Morgunblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975
13
Blóm @
vlkunnar
FLESTAR tegunair DiomiauKa
eru fjölærar. Eins og fyrr var
sagt mynda margir smálaukar
fallegar, þéttar breiður þegar
fram líða stundir. Getur þá
stundum verið nauðsynlegt að
taka þá upp og skipta þeim og
dreifa. Sama máli gegnir um
páskaliljur, ef ræktun þeirra á
annað borð tekst vel þarf að
skipta þeim á nokkurra ára
fresti. Túlípanar eru yfirleitt
ekki fjölærir hér, en sumar
tegundir, einkum kaupmanna-
túlípanar, geta þó enzt í nokkur
ár ef heppnin er með. Þó fara
blómin jafnan minnkandi eftir
því sem árunum fjölgar. Ef
túlípanar eru ræktaðir á mjög
áberandi stað er næstum
óhjákvæmilegt að skipta um
lauk á hverju ári. Snemma-
blómstrandi smálaukar fara
mjög vel undir trjám og runn-
um, þeir blómstra áður en tré
laufgast, en að blómgun lokinni
hylur laufið visnaða blóm-
stöngla og blöð. Hávaxnari
tegundir er hinsvegar heppi-
legt að gróðursetja aftast í beði
með fjölærum blómum, sem
taka við að blómstra þegar
laukblómin hafa lokið sínu
hlutverki. Séu blómlaukar
gróðursettir fast upp við hús-
veggi koma þeir óþarflega fljótt
til á vorin og hættir þá við að
biða tjón í vorhretum.
Og þegar nú gróðursetning-
unni er lokið er þrautin þyngst
að bíða rólegur vorsins. Eftir
svo sem 6 mán. getum við vænst
þess að sjá fyrstu blómin: vor-
lilju, vorboða, vetrargosa, snæ-
stjörnu og fleiri smálauka, sfð-
an taka páskaliljur við, þá
hyacintur, perluhyancintur og
túlípanar og þegar þeir hafa
lokið sér af ætti að vera komið
sumar ef allt er með felldu. Og I
görðum þeirra útvöldu, þeirra
sem lengst eru komnir í garð-
ræktinni gerast slík undur og
stórmerki svo að segja daglega
að þvf verður ekki lýst f stuttu
blómlaukaspjalli!
Að lokum smá áminning:
Brjótið blómhnappana af eftir
blómgun, það kemur f veg fyrir
fræmyndun og þar af leiðandi
orkutap, — leyfið blöðunum að
visna og falla af sjálfu sér þvf
gegnum þau fá laukarnir mikla
næringu.
/ÁB—HL.
Tvíræður
kveðskapur
Santiago, 27. september
— Reuter.
AHRIGAMIKILL chilenskur
blaðamaður var f nótt látinn
laus úr fangelsi eftir að hafa
setið inni f næturlöngum yfir-
heyrslum hjá öryggislögregl-
unni um ljóð eitt sem birtist f
blaði hans og var móðgun við
herforingjastjórnina f Chile þó
að það á yfirborðinu virtist við
fyrstu sýn lofsyngja haria, að
þvf er innanrfkisráðuneytið
sagði. Hernan Lopez, aðstoðar-
ritstjóri kvöldblaðsins La
Segunda, var handtekinn f gær,
— einum degi eftir birtingu
ljóðsins og skömmu eftir að
glöggir lesendur komu auga á
hina leyndu merkingu þess.
Ljóðið, sem undirritað var af
„A. Vergara“ og ' nefndist
„Þjóðernislegur september-
söngur“ lófsöng valdarán hers-
ins f september 1973, sem
steypti hinni vinstri sinnuðu
samsteypustjórn Salvador
Allende, heitins. I Ijóðinu sagði
að ganga ætti af öllum marxist-
um dauðum. En fyrstu stafir
hverrar ljóðlínu, ef lesið var
niður á við, mynduðu orðin
„morðingjar og hernaðarharð-
stjórar og afturhaldssamir
asnar“. Innanrfkisráðuneytið
sagði f nótt eftir að ritstjórinn
hafði verið látinn laus aó La
Segunda hefði að því er virtist
birt ljóðið í góðri trú.
í þessu liogur
CUDO
Mun mcira af þéttiefni — þrælstcrku
Terostat, sem ekki þarf að verja sérstaklega.
T erostat hefur, skv. prófunum, mestu
viðloðun og togkraft, sem þekkist. Álramminn
er efnismeiri og gerð hans hindrar að ryk úr
rakavamarefnum falli inn á milli glerja.
Álrammamir em fylltir rakavarnarefnum allan
hringinn — bæði fljótvirkandi rakavarnarefni
fyrir samsetningu og langvarandi, sem dregur
i sig raka, sem getur myndast við hitabreytingar.
AÐRIR
Yfirleitt mun minna af þéttiefni, vegna rúm-
frekari ramma úr þynnra áli. Áðeins 2 hliðar
rammans fylltar með einni gerð rakavamar-
efnis. Minni viðloðun þéttiefnis, sem þarf að
verja sérstaklega gegn utanaðkomandi efna-
fneðilegum áhrifum.
Við trúum því, að verðmæti húseignar
aukist með tvöföldu Cudogleri. Hvort sem
þú byggir fyrir sjálfan þig, aðra eða byggir til
að selja, þá hækkar verðgildi byggingarinnar
við ísetningu glers frá framleiðanda, sem
aðeins notar Terostat þéttiefni, sparar
hvergi til við samsetningu glersins, og gefur
10 ára ábyrgð á framleiðslunni.
Þess vegna borgarðu heldur meira fyrir
Cudogler — þú ert að fjáifesta tilframbúðar.
CUDO-
GLERHF.I
"VIÐERUM
REYNSLUNNIRÍKARI ”
Skúlagötu 26 Sími 26866
. Framleidandi:
Oli Þorbergsson.
Útsölustaðir:
Húsgagnahúsið, Auðbrekku 61.
Húsgögn og raftækí, Iðnaðarhúsinu Hallveigastig 1.
Skeifan, Kjörgarði.
Örkin hans Nóa, Akureyri.
Alltaf er hann beztur Blái borðinn
• smjörliki hf.