Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975
Brandt kveðst hafa
treyst niósnaranum
Díisseldorf, 24. september.
AP — Reuter — NTB.
WILLY Brandt fyrrverandi
kanzlari bar fyrir rétti f dag* að
fyrrverandi aðstoðarmaður hans
Giinter Guillaume, hefði haft að-
gang að leyniskjölum, og sagði að
áhrif njósna hans gætu verið
„töluverð“. Hann kvaðst hafa
talið ósennilegt að GuiJIaume
væri njósnari Austur-Þjóðverja,
jafnvel einum mánuði áður en
hann var handtekinn. Kvaðst
hann ekki hafagrunað hann.
Guillaume sat á sakabekk þegar
Brandt bar vitni f máli hans.
Aðeins fjórir metrar voru á milli
þeirra en þeir forðuðust að lfta
hvor á annan. Þeir hafa ekki sézt
sfðan Guillaume var handtekinn
og Brandt neyddist til að segja af
sér fyrir 17 mánuðum.
Brandt sagði, að í maf 1973
hefði Hans-Dietrich Genscher
þáverandi innanríkisráðherra
sagt sér að Guillaume gæti verið
njósnari Austur-Þjóðverja.
Brandt kvaðst hafa orðið við
beiðni Genschers um að eftirlit
yrði haft með ferðum Guillaumes
og samþykkt að breyta í engu
samstarfi sínu við GuiIIaume.
Ákveðið hafði verið að Guill-
aume færi með Brandt til Noregs
f sumarleyfi og þeim ráðagerðum
var ekki breytt. Brandt viður-
kenndi að verið gæti að Guill-
aume hefði haft aðgang að leyni-
legum skjölum, sem meðal annars
fjölluðu um samskipti Bandaríkj-
anna og Evrópu, þegar þeir voru í
Noregi.
Brandt staðfesti, að Guillaume
hefði haft aðgang að leyniskjölum
í þau tvö ár sem hann starfaði
fyrir hann. Hann sagði að verið
gæti að Guillaume hefði séð trún-
aðarskjöl sósfaldemókrataflokks-
ins. Hann sagði að Guillaume
hefði frábæra skipulagshæfileika
en kvaðst aldrei hafa spurt hann
ráða f pólitískum málum.
Brandt sagði, að þegar Gensch-
er hefði sagt honum frá grun-
semdum sínum um Guillaume
einu ári áður en hann var hand-
tekinn hefði hann talið þessa
grunsemdir „óhugsandi og út í
bláinn". Ástæðuna til þess að
hann grunaði Guillaume ekki
einu sinni mánuði fyrir hand-
tökuna hvað hann þá að skömmu
áður var annar embættismaður
handgenginn honum hreinsaður
af sök.
Brandt sagði að þegar hann
hefði verið í Moskvu f júlí hefði
Framhald á bls. 35
Njósnarinn hvfslar f eyra kanzlarans.
— Borgarstjóri
Framhald af bls. 36
fyrirgreiðslu borgarinnar að
halda.
# Borgarstjóri kvaðst reiðu-
búinn til að fela sakadómi
meðferð málsins, ef ekki
næðist samkomulag f borgar-
ráði um skipun nefndar til
þess að kanna málið.
# Birgir tsl. Gunnarsson taldi
fullvfst, að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri reiðubúinn
til samstarfs við aðra stjórn-
málaflokka um, að tekið yrði
upp fullkomið eftirlit með
fjármálum flokkanna allra
og þ. á m. húsbyggingum
þeirra, hvort sem um væri að
ræða Sjálfstæðishús, Fram-
sóknarhús eða Þjóðviljahús.
Hér fer á eftir frásögn af blaða-
mannafundi borgarstjóra en sem
fyrr greinir er greinargerð hans
birt f heild f Morgunblaðinu f
dag.
Samskipti skipulagsstjóra
og arkitekts
Ármannsfells
Er borgarstjóri hafði lesið
greinargerð sína svaraði hann
spurningum fréttamanna. Fyrsta
spurningin fjallaði um skipulag
hins umdeilda svæðis. Athygli
borgarstjóra var vakin á því, að
skipulagsstjóra Reykjavíkurborg-
ar og forráðamönnum Ármanns-
fells hf. bæri ekki saman um,
hvenær arkitekt byggingarfélags-
ins hefði hafið störf að
skipulaginu. I svari skipulags-
stjóra við fyrirspurn Sigurjóns
Péturssonar, borgarráðsmanns,
hefði komið fram, að arkitektinn
hefði hafið störf sem ráðunautur í
maímánuði sl. en í yfirlýsingu frá
byggingarfélaginu væri sagt, að
skipulagshugmyndir arkitektsins
hefðu verið lagðar fyrir skipu-
lagsstjóra í júnímánuði. Fyrir-
spyrjandi kvað þann kafla í grein-
argerð borgarstjóra, sem um
þetta fjallaði, nær skýringum Ár-
mannsfells og spurði hvers vegna
skipulagsstjóri hefði gefið rangar
upplýsingar.
Borgarstjóri sagði, að skipulags-
tillögurnar hefðu verið lagðar fyr-
ir skipulagsnefnd hinn 9. júní sl.
Ekki væru til staðfest gögn um
það, hvaða dag skipulagsstjóri
hefði fengið skipulagshugmynd-
irnar i hendur en hann kvaðst
telja, að skipulagsstjóri hefði haft
þær undir höndum í um vikutfma
áður en þær voru lagðar fyrir
fundinn. Þétta hefði þvi gerzt ein-
hvern tíma um mánaðamótin maí
— júní. Borgarstjóri kvaðst hafa
borið þennan kafla greinargerðar
sinnar undir skipulagsstjóra og
teldi hann þessa frásögn rétta.
Þá var borgarstjóri spurður,
hvort arkitektinn fengi laun hjá
Reykjavíkurborg. Hann kvað
skipulagsstjóra líta svo á, að ef
Vífill Magnússon, arkitekt, færi
fram á greiðslu frá borginni ætti
hann rétt á henni. Hins vegar
hefði endanleg gerð skipulagsins
verið unnin hjá skipulagsdeild
borgarinnar. Yfirlýsing Armanns-
fells hf. bæri það hins vegar með
sér, að ekki yrði farið fram á
greiðsiu af hálfu borgarinnar.
Skemmtileg hugmynd,
sem borgin tók
fegins hendi
Með tilvísun til þess, að Albert
Guðmundsson hefði haft milli-
göngu um að kynna fyrir skipu-
lagsstjóra hugmyndir Vífils
Magnússonar var borgarstjóri
spurður, hver veitt hefði viðtöku
framlagi Armannsfells hf. til
byggingar Sjálfstæðishússins.
Borgarstjóri sagði, að sér væri
ekki kunnugt um það. Hann var
þá spurður, hvort ekki væri lík-
legt, að Albert Guðmundsson
hefði vitað um þessa greiðslu.
Borgarstjóri kvaðst ekki geta
svarað fyrir Albert Guðmundsson
um þetta atriði. Hann mundi vafa-
laust gera það sjálfur.
Þá var borgarstjóri spurður,
hvort aðrir byggingaraðilar hefðu
vitað um að leyfa ætti byggingar á
þessu svæði. Hann kvaðst telja, að
einhverjir fleiri byggingaraðilar
hefðu vitað um það.
Borgarstjóri var inntur eftir
því, hvort fordæmi væru fyrir
þvi, að aðilar utan borgarkerfis-
ins kæmu fram með slíkar skipu-
lagshugmyndir. Borgarstjóri kvað
það ekki algengt. Svo hefði viljað
til, að þessi hugmynd hefði þótt
skemmtileg og borgin hefði tekið
henni fegins hendi. Hins vegar
hefði það gerzt, að aðilar, sem
fengið hefðu lóð úthlutað, hefðu
fengið skipulagi breytt eftir að
úthlutun hefði átt sér stað. Þó
kvaðst borgarstjóri vita um nýlegt
dæmi þess, að aðilar utan borgar-
kerfisins hefðu skipulagt svæði
skv. sinum hugmyndum í samráði
við skipuleggjendur viðkomandi
hverfis og með vitund borgar-
innar og verið úthlutað þeim
lóðum siðar. Þar hefðu nokkrir
listamenn átt hlut að máli.
Spurt var, hvort öðrum aðilum
hefði verið gefinn kostur á að
koma fram með sínar skipulags-
hugmyndir um þetta tiltekna
svæði. Borgarstjóri svaraði þeirri
spurningu neitandi.
Með tilvisun til þess, að borgar-
stjóri segir i greinargerð sinni, að
Ármannsfell hf. hafi ekkert vil-
yrði fengið fyrir úthlutun um-
ræddrar lóðar var borgarstjóri
inntur eftir því, hvort einhverjir
aðrir borgarfulltrúar kynnu að
hafa gefið Ármannsfelli slíkt vil-
yrði. Hann kvaðst ekki hafa orðið
var við það og teldi, að enginn
borgarfulitrúi gæti gefið slíkt vil-
yrði. Það væri borgarráð, sem
tæki slíkar ákvarðanir, eða
borgarstjórn, en báðar þessar
stofnanir væru fjölmennis-
stjórnir.
Þeir, sem stjórna
árásunum vilja lfka
stjórna rannsókninni
Nú viku fréttamenn að rann-
sóknarnefnd þeirri, sem borgar-
ráð hefur samþykkt að koma á fót
til þess að kanna mál þetta og var
borgarstjóri spurður, hvers vegna
sjálfstæðismenn legðu svo mikla
áherzlu á að eiga meirihluta I
nefnd þessari og formann hennar.
Borgarstjóri svaraði á þann veg,
að eins og tillagan hefði verið
samþykkt I borgarráði, hefði þvi
verið haldið alveg opnu, hvernig
nefndin yrði skipuð, og engar
skoðanir komið fram fyrirfram
um það. Tilgangurinn með skipun
nefndarinnar væri að rannsaka
málið. Ég tel eðlilegt, að þessi
nefnd verði skipuð með sama
hætti og aðrar nefndir hjá borg-
inni sagði borgarstjóri en þó
þannig, að allir flokkar í borgar-
stjórn eigi sæti I henni. Ég tel
jafnframt eðlilegt, að í nefndinni
sitji borgarfulltrúar, sem ekki
hafa haft afskipti af málinu. Við
sjálfstæðismenn vorum tilbúnir
til samkomulags um, að nefndin
yrði skipuð að jöfnu, þremur full-
trúum frá hvorum aðila, meiri-
hluta og minnihluta, og að
Valgarð Briem, hrl., sem er hæfur
maður að mínum dómi til þess að
stjórna slíkri rannsókn, yrði for-
maður. Ef það er rétt, sem ég
vona, að það sé vilji allra aðila að
leiða hið rétta í ljós sé ég ekki
neina ástæðu til að kjósa þessa
nefnd á annan veg en aðrar
nefndir og ég sé Jieldur ekki
ástæðu til þess, að þeir af borgar-
fulltrúum, sem hafa gengið hvað
harðast fram í árásum á borgar-
stjórnarmeirihlutann og mig per-
sónulega út af þessu máli, stjórni
rannsókn málsins. Minnihlutinn
hefur óskað eftir því að fá meiri-
hluta I þessari nefnd. Þeir borgar-
fulltrúar sem harðast hafa gengið
fram f árásunum ætla sem sagt að
stjórna rannsókninni! Á þetta get
ég ekki fallizt.
En ef ekki næst samkomulag
um skipun nefndarinnar er ég
reiðubúinn til að fela sakadómara
það verkefni, sem nefndinni var
ætlað. Og þá finnst mér ekki
óeðlilegt að tillögumaður geri
nánari grein fyrir þvf hvaða
atriði hann vilji láta rannsaka
sérstaklega.
Aðeins spurt um
Armannsfell
Borgarstjóra var bent á, að það
hefði komið fram í blaðaviðtali
við forsvarsmann byggingarfyrir-
tækis I borginni, sem sótt hefði
um lóð I ársbyrjun, að nokkru
sfðar hefði verið farið fram á fjár-
framlag til byggingar Sjálfstæðis-
hússins en því verið hafnað. Þessi
aðili hefði enga lóð fengið. Hann
var spurður, hvort hann teldi
svona vinnubrögð æskileg.
Borgarstjóri kvaðst ekki geta
dæmt um hvort rétt væri frá
skýrt, þótt hann vildi ekki draga
sannleiksgildi frásagnarinnar í
efa en hann kvaðst ekki telja, að
nokkurt samband væri á milli
þeirrar ióðaumsóknar og beiðni
um fjárframlag í Sjálfstæðishús-
ið.
Þá var borgarstjóri spurður,
hvort Armannsfell væri eina
fyrirtækið, sem hann hefði leitað
upplýsinga um hjá húsbyggingar-
nefnd Sjálfstæðishússins og kvað
hann svo vera.
Nýi miðbærinn
og hús verzlunar
Þá var borgarstjóra bent á, að
gagnrýnt hefði verið, hversu lág
gatnagerðargjöld væru á húsi
verzlunarinnar f nýja miðbænum
og hann var spurður hvort þau
fyrirtæki, sem að þvi húsi stæðu,
hefðu greitt í byggingarsjóð Sjálf-
stæðishússins. Borgarstjóri kvað
hér um sérstakt hús að ræða. Það
væri ekki byggt af einstökum
fyrirtækjum, heldur hagsmuna-
samtökum verzlunarinnar, bæði
launþegasamtökum og vinnuveit-
endum. Aðilar að byggingu
hússins væru Verzlunarráðið,
Kaupmannasamtökin, Félag ísl.
Stórkaupmanna, Bílgreinasam-
bandið, Verzlunarbankinn, Líf-
eyrissjóður verzlunarmanna og
Verzlunarmannafélag Reykjavík-
ur. Þótt hús þetta væri þannig
byggt upp af félagssamtökum
verzlunarinnar hefði það ekki
ráðið ákvörðun um gatnagerðar-
gjöld. Hér væri um að ræða al-
menna stefnumörkun varðandi
gatnagerðargjöid af lóðum á
þessu svæði. Fjölmörg fyrirtæki
hefðu sótt þarna um lóðir t.a.m.
KRON. Ástæðan fyrir þessari
ákvörðun væri sú, að ýmsar sér-
stakar kvaðir væru á byggjendum
í nýja miðbænum varðandi bíla-
stæði, sameiginlegar umferðaræð-
ar o.fl. og með þessu væri stefnt
að því að hvetja fyrirtæki til að
byggja í nýja miðbænum frekar
en að leita eftir lóðum annars
staðar í borginni þar sem ef til
vill væri ódýrara að byggja.
Eftirlit með fjármálum
allra flokka
Þá var borgarstjóri spurður,
hvort hann teldi rétt, að Sjálf-
stæðisflokkurinn birti lista yfir
alla þá aðila, sem hefðu lagt fram
fé til Sjálfstæðishússins. Hann
svaraði því til, að hann teldi að
Sjálfstæðisflokkurinn væri reiðu-
búinn til samstarfs við aðra
stjórnmálaflokka um að taka upp
fullt eftirlit með fjármálum allra
flokka og þá bæri að sjálfsögðu að
leggja fram upplýsingar um,
hverjir hefðu lagt fram fé til
byggingar t.d. Framsóknarhúss-
ins við Rauðarárstíg og Þjóðvilja-
hússins við Siðumúla. Hins vegar
sagði Birgir Isl. Gunnarsson, að
hann teldi hvorki eðlilegt né
sanngjarnt, að Sjálfstæðisflokk-
urinn, einn allra flokka, legði
fram lista yfir sína gefendur. Ég
vona að það sé svo, að allir stjórn-
málaflokkar fái fjármagn til starf-
semi sinnar frá stuðningsmönn-
um sinum hér innanlands. Stjórn>
málaflokkarnir eru samtök al-
mennings i landinu og það er al-
menningur, sem greiðir rekstrar-
kostnað þeirra.
Borgarstjóri var spurður, hvort
hann teldi eðlilegt, að flokkavald-
ið í landinu rannsakaði mál af
þessu tagi eins og raunverulega
mundi verða, ef nefnd á vegum
borgarráðs kannaði málið. Hann
kvaðst telja það mikið matsatriði.
Borgarfulltrúi Alþýðuflokksins
hefði lagt til að borgin sjálf rann-
sakaði málið. Á þá tillögu hans
hefði verið fallizt. En hér væri um
mikið matsatriði að ræða og
endurtók borgarstjóri fyrri yfir-
lýsingu um, að hann væri reiðu-
búinn til þess að fela sakadómi
meðferð málsins, ef samstaða
tækist ekki um nefndarskipan i
borgarráði.
Einstökum lóðum út-
hlutað án auglýsingar
Borgarstjóri var að því^purður,
hvort mikið væri um það hjá
Reykjavíkurborg, að lóðum væri
úthlutað án auglýsingar. Hann
svaraði því til, að það væri mjög
algengt, að einstökum lóðum væri
úthlutað án auglýsingar. Yfirleitt
lægi mikill fjöldi umsókna fyrir
hjá borginni. A ári hverju væri
auglýst eftir umsóknum um lóðir.
En einstökum lóðum væri úthlut-
að án sérstakrar auglýsingar, t.d.
væri svo um lóð til Breiðholts hf.,
sem vikið er að í greinargerð
borgarstjóra.
Þjóðviljinn fékk
lóð án auglýsingar
Borgarstjóri var spurður, hvort
lóð undir Þjóðviljahúsið hefði
verið úthlutað án auglýsingar.
Hann taldi svo vera. Nokkrar iðn-
aðarlóðir á því svæði hefðu verið
auglýstar og hefði þá komið all-
margar umsóknir en Þjóðviljinn
hefði sótt um nokkru síðar.
Viðtöl milli flokksmanna
Loks var borgarstjóri spurður,
hvort rannsókn máls þessa innan
Sjálfstæðisflokksins, sem staðið
hefði yfir, væri lokið. Borgar-
stjóri sagði, að sér væri ekki
kunnugt um það. Hann hefði séð
það I blaðafréttum, að mál þetta
hefði verið til athugunar innan
Sjálfstæðisflokksins og að for-
sætisráðherra hefði stjórnað þeim
athugunum. Forsætisráðherra
hefði hins vegar verið farinn
utan, er hann sjálfur kom heim úr
sumarleyfi sínu og þeir hefðu því
ekki rætt saman um málið. En
borgarstjóri kvaðst telja, að hér
hefði frekar verið um að ræða
viðtöl milli flokksmanna um mál-
ið, sem væri ekki óeðlilegt, frem-
ur en að um beina rannsókn væri
að ræða. Og þar með lauk þessum
blaðamannafundi borgarstjóra.