Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 3 Teljið þér það stuðla að einingu innan rithöfundasamtakanna og vera í anda nýlegrar sameinjfigar að fjalla um stórpólitísk mál á borð við mál Varins lands á fundum rithöfunda heima og erlendis, eins og formaður rithöfundasambands íslands, Sigurður A. Magnússon, hefur lýst yfir að hann muni gera? Björn Bjarman Jóhannes Helgi Kristinn Reyr Jenna Jensdóttir Guðmundur G. Hagalfn Guðmundur Frfmann á fyrsta starfsári þess. Ég trúi því ekki, sem Sigurður A. Magnússon hefur látið hafa eft- ir sér í Morgunblaðinu, að hann hafi samþykki meðstjórnar- manna sinna til þessa frum- hlaups. Það er hægt að ætla einum manni afglöp og axar- sköft og Sigurður er fljótfær maður, en það eru hvorki Jenna Jensdóttir né Kristinn Reyr. Það er ekkert minna en ömurlegt þegar fullvaxta menn gera ekki greinarmun á einka- málum sínum og hagsmunum félags sem þeim er trúað fyrir að stýra. Rithöfundasamband Islands á ekki að vera eins konar eldhússkrókur hjá Einari Braga og hirð hans. Sigurður A. Magnússon átti að hafa vit á að gjalda varhug við jafn slóttug- um manni og Einar Bragi er. Einar er upphlaupsmaður og haldinn sárgrætilegum prima- donnukomplex og hefur verið allar götur síðan hann, vart af barnsaldri, byrjaði að negla flugrit sfn á símastaura i heimabyggð sinni. Einar er þeim ósköpum haldinn að hann er alltaf i sama gír, hvort held- ur hann fjallar um stórmál ellegar siháskit, sum sé fjórða gír. Mér þótti leggjast heldur litið fyrir kappann þegar hann æpti á hjálp og skreið undir væng Rithöfundasambandsins af ekki meira tilefni en máls- höfðun vegna skammargreinar sem hann hafði skrifað og hættu á fimm þúsund króna sekt. Þá var ekki verið að hugsa um elsku samtökin, hvaða dilk þessi aumingjaskapur kynni að draga á eftir sér. Aðalatriðið var auðvitað að komast í sviðs- ijós fjölmiðla með nafnið sitt. Einar Bragi hér, Einar Bragi þar, primus mótor á öllum frontum. Og nú er Rithöfunda- sambandið látið annast þýðingu, fjölritun og dreifingu í Norðurálfu á blaðagreininni, heldur klénu framlagi til mál- staðar Einars, af því að hann er þar útblásinn að vanda, í hágírnum. Þessi grein og mála- stapp Einars Braga kemur sam- tökum rithöfunda ekki við. Breytir engu. Einar þarf nú að komast í fjölmiðla i Skandinavíu, verða umtalaður i hópi kollega ytra — út af blaða- grein, ef ekki vill betur, því að ekki er frjóseminni í skáld- skapnum fyrir að fara. Svei- attan. Fyrir fjórtán árum var höfðað á mig meiðyrðamál fyrir meint meiðyrði i bókmennta- verki, Hinum hvitu seglum, og Guðmundur Danfelsson höfð uppi hæsta fébótakrafa sem þá hafði séð dagsins ljós i slíku máli hérlendis, á aðra milljón króna umreiknað á gengi dagsins í dag. Stefnendur voru í sínum fulla rétti að höfða mál og dómstólar skáru úr, fyrst undirréttur og síðan hæstiréttur og ég gat sæmilega við unað. Ég bað hvorki samtök mín um hjálp né var boðin hún, enda aldrei verið hirðmaður Einars Braga, sem þá rétt eins og nú var skarkandi í sam- tökum höfunda, oftast á bak við tjöldin. JÞað er orðið mjög brýnt að losa stjórn samtaka rit- höfunda við áhrif Einars Braga og fylgifiska hans áður en sá hópur sundrar samtökunum i ósættanleg brot, bókmenntun- um til óbætanlegs tjóns næsíu áratugina." Framhald á bls. 35 Hvað segja rithöfundar? _____________/ í FRAMHALDI af fregnum af för formanns Rithöfundasambands íslands á ársfund Norræna rithöfundaráðsins í Sundvollen í Noregi, sem lauk í gær, sneri Morgunblaðið sér til nokkurra íslenzkra rithöfunda og bað þá að svara þessari spurningu: Leitað var svara hjá níu rithöfundum, Birni Bjarman, Jóhannesi Helga, Kristni Reyr, Jennu Jensdóttur, Jóni Björnssyni, Guðmundi Daníelssyni, Guðmundi G. Hagalín, Guðmundi Frímann og Jakobínu Sigurðardóttur. Birtast hér svör annarra en Jakobínu, sem baðst undan því að svara: BJÖRN BJARMAN „Áður en spurningu yðar er svarað, þykir mér rétt að gera nokkra grein fyrir því, hvað Norræna rithöfundaráðið er og hverjir eiga sæti í því. I stuttu máli má segja, að Norræna rithöfundaráðið sé stjórnarstofnun norrænu rit- höfundasamtakanna og í því sitja formenn eftirtalinna rit- höfundafélaga: Den Norske Forfatter- forening, Dansk Forfatter- forening, Finlands Svenska Författareförening, Suomen Kirjailijaliitto, Rithövunda- félag Föroya, Rithöfundasam- band íslands og Sveriges För- fattarförbund. Formaður ráðsins er nú danski rithöfundurinn og þing- maðurinn Hans Jörgen Lem- bourne. I lögum allra ofangreindra samtaka eru ákvæði, þar sem tekið er fram, að viðkomandi félög taki ekki þátt í baráttu stjórnmálaflokka né hlutist til um stjórnmálaskoðanir og að sjálfsögðu ber Norræna rit- höfundaráðinu skylda til að virða þessi lagaákvæði á fund- um sínum. Hlutverk Norræna rit- höfundaráðsins er fyrst og fremst það að gefa forystu- mönnum rithöfundasamtaka á Norðurlöndum tækifæri til að hittast að minnsta kosti árlega og skiptast á skoðunum um stöðu rithöfunda á Norðurlönd- um og hafa forystu um sameiginlega hagsmunagæslu þeirra. _ Ráðið heldur fundi að minnsta kosti einu sinni á ári og hefur verið reynt að við- halda þeirri reglu, að hin ýmsu aðildarfélög annist fundarhöld til skiptis. Hér í Reykjavík hélt Norræna rithöfundaráðið síðast fund sinn árið 1970 undir stjórn þáverandi formanns Rit- höfundasambands íslands Matthíasar Johannessen, skálds. Sú venja hefur verið viðhöfð í sambandi við dagskrárgerð fyrir ársfundi ráðsins, að stjórnir hinna ýmsu rit- höfundafélaga hafa sent óskir sínar um einstök dagskráratriði til formanns ráðsins og síðan hefur hann og formaður þess aðildarfélags sem sér um fund hverju sinni gengið endanlega frá dagskrá. Ætla verður að þeir aðilar, sem eiga sæti í ráðinu, sem allir eru þaulvanir félagsmálamenn, gæti þess að ofangreind ákvæði um pólitískt hlutleysi sé haldið á fundum ráðsins. Þar eð ég þykist vita, að fund- ur Norræna rithöfundaráðsins, sem haldinn var I Noregi í gær og fyrradag hafi verið tilefni spurningar yðar, þá fannst mér við hæfi að gefa framangreind- ar skýringar. Þegar ég fhuga spurningu yð- ar, þá hlýt ég að viðurkenna, að mér vefst nokkuð tunga um tönn og mér verður sérstaklega staldrað við orðið „stórpóli- tískt“. Ég er ekki alveg viss um, að skoðanir mínar og spyrjenda séu þær sömu um, hvað sé póli- tiskt og hvað ekki. t þessu sam- bandi langar mig til að nefna það dagskrárefni, sem senni- lega hefur borið hæst á titt- nefndum fundi í Noregi en það er hugsanleg skerðing höfundarréttar á Norður- löndunum. Stjórnmálamenn á Norðurlöndunum þrem, þ.e. Svíþjóð, Finnlandi og Noregi, hafa nýverið fitjað upp á hug- myndum um slika skerðingu, sem að minnsta kosti í mínum augum er stórpólitískt mál en um leið mikið hagsmunamál rit- höfunda. Þannig hljóta ætið að koma upp markamál á fundum rithöfunda bæði hér heima sem erlendis. Nú hef ég hvorki heyrt né lesið þá rapðu „um mál Varins lands“, sem formaður Rit- höfundasambands íslands hélt á siðasta fundi Norræna rit- höfundaráðsins og get þvi ekki með neinni sanngirni metið hvort þar hafi verið brotin lög Rithöfundasambandsins og þaðan af síður hvort formaður- inn hafi með þessari ræðu sinni stuðlað að einingu innan rit- höfundasamtakanna. Með öðr- um' orðum, ég felli ekki dóm nemá að hafa kynnt mér allar forsendur áður. A hinn bóginn treysti ég mér til að fullyrða, að á þeim fundum Rithöfundasam- bandsins, sem ég hef setið, hefur Sigurður A. Magnússon haldið sér innan þess ramma, JÓHANNES HELGI „Nei, þvert á móti. Afskipti Rithöfundasambandsins af stórpólitískum málum félags, sem hefur innan vébanda sinna fólk úr öllum stjórnmálaflokk- um, er ekki aðeins gróft tilræði við einingu samtakanna og markmið, það er blátt áfram brot á lögum sambandsins. Rit- höfundasambandið er stéttar- félag, svipað og Dagsbrún, og lífsnauðsynlegt rithöfundum I landinu; og það er engu öðru en gerningum likast að einingu þess sé stefnt í voða öðru sinni sem lög sambandsins setja um pólitískt hlutleysi enda ekki heyrst kvartanir frá sambands- félögum um að hann hafi gerst brotlegur í því efni. Sigurður A. Magnússon var á sínum tima kosinn fyrsti for- maður Rithöfundasambands is- lands í þvi formi, sem sá félags- skapur starfar i dag og ég hlýt sem og aðrir, sem stóðu að kosningu hans, að gera þær kröfur til hans, að hann þekki lög þess félags sem hann veitir forystu, og ég treysti þvi, að hann flytji mál sitt á þann veg, að ekki komi til óeiningar og ófriðar innan raða rithöfunda, svo sem óneitanlega var fyrir Jón Björnsson stofnun stéttarfélags rit- höfunda, sem Rithöfundasam- band íslands er skv. 1. grein laga þess.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.