Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975
27
Minning:
Guðrún Jónína
Kolbeinsdóttir
Fædd 1. september 1892.
Dáin 17. september 1975.
Guðrún Jónína Kolbeinsdóttir,
Þingholtsstræti 15, var fædd 1.
sept. 1892 að Emmubergi á
Skógarströnd í Snæfelisnessýslu.
Foreldrar hennar voru hjónin
Ölöf Jónsdóttir og Kolbeínn Vig-
fússon, sem þar bjuggu þá.
Foreldrar Ólafs voru hjónin
Marta Sigríður Jónsdóttir, prests
Benediktssonar (frá Hrafnseyri,
sem m.a. var prestur á Breiðabóls-
stað á Skógarströnd) og konu
hans Guðrúnar Kortsdóttur, Þor-
varðssonar á Möðruvöllum í Kjós
og Jón Guðmundsson bóndi og
trésmiður, sem lengst af bjó á
Keisbakka á Skógarströnd og
Stóra-Skógi í Miðdölum en fluttist
síðar til Kanada og dó þar
(Tantallon, Sask.). Var Jón sonur
Guðmundar Vigfússonar bónda
og hreppstjóra á Bildhóli á
Skógarströnd og konu hans Mál-
fríðar Jónsdóttur frá Narfeyri.
Kolbeinn Vigfússon var ættaður
úr Fljótshlíð og náskyldur Þor-
steini skáldi Erlingssyni.
Guðrún Jónina ólst upp á
Emmubergi hjá foreldrum sinum
til 9 ára aldurs, en fór árið 1902 til
Reykjavíkur, er foreldrar hennar
brugðu búi. Dvaldi hún síðan á
heimili móðurbróður síns,
Stefáns B. Jónssonar og konu
hans Jóhönnu Sigfúsdóttur, fyrst
í Reykjavík og síðar á Suður-
Reykjum á Mosfellssveit, frá 1902
til 1910, er hún giftist Indriða
Guðmundssyni trésmið frá
Hjálmsstöðum í Laugardal. Var
hann þá starfsmaður hjá Stefáni á
Reykjum.
Þau hófu búskap sama ár i helli
á Laugarvatnsvöllum og bjuggu
þar í 1 ár en fluttu þá að Minna-
Mosfelli i Grímsnesi og síðan að
Kringlu i Grímsnesi sem þau
keyptu hálfa. Bjuggu þau þar til
ársins 1923, er þau fluttu að
Austurey í Laugardal. Bjuggu
þau þar til 1926, er þau fluttu að
Eskihlíð C í Reykjavík. Þar
bjuggu þau kúabúi til ársins 1941,
er þau hættu búskap og fluttust í
Þingholtsstræti 15. Þar verzlaði
Indriði til ársins 1953 og nefndist
verzlun hans Indriðabúð. Munu
margir Reykvíkingar muna þau
hjón á báðum þessum stöðum.
Þau eignuðust eina dóttur,
Ólöfu Svöfu, sem er kjólameistari
og gift Benedikt Björnssyni og
eiga þau þrjú börn. Auk þess ólu
þau upp Þóri Jónsson matsvein,
sem er dáinn, og Guðrúnu Harðar-
Kveðja:
Steinn Hermann
Jóhannsson
Fæddur 31. 12. 1970
Dáinn 19. 9. 1975
Aldrei er dauðinn jafntorræður
og skelfilegur og þegar hann
leggur í einu vettfangi hendur á
litið barn. Ungu lifi, sem hefur öll
skilyrði til að vaxa og dafna og
virðist svo óendanlega fjarri því
að slokkna, hefur nú fyrirvara-
laust verið svipt á brott eina
morgunstund í skini sólar. Eftir
sitja elskandi foreldrar, systkini,
ættingjar og sá stóri vinahópur,
sem Hermann aflaði sér á sinni
stuttu ævi, og leita huggunar í
hlýjum, björtum minningum,
sem glókollurinn litli skilur eftir.
Þau fáu ár, sem Hermann litli
lifði, einkenndist allt hans atferli
af ólgandi lifsfjöri. Ósjaldan bar
hugurinn hann lengra en barns-
fæturnir gátu náð. Mörg var sú
kúla og skráma, sem hann fékk í
glímunni við umhverfið, en alltaf
stóð hann upp aftur jafnkeikur. 1
snörum augum og stæltum líkama
var enginn vottur af uppgjöf.
En minnisstæðast verður okkur
þó, hversu hlýtt og gott hjarta
hann hafði, þessi litli fjörkálfur.
Þegar litlu prakkarahendurnar
hans snertu við dúfuunga eða
kettling, urðu þær skyndilega
nærfærnar og líknandi, og þegar
smábörn áttu í hlut voru fórnar-
lund hans og ástriki engin tak-
mörk sett. Þess varð lítil dóttir
mín aðnjótandi i ríkum mæli. Til
að auðsýna henni kærleik, átti
Hermann það til að færa henni
svæfilinn sinn, sem honum þótti
vænst um af öllum hlutum, og ég
mun aldrei gleyma umhyggjunni
í svip hans, þegar hann fyrstur
manna, leiddi telpuna út í hinn
stóra heim, á leikvanginn til
hinna barnanna. I þeirri von, að
sú hönd, sem leiðir Hermann litla
um ókunna stigu verði jafn kær-
leiksrík, sendi ég foreldrum hans,
Maríu og Jóhanni og systkinunum
þremur dýpstu samúðarkveðjur
mfnar og fjölskyldu minnar. G.E.
Nú legg ég augun aftur.
Ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Ó, virzt mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
Hver getur trúað að lítill
drengur fullur af lífi og fjöri sé
dáinn, horfinn og sjáist aldrei
framar hér á jörð. Fjögur ár er
stuttur tími f stundaglasi tilver-
unnar, en mikið tómarúm getur
litill fjörkálfur skilið eftir sig.
Steinn litli Hermann var yngsta
barn Marfu Jóhannesdóttur og Jó-
hanns Th. Þórðarson skipstjóra er
búsett eru í Hafnarfirði, en þau
eiga þrjú eldri börn: Jóhönnu
Valdísi, Þórð og Jóhann Má, sem
sárt sakna nú litla bróður síns.
En reynið að hafa hugfast að
tíminn læknar öll sár. Við Smári
og börnin okkar sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og biðjum Guð að styrkja
ykkur og styðja í þessari þungu
sorg.
Kolbrún.
Eiginkona mín og móðir okkar,
ÞÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hraunteigi 17,
lézt i Borgarspítalanum 23. sept
Guðmundur Elías Bjarnason
og börn.
dóttur, sem býr í Lambadal í
Dýrafirði.
Guðrún var dugleg kona og vel
verki farin, iðin og myndarleg
húsmóðir, hjálpsöm og velviljuð,
hress og glöð í bragði, enda lengst
af heilsugóð og bjó við góð efni,
einkum síðari ár ævinnar.
Þau hjón voru templarar frá
æsku, fyrst sem ungmennafélagar
(í Umf. Afturelding f Mosfells-
sveit og einnig í Grímsnesi) og
eftir að þau fluttu til Reykjavíkur
í stúkunni Framtiðin nr. 173, þar
sem þau tóku þátt í starfi meðan
heilsa þeirra leyfði. Indriði lézt
árið 1971. Guðrún bjó til dánar-
dægurs í íbúð sinni í Þingholts-
stræti 15, sfðast i skjóli dóttur
sinnar og tengdasonar, sem búa i
sama húsi.
Naut hún ævikvöldsins vel og
fylgdist með þroska barnabarn-
anna og eitt langömmubarn var
hún búin að eignast, sem veitti
henni ánægju, því að hún var
mjög barngóð. Ein systir hennar
er á lífi, Marta Sigriður Kolbeins-
dóttir, í Reykjavík, en tvo bræður
missti hún á unga aldri, Guðlaug
og Stefán.
Með Guðrúnu er genginn enn
einn fulltrúi aldamótakynslóðar-
innar, sem vann á meðan dagur
var og gekk ótrauð gegnum gleði
og sorg, hamingju og erfiðleika,
sem hún sigraði ávallt með mikl-
um myndarbrag og óbilandi þreki
og bjartsýni til hinztu stundar.
Hún fékk hægt andlát eftir stutta
legu á sjúkrahúsi hinn 17.
september siðast liðinn.
Astvinir hennar, ættingjar og
aðrir vinir munu sakna hennar og
óska henni góðrar heimkomu til
vinanna, sem á undan hafa farið
yfir móðuna miklu.
Kæra frænka mín og fóstur-
systir. Ég kveð þig nú með þökk
fyrir allt gott og elskulegt, sem þú
hefur auðsýnt mér á samleið
okkar um nærri sjötíu ára skeið.
Friður Guðs og blessun sé með
þér.
Þóra Marta Stefánsdóttir.
sýningarsalur
Tökum allar notaðar bifreiðar í umboðssölu
Til sölu Fiat 1 24 station árgerð '72. Fiat 125 P station '73.
Fiat 1 28 2ja dyra. '73. Fiat 128 Rally '75
Fiat 1 27 2ja dyra '74. Fiat 132 1600 '74.
Fiat 1 28 2ja dyra '74 Fiat 132 GLS '74.
V 2
Látið okkur selja notaða bilinn
og akið út á nýjum Fiat.
FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.,
SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888. }
Höfum nokkrar
innréttingar
til afgreiðslu í okt,
V
ivr
i
Vörumarkaðurinn hf
Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112
Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113
BONANZA
eldhúsinnréttingar
eru íslenzk smíði