Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 19
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975
19
Bayern, Joventus,
Derby eða Rangers
AÐ SJALFSÖGÐU rlkti mikil gleði í bún-
ingsherbergjum Skagamanna að loknum
leiknum við Kýpurbúana á sunnudaginn.
Strax var farið að spá I það hvaða lið væri
nú skemmtilegast að fá I annarri umferð
keppninnar. Jón Gunnlaugsson sagði, að
Englandsmeistararnir Derby eða Skot-
landsmeistarar Glasgow Rangers yrðu
vonandi mótherjar Skagamanna i annarri
umferð. — Við hljótum að hafa heppnina
með okkur einu sinni, sagði Jón, við höf-
um fengið lið frá Kýpur og Möltu sem
mótherja og ég trúi þvi ekki að við
verðum enn einu sinni svo óheppnir. Það
væri svo sem eftir öðru að við lentum á
einhverju liði sem hefði ekkert nema
kostnað I för með sér, t.d. liði frá A-
Evrópu, sem auk þess að trekkja ekkert
hér, er vonlaust að semja við, sagði Jón.
George Kirby, þjálfari Skagamanna,
sagði, að þegar dregið væri um það hvaða
lið leika saman, þá hugsaði þjálfarinn um
það að fá lið, sem möguleiki væri á að
sigra. en leikmennirnir um að fá þekkt
lið, sem hefðu frægar stjörnur innan
sinna raða og forystumennirnir hugsuðu
um það að fá lið, sem fengi fólk til að
koma á völlinn og gæfi þar af leiðandi af
sér peninga í aðra hönd. — Ætli það væri
ekki bezt fyrir báða aðila að Akranes
fengi Bayern Miinchen eða Derby I
annarri umferðinni. Þá yrðu sennilega
allir ánægðir, bæði Akurnesingar og hitt
liðið, sem yrði þá að teljast öruggt um að
komast I þriðju umferðina, sagði Kirby.
Gunnar Sigurðsson, formaður Knatt-
spyrnuráðs Akraness, leyfði sér þann
munað að setjast niður og slappa af að
leiknum loknum, en undanfarna daga
hefur verið í mörgu að snúast hjá forystu-
mönnum knattspyrnumála á Akranesi.
— Það væri gaman að geta boðið fólki
upp á frægt lið, eitthvert topplið, sagði
Gunnar. — Juventus eða Derby eru
örugglega lið, sem fólk kæmi til að sjá,
jafnvel þó svo að leikið yrði á gamla
Melavellinum i Iok október. Aðstaðan þar
er víst ekki lélegri en á vellinum sem við
Iékum á á Kýpur á dögunum.
Ekki lengur í skngga gullliðsins
GEORGE Kirby, þjálfarinn, sem gert hef-
ur Skagamenn tvfvegis að íslandsmeistur-
um, komið þeim tvisvar f úrslit bikar-
keppninnar og nú f aðra umferð Evrópu-
bikarkeppninnar á sunnudaginn, var
tolleraður af Ieikmönnum lA-liðsins að
leiknum loknum. Hann hélt utan f gær-
morgun til Englands, en kemur væntan-
lega aftur hingað til Iands nokkru áður en
Skagamenn leika f annarri umferðinni.
Hvort Kirby verður hér á landi næsta
sumar er enn ekki vitað. Lftið hefur verið
rætt um þau mál og mörgum spurningum
er ósvarað f þeim efnum.
— Ég er að sjálfsögðu ánægður með
sigurinn f þessum leik, þvf ég held að allir
hafi séð að Kýpurbúarnir kunna talsvert
fyrir sér f knattspyrnu, sagði Kirby eftir
leikinn. — Ég held ekki að veðrið hafi
haft slæm áhrif á Kýpurbúana, en hins
vegar náðu þeir ekki sínu venjulega spili
á þungum vellinum. Akranesliðið hefur
lifað f skugga „Gullaldarliðsins" hefur
mér virzt. Nú tel ég þó að þeir hafi jafnað
metin og hafi sýnt það að það lið sem f A á
f dag þarf ekki á nokkurn hátt að hafa
minnimáttarkennd gagnvart gömlu mönn-
unum.
Vandaði mig of mikio
MATTHÍAS Hallgrfmsson skoraði tvö
gullfalleg mörk f leiknum við Omonia og
hefði með smáheppni getað bætt þriðja
markinu við. Þá komst hann einn inn
fyrir vörn Kýpurliðsins, en skot hans var
frekar laust og markvörðurinn varði lag-
lega. — Ég ætlaði mér að leggja knöttinn
örugglega f hornið, en hef sennilega vand-
að mig of mikið og skotið var ekki sérlega
fast, sagði Matthfas. — Það hefðu þó ekki
ailir náð að verja þetta.
— Jú, það er rétt, ég er á leiðinni til
Noregs, svaraði Matthfas aðspurður. Ég
ætla fyrst og fremst að mennta mig meira
í mfnu fagi, rafvirkjun, en einnig er mein-
ingin að leika knattspyrnu með félaginu
Brann frá Bergen. Hvenær ég fer er þó
ekki enn ákveðið, ég fer sennilega ekkert
út fyrr en þátttöku okkar f Evrópukeppn-
inni er lokið, hvenær sem það verður.
Um leikinn við Kýpurbúana hafði
Matthfas það að segja að það hefði verið
greinilegt að Kýpurbúarnir hefðu ekki
kunnað við sig á grasvellinum. Þeir væru
vanir hörðum malarvöllum, á þvf hefðu
þeir unnið leikinn á Kýpur, en aftur á
móti tapað f Laugardalnum. — Þeim
tókst aldreí að ná sfnu malarspili f seinni
leiknum, en er leið á leikinn tókst okkur
hins vegar að ná laglegum sóknarlotum.
Bít á jaxlinn og held áíram
ÞRÖSTUR Stefánsson hefur ekki mikið
fengið að reyna sig í leikjum lA-liðsins
seinni part sumars. Þessi 31 árs sterki
leikmaður hefur þó hvergi slakað á við
æfingar og ætlar sé heldur ekki að gera
það, þó hann hafi þurft að verma vara-
mannabekkina undanfarið. — Þó ekki
væri vegna annars en fétagsskaparins og
til að halda lfnunum heldur maður áfram
f fótboltanum, sagði Þröstur að leiknum
loknum. — Að sjálfsögðu er leiðinlegt að
sitja á bekknum leik eftir leik, en góður
árangur bætir þó úr og við þurfum ekki að
kvarta Skagamennirnir. Það þýðir ekkert
annað en að bfta á jaxlinn og halda þessu
áfram.
Um leikinn við Omonia sagði Þröstur að
það hefðu verið of margir dauðir kaflar f
Ieik Akranesliðsins, en mörkin hefðu öll
verið gullfalleg. Kýpurliðið hefði leikið
betur framan af en f leiknum á Kýpur.
Þeir hefðu þó dalað eftir að þeir hefðu
fengið á sig fyrsta markið og sennilega
leikið undir getu f seinni hálfleiknum.
Eínar hljóp í skarðið
ÞAÐ sorglega slys varð á miðvikudaginn
að dómarinn, sem dæma átti leik IA og
Omonia, Jones frá Wales, lézt f bflslysi.
Varð þvf að fá annan mann til að hlaupa f
skarðið og var Reynolds, sá sem dæmdi,
fenginn til verksins á síðustu stundu.
Erfiðlega gekk fyrir hann og línuverði
hans að komast til Iandsins vegna tafa á
flugvelli ytra. Er hingað kom veiktist svo
annar línuvörðurinn af heiftarlegri maga-
kveisu og gat hann engan veginn staðið á
Ifnunni f leiknum.
Varð þvf að fá heimamann til að hlaupa
f skarðið og varð Einar Hjartarson fyrir
valinu. Stóð Einar sig f alla staði mjög vel
í hlutverki sfnu á línunni og er ekkert út á
frammistöðu hans að setja. Hins vegar
vöknuðu þær spurningar hvort Einar hafi
verið löglegur til starfans, en Einar hefur
ekki milliríkjaréttindi sem dómari. Missti
hann þau fyrir aldurs sakir sfðastliðið
vor. Með þvf að gefa samþykki sitt fyrir
þvf að Einar mætti dæma liggur ábyrgðin
hjá KSf og ósennilegt er að Kýpurbúarnir
geri nokkuð í málinu, enda geta þeir
sennilega ekkert gert. Það hefði aðeins
verið réttara að láta fslenzkan millirfkja-
dómara vera á Ifnunni, ef eitthvað hefði
komið upp á.
— áij.
Landsliðs-
þjálfari
hættir
LEOPOLD Stastny, sem verið hef-
ur þjálfari austurriska knatt-
spyrnulandsliðsins sl. sex ár, Iét
af störfum sl. laugardag, og var
ástæðan sem knattspyrnusam-
band Austurrikis gaf upp fyrir
því sú að hann hefði sjálfur óskað
eftir því að hætta sökum heilsu-
leysis.
Stastny hefur stjórnað
austurríska landsiiðinu í rúmlega
50 landsleikjum, og að undan-
förnu hefðu gætt vaxandi gagn-
rýni á störf hans, og þó aldrei eins
og eftir að Austurríki tapaði 2—1
fyrir Ungverjalandi í landsleik i
Búdapest á dögunum.
Óvænt jafntefli á Ítalíu
ÞAÐ ERU fleiri en fslendingar
sem komið hafa á óvart f knatt-
spyrnu f Evrópu í sumar. Ef frá
er skilinn sigurleikur fslendinga
við Austur-Þjóðverja f vor, hafa
engin úrslit komið eins á óvart og
jafntefli Finna og ftala f leik í
Evrópubikarkeppni landsliða f
knattspyrnu sem fram fór á ftalfu
á laugardaginn. Attu ítalskir á-
horfendur, sem voru um 60 þús-
und talsins, ákaflega erfitt með
að sætta sig við þessi úrslit og
ætluðu að gera aðsúg að sfnum
mönnum er leiknum lauk. Lög-
regiunni tókst þó að afstýra vand-
ræðum, en táragasti varð hún að
beita til þess að reka fólkið burtu.
Finnarnir léku mjög ákveðinn
varnarleik á Italíu, og gekk
hvorki né rakhjá ítalska Iiðinu að
komast gegnum varnarmúrinn.
Einkum og sér í lagi gekk Finnun-
um auðveldlega að kveða í kútinn
hinn fræga leikmann Giuseppe
Savoldi, en Napoli keypti nýlega
þennan leikmann fyrir 2.000
milljónir líra.
Finnarnir áttu beztu marktæki-
færi Ieiksins er Paatelainen og
Hamaliainen komúst í dauðafæri
i fyrri hálfleik, en skutu framhjá
og er Zoff varði stórkostlega frá
Paatelainen og Jantunen í seinni
hálfleiknum.
Eftir leikinn á laugardaginn er
staðan þannig í 5. riðfi Evropubik-
arkeppninnar:
Pólland 4 3 1 0 9-2 7
Holland 4 3 0 1 11-7 6
llalía 4 12 1 2-3 4
Finnland 6 0 1 5 3-13 1
MARKVÖRÐURfNN BEZTUR
OMONfA-MANNA
Bezti maður Omonia-liðsins var
sennilega markvörðurinn D.
Eleftheriades, sem með katt-
lipurð sinni og ákveðni bjargaði
oft fallega, en aldrei þó eins og er
honum tókst að slá knöttinn yfir
eftir að Árni Sveinsson hafði átt
hörkuskot á markið^af stuttu færi.
Þá sýndi markvörðurinn tilþrif
sem jafnvel Gordon Banks myndi
vera fullsæmdur af.
Aðrir leikmenn Omonia sem voru
mjög eftirtektarverðir voru hinn
skapheiti bakvörður Kontogiorgis
og leikmenn nr. 8 og 9. sem sýndu
Iagleg tilþrif í sókninni. Kýpur-
liðið var alls ekki verra en mörg
lið sem hingað hafa komið í heim-
sókn til Evrópuleikja. Munurinn
var aðeins sá, að nú mætti til leiks
betra fslenzkt lið en oftast hefur
verið teflt fram til slíkra leikja,
— lið sem sýndi öðru hverju svo
góð tilþrif að engu var lfkara en
um velþjálfað atvinnumannalið
væri að ræða.
Matthfas Hallgrfmsson, sem þarna á f baráttu við einn leikmanna Omonia, var sannkallaður ógnvaldur
Kýpurliðsins f leiknum — skoraði tvö mörk, og átti nokkur góð tækifæri til þess að hafa þau fleiri.
Skagamönnum tókst að leika vörn Kýpur-
liðsins sundur og saman og skora 4 mörk
en voru heppnir að halda marki sínu hreinu
ÞEGAR loksins kom að þvf að
fslenzkt lið sigraði f Evrópubikar-
leik á heimavelli var það sigur
sem um munaði. A sunnudaginn
tryggðu Skagamenn sér rétt til
þess að leika f 2. umferð keppni
meistaraliða með þvf að sigra
Kýpurliðið Omonia með miklum
yfirburðum — fjórum mörkum
gegn engu — f leik liðanna á
Laugardalsvellinum. Fyrri leik-
inn höfðu Kýpurbúarnir unnið
með tveimur mörkum gegn einu,
þannig að samanlögð markatala
var 5—2 fyrir Skagamenn. Glæsi-
leg útkoma, jafnvel þótt andstæð-
ingurinn sé ekki talinn meðal
hinna stóru f þessari keppni.
Urslit fyrri leiks liðanna höfðu
gefið þeim von um að Skagamenn
sigruðu í seinni leiknum byr und-
ir vængi, og það var ef til vill mest
þess vegna sem 5.573 áhorfendur
mættu á Laugardalsvöliinn á
sunnudaginn. Og þrátt fyrir að
hitamælirinn sýndi ekki nema
nokkurra stiga hita, þurfti engum
þeim sem fylgdist með leiknum
að verða kalt. Æsileg augnablik
uppi við bæði mörkin, skemmti-
lega skipulagðar sóknarlotur og
gullfalleg mörk, yljuðu viðstödd-
um, og að leikslokum var mikill
fögnuður á áhorfendapöllunum.
Var Skagamönnum að vonum
klappað lof í lófa, svo og þjálfara
þeirra, George Kirby, sem var
„tolleraður" af sínum mönnum í
leikslok. Arangur Kirbys með
Skagaliðið hefur verið mjög
góður tvö síðustu árin, og sigur-
inn á sunnudaginn var kóróna
þess. Vafalaust verður róður
Skagamanna i annarri umferð
erfiður, þar sem við sterkari and-
stæðinga verður þá að etja, og
litlir sem engir möguleikar, á að
þeir geti leikið heimaleik sinn
hérlendis. Aðalvon þeirra verður
örugglega að dragast á móti
þannig andstæðingi, að þeir geti
haft fjárhagslegan ávinning af
viðureigninni við hann.
KÝPURMENN
KOMU A ÓVART
Ef tekið er mið af því sem um
fyrri leik fA og Omonia hefur
verið sagt, verður ekki annað sagt
en að Kýpurliðið hafi komið veru-
iega á óvart í leiknum á sunnu-
daginn. Það var ekki að sjá að
kuldinn og þungur völlur hefðu
veruleg áhrif á liðið, og áður en
lauk voru það Skagamenn sem
llllllllllllllilillil—M
Texti: Steinar J. Lúðvíksson
Myndir: Ragnar Axelsson.
lágu í valnum fyrir sinadrættin-
um. Kýpurbúarnir reyndu að
leika knattspyrnu leikinn út, og
það sem vakti hvað mesta furðu
var að þeir skyldu ekki þegar í
upphafi leiks freista þess að
„pakka í vörn“ og halda sigri sín-
um frá Kýpur. Má vera að leik-
aðferð sú sem Skagamenn beittu í
upphafi — að gefa þeim eftir
hluta vallarins og teyma þá fram
á völlinn hafi orðið þeim að falii.
Alla vega sóttu þeir stundum
nokkuð djarft, tókst hvað eftir
annað að koma vörn Skagaliðsins
í mikil vandræði, en hins vegar
ekki að reka endahnútinn á sókn-
ina hjá sér. Þegar svo meiri þungi
fór að verða í sókn Akurnesinga
freistuðu Kýpurbúarnir þess að
bæta manni í vörnina hjá sér, en
það kom fyrir ekki, einfaldlega af
því að þegar Skagamenn skoruðu
mörk sín í leiknum, tókst þeim
einfaldlega að tæta i sundur vörn-
ina með góðum leik og skipt-
ingum.
OÖRUGG VÖRN lA
Hættulegustu færin sem
Omonia fékk í leiknum komu
flest meira fyrir mistök I vörn
Skagamanna en að Kýpurbúun-
um tækist að leika vel að mark-
inu. Allan leikinn virkaði vörn lA
heldur óörugg og stundum var
hreint herfilegt að sjá hve illa var
„dekkað“ upp. Sóknarleikmenn
Kýpurliðsins voru nokkrum sinn-
um algjörlega gæzlulausir innan
vítateigs IA, og þegar þeir fengu
sendingar í slík færi, sem reyndar
var ekki oft, var það fyrir hreinan
klaufaskap, eða góða markvörzlu
Davíðs, að þeim tókst ekki að
skora. Þarna áttu allir varnarleik-
menn Akraness sök, en þetta var
sannarlega ekki þeirra dagur.
Kirby þjálfari gerði breytingu á
vörninni, þegar í fyrri hálfleikn-
um er hann skipti landsliðsmann-
inum, Birni Lárussyni, inn fyrir
Benedikt Valtýsson, sem gekk
greinilega ekki heill til skógar, og
skánaði vörn Akurnesinga
nokkuð við það. Bezti varnarleik-
maður Akranesliðsins í leiknum,
og raunar sá eini sem gerði það
sem við mátti búast var Jóhannes
Guðjónsson, en Jóhannes hefur
sýnt mjög miklar framfarir að
undanförnu, og er að komast í
„landsliðsform". Bjargaði hann
oft með miklum ágætum, þegar
önnur og hingað til stærri nöfn í
Akranesliðinu, höfðu brugðizt.
SKEMMTILEGAR
SÖKNARLOTUR
Sóknarleikur Akurnesinga hef-
ur hins vegar ekki í annan tíma
verið béittari og skemmtilegri en
í þessum leik. Þar voru allir virk-
ir, og samleikur með miklum
ágætum. Þannig komu öll mörk
Skagamanna eftir vel útfærðar
sóknir, nema helzt fyrsta markið,
þar sem einstaklingsframtakið
var í fyrirrúmi. Atkvæðamestir
sóknarmanna IA í leiknum voru
þeir Teitur Þórðarson, Matthías
Hallgrímsson og Karl Þórðarson.
Hefur Teitur ekki komizt svo vel
frá leik í langan tíma. Bæði var að
hann barðist mjög vel um knött-
inn og lét sig ekki fyrr en í
síðustu lög. Sá hefur verið aðal-
ókosturinn á leik Teits nú seinni
hluta sumarsins, að hann hefur
ekki lagt sig nóg fram í leiknum.
Ekki sýnt þá fylgni sem sóknar-
leikmanni er nauðsynleg, en
leikurinn á sunnudaginn sýndi og
sannaði að Teitur er sérlega
hættulegur sóknarleikmaður
þegar hann nær sínu bezta fram.
Matthias var einnig stórhættu-
legur I þessum leik, þótt honum
brygðist reyndar stundum boga-
listin, þegar komið var í gott
færi. Annað mark hans í leiknum
var stórglæsilegt, og ekki á allra
færi að nýta svo vel möguleika
sem hann gerði þá. Karl Þórðar-
son gerði Kýpurbúunum greini-
lega gramt í geði, og Iék sér oft í
kringum þá. Hann átti og góðar og
vandaðar sendingar og gaman var
að honum skyldi takast að skora,
en af því hefur hinn bráðefnilegi
og skemmtilegi leikmaður ekki
gert svo ýkja mikið af.
Aðrir Skagamenn sem komust
vel frá þessum leik voru þeir Har-
aldur Sturlaugsson og Árni
Sveinsson. Jóni Alfreðssyni
mætti einnig hrósa fyrir einstök
atvik í leiknum, en þegar á heild-
ina er litið verður þó ekki sagt að
þetta hafi verið hans dagur. Davíð
Kristjánsson stóð sig með miklum
ágætum í markinu, en á hann
reyndi töluvert mikið f þessum
leik.
Fiögur falleg mörk
FYRSTA mark leiks ÍA og Omon-
ia á sunnudaginn kom á 16. mfn-
útu. Eftir baráttu um knöttinn á
vallarmiðjunni tókst Haraldi
Sturlaugssyni að ná til hans og
senda vel fram til Magnúsar
Hallgrímssonar sem tókst að snúa
vörn Omonia af sér og renna síð-
an knettinum framhjá markverð-
inum af miklu öryggi. Töldu
Kýpurbúar að Matthías hefði ver-
ið ranstæður er hann fékk knött-
inn, en svo var augljóslega ekki.
Á 21. mínútu fengu Skagamenn
mjög gott marktækifæri en stór-
kostleg markvarzla Eleftheriades
í marki Omonia bjargaði. Eftir
hornspyrnu fékk Árni Sveinsson
knöttinn í sannkölluðu dauða-
færi. Hann skaut föstu skoti á
markið, en markverðinum tókst
að slá yfir.
Á 29. minútu komst Matthías f
nákvæmlega eins færi og er hann
skoraði mark sitt. Munurinn var
aðeins sá, að nú var það Teitur
Þórðarson sem vann knöttinn
með harðfylgni og að Matthíasi
brást illa bogalistin í skoti sínu og
markvörðurinn átti auðvelt með
að bjargá.
Á 35. mínútu var dæmt mark af
Skagamönnum. Þá hafði myndazt
mikil mannþröng fyrir framan
mark Omonia, en Árni Sveinsson
náði að skalla knöttinn i boga yfir
markvörðinn og í markhornið.
Einar Hjartarson dæmdi hins veg-
ar rangstæðu, sennilega á Teit
Þórðarson, sem engin áhrif gat
haft á leikinn.
Það var ekki fyrr en í seinni
hálfleiknum að Skagamenn náðu
spili sínu verulega á strik og þá
var heldur ekki lengi að bíða eftir
mörkum. Á 50. mínútu léku þeir
vörn Omonia sundur og saman, og
lauk sókninni með því að Árni
Sveinsson átti góða sendingu á
Teit Þórðarson sem var kominn
að markteigshorni Omonia. Færið
var nokkuð þröngt, en Teitur
nýtti það frábærlega vel og sendi
knöttinn með hörku'skoti i mark
Kýpurbúanna, 2:0.
3:0 kom á 61. mínútu og var það
jafnframt fallegasta mark leiks-
ins. Eftir að Karl Þórðarson hafði
átt nákvæma þversendingu yfir
völlinn á Jón Alfreðsson lék Jón
upp undir endamörkin og sendi
þaðan knöttinn vel fyrir markið
til Matthíasar Hallgrimssonar
sem skoraði með viðstöðulausu
skoti, svo föstu að ekki var hægt
að koma auga á knöttinn fyrr en
hann lá í netinu.
Á 79. mínútu innsigluðu svo
Skagamenn stórsigur sinn. Þá var
knötturinn látinn ganga frá
manni til manns og endaði sóknin
með skoti Karls Þórðarsonar af
fremur stuttu færi. Skot Karls var
ekki fast en hnitmiðar og báru
örvæntingarfullar tilraunir mark-
vörðs og bakvörðs til bjargar eng-
an árangur.
Annað mark Skagamanna að verða til. Teitur Þórðarson spyrnir
hafnaði knötturinn í netinu.
SIGUR SVO
Austur-Þjóðverjar
lögðu Belga á útivelli
STAÐAN í sjöunda riðli Evrópu-
bikarkeppni landsliða í knatt-
spyrnu „opnaðist” mikið, er
Belgíumenn töpuðu óvænt fyrir
Austur-Þjóðverjum í leik liðanna
sem fram fór f Briissel á laugar-
daginn. Það eru því þrjú lönd sem
enn eiga sigurmöguleika f riðlin-
um: Belgfa, Austur-Þýzkaland og
Frakkland, en óneitanlega stend-
ur Belgfa bezt að vfgi — nægir
jafntefli f leik sfnum við Frakka.
Sigur í leiknum á laugardaginn
hefði fært Belgíumönnum sigur í
riðlinum, og hefðu þeir þar með
verið fyrstir til þess að tryggja sér
sæti f úrslitunum. Léku Belgíu-
menn beittan sóknarleik í fyrri
hálfleiknum, og fór þá leikurinn
að mestu fram á vallarhelmingi
Þjóðverjanna, en marktækifæri
Belgíumannana voru hins vegar
teljandi.
Á 35. mínútu varð atburður sem
virtist fara mjög í taugarnar á
Belgíumönnum, en þá sýndi hinn
rúmenski dómari leiksins,
Nicolea Rainea, Ludo Coeck gula
spjaldið fyrir að brjóta á Rein-
hard Lauck, Ieikmanni A-
Þjóðverja.
Þjóðverjarnir urðu svo fyrri til
að skora. Á 50. mínútu einlék
Lauck í gegnum vörn Belgíu-
mannanna og renndi síðan
knettinum framhjá Christian Piot
í belgíska markinu. Wilfried Puis
jafnaði fyrir Belgíu skömmu síð-
ar, og eftir að staðan var orðin
1—1 skiptust liðin á góðum sókn-
um, en það voru Þjóðverjarnir
sem skoruðu. Gerði Reinhard
Höfner markið á 67. mínútu og
mótmæltu Belgiumennirnir þvi
ákaflega — töldu að hann hefði
verið rangstæður.
Eftir leikinn er staðan þannig í
sjöunda riðli:
Belgia 5 3 11 6—3 7
A-Þýzkaland 5 13 1 6—6 5
Frakkland 4 12 1 6—4 4
ísland 6 1 2 3 3—8 4
föstu skoti að marki Kýpurmanna og þrátt fyrir að þrfr væru til varnar
UM MUNAÐI