Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 21 — Greinargerð Framhald af bls. 17 framlög til flokksins eða til húsbyggingar hans. Allar ákvarðanir mínar og afstaða til mála, þ.á.m. úthlutunin til Armannsfells h.f. á umræddri byggingarlóð, eru þvi teknar án vitundar um nokkur fjárframlög og óháð því, hvort um slfk framlög er að ræða eða ekki. Eftir að mál þetta komst á það stig, að því var haldið fram, að samband væri milli þessarar úthlutunar og framlags fyrirtækisins i húsbyggingarsjóðinn, hef ég spurzt fyrir um það hjá húsbyggingarnefnd, hvort Ármannsfell h.f. hefði stutt að byggingu hússins með fjárframlögum. Mér var þá tjáð og vil, að það komi hér fram, að Byggingarfélagið Ármannsfell h.f. gaf 1 millj. kr. í húsbyggingarsjóð Sjálfstæðishússins í byrjun árs- ins 1975. Þeirri gagnrýni hefur sérstaklega verið beint að Al- bert Guðmundssyni, sem er formaður húsbyggingar- nefndar, að í afstöðu hans sé fólgið samband á milli umrædds framlags og stuðnings við nefnda lóðaúthlut- un. Albert Guðmundsson svarar sjálfsagt fyrir sig, en ég vil líka, að það komi hér fram, að ég hef aldrei orðið þess var I störfum hans sem borgarfulltrúa eða borgar- ráðsmanns, að hann geri nokkurn mun á því, hvaða stjórnmálaflokki menn tilheyra, og borgarfulltrúar allir vita, að Albert Guðmundsson rekur erindi þeirra borgarbúa, sem til hans leita, hvar í flokki, sem þeir standa. Ég er því sjálfur sannfærður um, að stuðningur Alberts við þessa lóðaúthlutun er ekki á neinn hátt tengdur fjárframlagi Ármannsfells h.f. til hús- byggingarsjóðs Sjálfstæðisflokksins. Tengsl borgarstjóra við Ármannsfell hf. 1 umræðum í blöðum hefur verið látið að því liggja, að ég eigi fjárhagslegra hagsmuna að gæta, að þvi er snertir Byggingarfélagið Ármannsfell h.f. og sé einn af eigendum þess eða eiginkona mín. Hið rétta er, að hvorki ég, eiginkona mín, né nokkur á mínum vegum á nokkurn hlut í félaginu, og því hef ég engra fjárhags- legra hagsmuna að gæta, þegar um er að ræða afkomu þessa félags. Það er mér með öllu óviðkomandi. Ég hef hins vegar engu að leyna að þvi er snertir fyrri samskipti mín við Ármannsfell h.f. og vil láta það koma hér fram, að ég starfaði sem lögfræðingur félagsins um nokkurt árabil. Ég rak lögmannsskrifstofu í Reykjavík á árunum 1963—1972, eða þar til ég tók við embætti borgarstjóra. Sem lögmaður vann ég lögfræðistörf fyrir ýmis fyrirtæki og einstaklinga hér í borg, og einn af þeim aðilum, sem leitaði til mín á sínum tíma, var Ármann heitinn Guðmundsson, byggingameistari, sem þá rak allumfangsmikla byggingarstarfsemi í Reykja- vík. Sem lögfræðingur annaðist ég stofnun hlutafélags fyrir Ármann, og voru stofnendur fyrst og fremst tengdir fjölskyldu hans. Mun þetta hafa verið á árinu 1965. Fljótlega eftir stofnun félagsins eignaðist ég lítinn hlut i því, eða 50 þús. kr., sem nam 7!ó% af hlutafé. Ég féllst á að taka þessi hlutabréf i stað peninga, þegar ég framvísaði reikningi mínum fyrir lögfræðilega þóknun vegna félagsstofnunarinnar. Hlut þennan átti ég um nokkurra ára skeið, seldi siðan hlutabréfin og hef frá því ég tók við embætti borgar- stjóra ekki átt neinn hlut í þessu félagi né neinn á mínum vegum. Starfsemi þess er því mér alveg óvið- komandi, og ég hef engra persónulegra hagsmuna að gæta varðandi afkomu félagsins. Ég reikna með, að erfitt sé að finna mann til að gegna starfi borgarstjóra, sem ekki hafi áður haft einhver afskipti af atvinnulífi i borginni. Reyndar tel ég það kost fyrir hvern þann mann, sem slíku embætti gegnir. Aðalatriðið er hins vegar, að opinber starfsmaður taki ekki þátt í ákvörðunum, sem hugsanlega eru tengdar hans eigin hagsmunum. Þessari reglu hef ég mjög eindregið fylgt sem borgarstjóri. Ég á ekki eignarhlut i neinum fyrirtækjum, sem þurfa á fyrirgreiðslu eða aðstoð borgarinnar að halda á nokkurn hátt. Ég get því óháður öllum fjárhagslegum hagsmunum tekið afstöðu til manna og málefna i þessari borg. Um heiðarleika minn verða að sjálfsögðu aðrir að dæma, en með þessari greinargerð hef ég gert fulla grein fyrir Ármannsfellsmálinu, eins og það horfir við frá mínum bæjardyrum. Ég tek fulla ábyrgð á þeim ákvörðunum, sem i þvi máli hafa verið teknar, og er reiðubúinn að mæta dlri heiðarlegri gagnrýni á þær eins og aðrar, sem ég hef staðið að sem borgarstjóri. — Brezka stjórnin Framhald af bls. 1 dollarinn fór að hækka í verði, til að varðveita eigin gjaldmiðla. Sterlingspundið stendur enn mjög veikt að vígi, en örlítil bata- merki virtust þó sýnileg og kom það meiri ró á gjaldeyrismarkaði en verið hefur. Þá er augljóst að beðið er niður- stöðu OPECfundarins í Vfnarborg en það getur haft veruleg áhrif á stöðu ýmissa gjaldmiðla. Styrkist s’taða dollarans verulega á nest- unni gæti það orðið ýmsum olfu- innflytjendaríkjum þungt í skauti og ekki aðeins Bandaríkjunum, vegna þess að dollari er aðalmiðill í olíuviðskiptum. Þegar mörkuð- um var lokað stóð dollarinn i 2.6640 vestur þýzkum mörkum, 4.5665 frönskum frönkum og 2.7280 svissneskum frönkurn. Gull hækkaði nokkuð í verði í dag miðað við síðustu daga, en verð á gulli fór lækkandi um hríð. — Náto Framhald af bls. 1 NATO senda út greinargjörð i sambandi við áform hollenzku stjórnarinnar um niðurskurð á út- gjöldum til varnarmála um því sem næst 43 millj. sterlings- punda. Verður sparnaðaráætlun- in meðal annars framkvæmd á þann veg að taka þrettán af fimmtán eftirlitsflugvélum á sjó úr umferð. Ríkisstjórnin mun einnig taka skipið, sem áður er nefnt, úr notkun, en bæði flugvél- arnar og skipið eru merkt banda- Iaginu. Samskipti Hollendinga við NATO hafa verið nokkuð stirð eftir að hollenzka stjórnin stakk upp á því i fyrra að fækkað yrði í herliði bandalagsins um tuttugu þúsund hermenn. Kanadísku snj ósleðagallarnir komnir aftur 5275 Verð aöeins 15.950.— Póstsendum IJTILIF Glæsibæ — sími 30350. — Byggðasjóður Framhald af bls. 2 ár og slitlagið er lagt, en að eftir- stöðvar þess greiðist síðan á fjór- um árum. Bæði A-gjaldið og B- gjaldið miðast við stærð fast- eigna, sem við göturnar standa. Fjárhæð lána Byggðasjóðs miðast við álagt gatnagerðargjald viðkomandi ársáfanga og má ekki vera hærra en sem svarar 25% af heildarkostnaði framkvæmdanna. Hver húseigandi á síðan eins og áður er sagt að greiða 20% gjalds- ins á sama ári og slitlag er lagt, en síðan verða gefin út fyrir eftir- stöðvunum tvenns konar veð- skuldabréf, svokölluð A-bréf, sem skulu greiðast eins og áður sagði með fjórum jöfnum afborgunum með gjalddaga 1. júlí ár hvert. Einnig kaupir Byggðasjóður af sveitarfélögunum skuldabréf, kölluð B-bréf, fyrir allt að sam- svarandi fjárhæð og áðurnefnd veðskuldabréf gjaldenda nema, þ.e. 80% gatnagerðargjalds. Til tryggingar hefur Byggðasjóður skuldabréf einstakra gjaldenda að handveði og er gert ráð fyrir að sjóðurinn feli banka eða spari- sjóði í viðkomandi sveitarfélagi innheimtu þeirra. Kristinn Ziem- sen sagði í gær, að reglur þessar hefðu allar verið gerðar í samráði við Samband íslenzkra sveitarfé- laga og hefðu allir forystumenn þess verið haföir með í ráðum. Hann sagði jafnframt, að enn sem komið væri, hefði Byggðasjóður ekki greitt neitt út af láninu til Eskfirðinga og sagðist hann ekki búast við því að sjóðurinn sam- þykkti aðra skilmála. „Við erum ekki að troða þessum lánum upp á fólk og eru sveitarfélög sjálfráð, hvort þau taka þau eða ekki til varanlegrar gatnagerðar.“ Um spurninguna, hvort hið opinbera, lánastofnanir og sveit- arfélög, gætu gert mönnum að afhenda veð i eignum sínum fyrir gatnagerðargjöldum — leituðum við til Páls S. Pálssonar, for- manns Hús- og landeigendafélags íslands. Páll sagði, að í fyrsta lagi fyndist sér lagasetningin um gatnagerðargjöld, sem greidd væru þannig eftir á og þau ekki gerð að samningsskilyrði við gerð lóðarsamnings, afar óeðlileg, þar sem handhafar lóðanna hefðu alls ekki getað látið sér detta i hug, að þeir yrðu krafnir þessara gjalda. Þar við bættist að ekki aðeins íbúar við götur notuðu þær, held- ur allir bæjarbúar og þvf væri eðlilegast að bæjarfélagið eða sveitarféiagið greiddi fram- kvæmdirnar úr eigin reikning og þar með allir gjaldendur sveitar- féalgsins. A hitt er að líta, að lánveitandi getur sett skilyrði um veð fyrir láni — ellegar er lánið ekki veitt. Undirbúið sláturgerðina með ferð í Kaupgarð! Gróft salt 1 kg. Kr. 59 — Rúllupylsugarn Kr. 364,— Sláturgarn Kr. 186.— Rugmjöl 2 kg. Kr. 228,— Heilhveiti 2 kg. Kr. 282,— Haframjöl 1 kg. Kr. 166 — Rúsínur 340 gr. Kr. 212,— Rullet plastfilma 30 m. Kr. 241 — Heimilisplastpokar glærir 25 stk. Kr. 89 — Álpappír Fay 18" Kr. 119 — Djúpfrystipokar 25x35 cm. Kr. 125 — Þvottaefni PERLA 3,2 kg. Kr. 519.— Strásgkur í 50 kg. sekkjum (kr. 180.— pr. kg.) Kr. 9.000.— Komið við í Kaupgarði og látið ferðina borga sig! Kaupgarour ■ Smiöjuvegi 9 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.