Morgunblaðið - 25.09.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975
5
Myndir
sovézkra
barna
I DAG fimmtudag, verður opnuð
sýning á myndum sovézkra barna
í húsakynnum M.I.R. að Lauga-
vegi 178 og mun sýningin standa
til 5. október n.k. — Á sýningunni
eru 46 myndir eftir 38 börn á
aldrinum 7—13 ára. Myndirnar
koma víðs vegar að frá Sovétrfkj-
unum m.a. frá Kákasus, Mið-
Asiu-löndum og víðar. Áður en
þessi sýning var sett upp á íslandi
voru myndirnar sýndar f Dan-
mörku.
r
Aðalfundur Rauða kross Islands:
Ragnhildur Ólafsdóttir Nlna Björk Árnadóttir.
Minna á kvennaárið
TVÆR íslenzkar Iistakonur, ljóð-
skáldið Nína Björk Árnadóttir og
rithöfundurinn Ragnhildur Ölafs-
dóttir, er skrifað hefur skáldsög-
una „Fólk á förum“, munu á
morgun, föstudag 26. september,
frá kl. 16—18 verða til viðtals i
Helgafelli, Veghúsastíg 7, og árita
bækur sfnar fyrir þá sem þess
óska. Báðar eru listakonurnar bú-
settar í Kaupmannahöfn, en á
meðan þær staldra hér við vilja
þær minna landa sína á kvennaár-
ið.
Aætlaðar tekjur
87,5 milljónir króna
Jassklúbbur
stofnaður í
Hafnarfirði
NÆSTKOMANDI laugardag, 27.
september, verður stofnaður jass-
klúbbur i Hafnarfirði. Stofnfund-
AÐALFUNDUR Rauða kross Is-
lands var haldinn ( Reykjavfk
dagana 13.—14. september f nýj-
um höfuðstöðvum félagsins að
Nóatúni 211 Reykjavfk.
Formaður félagsins, Björn
Tryggvason, setti fundinn og
bauð 75 fulltrúa 22 deilda
velkomna til fundarins. 6 deiidir
sendu ekki fulltrúa á fundinn.
Fundarstjóri var Kjartan J.
Jóhannsson úr Kópavogi.
Á fundinum voru lagðar fram
skýrslur og reikningar um starf-
semi félagsins. Formaður flutti
skýrslu stjórnar og kom í henni
fram að vöxtur félagsins hefur
verið mjög ör undanfarin ár, starf
f deildum hefur vaxið mjög, nýjar
deildir stofnaðar og er vfða starf í
undirbúningi úti um landið.
Félagatala hefur vaxið mjög und-
anfarin ár og almennur áhugi
virðist vera um að hrinda í fram-
kvæmd samkomulagi þvf sem
Almannavarnaráð og Rauði kross-
inn gerðu með sér um verkaskipt-
ingu, ef til neyðar kæmi. Rekstur
sjúkrahótels hefur gengið betur
en vænta mátti og sjúkraflutning-
ar Rauða krossins hafa eflst. Þá
hefur undirbúningi nýrra verk-
efna miðað nokkuð áleiðis og ber
þar hæst stofnun hjálpartækja-
banka og nýtt kennslukerfi f
skyndihjálp og aðhlynningu
sjúkra í heimahúsum. Erlend
samskipti hafa aukist verulega og
RKl lagt sitt af mörkum til efl-
ingar neyðarvarna með því að
kosta útgáfu á nýrri alþjóðlegri
handbók i neyðarvörnum sem nú
liggur fyrir í handriti.
Árni Björnsson gjaldkeri
félagsins lagði fram endurskoð-
aða reikninga félagsins. Hagur
félagsins er mjög góðúr og öll
undirstaða þess mjög styrk fjár-
hagslega. Félagið hefur fest kaup
á svo til allri húseigninni á horni
Skipholts og Nóatúns þar sem
Sjúkrahótelið, skrifstofur félags-
ins og kennslusalur eru til húsa,
þar er og hjálpartækjabanki fyr-
irhugaður.
Ólafur Mixa formaður fjárhags-
nefndar félagsins lagði fram fjár-
hags- og framkvæmdaáætlun
félagsins 1975—7. Var hún sam-
þykkt. 1 fjárhagsnefnd félagsins
sátu auk Ólafs Helga Einarsdóttir
og Árni Björnsson. Samkvæmt
henni eru áætlaðar tekjur ársins
87,5 milljónir króna. Renna 9,2
milljónir króna beint til deilda
skv. lögum félagsins og aðrar 9,2
til sérstakra stærri verkefna sem
deildir hafa á prjónunum. 14
verkefni sem 10 deildir hafa á
prjónunum voru samþykkt á
þessu ári. Stærsti liðurinn er
vegna kaupa á tækjum til sjúkra-
urinn fer fram I Skiphóli og hefst
kl. 15. Aðalhvatamenn að stofnun
klúbbsins eru þeir Guðmundur
Steingrímsson og Hermann Þórð-
arson. Guðmundur sagði 1 gær, að
þeir stefndu að því að frá sem
flesta jassunnendur í klúbbinn og
fljótlega væri hugmyndin að
koma dixieland-hljómsveit á lagg-
irnar, en gert er ráð fyrir að fund-
ir verði haldnir tvisvar í mánuði.
flutninga á vegum Reykjavíkur-
deildar en til verkefna á vegum
deildarinnar voru veittar 5,860
þúsund krónur. Af öðrum
verkefnum var aðallega um að
ræða kaup á sjúkraflutningatækj-
um. Sambærileg áætlun var sam-
þykkt fyrir næsta ár. Þá var og
samþykkt að tekjuafgangi þessa
og næsta árs, að upphæð 7,7
milljónum króna, skyldi á næsta
ári varið til eftirtalinna verkefna:
hjálpartækjabanka (2,6 millj.),
kaup á blóðsöfnunarbifreið (2,5
millj.), skyndihjálparkerfis (1,0
millj.), neyðarvarna (0,4 millj.),
kennslukerfis í aðhlynningu
sjúkra (0,2 millj.) og styrks til
rannsókna á heilsugæslu aldraðra
(0,5 millj.), Sambærileg áætlun
var gerð fyrir 1977 en þá er gert
ráð fyrir 8,7 millj. kr. tekju-
afgangi.
I stjórn voru kosin: Björn
Tryggvason formaður, í aðal-
stjórn til fjögurra ára Kjartan J.
Jóhannsson, Kópavogi, Ragnheið-
ur Jónsdóttir, Egilsstöðum, Jónas
B. Jónsson, Reykjavík, og Njáll
Guðmundsson, Akranesi. Fyrir f
aðalstjórn eru til næstu tveggja
ára: Arinbjörn Kolbeinsson,
Reykjavík, Gísli Ólafsson, Akur-
eyri, Ólafur Mixa, Reykjavík, og
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Reykjavík. I varastjórn eru: Alda
Jónsdóttir, Njarðvik, Benedikt
Blöndal, Reykjavík, Guðrún Holt,
Reykjavfk, Lovísa Ibsen, Súg-
andafirði, Ólafur Helgason, Vest-
mannaeyjum, Sigurjón Jóhannes-
son, Húsavfk, Sigríður Helgadótt-
ir, Reykjavík og Þórir Stephens-
en, Reykjavfk. Varaformaður fé-
lagsins hefur verið kosinn Arin-
björn Kolbeinsson, gjaldkeri
Ólafur Mixa og ritari Jónas B.
Jónsson.
Björn Tryggvason
endurkjörinn formaður
Björn Tryggvason.
Á fundinum lagði fram-
kvæmdastjóri félagsins Eggert
Asgeirsson, fram nýja
skýrslu sem gerð hefur verið um
alla starfsemi Rauða krossins f
heiminum, bæði yfir hjálparstörf,
stofnanir félagsins og alþjóða-
fundi auk athugunar á starfsemi
landsfélaga og þær tillögur sem
helstar hafa komið fram um end-
urbætur á starfseminni. Athugun
þessi er talin mjög sterk þar sem
þetta er sennilega í fyrsta sinn
sem stofnun af þessu tagi hefur
Iátið af fúsum vilja fara jafn
rækilega niður í saumana á sjálfri
sér og birt niðurstöður opinber-
lega. Þeir þættir skýrslunnar sem
fjalla um landsfélög Rauða kross-
ins voru teknir til umræðu í 5
hópum. Skiluðu þeir áliti til ný-
kjörinnar stjórnar og má búast
við endurbótum í félaginu í sam-
ræmi við margar framkomnar
tillögur og ábendingar.
Fundarmenn sóttu boð heil-
brigðismálaráðherra f sambandi
við aðalfundinn.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU