Morgunblaðið - 30.09.1975, Side 16

Morgunblaðið - 30.09.1975, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. ð mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Aþví alþingi, sem saman kemur innan tíðar er nauðsynlegt að taka tíl meðferðar með hverjum hætti setja á reglur um fjármál og fjár- öflun stjórnmálaflokka og málgagna, sem gefin eru út á þeirra vegum, til þess að forða megi tortryggni og getsökum af því tagi, sem undanfarnar vikur hafa komið fram í sambandi við lóðaúthlutun á vegum Reykjavíkurborgar. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að tímabært væri orðið að taka fjármál stjórnmálaflokkanna og málgagna þeirra til með- ferðar, setja ákveðnar reglur um þau mál og gera stjórnmálaflokkunum kleift að afla fjármagns til starfsemi sinnar fyrir opnum tjöldum og stuðn- ingsmönnum þeirra mögu- legt að styðja flokka sína á heilbrigðan og eðlilegan máta. Fjármál stjórnmála- flokka hafa áratugum sam- an verið pukur- og feimnis- mál en við svo búið getur ekki lengur staðið. Það er áreiðanlega krafa almenn- ings í landinu, að í þessum efnum, sem öðrum, verði dyrnar opnaðar og hreint andrúmsloft leiki um fjár- mögnun flokksstarfs. Fyrir u.þ.b. tveimur árum hafði Morgunblaðið frumkvæði um að ræða fjármál stjórnmálaflokk- anna og í kjölfarið á þeim umræðum hér í blaðinu spunnust nokkrar um- ræður um þessi efni á al- þingi. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í nóvem- ber 1973 var m.a. fjallað um fjármál stjórnmála- flokkanna og þar sagði: ,,í sumum löndum hefur sá háttur verið upptekinn að ríkisvaldið greiði fé til starfsemi stjórnmálaflökk- anna. Sá háttur er þó held- ur ógeðfelldur því að vissu- lega á að mega gera ráð fyrir því, að flokksmenn í hinum ýmsu stjórnmála- flokkum vilji nokkuð á sig leggja til að treysta þær hugsjónir og efla þá bar- áttu, sem þeir telja að muni leiða til hagsældar. í stað ríkisstyrkja væri miklu geðfelldara að stjórnmálaflokkarnir öfl- uðu alls þess fjár, sem þeir þurfa á að halda, með frjálsum samskotum. Virðist ekkert eðlilegra en að slíkar gjafir til stjórn- málaflokka séu skattfrjáls- ar að vissu marki með sama hætti og er um gjafir til líknar- og menningar- mála. Stjórnmálaflokkarn- ir gæfu þá upp hverjir það væru sem lagt hefðu fram fé til þeirra og gef- andanum væri heimilt að draga fjárframlögin frá tekjum sínum á skatt- skýrslu. Sömuleiðis virðist eðlilegt, að vinningar í happdrættum stjórnmála- flokka séu skattfrjálsir eins og er um vinninga í fjölmörgum happdrættum öðrum. Ef samkomulag næðist milli stjórnmála- flokkanna um þetta fyrir- komulag, mætti gera ráð fyrir, að fjárhag þeirra væri borgið og þá væri líka komið á því eftirliti með fjármálum flokkanna, sem tryggði, að allt væri með felldu og engar grun- semdir þyrftu þá að vakna um óeðlileg f járframlög.“ í umræðum á alþingi þá um haustið, lýsti Magnús Jónsson, fyrrverandi vara- formaður Sjálfstæðis- flokksins, því yfir, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri reiðubúinn til þess að standa að samstarfi við aðra flokka á þessum vett- vangi er hann sagði: „Ég hygg því, að það ætti ekki að þurfa að vera neitt vandamál að fá samkomu- lag um að setja þingnefnd eða nefnd flokkanna til þess að íhuga þetta mál, kynna sér löggjöf um það í öðrum löndum og gera sér grein fyrir því hvað eðli- legt væri að í slíkri löggjöf væri og hvaða reglur hér ættu að koma til greina.“ Þær undirtektir sem mál þetta fékk hjá forystu- mönnum Sjálfstæðisflokks- ins haustið 1973 sýna, að af Sjálfstæðisflokksins hálfu er ekkert því til fyrirstöðu, að tekið verði til hendi og komið á ákveðnum reglum um fjármál stjórnmála- flokkanna og eftirlit með þeim. Að vísu liggja ekki fyrir sambærilegar yfir- lýsingar frá forystumönn- um annarra stjórnmála- flokka, en telja verður víst, að þeir muni fúsir til þess, ekki síður en sjálfstæðis- menn, að setja menn í nefnd til að komast að sam- komulagi um sérstakar reglur um fjármál stjórn- málaflokkanna. Þess er því að vænta að á því þingi, sem saman kemur innan skamms verði að þessu unnið og ekki látið staðar numið fyrr en samkomulag hefur tekizt um ákveðnar reglur um fjármál stjórn- málaflokka og flokksblaða þeirra. Fjármál flokka og eftirlit með þeim Línur Kristjáns Guömundssonar Línan hefur verið mörgum listamanninum hugstætt við- fangsefni gegnum aldirnar enda virðist möguleikum henn- ar lítil takmörk sett a.m.k. eru menn enn í dag stöðugt að upp- götva nýja tjáningarmöguleika hennar. Það er þannig ekki til nein ,,patent“-lausn á meðferð línunnar ftekar en litarins, en flestir listamenn munu geta verið sammála því, að hin hreina og Iífræna lina sé vand- meðförnust Meirtarar línunnar svo sem Henri Matisse á einn veg og Saul Steinberg á annan, gátu tjáð firna mikið I einföld- um línurissum og stöðugt koma fram listamenn sem kynna með list sinni nýja hlið á möguleik- um linunnar. Egon Schiele sannaði og flestum betur í upp- hafi aldarinnar, að línan ein getur einnig myndað form á jafn áhrifaríkan hátt og skyggningin. Jón Stefánssön málari reit m.a. um eðli línunnar i nafntog- aðri grein um myndlist 1935: Þá eru það línurnar. A þeim sjáum við öll mikinn mismun og margvíslegar tilfinningar vekja línurnar hjá okkur. — Línan getur verið djarfleg og hressandi, spennt þannig að okkur finnist hún Iyfta okkur — brotin og niðurlút, slitin og tætt, sem mædd af mótlæti. — Hvílikur munur á spenntum boga í lifandi blómastilk og þvældum seglgarnsspotta!. Líka finnum við öll ýmislegar kenndir við samleik margvís- legra lína. Þetta veit kvenfólkið er það kaupir kjóla sína og hatta og allir þeir, sem eru að sperrast við að skrifa fallega og áberandi nafnið sitt. — Hugsið ykkur spennta og fallega þanda járnbrú..— Hvílíkur munur að horfa á brúna eða hrúgu af járnarusli!. Það vakir fyrst og fremst fyrir okkur málurum, er við teiknum að ná spennu og svipmiklum styrk í línunum, að þær prýði hver aðra og bindi myndina í samgróna heild. Það er eins og okkur svimi, að sjá smáatriðin án þessa innra saín- hengis, sem skapar heild á myndfletinum. Teikningin á að vera svipmikil og ákveðin burð- argrind. — Svo er það á hvers eins valdi, hve mikið eða lítið hann kýs að sýna af smáatrið- um. Mynúllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Jón Stefánsson vissi hvað hann var að segja og því vitna ég i grein hans, að þetta eru sígild sannindi og það mun úti- lokað fyrir fólk að nálgast sýn- ingu Kristjáns Guðmundssonar í Galerie SÚM þessa dagana án þess að hafa sett sig að ein- hverju leyti inn í eðli linunnar. Lína Kristjáns er hugmynda- fræðilegs eðlis og virkar ósjald- an scm stærðfræðilegur leikur og kann tilgangurinn með því að teikna mismunandi Iangar og breiðar línur á nákvæmlega jafnlöngum tíma, að vefjast fyr- ir mörgum (Jafntíma línur). Tvær myndir er nefnast „Yfir hljóðhraða lína“ I og III benda greinilega á utanjarðar vanga- veltur. Slík íþrótt með línur minnir sterklega á formælingar í lista- skóla og þær hafa vissulega gilda þýðingu í sjálfu sér og um leið virðist þessi tegund listar njóta viðurkenningar víða í Evrópu og þá ekki sizt í höfuð- vigi hugmyndafræðilegrar list- ar Hollandi. En hún krefst einnig mikils af skoðandanum því að á flesta mun þetta virka full þurrt og Iífvana þótt gild og áhugaverð hugsun sé að baki. Dýpri hugsun um eðli sjálfrar línunnar virðist vera í mynda- flokknum „Orsök og afleið- ing“ sem vísar á andstæð gildi Iínu sem ekki er dregin heldur þrykkt með aðstoð vélritunar- strokpappirs, sem er húðaður með hvítu kalkefni. Vel og nostursamlega er gengið frá myndunum i trefjaglersrömmum, sem bend- ir á aukna vandvirkni og skiln- ing SÚM-félaga á gildi tækn- innar. — Þessi tegund mynd- listar þarf útskýringar við því að annars er hætt við að hún fari fyrir ofan garð og neðan hjá flestum og verði jafnvel að skotspæni háðfugla. Erlend listtímarit eru oft með ýtarleg- ar útlistanir á fyrirbærum hug- myndafræðilegrar listar ásamt viðtölum við iðkendur hennar og þykir mér eðlilegt að það sé á stefnuskrá listahóps er að- hyllist listgreinina, að þýða og dreifa útskýringum á fyrirbær- inu, því að það er harla barna- legt að ætla sér að myndirnar skýri sig sjálfar almenningi, sem lítinn kost á að fylgja straumi heimslistarinnar. Kristján Guðmundsson, bróð- ir hans Sigurður og Hreinn Friðfinnsson, sem allir eru fé- lagar f SÚM, eru búsettir I Amsterdam og hafa greinilega fest rætur á listavettvangi þar, og njóta þeir Kristján og Sig- urður listastyrks, sem gerir þeim keift að helga sig list sinni og lifa ágætu lífi með fjöl- skyldu. Þeir hafa víða haldið sýningar á gildum söfnum og sýningarsölum í Hollandi og víðar á meginlandinu. Væri ástæða til að gefa þessu meiri gaum en gert hefur verið til þessa, því mér er kunnugt um að íslenzkir myndlistarmenn hafi notið hollenzkra ríkis- styrkja áður og má slfkt teljast nokkur sómi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.