Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1975 Minning: Steinbjörn M. Jónsson bóndi, Hafsteinsstöðum Fæddur 6. maf 1926 Dáinn 7. september 1975 Ilann féll frá fyrir aldur fram — snöggt og óvænt. Var á ferð ásamt öðrum norður í Þingeyjar- sýslu. Gistu þeir félagar að bæ eftir að dagsverki lauk, en að morgni er risið var á fætur var hann allur. Ilafði sofnað á venju- tíma en ekki vaknað aftur. Bana- mein hans var heilablóðfall. Eigi er vitað að hann hafi kennt sér neins sérstaks meins undanfarin ár. Þau hjón höfðu ætlað næsta sumar að fara f sína fyrstu utan- ferð, en þá hefði Steinbjörn orðið fimmtugur, en margt fer öðru vísi en ætlað er, — sannast þar. Steinbjörn Marvin Jónsson var fæddur á Stóru-Seylu í Skaga- firði. Þar bjuggu þá á hluta af jörðinni foreldrar hans Sigriður Trjámannsdóttir og Jón Björns- son. Var Steinbjörn einkabarn þeirra. Sigríður var Eyfirðingur að ætt og uppruna, fædd og upp- alin í öxnadal, en Jón var sonur Björns L. Jónssonar bónda og hreppstjóra á Stóru-Seylu og Steinvarar Véfreyju Sigurjóns- dóttur, konu hans. Þau hjónin, foreldrar Stein- björns, höfðu leitað að hentugri jörð til ábúðar, en þá lágu jarðir ekki á lausu. Samt heppnaðist þeim að fá jörðina Brekku hjá Víðimýri á leigu og fluttu þangað sania ár. Þarna ólst Steinbjörn upp næstu 10 árin en þá var flutt að Reykjarhóli, næsta bæ fyrir utan Brekku. Árið 1939 festu for- eldrar hans kaup á Hafsteins- stöðum í Staðarhreppi og bjuggu þar æ síðan. Þar höfðu þau hjón loks fengið samastað og var fljótt hafizt handa um byggingar, bæði íbúðarhúss og peningshúsa og var byggt af miklum myndarbrag samhliða ræktun lands. Aðstoðaði Steinbjörn foréldra sína þegar á unga aldri við öll venjuleg störf og þegar hann hafði aldur til fór hann til náms á Reykjaskóla, en að því námi loknu hvarf hann aftur heim í sveitina. Hafði hann ákveðið að verða bóndi og helga sig þeim störfum. Hinn 29. desember 1953 kvænt- ist Steinbjörn Ester Skaftadóttur bónda í Kjartansstaðakoti í Skagafirði, Óskarssonar og konu hans Ingibjargar Hallgrfmsdótt- ur. Eignuðust þau 4 börn. Elztur er Jón, fæddur 1953, ókvæntur, Skafti, fæddur 1955, heitbundinn Ilildi Claessen, Björn fæddur 1957 í menntaskóla, og yngst er Sigríður, fædd 1960 í gagnfræða- skóla. Áður en Steinbjörn giftist eignaðist hann dóttur með Elísa- betu Ragnarsdóttur. Heitir hún Ragnheiður og er gift Þorsteini Birgissyni. Eru þau búsett syðra og eiga 1 barn. Á fyrstu árunum eftir að Stein- björn og Ester giftust bjuggu þau í samvinnu við foreldra Stein- björns á Hafsteinsstöðum, en seinna tóku þau að miklu leyti við búinu og eftir að Sigríður móðir hans lézt, þá fluttist Jón faðir hans nokkru síðar út á Sauðár- krók og hætti alveg búrekstri. Er Jón Björnsson organisti við Sauð- árkrókskirkju síðustu árin og ennfremur við Staðar- og Glaum- bæjarkirkju, sem hann raunar hefur verið síðustu áratugi. Sinnir hann hugðarefnum sínum í tómstundum þess á milli og semur tónverk og er landskunnur maður á þessu sviði. Sigríður móðir Steinbjörns var fríðleikskona mikil og jafnan hýr og hress í viðmóti og hugljúfi allra er henni kynntust. Þegar á bernskuárum Stein- björns var mikið sungið og spilað á heimilinu þar sem Jón faðir hans var einn helzti forvigis- maður í héraðinu um söngmennt og söngstjóri karlakórsins Heimis um fjóra áratugi. Steinbjörn var snemma söngelskur og þegar tím- ar liðu gekk hann í karlakórinn Heimi og varð aðaleinsöngvari hans um 15 ára skeið. Hann hafði háa tenórrödd og bjarta og flutti lagið af næmri smekkvísi. Frá unga aldri fór ekki milli mála, að áhugi Steinbjörns beindist mjög að hestum. Enda eru bernskuár hans í Brekku og Reykjarhóli og seinna á Haf- steinsstöðum tengd því tímabili, þegar bílar eru að taka við þvi hlutverki sem hesturinn hafði gegnt frá upphafi byggðar i landinu. I framhaldi af þessu kemur síðan vélvæðing land- búnaðarins. Steinbjörn hefur þvi frá fyrstu æskuárum mótazt af þeim áhrifum, sem þessar breyt- ingar höfðu í för með sér í bú- skaparháttum landsmanna. Steinbjörn reyndist góður bóndi þegar tímar liðu og tók hann snemma ásamt föður sínum að afla nýtizku heyskaparvéla til að auka afköst g létta af erfiði. Svo þegar börnin uxu úr grasi, þá fór verulega að muna um og verk- ing flugu áfram. Var Steinbjörn talinn með dugmestu bændum í Skagafirði og má þá ekki gleyma því hlutverki sem Ester kona hans innti af höndum i stöðu hús- freyju. Hefur gestrisni verið mikil á heimilinu alla tíð og margir þurft að koma og spjalla við húsráðendur. Þar hefur líka sem vænta mátti oft verið glatt á hjalla og sungið dátt. En hesturinn átti rík itök í huga hans, enda kom fljótt í ljós, að Steinbjörn reyndist mjög laginn við hesta. Oft var það að hann fékk til tamningar baldna hesta og harðsnúna, sem öðrum urðu ofjarlar en Steinbjörn beitti þolinmæði og frábærri lagni og urðu sumir þeirra gæðingar í höndum hans. Steinbjörn tók mikinn og góðan þátt í landsamtökum hestamanna og var í aðaldómnefnd um gæðinga á landsmótum. Þá var hann formaður hestamanna- félagsins Stíganda í Skagafirði hin siðustu ár og bar mjög fyrir brjósti að málum væri fylgt af festu og framsýni með framtíð íslenzka hestsins í huga. Mörgum fleiri störfum sinnti hann fyrir sveit sina og má óhikað segja að héraðið hafi misst einn sinna beztu sona. Steinbjörn var maður vörpuleg- ur á velli og í hærra lagi. Hann var fríður sýnum og hæverskur i framkomu. Vinsæll var hann og greiðvikni hans var viðbrugðið. Við fráfall þessa mæta manns vil ég og fjölskylda mín flytja Ester, börnunum og Jóni föður hans innilegustu samúðar- kveðjur. Óskar Þórðarson. Það brá skugga yfir Skagafjörð þann 7. sept. s.l., þegar sú hel- fregn barst um héraðið, að Stein- björn Jónsson bóndi á Hafsteins- stöðum væri látinn. Við sem sáum hann nokkrum klukkustundum fyrr glaðan og reifan vorum harkalega minnt á, „að enginn ræður sínum næturstað". Steinbjörn var fæddur á Stóru- Seylu I Seyluhreppi 6. maí 1926. Hann var einkabarn hjónanna Sigríðar Trjámannsdóttur og Jóns Björnssonar bónda og tónskálds, en þau hjón bjuggu lengst á Haf- steinsstöðum í Staðarhrepppi. Arið, sem Steinbjörn fæddist, hófu þau Jón og Sigríður búskap i Brekku í Seyluhreppi og bjuggu þar í 10 ár, en árið 1939 festu þau kaup á jörðinni Hafsteinsstöðum og bjuggu þar síðan, þar til sonur þeirra tók við búi, fyrst í sambýli við foreldra sína, en siðar á allri jörðinni. t Bróðir okkar FRIÐJÓN ÞORLÁKSSON, andaðist 22 september t Jarðarför sonar okkar, SVEINS SIGURÐAR GUNNARSSONAR, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 27 þ m kl. 2 e.h. Sigrlður Þorláksdóttir, Sólborg Þorláksdóttir. Fjóla Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Sveinsson og systkini. t Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STURLAUGS SIGUROSSONAR, skipasmiðs, Hringbraut 86, ferfram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 26. sept kl 13.30 Hallfrlður Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar og tengdafaðir 1 JÓN A. ÓLAFSSON, húsgagnasm.m. sem andaðist 19 þ.m., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudag- inn 26 sept. kl. 2 síðd Ottó J. Ólafsson Borghildur Ólafsdóttir Ólafur J. Ólafsson Útför systur okkar JÓNÍNU SIGURÐARDÓTTUR, Nýja Garði, Reykjavik. ferfram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26 september kl 10.30. Margrét Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Soffia Sigurðardóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, elskulegs sonar okkar, bróður og mágs, GUÐMUNDAR BIRGIS JÓNSSONAR, Vallartröð 6, Kópavogi. Guðný Guðmundsdóttir, Jón Óskar Guðmundsson, Guðrún H. Bjarnadóttir, Edward Kiernan, Sigrlður Jónsdóttir, Jón Óskar Jónsson. t Útför eiginmanns míns, föður og sonar, ÁRNA HINRIKSSONAR, framkvæmdastjóra, Bröttubrekku 5, Kópavogi verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 27. september n k kl 10.30 fyrir hádegi. Þeir, sem vildu minnast hans eru vinsamlegast beðnir að láta Dvalarheimili aldraðra sjómanna njóta þess. Helga Henrysdóttir og börn, Anna Árnadóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, JÓNS SIGURÐSSONAR, Bugðulæk 1 7, öllu starfsfólki Lyflækningardeildar 3d eru færðar innilegar þakkir fyrir hjúkrun í langri og erfiðri legu hins látna. Gróa Guðjónsdóttir Þórunn Jónsdóttir Sæmundur Gunnarsson Guðjón Jónsson Gréta Jónsdóttir og barnabörn. Þann 29. des. 1953 kvæntist Steinbjörn eftirlifandi konu sinni Ester Skaftadóttur, sem er dóttir hjónanna Ingibjargar Hallgríms- dóttur og Skafta Ólafssonar á Kjartansstöðum í Staðarhreppi. Þeim Steinbirni og Ester varð fjögurra barna auðið og eru þau þessi: Jón, f. 1953, Skafti, f. 1955, og er hann heitbundinn Hildi Claessen, Björn, f. 1957, og Sig- ríður, f. 1960. Allt eru þetta mannvænleg börn og munu verða móður sinni ljósgjafar á ókomn- um árum. Áður en Steinbjörn kvæntist átti hann dóttur með Elísabetu Ragnarsdóttur frá Bergstöðum í Borgarsveit. Heitir hún Ragn- heiður og er búsett í Reykjavík og er gift Þorsteini Birgissyni og eiga þau eitt barn. Ester og Steinbjörn hófu búskap á hálfum Hafsteinsstöð- um árið 1955 og hafa búið þar með miklum myndarbrag siðan. Gestrisni þeirra hjóna var slik að af bar, og hygg ég að úr flestum sveitum landsins hafi einhver orðið hennar aðnjótandi og það mun mörgum fleirum en mér hafa orðið að gjöra sér fer heim á Hafsteinsstaði til þess að njóta ánægjulegra samfundi við þau hjón. Steinbjörn tók snemma virkan þátt í félagsmálum, og þó að Haf- steinsstaðabúið væri umfangs- mikið virtist hann sjaldan skorta tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Hann var 18 ára að aldri, er hann gerðist félagi í karlakórn- um Heimi og starfaði í kórnum til ársins 1968, og var um tíma for- maður kórsins, og um langt árabil aðal einsöngvari kórsins og átti mikinn þátt I framgangi hans á þeim árum, ásamt Jóni föður sín- um, sem þá var söngstjóri. En þó að Steinbjörn kæmi víða við sögu í félagsmálum hér í sveit, þá hygg ég að framgangur hestamanna- félaganna hafi verið honum hug- stæðastur enda markaði hann á þeim vettvangi stór spor á alltof stuttum starfstíma sinum. Stein- björn var landskunnur hesta- maður og naut trausts og virð- ingar innan þeirra samtaka. Til dæmis má nefna, að hann átti sæti í gæðinga-dómnefnd á þremur síðustu landsmótum. Hér í sínu heimahéraði á hann að baki giftudrjúgt starf að þess- um málum. Hann átti sæti í stjórn Hestamannafél. Stiganda frá 1964, og árið 1968 varð hann for- maður félagsins. Þessi ár hafa verið mikil framfaraár í félaginu og vil ég þá fyrst nefna uppbygg- inguna á Vindheimamelum, sem félögin Léttfeti og Stígandi sam- einuðust um árið 1970. Ég held ég geri engum rangt til þó ég segi, að það muni enginn eiga stærri hlut en Steinbjörn Jónsson í því giftudrjúga uppbyggingarstarfi. Fyrir forgöngu hans var efnt hér til nokkurra daga námskeiðs í hestamennsku og þrátt fyrir það, að hann stæði í fremstu röð hesta- manna landsins, þá tók hann þátt i þessu námskeiði sem nemandi. Þetta lýsir honum vel, hann miklaði aldrei af sjálfumsér. Ég tel ekki upp allt það sem við félagar í Stíganda eigum Stein- birni að þakka. En ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra er ég segi: Þökk sé Steinbirni og Guðs blessun fylgi honum. Það er vist um það, að miklum söknuði veldúr, er slíkur sam- ferðamaður sem. Steinbjörn var er á burt, kvaddur í blóma lífsins. En þvi skulum við ekki gleyma, að því meira sem við söknum, þvi meira eigum við að þakka fyrir það allt sem samfylgd góðs drengs veitti okkur. Við biðjum Guð að halda verndarhendi yfir ástvinum hans, svo að skuggar harms og kvíða megi víkja fyrir ljóma ógleyman- legra minninga. Sveinn Jóhannsson, Varmalæk. Útfaraskreytingar ^Gróðurhúsið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.