Morgunblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975
Kennsla hefst fyrst í október.
Innritun og upplýsingar
kl. 1—5 daglega.
Sími: 32153.
lllEl S KO SIGRÍÐAR Ll ÁRMANN
jmm
Blaðberar —
Hafnarfjörður
Blaðbera vantar í nokkur
hverfi í Hafnarfirði.
Uppl. í síma 50374.
iunss*>i# Jk Síðasti
innritunar-
dagur
í síma 84750
frá kl. 10-7
Takið eftir
Hafnfirðingar — Reykjavíkingar
Bjóðið eiginkonu og unnustu að læra sam-
kvæmisdansá, gömlu dansana eða jutterbug og
rokk. Pantið tímanlega.
Sérstakir timar fyrir hjón og einstaklinga.
Afhending skirteina fer fram sem hér segirí
REYKJAVÍK
Safnaðarheimili Langholtssóknar kl. 6—9.30 e.h. 1. október.
HAFNARFJÖRÐUR
Iðnaðarmannahúsið kl. 6—10. 2. október.
AKRANES
R.,„«. 2-6.3. °k,óbef Kennslustaðir
S a fnaðarheimili
Langholtssóknar
Ingólfskaffi
Breiðholt /
Breiðho/t II
Seljahverfi
Hafnarfjörður
Iðnaðarmanna-
húsinu
og
sjálfstæðishúsinu.
Rein, Akranesi.
D.S.Í.
Afmæli í dag:
Kristján Sigurjónsson
fyrrum yfirvélstjóri
I DAG er minn ágæti kunningi og
fyrrum starfsfélagi Kristján
Sigurjónsson sjötugur. Ég segi,
ja, hver skyldi trúa því að hann
Kristján væri orðin sjötugur.
Þetta unglamb sem alltaf hefur
verið svo kvikur í hreyfingum og
jafn ungur í útliti eins og þegar
við vorum saman fyrir 15 árum.
Kristján Sigurjónsson er fædd-
ur 30. september 1905 á Bíldudal í
Arnarfirði. Foreldrar hans voru
Hjálmfríður Kristjánsdóttir
skipasmiðs, Kristjánssonar, á
Bíldudal og hagleikssmiðsins
Sigurjóns Kristjánssonar vél-
stjóra, er var ættaður frá Hagaseli
i Staðarsveit á Snæfellsnesi.
Ég veit það að Kristján leit upp
til föður síns og þótti svo vænt um
móður slna að hann taldi hana
einhvern þann besta kvenkost
sem landið hefði nokkurn tima
átt. Og móðir hans hún aldi hann
upp 1 anda kristinnar trúar eins
og þær öldnu sjómanns mæður
sem urðu að halda uppi heimilinu
á meðan faðirinn var til sjós.
Foreldrar Kristjáns voru ekki
rik og því urðu þau að velta hverj-
um eyri fyrir sér. Kristján gerði
sér því snemma ljóst hvað pening-
ur væri og hefur síðan fylgt því
eftir að vera sparsamur og hugsa
um þjóðar hag. Og væri betra ef
margir sem nú eru að vaxa úr
grasi tækju slíkan mann sér til
fyrirmyndar.
Ungur ákvað Kristján að feta í
fótspor föður sins. í þvl sambandi
fór hann i vélvirkjanám hjá
Hamri h/f og lauk þaðan prófi,
samhliða iðnskólaprófi árið 1925.
Árið 1926 gerðist hann kyndari á
V/s Öðni, en það sama ár fór hann
á Vélstjóraskólann og lauk þaðan
prófi árið 1927. Eftir það var
hann fyrst vélstjóri á togaranum
April. En 1 júlí árið 1929 var hann
ráðinn sem 3. vélstjóri á v/s Ægi
en það skip var þá ný smíðað fyrir
íslensku landhelgisgæsluna og
var jafnframt fyrsta islenska
skipið sem var með díselvél. Þar
með hófst 41 árs óslitið starf
Kristjáns Sigurjónssonar hjá rík-
inu. Þegar Kristján byrjaði sem
starfsmaður á sjónum var Land-
helgisgæslan og Skipaútgerð
ríkisins undir einum og sama
hattinum. Þeir starfsmenn sem
þar unnu þá voru því ýmist á
varðskipunum eða strandferða-
skipunum. Kristján var einn af
þeim sem urðu að ganga á milli
skipanna. Marga hef ég hitt sem
hafa sagt mér að þeir minntust
alltaf glæsimennisins Kristjáns
Sigurjónssonar. Og þeir sem úti á
landsbyggðinni bjuggu á þeim
tíma þegar samgöngur voru erfið-
ar að þá hafi þeir alltaf getað
leitað til Kristjáns sem alltaf hafi
verið tilbúinn þeim til aðstoðar.
Kristján hefur alltaf verið
áhugasamur um að fylgjast með
Myndlistarnám barna
5 — 1 6 ára auk þess tengist
leikræn tjáning
Kennslu 8—1 1 ára deildar
Innritun í síma 1 1 990, frá kl. 1 0—1 6.
Myndlistaskólinn í Reykjavík
M imisvegi 15, Ásmundarsal.
Ýmsar gjafir eru acíeins notadar nokkurn
hluta ársins, adrar ekki einu sinni svo oft.
Eri Sheaffer Imperial er öruggur um ad1
vera notacfurdaglega.
Ekki acfeins vegna þess ací pennahylkid
erframleidd úrekta sterling silfri,heldurvegna
þess hve hann er hentugur.
Veljicf um pennaset, kúlupenna, blýant
eda merkipenna.
Sheaffer Imperial eradeins einn af mörgum
Sheaffers.
Peir eru allir 365 daga gjöfin.
SHEAFFER,
SHl AfHH.WOKM) WIOI AtexlrDR COMi’ANY
nýjungum í vélfræði. Hann var
einn af þeim fyrstu sem settust á
skólabekk árið 1936 þegar vél-
stjóraskólinn stofnsetti rafmagns-
deildina. Kristján vann sér fljótt
álit sem vélstjóri og voru honum í
því sambandi falin ýmis trúnaðar-
störf fyrir hönd útgerðarinnar og
má í því sambandi benda á að
honum var falið að fylgjast með
niðursetningu vélanna í Herðu-
breið og Skjaldbreið. Þessi skip
voru byggð í Skotlandi rétt eftir
stríðið, en þá var mikill skortur
hjá hinum stríðshrjáðu löndum.
Það var því ekkert sældarlíf hjá
Kristjáni þann tíma sem hann
dvaldist sem vélaeftirlitsmaður í
Skotlandi, en maðurinn var
nægjusamur og þekkti frá
bernsku sinni að láta sér vera nóg
af litlu. Þegar v/s Þór var byggt í
Áiaborg árið 1951 var Kristján við
niðursetningu þar um borð, og
var 2. vélstjóri fyrst í stað en tók
siðan við sem yfirvélstjóri.
Ég var svo heppinn að vera
samskipa þessari kémpu sem ég
tel að hafi verið bæði samvisku-
samur og ekki mátti vamm sitt
vita.
Það var bæði lærdómsríkt og
gaman að sigla með mönnum eins
og Kristjáni, Eiríki Kristóferssyni
skipherra og Steingrími Matthías-
syni loftskeytamanni, en þessar
kempur sýndu oft fjör f messan-
um þegar þeir ræddu landsins
gagn og nauðsynjar, og sakna ég
sannarlega þeirra tíma.
í maí 1962 var Kristján gerður
að skipaeftirlitsmanni hjá Land-
helgisgæslunni og gegndi hann
því starfi með miklum sóma til
ársins 1970 aö hann varð að hætta
vegna veikinda. Þegar ég lít yfir
þau ár sem ég hef haft kynni af
Kristjáni Sigurjónssyni, þá vil ég
segja, að hann hafi verið einn af
þeim góðu mönnum sem voru af
gamla skólanum, en í þeim skóla
ríkti húsbóndahollusta og sam-
viskusemi i starfi.
Kristján er tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Sigríður Ágústs-
dóttir frá Kiðabergi í Vestmanna-
eyjum, en hún lést árið 1961. Þau
eignuðust tvö börn: Fríðu, sem
gift er Rögnvaldi Bergsveinssyni
skipstjóra á Langá og eiga þau tvö
börn; og Ágúst, sem giftur er
Heklu Þorkelsdóttur og eiga þau
þrjú börn.
Seinni kona Kristjáns er Asta
Einarsdóttir, Hróbjartssonar f.v.
póstfulltrúa i Rvík.
Eins og lesa má hefur Kristján
starfað sem vélstjóri hjá ríkinu í
41 ár. Þessi maður er búinn að
vinna þjóð sinni langt og gæfuríkt
starf. Mér hefur oft orðið hugsað
til Kristjáns vinar míns þegar ég
hef verið að hlusta á fréttir um
orðuveitingar, og þá vanalega lagt
fyrir mig sömu spurninguna: Af
hverju ekki hann? En þeirri
spurningu verður að sjálfsögðu
orðunefnd að svara.
Það þykir ábyggilega bjánalegt
að ræða slfkt I afmælisgrein en
læt mig samt hafa það og vil skora
á orðunefnd að hún hugsi til þess-
arar kempu, og er hún tæki til í
skúffu sinni þá efast ég ekki um
að hún myndi þar finna bréf frá
okkur varöskipsmönnum.
Á þessum merkisdegi Kristjáns
Sigurjónssonar vil ég fyrir hönd
okkar fyrrverandi starfsfélaga
hans hjá Landhelgisgæslunni
óska honum og fjölskyldu hans,
innilega til hamingju með daginn
og bið honum langra lífdaga um
leið og ég þakka honum góðar
samvinnustundir til sjós.
Þau hjónin, Kristján og Asta,
eru nú stödd erlendis og fylgja
þeim frómar óskir.
Helgi Hallvarðsson.