Morgunblaðið - 12.09.1975, Page 22

Morgunblaðið - 12.09.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 Hafnfirðingar varðveita um- hverfið undir Hamrinum Friðþjófur Sigurðsson bygg- ingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, sagði f samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að ekki hefðu verið leyfðar neinar breytingar á húsum undir Hamrinum um nokkurt skeið. Hér væri fyrst og fremst um þrjár götur að ræða þ.e. Lækjargötu, Brekkugötu og Öldugötu. Reynt yrði eftir megni að halda þessu hverfi óbreyttu, og því væri beiðnum um stækkun húsa og þar fram eftir götunum hafnað. Hitt bæri líka að viður- kenna að á þessu skemmtilega svæði væru' nokkrir kofar sem væru lýti á umhverfinu. Kristinn Ö. Guðmundsson, bæjarstjóri, sagði að hugmynd bæjaryfirvalda væri sú, að um- hverfinu undir Hamrinum yrði ekki raskað, og hvert einstakt til- felli um breytingar á húsum yrði metið hverju sinni. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Framboðs frestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar at- kvæðagreiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur, um kjör fulltrúa á 10. þing Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna. Kjörnir verða 53 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar þurfa að hafa borizt kjörstjórn fyrir kl. 1 2 mánudaginn 15. sept. n.k. Kjörstjórnin. NYLEGÁ höfnuðu bæjaryfirvöld f Hafnarfirði beiðni um stækkun á húsinu nr. 6 við Lækjargötu. Var það gert á þeirri forsendu, að stefna bæjaryfirvalda væri sú að halda svæðinu undir Hamrinum að mestu óbreyttu en húsin þar eru flest járnvarin timburhús, byggð á árunum 1915—20. Hreint h ^land I fagurt I land I LANDVERND / \ Viö afgreiöum litmyndir yöar á 3 dögum Umboðsmenn um land allt Hans Petersenf Bankastræti — Glæsibæ S 20313 S 82590 VlÐIR FLYTUR — Um þessar mundir er trésmiðjan Víðir að flytja starfsemi sína af Laugaveginum og í nýtt húsnæði í Kópavogi. Um síðustu helgi var unnið að því að flytja stórar vélar og var það ekki létt verk eins og sjá má. Melskurður á laugardag Uppskeran minni en í fyrra LANDVERND og landgræðslu- nefnd Skarphéðins (HSK) f Árnessýslu beita sér fyrir söfnun melfræs við Þorlákshöfn n.k. laugardag 13. september. Sá háttur hefur verið hafður á und- anfarin ár, að safnað hefur verið sjálfboðaliðum til þessara starfa og f fyrra fengust t.d. 10 tonn af fræi. I fréttatilkynningu frá Skarp- héðni segir, að upphaflega hafi verið ráð fyrir því gert, að melurinn yrði skorinn 30. ágúst s.l. en veður hefði þá verið óhag- stætt og melurinn þroskast seint að þessu sinni. Haukur Hafstað hjá Landvernd sagði í samtali við Morgunbiaðið, að á undanförnum árum hefðu þeir hjá Landvernd fengið í vax- andi mæli sjálfboðaliða frá skól- um og áhugamannafélögum og fengið nokkuð á sjötta hundrað manns til melskurðarstarfa í fyrra. Meginhluti melsins hefði verið skorinn í nánd við Þorláks- höfn. Þá sagði Haukur að melurinn hefði þroskazt mjög hægt á þessu ári og yrði uppskeran minni en f meðalári. Og hann bað að þvf yrði komið á framfæri að farið yrði frá BSl í áætlunarbílum, en nánari upplýsingar væru veittar á skrif- stofu Landverndar. ■D ■o öx c- r* o (O (O (D < 3 ök SIMANUMER 74100 KJÖT NÝLENDUVÖRUR MJÓLK FISKUR SENDUM HEIM HÓLAGARÐUR KJÖRBÚÐ BREIÐHOLT 3 eftir JÓN Þ. ÞÓR Timman sigraði í Natanya ISRAELSMENN halda árlega öflugt skákmót I borginni Natanja á Miðjarðarhafsströnd. I ár var mótið haldið í tölfta sinn, og fór það fram f júní- mánuði síðastliðnum. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Timman (Holland) 9 v., 2. — 3. Liberzon og Kraidman (Israel) 8,5 v., 4. Lederman (Israel) 7,5 v., 5. — 6. Najdorf (Argentinu) og Pachman (V-Þýzkal.) 7 v., 7. — 9. Kagan, Radasjkovitsj og Sjamkovitsj (Israel) 6,5 v., 10. Panno (Argentínu) 5,5 v., 11. — 12. Yanovsky (Kanada) og Balshan (Israel) 5 v., 13. Bleiman (Israel) 4,5 v., 14 Cardoso (Fillipseyjar) 4 v. Úrslit mótsins koma ekki mikið á óvart. Kraidman og Lederman stóðu sig mjög vel, en flestir munu hafa búizt við meiru af Panno og Sjamkovitsj. Sigur Timmans hékk á bláþræói, enda tapaði hann þremur af fyrstu fimm skákun- um. Lítum nú á tvær skemmti- legar skákir frá mótinu. Hvftt: Radasjokowitsj (Israel) Svart: Timman (HollandL Hollenzk vörn. 1. d4 — g6, 2. c4 — Bg7, 3. Rf3 — c5, 4. d5 — f5, 5. g3 — d6, 6. Bg2 — Ra6, 7. 0—0 — Rf6, 8. Rc3 — 0-0, 9. a3 — Rc7, 10 Dc2 — b5, 11. cxb5 — Dd7, 12. b4 — cxb4, 13. axb4 — Bb7, 14. Bb2 — Rcxd5, 15. Db3? — Kh8, 16. Ha5 — Rxc3, 17. Bxc3 — Bd5, 18. Da3 — e5, 19. Hdl — Db7, 20. Rel — Hfc8, 21. Bxd5 — Rxd5, 22. Bb2 — Rb6, 23. Df3 — Df7, 24. Hcl — Rc4, 25. Ha2 — Rxb2, 26. Hxc8 — Hxc8, 27. Hxb2 — e4, 28. Db3 — Dxb3, 29. Hxb3 — Hcl og hvftur gaf. Hvftt: Pacman Svart: Liberzon Kóngsindversk vörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — Bg7, 4. e4 — d6, 5. f3 — 0—0, 6. Be3 — e5, 7. d5 — Rh5, 8. Dd2 — f5, 9. 0—0—0 — R47, 10. Bd3 10. — Rdf6, 11. Rge2 — fxe4, 12. Rxe4 — Rxe4, 13. Bxe4 — Rf6, 14. Rg3 — Rxe4, 15. Rxe4 — Bf5,16. Bg5 — De8,17. Hhel — b5, 18. Db4 — bxc4,19. Dxc4 — Df7, 20. He3 — h6, 21. Bh4 — IIab8, 22. Bf2 — h5, 23. Hc3 — Bh6+, 24. Kbl — a5, 25. a3 — Hb7, 26. Kal — Hfb8, 27. Hc2 — Bd7, 28. Rc3 — c5, 29. Bel — Hb6, 30. h3 — Be3, 31. Ra4 — Bxa4, 32. Dxa4 — Bd4, 33. Hxd4 — exd4, 34. He2 — d3, 35. He6 — Hxb2, 36. Bc3 — H2b3, 37. De4 — Hxa3 mát. Mótmæla „gikkslegum” samþykktum bænda Á stjórnarfundi Landssamb- ands iðnverkafólks, sem haldinn var 6.9 1975, var gerð eftirfarandi samþykkt: Stjórn Landssambands iðn- verkafólks lýsir undrun sinni á hinum gikkslegu samþykktum Stéttarsambands bænda í garð verkalýðshreyfingarinnar. Virð- ist nú augljóst að áður kunnur fjandskapur formanns Stéttar- sambandsins f garð verkalýðs- hreyfingarinnar er orðinn stefnu- markandi fyrir sambandið. Stjórn Landssambands iðn- verkafólks telur því tfmabært að verkalýðssamtökin geri sínar ráð- stafanir til að mæta árásum Stétt- arsambands bænda á viðeigandi hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.