Morgunblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 Björn Jóhannsson: Áður var það vatnið nú blæðandi sár St. Jósefsspítali f Hafnarfirði eftir stækkunina. !, r i’ 1 J J -1 'll 11 »1 II Sólvangur. UM MIÐJAN september þurfti ég að leita til hinnar nýju „læknamiðstöðvar" I Hafnar- firði, þar sem tveggja ára dóttir min hafði skorizt á enni við fall. Þar var enga hjálp að fá og var mér vfsað brott með blæðandi barnið og það með fruntalegum hætti. Tveir iæknar voru til staðar í „læknamiðstöðinni" þennan morgun. Annar þeirra, Guðmundur Helgi Þórðarson, ritaði grein f Þjóðviijanum 26. september sem hann nefnir „Heimifislækningar í Hafnar- firði“ og á greinin öðrum þræði a.m.k. að vera svar við greinar- korni er ég ritaði Velvakanda Morgunblaðsins vegna móttök- unnar í „læknamiðstöðinni". Vegna þeirra sem lásu Velvak- andagreinina skal tekið fram, að Guðmundur Helgi var ekki sá læknanna er fruntaskapinn sýndi. Það var kona nokkur, sem hefur unglingshetjuna Pollyönnu að fyrirmynd. I grein sinni f Þjóðviljanum segir Guðmundur Helgi, að ég hafi ritað grein mina í geðs- hrærinu. Eigi neita ég þvf, enda hef ég ekki fyrr reynt hafn- firzka lækna að því að vísa á brott særðu barni. Guðmundur Helgi uppiýsir, að hann hafi hafið störf sem heimilislæknir í Hafnarfirði í júni 1974, og að grein mfn sé „einn samfelldur misskilningur frá upphafi til enda og beri vott um ótrúlega vanþekkingu á starfi og að- stöðu okkar heimilislækna, ekki síst þegar þess er gætt að hér er að verki maður, sem hef- ur það fyrir atvinnu að afla frétta úr þjóðlífinu fyrir eitt útbreiddasta blað landsins". Ég er sammála lækninum um það, að það þurfi sérfræðiþekk- ingu til að skilja, hvers vegna læknar hreki frá sér sært barn, jafnvel þótt í harðviðar- klæddri læknamiðstöð sé, þar sem þeim hefur aðeins verið lögð til símaþjónusta og ritara- þjónusta. Guðmundur Helgi bendir á f grein sinni, að það þurfi sér- staka aðstöðu f slysatilfellum, ss. aðgerðarstofu með tilheyr- andi tækjum og aðstoð, og alveg sérstaklega þurfi aðstoð þegar um börn er að ræða, hversu smávægilegar sem aðgerðirnar eru. Þar sem Guðmundur Helgi upplýsir, að hann hafi hafið heimilislækningar í Hafnar- firði í júní 1974, sakar ekki að geta þess, að um langan aldur urðu Hafnfirðingar að leita til heimilislækna sinna í hvers konar slysatilfellum og margir eru þeir orðnir Hafnfirðingarn- ir sem haldið hafa á börnum sínum meðan læknirinn setti klemmu á sár eða saumaði sam- an, oft um helgar á heimili sínu. Það fyrirkomulag var að sjálfsögðu ekki heppilegt til lengdar, ekki sízt fyrir lækn- ana, sem þurfa sinn heimilis- frið eins og aðrir. Það var ein ástæðan fyrir því að „alþingi götunnar" I Hafnarfirði, eins og Guðmundur Helgi nefnir sjúklingana, fagnaði hinni nýju „læknamiðstöð" f bænum. XXX Guðmundur Helgi Þórðarson fjallar nokkuð almennt um vanda heimilislækna í Þjóð- viljagrein sinni og segir að „rödd neytandans hefur svo til aiveg vantað, þess aðilans, sem finnur fyrst og fremst fyrir annmörkum kerfisins“. Það mun hins vegar varla vera hvetjandi fyrir „neytendur" til gagnrýni ef þeir eru nefndir „alþingi götunnar" af þeím, sem gagnrýndir eru, og ásakað- ir um skæting, vanþekkingu, misskilnig, fáfræði og vind- högg, svo vitnað sé til orðaforð- ans í Þjóðviljagrein læknisins. Hafi læknirinn lesið Velvak- andagreinarkornið nógu ræki- lega, þá hefur hann væntanlega tekið eftir því, að ég beindi orðum mínum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sem ber ábyrgð á ástandi því sem rfkir í þessum efnum. Guðmundur Helgi getur verið þess fullviss, að hann og aðrir læknar f Hafnarfirði sem vilja umbætur njóta fyllsta stuðnings bæjarbúa. Ég merki það af viðbrögðum bæjarbúa við Velvakandagrein minni, að margir þeirra hafa orðið fyrir svipaðri reynslu af „læknamið- stöðinrii“, auk þess sem hún sætir gagnrýni af öðrum toga. í fréttaklausu í Morgunblað- inu fyrir nokkru er það haft eftir bæjarstjóranum, að slysa- varðstofu verði ekki komið á fót í Hafnarfirði í náinni fram- tíð vegna kostnaðar' og Guð- mundur Helgi tekur undir, að það kosti offjár að reisa slysa- varðstofu í Hafnarfirði, og það sé fásinna að reisa tvær slíkar með 10 km millibili. Hafnfirð- ingar verða því að leita til slysa- verðstofu Borgarspftaians enn um sinn. Framhald á bls. 27 Sigurður A. Magnússon: Hvað gerðist á ársfundi Norræna rithöfundaráðsins? Þó mér sé ógeðfellt að lenda í þvi furðulega (og þó engan- veginn einstæða) moldviðri sem Morgunblaðið þyrlaði upp f síðustu viku f sambandi við árs- fund Norræna rithöfundaráðs- ins í Noregi og aðgerðir sem ég á að hafa átt upptök að þar, þá sé ég mér ekki annað fært en að gera tilraun til að leiðrétta ýms- ar þær firrur og rangfærslur sem fram komu í fréttaflutn- ingi blaðsins og í viðtölum við nokkra rithöfunda sem aug- sýnilega vissu sumir hverjir ekki sitt rjúkandi ráð þegar við þá var talað. Tildrögin. Svo byrjað sé á tildrögunum, þá skipaði stjórn Rithöfunda- sambands íslands fyrir rúmu ári 12 manna nefnd að beiðni Einars Braga til að fjalla um kærur og fjárkröfur á hendur honum af hálfu aðstandenda „Varins lands“. í nefndinni áttu sæti eftirtaldir höfundar: Andrés Kristjánsson, Björn Bjarman, Gunnar Gunnarsson (eldri), Hilmar Jónsson, Jón Óskar, Jón úr Vör, Ólafur Jó- hann Sigurðsson, Sigurður A. Magnússon, Stefán Júlíusson, Snorri Hjartarson, Thor Vil- hjálmsson og Þorsteinn Valdi- marsson. Nefndin skilaði rök- studdri greinargerð og komst að þeirri einróma niðurstöðu, að „Kærumál og fjárheimtur af þessu tagi eru árás á tjáningar- frelsi manna og stefna að þess konar tálmunum fyrir prent- frelsi, sem stjórnarskráin kveð- ur svo skýrt á um, að aldrei megi f lög leiða." Það kemur fram í ummælum rithöfundanna Guðmundar Daníelssonar, Guðmundar Frí- manns, Guðmundar G. Haga- líns, Jennu Jensdóttur, Jóhann- esar Helga og Jóns Björnssonar í Morgunblaðinu 25. septémber og Indriða G. Þorsteinssonar og Ingimars Erlends Sigurðssonar í sama blaði 21. september, að með þessu háttalagi hafi stjórn Rithöfundasambands Islands brotið lög sambandsins. Þessu leyfi ég mér eindregið að mót- mæla. 1 lögum sambandsins segir orðrétt: „Tilgangur Rit- höfundasambands Islands er að efla samtök íslenzkra rithöf- unda, gæta hagsmuna þeirra og réttar í samræmi við alþjóða- venjur, verja frelsi og heiður bókmennta og standa gegn hvers kyns ofsóknum á hendur rithöfundum eða hindrunum í starfi þeirra. Rithöfundasam- band tslands tekur ekki þátt í baráttu stjórnmálaflokka né hlutast til um listastefnur, stjórnmálaskoðanir eða trúar- brögð." Hér er svo skýrt að orði kveð- ið i fyrri málsgrein, að ekki fer milli mála, að eitt hlutverk sam- bandsins er að gæta réttar rit- höfunda f samræmi við alþjóða- venjur og standa gegn hindrun- um í starfi þeirra. Sambandið tekur hvorki þátt í baráttu stjórnmálaflokka né hlutast til um stjórnmálastefnur. Mér vit- anlega eru samtökin „Varið land“ hvorki stjórnmálaflokkur né hafa á stefnuskrá sinni tiltekna stjórmála- stefnu af þeirri einföldu ástæðu að innan samtakanna eru menn úr fleiri en einum flokki sem túlka og boða fleiri en eina stjórnmálastefnu. En mergurinn málsins er vitanlega sá, að jafnvel þótt „Varið land“ væri stjórnmálaflokkur með á- kveðna stjórnmálastefnu, þá hefði stjórn Rithöfundasam- bandsins alls ekki brotið lög sambandsins með afskíptum sínúm af málefnum „Varins lands“, vegna þess að hún hef- ur einungis fjallað um kæru- mál og fjárkröfur þessara sam- taka á hendur rithöfundinum Einari Braga, en hvergi fellt dóm um stefnumál „Varins lands“. Þennan greinarmun ættu menn að geta séð f hendi sér, nema þeir séu sjálfir blind- aðir af pólitísku ofstæki. Vilji menn eigi að síður halda fast við, að umfjöllun um málsókn- ina hafi verið pólitísk afskipti, þá eru þeir skýlaust að gefa í skyn, að málsóknin sé pólitísk í þrengsta skilningi og niðurstöð- ur dómstóla þá einnig pólitísk- ar. Með þeirri röksemdafærslu erum við raunar komin austur fyrir járntjald, og má vel vera að þannig sé hægt að líta á málin. Stjórn Rithöfundasam- bandsins leit á sínum tima ekki (og lítur að ég hygg ekki enn- þá) þannig á málin, heldur tel- ur hún málaferlin fela í sér þá hættu, að tjáningarfrelsi f land- inu sé hætta búin, verði dóm- stólar látnir ákvarða hvaða tón og orðaval beri að nota f þjóð- málaumræðum. Forvitni á Norðurlönd- um. Um kærumál þeirra VL- manna hefur eitthvað verið fjallað f fjölmiðlum á Norður- löndum, og þegar ég var í Sví- þjóð og Noregi f ágúst komu formenn sænsku og norsku rit- höfundasamtakanna, þeir Jan Gehlin og Björn Nilsen, að máli við mig og fóru þess á leit að ég fjallaði um þessi mál á ársfundi Norræna rithöfundaráðsins. Þeir töldu sjálfsagt að norrænir rithöfundar fengju nánari vitneskju um þau, en það stóð aldrei til að um málið yrði gerð nein ályktun á ársfundinum. Ég féllst á þetta, að þvf til- skildu að samþykki stjórnar Rithöfundasambandsins feng- ist fyrir þvf. Hins vegar var orðið svo áliðið, að ganga þurfti frá dagskrá fundarins áður en tóm ynnist til að halda stjórnar- fund hér heima. Var málið því sett á dagskrá ársfundarins með þeim fyrirvara, að strika mætti það út, ef einhver fyrir- stæða yrði af hálfu sambands- stjórnar. Þegar ég lagði málið fyrir stjórnarfund, var mér heimilað að fjalla um mál Ein- ars Braga, en þar sem önnur kærumál hefðu ekki komið til kasta sambandsins, væri óþarft að fjalla um þau. Ég áskildi mér þó rétt til að rekja forsögu og gang málsins til þessa, og hlaut það samþykki meirihluta stjórnar. Ég skal játa, að mér kom upp- hlaup þeirra Indriða G. Þor- steinssonar og Ingimars Erlends Sigurðssonar nokkuð spánskt fyrir sjónir, áður en ég fór utan, að ekki sé minnst á þau ósköp sem á dundu meðan ég var ytra. Mér er sem sé hrein ráðgáta, hvers vegna menn eru svona viðkvæmir fyrir, ef ekki beinlínis óttaslegnir við, að þessi mál séu kynnt á erlendum vettvangi. Við hvað eru menn hræddir? Ég veit ekki betur en fjölmiðlar hér heima fjalli kinnroðalaust um málsóknir á hendur rithöfundum f öðrum löndum. Jón Björnsson talar um „óviðurkvæmileg afskipti af islenzkum innanlandsmál- um“. Hvað segir hann þá um skrif Morgunblaðsins og ann- arra fslenskra blaða um mál- sóknir á hendur sovéskum rit- höfundum? Hefur ekki verið fjallað um mál ýmissa norr- Framhald á bis. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.