft þau kæmu til hafnar. Hafnsögumenn og starfsmenn Reykjavíkur- hafnar hafa ekki veitt þeim neina þjónustu í langan tíma t.d. hafa skipin ekki fengið vatn í Reykja- vík. 'mmí |6SS EMT^UflE 50% — 80% verðlækkun Opið til kl. 10 í kvöld og til hádegis á morgun ■ - BANKASTRÆTI *S*-14275 VANTAR ÞIG VINNU (nj VANTAR ÞIG FÓLK í Þl’ AUGLYSIR LM ALLT LAND ÞEGAR Þl' AL’G- LÝSIR í MORGLNBLAÐIM'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.