Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 Nýjar bœkur á nœstunni Sagt frá útgáfubókum Helgafells og Almenna bókafélagsins HJÁ Helgafelli ber fyrst að nefna bók Halldórs Laxness „í túninu heima“. Nokkrar af uppistöðum skáldverksins eru æskuminningar höfundar um fólk og landshætti i gömlu Reykjavík og nærsveitum. Von er á nýju verki eftir dr. Kristján Eldjárn um Bólu Hjálmar og heitir hún „Hagleiksverk Hjálmars í Bólu.“ Er bókin prýdd myndum af hagleiksverkum Hjálmars. Þórarinn Helgason, bóndi í Þykkvabæ í Landbroti sendir frá sér skáldsögu um Una danska á vegum Helgafells. Þá hafa Anna Guðmundsdóttir, ekkja Magnúsar Ásgeirssonar, og Kristján Karlsson, tekið saman og séð um útgáfu allra i Ijóða Magnúsar, þýddra og frumsaminna. Kristján Karls- son skrifar ftarlega ritgerð um Magnús. Útgáfan er í tveimur bindum. Tvær bækur koma f nýjum útgáfum og mynd- skreyttar, „Maður og kona“ með myndum eftir Gunnlaug Scheving og „Tíminn og vatnið“ eftir Stein Steinarr myndskreytt af Einari Hákonarsyni. Þá koma skáld- sögur íslenzkra höfunda út hjá Helgafelli, og eru höfundar þeirra Þorvarður Helgason, Þráinn Bertelsson og Guðtyerg- ur Bergsson. Komnar eru út hjá Helgafelli fyrir skemmstu Ijóðabók Nfnu Bjarkar Árnadóttur „Fyrir börn og fullorðna" og „Sagan af Þuríði formanni og Kambráns- mönnum" f útgáfu Guðna heit- ins Jónssonar. Þá er og komin Guðmundur Danlelsson Halldór Laxness Kristmann Guðmundsson, Þorvarður Helgason Kristján Eldjárn Sfmon Jóh. Ágústsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Hagalfn, Guðbergur Bergsson Hjá Almenna bókafélaginu kemur í nóvembermánuði út „Islenzkt ljóðasafn" á vegum Bókaklúbbs AB. Þar birtist úr- val ljóða íslenzkra skálda frá sautjándu öld fram í öndverða 19. öld. Ritstjóri er Kristján Karlsson og annaðist hann val ljóðanna ásamt Hannesi Péturs- syni skáldi. Bækur sém eru gefnar út á vegum Bókaklúbbs AB eru eingöngu seldar félögum hans og koma ekki á almennan bók- sölumarkað. Á hans vegum hafa nú á þessu ári komið út fimm bækur. Þá kemur út Islenzkt ljóða- safn III bindi. I því eru ljóð skálda á sfðari hluta nftjándu aldar og fram að upphafi 20. Meðal erlendra bóka sem AB sendir frá sér má nefna „Mátturinn og dýrðin" ein þekktasta bók Grahams Greene. Þýðandi er Sigurður Hjartarson skólastjóri. Nýlega eru komnar út í hinum nýja flokki fjölfræðibóka AB „Upp- runi mannkyns“ í þýðingu Jóns E. Edwalds og „Fornleifafræð- in“ þýdd af Birni Jónssyni. 1 þessum mánuði koma svo skáld- saga J.D. Salingers „Catcher in the Rye“ sem nefnist „Bjarg- vætturinn í grasinu" og er í þýðingu Flosa Ólafssonar. Á næstunni kemur út fjórða bók- in í fjölfræðiflokknum „Raf- magnið", þýdd af Aðalsteini Guðjohnsen og væntanlegar eru siðar bækurnar „Jörðin“ í þýðingu Árna Böðvarssonar og „Plönturíkið" í þýðingu Jóns O. Edwald. „Menn og múrar“ Þráinn Bertelsson út „Líf á förum“ eftir Ragn- hildi Ólafsdóttur. I desember er væntanleg ljóðabók eftir Höllu Loftsdóttur. Væntanleg er ný skáldsaga eftir Guðmund G. Hagalín „Segið nú amen sr. Pétur“, nýstárleg saga að sögn útgáf- unnar. Guðmundur Daníelsson sendir frá sér bók sem heitir „Óratória —74“ — saga úr sjúkrahúsi. Myndir í bókina teiknar Halldór Pétursson. Höf- undar fjallar um ýmsa atburði þjóðhátíðarársins og sjúkrahús- dvöl sína. Ný bók kemur út eftir Kristmann Guðmundsson „Stjörnuskipið” og er það geim- ferðasaga eins og nafnið gefur til kynna. Skáldsaga er væntan- leg eftir Jóhönnu Þráinsdóttur og er það fyrsta bók höfundar. Ljóðabækur koma út hjá AB eftir Þóru Jónsdóttur, Helga Sæmundsson og Símon Jóh. Ágústsson. Bækur frá AB Innan skamms gefur AB út „Land og lýðveldi" III. bindi eftir dr. Bjarna Benediktsson. 1 þessu þriðja og síðasta bindi eru birtar ýmsar greinar og rit- gerðir frá síðustu árum Bjarna Benediktssonar. Hörður Einarsson sá um útgáfuna. I tilefni af 75 ára afmæli Tómasar Guðmundssonar skálds hinn 6. janúar n.k. mun félagið gefa út vandaða útgáfu af „Stjörnum vorsins“. Stein- unn Marteinsdóttir mynd- skreytir bókina og Kristján Karlsson ritar að henni for- mála. Þá eru komin út skáldverk Jakobs Thorarensens í sex bindum. Umsjón með þeirri út- gáfu höfðu Tómas Guðmunds- son skáld og Eiríkur Hreinn Finnbogason borgarbóka- vörður. I júnfmánuði s.l. kom út ljóðabók Matthíasar Johannes- sens „Dagur ei meir“ með myndum eftir Erró. Bókin kom út í 1500 eintökum og var upp- seld hjá forlaginu þegar í júlí- mánuði. Að sögn Baldvins Tryggvasonar hjá AB er það afar fátítt, að Ijóðabækur seljist í svo stóru upplagi á svo skömmum tíma, og sagði hann að yfirleitt gerðu útgefendur sig ánægða með það að ljóða- bækur seldust í 2—300 eintök- um á einu ári. Hann sagði, að nú væri bókin einnig orðin ófáanleg í bókabúðum, nema ef vera kynni úti á landi. eftir Hiltgunt Zassenhaus. Tómas Guðmundsson þýddi bókina. I næsta mánuði kemur út „Suðrið" eftir Jorge Luis Borges. Guðbergur Bergsson valdi sögurnar og þýddi. Þá er væntanleg bók um Hinden- burgslysið eftir Michael Mac- donald í þýðingu Hauks Ágústs- sonar. Er þá ógetið bókarinnar „Njósnari nasista í þágu banda- manna“ eftir Dusko Popov, ævi- sögu eins fræknasta njósnara bandanranna í síðari heims- styrjöldinni. Dusko Popov er af mörgum talinn fyrirmynd Ians Flemings að söguhetju sinni James Bond. Tilþrif hjá íslendingum í Höfn I fréttatilkynningu frá Islend- ingafélaginu og námsmannafé- laginu ( Kaupmannahöfn, sem okkur var að berast, kemur fram að sitthvað er á döfinni hjá þess- um félögum sem hafa miðstöð sfna f Húsi Jóns Sigurðssonar. Við birtum hér sýnishorn af dag- skránni frá 21. sept., en f fréttatil- kynningunni var dagskrá frá 12. sept.: Sr. Jóhann S. Hlíðar messar kl. 14. í St. Pauls kirkju. Á eftir er messukaffi í félagsheimil- inu Sunnud. 21. Hjólreiðaferðin í Dyrehaven. Leggjum af stað kl. 11 frá félagsheimilinu og borðum okkar. eigið nesti undir fallegasta trénu í skóginum. Sunnud. 21. Kl. 20:00 er fyrsta sýning vetrarins í „Nonnabíói“. Ætlunin er að sýna kvikmynd annan hvern sunnudag. Föstud. 26. Tónlistarkynning kl. 20:00. Ragnar Axelsson kynnir ó- perur. Laugard. 27. Knattspyrna í Fæll- edparken kl. 13:00. Sunnud. 28. íslendingafélagið býður upp á kaffi og pönnukökur kl. 15:00 þar sem sýnd verður kvikmynd frá íslandi. Eldra fólk er sérstaklega hvatt til að mæta. Sunnud. 28. Kl. 20:00 spilakvöld. Góð verðlaun. ........... Fimmtud. 2. okt. Aukaaðalfund- ur FINK. Tillögur um dagskrá sendist stjórninni fyrir 22. sept. Nánar auglýst i næsta bréfi. Föstd. 10. okt. Aðalfundur Is- lendingafélagsins. Munið að merkja strax við. daginn og mæta!!! Nánar auglýst í næsta bréfi. TILKYNNINGAR: Orgeltónleikar f október. Guðni Guðmundsson leikur á orgel ás- amt sólótrompetleikara, Knud Hovald og sólóbásúnuleikara, ! Carsten Svanberg (báðir starf- l andi við Kgl. leikhúsið) Nánar auglýst í næsta bréfi. Bókasafnið í félagsheimilinu verður opið föstudaga frá 20.00 til 22.00 og sunnudaga frá 16—17. Herbergi til leigu að Bueparken 24 Ballerup. Upplýsingar i síma 02-650465. Listasýning islenzkra kvenna búsettra í Danmörku er opin i félagáheimilinu kl. 16.00 — 22.00 daglega til 1, október. Þær sem sýna eru: Elín PjetÁPjájrnasQn, Guðbjörg Benediktsdoitjr, Gpð- rýn I. Gvinaarsdóttir, Guðrun:iSig- ____'... . L.i. Framhald áhlsi 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.